Dagur - 31.05.1957, Síða 8
8
Baguk
Laugartíaginn 31. niaí 1957
(Framhald af 1 .síðu.)
drykkju í samkomuhúsi sveitar-;
innar og veitti af rausn.
Vígsludagur Svalbarðsstrand-
arkirkju verður lengi í minnum
hafður af viðstöddum. Biskupinn,
séra Ásmundur Guðmundsson,
átti drjúgan þátt í því með
virðulegri og ljúfmannlegri fram-
komu sinni, í kirkju og utan, og
og allir ræðumenn vönduðu mjög
mál sitt.
f ræðu þeirri er Benedikt Bald-
vinsson flutti við þetta tækifæri
sagði hann meðal annars, að ekki
væri kunnugt um kirkju á Sval-
barði fyrr en um 1800. En kirkja
sú, er afhelguð var þennan dag,
gamla Svalbarðskirkjan, hefði
verið byggð 1846 af Danielsen á
Skipalóni og var fyrsta timbur-
byggingin í sveitinni. — Fyrstu
gjöfina til hinnar nýju kirkju gaf
Sigmar Benediktsson á Sval-
barðseyri, 1944, að upphæð
1000.00 krónur. Síðan fór að
komast skriður á málið. En í árs-
lok 1950 var endanlega ákveðið
að byggja kirkjuna. Teikninguna
gerði Bárður ísleifsson á teikni-
stofu húsameistara ríkisins. Sjóð-
ir voru nánast engir vegna verð-
rýrnunar peninga. Bygging hófst
svo 1953 og var henni valinn
staður á hól skammt austan við
gömlu kirkjuna. Er hún vel stað-
sett.
Yfirsmiður kirkjunnar var
Adam Magnússon frá Akureyri.
Múrhúðun utan húss og innan
annaðist Tryggvi Sæmundsson,
Akureyri, og málningu Jón Jóns-
son, Akureyri. Viktor Kristjáns-
son, Akureyri, gerði raflagnir,
Jóhann Björnsson, Húsavík, skar
predikunarstólinn, en Ágúst
Jónsson, Akureyri ,smíðari hann,
ennfremur altarið og söngloftið.
Kirkjubekkina og glugga smíðaði
Kjartan Magnússin bóndi á Mó-
gili. Kirkjuhurðin er pi'ófsmíð
Trausta Adamssonar, Akureyri.
Þessum aðilum voru þökkuð
störfin við bygginguna og margir
þeirra gáfu kirkjunni dýrar
gjafir.
Blaðameon og boðs-
ferSir
Blaðið hefur fregnað að Flug-
félag íslands muni ætla að bjóða
blaðamönnum utan Reykjavíkur
í kynnisferð til Norðurlanda inn-
an skamms með annarri hinna
nýju flugvéla sinna. Var vikið að
þessu efni í næstsíðasta tölublaði
Dags og undrun látin í Ijósi yfir
því að blaða- og fréttamönnum
frá Rvík aðeins hefði verið gef-
inn kostur á að kynnast hinum
nýja farkosti og aukinni starf-
semi Flugfélagsins.
Um boðsferðir og blaðamenn
mætti og þyrfti e. t. v. að skrifa
nánar, við tækifæri.
Kostnaður er talinn vera um
750 þús. kr. og verða 800 þús.
þegar hús og lóð er fullgert. — í
sólcninni eru aðeins 230 manns og
er kostnaður á hvert mannsbam
því 3500.00 kr., miðað við fulln-
aðarverð. Taldi ræðumaður þó,
að léttari mundi bændum þessi
fjárhagsbaggi en þeim er byggðu
Svalbarðskirkju næst áður, ef
miðað væri við framleiðsluhæfni
sveitarinnar.
Margvíslegar gjafir hafa kirkj-
unni borizt og hefur hér í blaðinu
birzt listi yfir þær. Altaristaflan
er gefin af einni fjölskyldu safn-
aðarins, en hún er gerð af Magn-
úsi Jónssyni prófessor, og hinn
forkunnarfagri ljósahjálmur, er
gefinn af kvenfélagskonum safn-
aðarins og fleiri ljósaskreytingar.
Við kirkjuna er nýstárleg við-
bygging, sem sumum þykir
óprýða, en þó öllum kirkjum
nauðsyn.
í turni hinnar nýju kirkju er
ljóskross. Hann er mjög bjartur
og mun lýsa vegfarendum og
minna á -helgi kristinnar kirkju
um ókomna tíð.
Fimmtíu ár eru liðin frá því
Húsavíkurkirkja var vígð. Á morg-
un verður þessa minnzt með há-
tiðahöldum þar ú staðnum. Verða
hátíðahöld þessi tvíþætt. Klukkan
1 verður hátíðaguðsþjónusta í
Hrafnista
Á morgun mun Dvalarheimili
aldraðra sjómanna verða tekið í
notkun. Opnun þess er merkur
viðburður.
Dvalarheimilinu mun verða
gefið nafnið Hrafnista og vist-
menn heimilisins Hrafnistumenn.
í byggingunni eru fullgerð 70
herbergi, eins til tveggja manna.
Ráðgert er að Hrafnista rúmi
300 manns fullgert. Þar verða
líka vinnuherbergi og sjúkraher-
bergi.
Alþingi lýkur störfum
Þinglausnir fóru fram i gær,
eftir langt þing og viðburðaríkt.
Héldu margir þingmenn heim-
leiðis strax eftir þingslit, þeir er
heima eiga utan Reykjavíkur.
kirkjunni. Þar predikar prófastur-
inn, séra Friðrik A. Friðriksson, en
biskupinn, herra Ásmundur Guð-
mundsson, flytur ræðu. Og hann
vígir nýjan skírnarfont kirkjunnar,
gjöf frá Kvenfclagi Húsavíkur og
skírir nokkur börn.
Síðar um daginn verður almenn
samkoma í kirkjunni. Karlakórinn
Þrymur og kirkjukór staðarins
syngja báðir og þar verður flutt
ný hátíðakantata eftir prófastinn,
með texta eftir liann einnig og gerð
í tilefni þessa afmælis. Þar verða
og ræður fluttar.
Vilhjálmur Þór, bankastjóri, og Thorsten V. Kalijarv, starfsmaður
rúð utanríkisráðuneyti .Bandaríkjanna. Myndin tekin er Vilhjálmur
var þar vestra í crindum ríkisstjórnarinnar.
3 3
Kappróðrar, sundkeppni, dansleikir
Sjómannadagurinn er á morgun.
Hefst liann með kappróðrum á
Pollinum klukkan 1.30 e. h. Þar
keppa konur frá Slysavarnadeild
kvenriá á Akureyri og Róðrarfélagi
kvcnna. Þá keppir Æskulýðsfélag
Akureyrarkirkju og róðrarsveit
Róðrarfélags Reykjavíkur, sem nú
eru íslandsmeistarar. Þá keppa og
róðrarsveitir skipshafna.
Síldarverðið ékveðið og hækka
95 kr. málið í bræðslu 02 130 kr. í salt
Sjávarútvegsmálaráðh. Lúðvík
Jósepsson, skýrði frá því í eld-
húsdagsumræðum, að samið hefði
verið um síldarverðið á næstu
vertíð. Hækkar það úr kr. 85 í 95
kr. pr .mál í bræðslu og úr kr.
120 í kr. 130 uppmæld salts,ldar-
Frá Ungmen
SauðárEróki, 24. ntaí 1957.
Aðalfundur Ungmennasam-
bands Skagafjarðar var haldinn á
Sauðárkróki dagana 4. og 5. maí.
Að venju voru rædd þar ýmis
mál, sem varða félögin og sam-
þandið, svo sem um væntanlega
þátttöku í landsmótinu á Þing-
völlu.m nú í sumar og innanhér-
aðsmót í knattspyrnu, sundi og
frjálsum íþróttum. Stjórn sam-
bandsins var endurkjörin, en
hana skipa: Guðjón Ingimundar-
son, Sigurður Jónsson og Gísli
Felixson.
í sambandi við fundinn fór
fram 5. og síðasta umferð í skák-
móti sambandsins, sem er hið
fyrsta á vegum ungmennasam-
bandsins. Sex ungmennafélög
tóku þátt í skákmótinu og sigr-
aði U. M. F. Grettir með 13 vinn-
ingum. Næst að vinningum var
U. M. F. Höíðstrendinga, en það
hafði 12 y2 vinning.
Kirkjukór Borgarness kom í
heimsókn til Sauðárkróks 11.
maí. Kórinn bélt söngskemmtun
í Bifröst um kvöldið og fékk
ágæta aðsókn. Kirkjukór Sauð-
árkróks fagnaði komu gestanna
með söng og að lokum sungu
kórarnir sameiginlega nokku.r
lög. Þótti söngskemmtun þessi
takast mjög vel. Á eftir var sam-
eiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld
og gleðskapur fram eftir kvöldi.
Daginn eftir sungu báðir kór.arn-
ir við messu í Sauðárkrókskirkju,
en prófasturinn, sr. Helgi Kon-
ráðsson, prédikaði.
Sunnudaginn 12. maí komu
skákmenn frá Blönduósi til
Sauðárkróks og háðu skákkeppni
við heimamenn á 25 borðum. Ur-
slit urðu þau, að Blönduósingar
sigruðu með 13 vinningum gegn
12. Þóttu þetta allgóð úrslit, þar
sem Blönduósingar höfðu áður
tapað fyrir Sauðárkróksbúum
með sama mun.
G. I.
tunna af Norðurlandssíld. Hann
sagði einnig frá því, að samið
hefði verið urn rekstursgrundvöll
fyrir vorsíldarverði sunnanlands,
fram að veiðitíma Norðurlands-
síldar.
Með þessum samningum er
grundvöllur lagður að auknum
síldveiðum og getur það orðið
mikilvægt, ef síldin verður okkar
athvarf að þessu sinni, svo sem
margir spá.
VerMaunum Iieitið
fyrir blómafrímerki
í ráði er að gefa út innan
skamms íslenzk blómafrímerki.
Póst- og símamálastjórnin hef-
ur nú ákveðið að efna til sam-
keppni um gerð frímerkjanna.
Hver þátttakandi má senda allt
að fjórar tiliögur og skulu þær
sendar póst- og símamálastjórn-
inni fyrir 1. ágúst í sumar.
Tvenn verðlaun veroa veitt og
eru fyrstu verðlaun 1500 krónur,
en önnur verðlaun 1000 kr.
í tilkynningu póst- og síma-
málastjórnar u.m þetta segir að
fyrirhugað sé að gefa frímerkin
út á næsta ári eða siðar.
VORMÓT í KNATTSPYRNU.
S'ðastl. fimmudag fór fram
keppni í meistaraflokki í knatt-
spyrnu zniHi KA og Þórs. Sigraði
KA með 4 : 3 mörkum.
í sambandi við keppnina starfar
veðbanki í ToJlstöSinni cn skrif-
sLofur sjómannadagsráðsins eru á
skrifstofum Eimskip.
Siðar uni daginn, eða kl. 4 liefj-
ast hátíðahöldin að nýju við sund-
laugina. Þar leikur Lúðrasveit Ak-
ureyrar undir stjórn fakobs
Tryggvasonar en að þvi bútiu verð-
ur keppt í stakkasundi, hoðsundi
og sjómenn verða heiðraðir.
Um kvöldið verða dansleikir að
Hótel KFA og í Alþýðúhúsinu. Ný
ldjómsveit leikur fyrir dansinum á
dansleik Sjómannadagsráðs í kvökl
í Alþýðuhúsinu.
Merki dagsins og Sjórrianriadags-
blaðið verða seid á götunum ailan
daginn til ágóða fyrir Dvalarheim-
ilissjóð sjofnanna á Akureyri.
ur varnargarð
Skjálfandafljót rauf varnargarð
við nýju brúna hjá Stóruvöllum
einu sinni enn, í vatnavöxtunum
fyrirfarandi daga. Flæddi það
síðan yfir veginn austan árinnar.
Var 100 metra kafíi ýegarins
undir vatni og stórskemmdur. —
Verður ekki hjá því komist að
gera þarna öflugt varnarvirki,
■svo að ágangi linni á þessum stað,
svo að hin dýrmæta samgöngu-
leið þeirra Bárðdælinga og fleiri,
komi að fullum notum.
Þá hefur Skjálfandafljót einnig
flætt yfir láglendi í Kinn og
Skálará hefur valdið skemmdum
;þar nyrðra.
Fornminjar á Þmg-
\öllum
í Miðmundartúni á Þingvöllvm
fundust nýlega fornminjar í jörð
í tveirn húsgrunnum, — Meðal
muna, er þarna fundust, er kop-
arhlutur einn, óþekktur.
Ii'oi'nminjavörður, dr. Kristján
Eldjárn, mun síðar hefja upp-
gröít og frekari rannsókn á þcss-
um fornu rústum.