Dagur - 31.05.1957, Page 2

Dagur - 31.05.1957, Page 2
2 D A G U R Laugardaginn 31. maí 1957 GljÐMUNDUR B. ÁRNASON: Betur má ef dusa skal FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Sfofublóm eftir Ingólf Davíðsson Bókaforlag Odds Björnssonar á Ak. gefur út Flestir, sem ferðast hafa kring- um landið og komið í öll helztu kauptún og bæi á strandlengj- unni, munu á einu máli um það, að Akureyri sé einhver fegursti bær landsins. Til þess að gefa þeim, sem ekki hafa komið þang- að, ofurlitla hugmynd um bæinn, legu hans og umhverfi, vil eg með fáum orðum leitast við að draga upp ófullkomna mynd af ] honum. En víkja síðan að ýmsu er bæinn varðar. Akureyri stendur vestan við innsta hluta Eyjafjarðar — Poll- inn. Tæpur helmingur bæjarins er á breiðum tanga — Oddeyr- inni — sem Gleráin hefur mynd- að og nær austur í miðjan fjörð. Hinn hluti byggðarinnar er uppi á hárri brekku, í brúnum hennar og hlíðum og neðan við hana — í Fjörunni. — Austan við syðri hluta bæjarins er liinn stóri og fagri Akureyrar Pollur, frá nátt- úrunnar hendi svo góð höfn, að á betra verður vart kosið. Þar austan við rís Vaðlaheiðin, há, brött hið efra og gróin upp á efstu brúnir, með „bændabýlin þekku“ — er blasa við sjónum frá Akureyri, — dreifð um höllin neðan við rætur hennar. í suður- átt sér yfir hina stóru hólma, sem Eyjafjarðará hefur myndað og fram í hinn mikla og gróðursæla Eyjafjarðardal, er þjóðskáldið Matthías, sem víða hafði farið, kvað um: „Eyjafjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hér“ o. s. frv. f suðvestri rísa „Súlur“, fag- urt, hátt og strýtumyndað fjall. Beint í vestri er Hlíðarfjallið — hátt og stórt — óskaland skíða- garpanna. í norðvestri blasir einnig 'við hár fjallgarður, vest- an við Hörgárdalinn og Arnar- nesshreppin, reglulega sundur- skorin af áhrifum vatns (og jökla?), svo að margar burstir myndast, til að sjá líkastar fram- hlið á gömlum, íslenzkum bónda- bæ. Til norðurs sér út eftir hin- um langa, fríða og fiskisæla Eyja firði, þar sem jötuninn Kaldbak- ur gnæfir tignarlegur og fyrir- ferðarmikill við yztu sjónrönd, austan fjarðarins. Hann stendur þar föstum fótum, spyrnir herð- um mót" hamförum Noi’ðra og di'egur úr illhrifum hættulegasta vopns hans — fannkomunnar — svo að hún nær oft ekki til Ak- ureyrar, þó að fönn kyngi niður ^ meðfram firðinum noi'ðan fjalls- j ins. Akureyri við Eyjafjörð. Fegúrð Akureyrar er mikil,' hefur veitt mörgum óblandna gleði, og laðað margan ferða- mann til fcæjai'ins. Sérstaklega er dásamlegt að líta árla morg- urx, í-heiðskíru veði'i, af Brekk- unni, yfir Pollinn og fjrðinn — sþegilslétta — áður en hafgolan, sem oft er nokkuð svöl á Akur- eyri, fer að flæða yfir landið. En — því miður — glatast þessar fögru morgunstundir öllum þorra fólksins, sökum þess að menn taka daginn of seint. Hin lygnu síðkvöld sólmánaðanna — og miðnætui'dýrðarinnar — þegar sólin sendir sína láréttu geisla inn allan fjörð og uppljómar bæ- inn, eru einnig ósegjanlega fög- ur. Einkum — eins og stundum ber við — þegar geislar hennar brotna með öllum regnbogans litum á smáskýjum, eða sveipa fjöll og fjallahlíðar sínu fegui'sta litskrúði. Mannshöndin hefur Ieitast við að lagfæra og prýða Akureyrar- bæ, svo að. hann verði í nokkru samræmi við umhverfið. Má þar fyrst telja að síðastliðin 30 ár hefur bæjarfélagið árlega lagt fram mikið fé til að auka þrifnað hans, með því að láta gera gang- stéttir meðfi'am mörgum götum og malbika sumar. Sömuleiðis til sorphreinsunar og götusópunar. En áður hafði lítið eða nær ekk- ert verið að því unnið. Miklu fé hefur líka vei'ið varið úr bæjar- sjóði til að fegra bæinn, einkum með því að láta gera fagran grasvöll á Oddeyrinni — „Eiðs- völlinn“ — og klæða og græða neðri hluta Brekkunnar meðfram einni af aðalgötum bæjarins —J Hafnarstræti. — Er því verki nú að heita má alveg lokið. En fyrir 20—30 árum var sá hluti Brekk- unnar öi'foka, grýttur og gróður- laus. Vegna þeii'i'a aðgerða er bærinn nú miklu hlýlegri og fall- egi'i en áður. Sums staðar hafa vei'ið hlaðnir upp stallar í Brekk- unni og ti'jáplöntur gróðui’settar á þeim, sem geta orðið hin mesta bæjai-px'ýði, ef þeirra er vel gætt og lokið nauðsynlegri girðingu, sem byrjað hefur verið á. Konurnar á Akureyri hafa ekki átt minnstan þátt í að prýða Ak- ureyrarbæ og auka hróður hans á fleii'i sviðum. Svo sem kunnugt er hafa konur í flestum (eða öll- um?) kauptúnum landsins skotið karlmönnunum ref fyrir rass í því að beita sér fyrir ýmsum mannúðar- og menningai'málum af mikilli fórnfýsi og dugnaði. — Verða störf þeiri'a ekki x-akin hér að öðru en því, er snertir fegrun Akureyrar. Það, sem mún vekja- mesta at- hygli og aðdáun ferðamannsins, sem kemur til Akureyrar, og bær inn getur mest státað af, er „Lystigarðurinn" svonefndi. — Enginn kaupstaður á landinu — höfuðborgin ekki undanskilin — á slíkan garð. Eins og letrað er á steintöflu í garðinum, voru það „konur á Akureyri", sem „gerðu garðinn“ árið 1912. Það er skylt að geta þess, að þótt margar kon- ur á Akureyri hafi unnið mikið og gott starf við að „gera garð- inn“ og annast um hann, endur- gjaldslaust, bcr þó tveimur kon- um mestur heiður fyrir það. Og það er athyglisvert, að báðar þessar konur komu frá hinum sólhýru sundum Danmerkur, settust hér að á strönd hins yzta hafs — rétt sunnan við heimskautsbauginn — og eyddu hér kröftum sínum. Eldri konan, sem fluttist hingað allmörgum árum fyrir aldamótin, átti hug- ’ myndina, gekkst fyrir félags- stofnun meðal kvenna á Akur- eyri og „gerði garðinn" með þeim. Hana má því telja móður J Lystigarðsins. Yngri konan, sem 1 íluttist hingað rétt fyrir aldamót- Út er komin ný, handhæg bók fyrir íslenzkar húsmæður. Bókin nefnist „STOFUBLÓM“ og er eftir Ingólf Davíðsson grasafræð- ing. í bókinni er lýst fjölmörgum tegundum inniblóma og gefnar ræktunarleiðbeiningar, og eru í bókinni hátt á annað hundrað myndir af hinum ýmsu blóma- tegundum. Flestar tegundirnar hafa verið reyndar hér á landi, en einnig er getið nokkurra teg- unga og einkum afbrigða, sem ekki hafa verið reynd hér, en eru vænleg til ræktunar. Ekki er kunnugt, hvenær fyrst var farið að rækta innijurtir hér á íslandi, en efalaust hafa menn snemma tekið falleg viliiblóm, látið þau í vatn og haft til híbýla- prýði. Árið 1856 segir Dufferin lávarður að pottablóm blasi við í gluggum í Reykjavík. Um aldamótin 1900 eru blóm ræktuð í allmörgum heimilum, bæði í kaupstöðum og til sveita. Árið 1886 skrifar Schierbeck landlæknir í ársrit hins íslenzka garðyrkjufélags: „Þáð er mjög ánægjulegt að líta ræktuð blóm, hvort heldur í garðinum eða glugganum hjá fólki, og gleðiefni er annað og meira en ilmur blómanna, því að ræktunin og aðhlynning þeirra ber vott um rækt við heimilið og einhverja viðleitni til að gera það þægilegt og skemmtilegt. Og það vantar in, hefur haft umsjón með garð- inum og unnið sjálf að fegrun hans og viðhaldi — endurgjalds- laust — um tugi ára, eða frá því að hann var gerður og þar til pfkan þraut á elliárum. Konur þessar eru móðir Axels Schiöth bakarameistara og eiginkona hans, Margrét Schiöth. Hjónin eru bæði á lífi, hann kominn hátt á níræðisaldur, hún lítið eitt yngri. Margrét Schiöth hefur því verið hin góða fóstra Lystigarðs- ins, sívökul og vinnandi að vexti hans og viðgangi. Standa Akur- eyringar — og reyndar öll ís- lenzka þjóðin — í ómetanlegri þakkarskuld við þessar konur. því að vafalaust mun framtaks- semi þeirra og árangur af starf- inu hafa hvatt marga til að fara að dæmi þeirra. Og fleiri munu á eftir koma. Akureyringar hafa líka séð sóma sinn og sýnt að þeir kunna að meta hið óeigin- gjarna starf sómakonunnar M. Schiöth, því að þeir hafa gert hana að heiðursfélaga bæjarins. En mestu og beztu launin munu þó henni og samstarfskonum hennar vera sú vitund, að þær hafa verið nýtir þjóðfélagsborg- arar og unnið gott og mikið starf fyrir bæjarfélag sitt og landið í heild. Áður en eg lýk máli mínu um það, sem gert hefur verið til fegr- unar og þrifnaðar á Akureyri, ekki, að á íslandi er töluverður áhugi á blómarækt. Eg veit ekki, hvað oft eg hef verið spurður ráða í þéirri grein á íslandi, og það var þá vanalega kvenfólkið, sem hafði hug á því, og langt upp til sveita hef eg á ferðum mínum séð blóm í gluggunum, reyndar stundum mjög fátækleg. Það göfgar manninn og gerir hann betri að elska blómin og rækta þau. Blóm á heimliinu er þar góðs viti, boðar frið og far sæld.“ „Ræktun gróskumikilla, blað- fagurra jurta fer mjög vaxandi," segir höfundur „Stofublóma“, Ingólfur Davíðsson, í formála. „Grænn gróður gegnir sums staðar að nokkru hlutverki gluggatjaldanna á sumrin. Klif- urgróður og hengijurtir eru vin- sælar. Blaðjurtirnar eru víða umgerð skrautblómanna litfögru, sem að fornu og nýju vekja mestan unað, meðan þau standa í fullum skrúða. Margar tegundir eru sígrænar og lífga ætíð stof- urnar og blómgast jafnvel í skammdeginu. Sumar blómgast snemma vors, áður en fer að grænka úti, aðrar á haustin eftir að útiblómin eru fölnuð. Með réttu tegundavali er þannig hægt að lengja sumarið og njóta blómafegurðar í heimahúsum mestan hluta ársins. Það kemur jafnan einkum í hlut kvenfólks- ins að annast inniblómin. Sýna (Framhald af 7. síðu.) verður ekki hjá því komist að minnast hins góðkunna, aldna heiðursmanns Jakobs Karlssonar, sem — því miður — er nú horf- inn af sviðinu, sökum vanheilsu. Hann hefur eytt allri sinni starfs- orku hér á Akureyri, lagt fram drjúgan skerf til vaxtar og við- gangs bæjarins, verið frumkvöð- ull að ýmsu bænum til fegurðar og yndisauka og lagt fram mikið fé til þess úr eigin vasa. Meðal annars mun hann hafa verið hvatamaður þess, að allstór spilda á Syðri-Brekkunni var af- girt og trjáplöntur gróðursettar á henni. Mun sá blettur verða Akureyri til mikillar prýði er stundir líða. Jakob mun líka hafa verið fremstur í flokki við að láta gera hinn fagra Andapoll og kostaði fóðrun fuglanna um skeið. Enn- fremur var hann til fyrirmyndar um ræktun. Lét brjóta mikíð land og gera að fegursta túni og reisti þar stórhýsi — býlið Lund. Náttúrugripasafnið á Akureyri auðgaði hann og prýddi með því að gefa því mikið af fegurstu, stoppuðum fuglshömum, er hann hafði lagt mikla stund á að safna. Mun Akureyri lengi bera menjar dugnaðar hans og örlæti, og hans verða minnst af Akureyringum, sem eins af biztu og nýtustu son- um bæjarins. (Framhald.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.