Dagur - 31.05.1957, Síða 7

Dagur - 31.05.1957, Síða 7
Laugardaginn 31. mai 1957 D A G U R 7 Til Margrétar Guttormsd. Ásláksstöðum. Rís 5. júní og roðar fjöll röðull, — himneskt ljós; — en samt er hún ekki sagan öll sögð, um vorsins rós. Vökul þig breiðir, sem vorsins skin, víkur þér aldrei frá, böndin þar toga að blíðum vin bundin af sterkri þrá. Á sextugum aldri situr þú sæl á óðals-jörð og hugann leggur á börn og bú við blessaðan Eyjafjörð. Haustið 1956 voru hrútasýn- ingar í Eyjafjarðarsýslu og Ól- afsfirði hjá öllum fjárræktarfé- lögum á þessu svæði og sá Bún- aðarfélag íslands um þær, sam- kvæmt gildandi búfjárræktar- lögum. Fékk það Harald Árnason ráðunaut á Sjávarborg til að vera aðaldómara á þeim. Jafn- framt hrútasýningunum voru af- kvæmasýningar, en eg ætla ekki að ræða um þær núna. Starfandi eru sauðfjárræktar- félög í öllum hreppum sýslunnar, að þrem undanteknum: Skriðu-, Hrafnagils- og Ongulsstaðahr., en eins og fyrr segir, þá voru sýn- ingar aðeins þar, sem starfandi voru sauðfjárræktarfélög, svo að engar sýningar voru í þessum þrem hreppum, en öllum hinum. Allar sýningarn'ar voru vel sóttar af félagsmönnum o. fl. Alls voru sýndir 426 hrútar. Af þeim hlutu 37.1% fyrstu verð- laun, en 12.0% enga viðurkenn- ingu. Miðað vjð. síðustu sýnipgp, sem vaf tó54,'t vóru • úrsíitin 28% fyrstu verðlaun, en enga viðurkenningu 22.0%, en hér er miðað við alla sýsluna í tölum frá sýningu 1954 og eru því ekki alveg sambærilegar, þar sem hrútar flokkuðust heldur illa í Öngulsstaðahr. og Hrafnagilshr. Fullorðnu hrútarnir, sem nú voru sýndir, 231 að tölu, hlutu 51.1% af þeim fyrstu verðlaun, en 1954 40.7%, og enga viður- kenningu nú 6.0%, en 1954 11.9%. Veturgömlu hrútarnir, sem nú voru sýndir, 195 að tölu, hlutu 21.0% af þeim fyrstu verð- laun, en 1954 11.9%, enga viður- kenningu hlutu 18.0% ,en 1954 33.9%. Þessar tölur sýna okkur það, að um nokkra framför er að ræða, og vil eg þakka það því, að bændur eru farnir að vanda meir til lífhrútavalsins, en verið hef- ur, en betur má, ef ástandið í sauðfjárræktinni á að verða við- unandi, því að mjög er mikill mismunur frá einni sveit til ann- arrar og liggja til þess mai'gar orsakir, t. d. léleg afrétarlönd og mismunur á stofnum. Bezta útkoma á hrepp var í Öxnadal. Þar voru sýndir 43 hrútar og hlutu 26 af þeim fyrstu verðlaun, eða 60.5%, og er það góð útkoma, og vafalaust má þakka landgæðum eitthvað af þessu, en mikill áhugi er um sauðfjárrækt í Öxnadal, sem öðr- J um hreppum sýslunnar. Næst bezta útkoma á sýningum var í Ólafsfirði og Árskógshreppi, eða 50% af sýndum hrútum hlutu fyrstu verðlaun. Lélegasta út- koma á sýningunni var á Dalvík. Þar voru sýndir 59 hrútar, og af þeim hlutu 11 fyrstu verðlaun, eða 18.6%, og er það mjög slæm útkoma. Hrútarnir, sem komið var með á sýningu á Dalvík, voru yfirleitt mjög grannholda, sem 1 mun mest stafa af því, hve þröngt er í högum hjá Dalvík- ingum. Ef Dalvíkingar ætla sér að hafa svona margt fé áfram, | eins og þeir hafa nú, þá er úti- lokað fyrir þá annað en að beita fénu á ræktað land þegar líður á sumarið, ef þeir ætla sér að hafa afurðir af fénu, og víðar mun þáð, þúýfa,: pins og 'tc 'd', í hrepp- um hér framan Akureyrar. Læt eg svo útrætt um þessar sýningar á síðastliðnu hausti. Ingi Garðar Sigurðsson. Þanniof er meitluð stund við O starf, staðurinn glöggt það ber: að blíða þín við bezta arf birtist hvar sem fer. Ljúft er í elli að minnast margs er mætumst í lífsins för: blíðu-atlots og barna-args úr bernskunnar fyrstu vör. Á Ósi var mótuð ævi þín í ævintýra-rann og síðan býr yndi, sem aldrei dvín og innst í hjartanu brann. Nú hefurðu gengið langa leið, nú líður hver stundin fljótt, en fyrir þér iiggur gatan greið, þótt gangi að koldimm nótt. Áfram í töfrum ævi-braut, ennþá við himneskt ljós, megi þér berast blóm í skaut og blæfögur júní-rós. Amaldur Guttormsson. Á Vestur-Jótlandi eru mold- vörpur mesta plága, og stendur nú yfir eyðingarherferð þar um slóðir. Talið er að hver hreppur þurfi að kosta til 10—20 þús. d. kr. til útrýmingarinnar. lier sjasi nokkrar indverskar konur, klæddar sínum gamla, þjóðlega búningi, bera körfur á höfðinu, cn í baksýn sést nýtízku járn- og stálbræðsluverksmiðja ein mikil, sem Alþjóðabankinn hefur lánað Indverjum fé til að reisa. „. .. . ijýsna stór með hornin sín. . . ." Að hugsa um fögur heima-lönd að helga sér göfug störf, og raka og binda blóm í vönd þú birtir af innri þörf. Traktorinn er lang- Iiættulegasta land- búnaðarvélin Brezkar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að um 60% af slysum við jarðræktarstörf, þar sem vél- væðing er orðin almenn, stafa af dráttarvélum. Og eru slys þessi afar margvísleg. Voru á einu ári í Bretlandi 4000 slík slys, og þar af 60 banaslys. í Noregi hafa Ríkistrygging- arnar skráð 3000 slík vinnuslys með 13 banaslysum á einu ári. Vinna þar þó miklu færri að búnaðarstörfum heldur en í Bret landi. Alltítt er, að unglingar, og jafnvel börn slasist og bíði bana í traktorslysum, og þykir þó óverjandi með öllu að setja yngri unglinga en 16 ára til slíkra starfa. Hafa þess háttar slys því miður einnig hent hérlendis,enda virðist lítið eða ekkert eftirlit með þess háttar. Fyrir skömmu sást auglýst í einu Reykjavíkur- blaðanna, að bóndi óskaði eftir 13 ára dreng í sumarvinnu, — „og 1 væri æskilegt, að hann væri dá- I lítið vanur að stjórna dráttar- vél.“ — Þar birtist ábyrgðarleys- ið á prenti! (Aðsent.) KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnu- dagínn kemur. Sjómannamessa. Sálmar nr: 660 — 68 — 681 — 318. -— Ath. breyttan messatíma. P. S. Skinfaxi tímarit ungmennafélaganna, 1. hefti þessa árs, er komið út í breyttu formi. Ritstjóraskipti hafa orðið að ritinu. Stefán Júlíusson, sem ver- ið hefur ritstjóri síðustu 11 árin, •lætur nú af því starfi, en við því tekur Stefán M. Gunnarsson. Brot ritsins er breytt og útlitið nýtízkulegra. Af efni má nefna afmælisgrein um Guðmund Inga fimmtugan og kvæði og ennfremur grein um Guðbrand Magnússon sjötugan. Þorsteinn Einarsson skrifar um íþróttir. Þá er viðtal við tvær konur, skákþáttur, þýdd saga eftir Oscar Wilde og hugleiðing eftir ritstjórann o. fl. - Bókamarkaðurinn (Framhald af 2. síðu). margar konur mikinn áhuga og hafa náð furðugóðum árangri í blómarækt. Og fá eru þau heim- ili orðin, þar sem ekkert blóm skartar í glugganum.“ Skellinaðra GORICKE - TIL SÖLU Uppl. í síma 1484 5 ungar kýr VIL ÉG KAUPA G. S. Haldal Sörlatungu Sími um Bægisá Að sögn útgefanda er bókinni „Stofublóm“ ætlað það hlutvei'k að leiðbeina húsmæðrum um tegundaval innijurta og eru myndir birtar af flestum aðalteg- undunum í þessu skyni. Bókin er 240 blaðsíður með nafanskrá, gefin út af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f., Akureyri, og er það nokkur trygging fyrir smekklegum og vönduðum frá- gangi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.