Dagur - 23.11.1957, Page 4
4
D A G U R
Laugardaginn 23. nóvember 195?
ft$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$S$$$$S$$$í$í$$$$$$$S$$í$S5$$$«i
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Afgreiðsla, auglýsingar og innhéimta: _
Þorkell Björnsson
Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166
Árgangurinn kostar kr. 75.00
Blaðið kemur út á miðvikudðgúm
og laugardögunt, þegar efni standa til
Gjalddagi er 1. júlí
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
iS$$$$$$$$SS$$$$$$S$$$$$$$S$$S$SS$$$SS$$$$S$$$$$$$S"
r
Olíkar verzlunarstefnur
ÍSLENDINGAR standa í tveim aðalfylkingum í
verzlunarmálum. Annars vegar eru þeir, sem enn
halda dauðahaldi í samkeppnisformið og telja það
leysa allan vanda verzlunarinnar af sjálfu sér, sam-
keppnin hafi jafnan verið hinn mikli aflgjafi til
mikilla hluta og svo eigi enn að vera. Þessir menn
teygja fram álkuna á þann höggstokk, sem sagan
undanfarnar aldir hefur sýnt þjóðinni átakanlegar
en allt annað, að jafnan hefur haldizt heitur af
blóði fátæka mannsins. Hins vegar eru mennirn-
ir, sem aðhyllast samvinnustefnuna og vinna að því
að almenningur fái sannvirði vinnu sinnar og fram-
leiðslu og greiði raunverulegt kostnaðarverð fyrir
keyptar vörur. Samvinnumenn vinna að því að
fjöldinn njóti þeirra gæða, sem áður var fárra út-
valdra, að fólkið eigi verzlunar- og framleiðslu-
fyrirtækin sjálft, stjórni þeim og njóti hagnaðarins
í stað þess að vera leiksoppur og féþúfa þeirra
manna, sem hlutu vinninga í fjárgróðataflinu.
Síðarnefnda fylkingin hefur orðið sigursæl í bar-
áttunni og helmingur verzlunarinnar í landinu er
samvinnuverzlun. Sjálfstæðismenn hræðast þessa
þróun og hata samvinnuformið. Þeir vilja sjálfir
berjast innbyrðis, troða þann veikari í svaðið og
gína svo yfir hverri gróðavon, innan lögverndaðs
ramma þjóðfélagsins. Samkeppnismenn í verzlun-
inni eru ötullega studdir af Sjálfstæðisflokknum og
blöðum hans. Þessi blöð hamra á því öllu öðru
fremur að munur kaupfélaga og kaupmanna sé
harla lítill og svívirða jafnvel Samband íslenzkra
samvinnufélaga með því, að það sé stærsti heild-
sali landsins. Minni spámennirnir í þeirra hópi
krefjast þess enn fremur að samvinnulöggjöfinni
verði breytt á þann veg að kaupfélög og hluta-
félög séu skattlögð á sama hátt.
SKAL NÚ BENT Á hver fjarstæða það er og
hver reginmunur er á kaupfélagi annars vegar og
hlutafélagi hins vegar. Er þá fyrst að líta á þessi
tvö félagsform frá bæjardyrum venjulegs manns,
sem sjálfur velur og hafnar. Hann rekur sig strax
á það, að það fá ekki allir sem vilja að ganga í
hlutafélag, en kaupfélagið er öllum opið. Til að
ganga í hlutafélagið þarf að leggja fjármagn á borð
með sér. í hlutafélagi ráða paningarnir, en ekki
maðurinn sjálfur. Ríkur maður hefur rétt til að
greiða mörg atkvæði. Hann hefur margar hendur
þegar atkvæði eru greidd. Af þessu sést glöggt, að
það eru peningarnir sem ráða.
Segja má að þessu hafi samvinnufélögin umbylt.
Þar hefur hver félagsmaður aðeins eitt atkvæði,
hvort sem hann er ríkur eða fátækur og án tillits
til þess hvort hann verzlar mikið eða lítið.
Þetta er hið raunverulega lýðræði og alveg and-
stætt einræðishneigð hinna ríku. í samvinnufélög-
unum er maðurinn settur ofar fjármagninu. Þegar
svo er litið til verzlunarhagnaðarins kemur enn í
ljós hve þessi tvö félagsform eru gjörólík. I hluta-
félagi, sem oftast er raunar klíka fárra fésterkra
manna, og enn fremur hjá kaupmönnum, rennur
hagnaðurinn beint í vasa kaupmannsins eða hluta-
félagsins, en hjá samvinnufélögum er hann endur-
greiddur um hver áramót. Þessu til sönnunar hafa
samvinnufélögin endurgreitt viðskiptamönnum sín-
um 45 miíljónir króna á hálfum öðrum áratug og
auk þess hafa svo Samvinnutryggingar og Oliufé-.
lagið, auk Sambandsins sjálfs,
greitt milljónatugi til viðbótar.
Sambærilegan gróða einstaklinga
sér þjóðin aldrei. Andstæðingar
kaupfélaganna benda aldrei á
þennan mun og vilja heldur ekki
að á hann sé minnzt, því hann
slær öll vopn úr hendi þeirra og
gerir marklaust hjal þeirra um
skattfríðindi kaupfélaga.
Brúin milli heims og beljar
Smá-þættir úr harmsögu Ungverja
XVI. BARDAGINN UM KAST-
ALAHÆÐINA. HUGRAKKAR
STÚLKUR.
Fyrir norðan Gellerthæð er Kast-
alahæðin. Þar er þéttbýlt fátækra-
liverfi með snotrum ln'isum og göt-
um í Miðaldarstíl. Flestar liggja
götur þessar um brattar brekkur,
með kröppum og liáskalégum
beygjum. Hér hafði safnast saman
hópur sjálfkjörinna ungmenna til
lokavarnar Búða. Eflir eyðilegging-
una umhverfis Zsigmonds-torg
höfðu bætzt við í hópinn fáeinir
reyndir bardagamenn, sem höfðu
kynnst brögðum Rússa og öllu því,
sem þeir höfðu upp á að bjóða. En
Kastalahæðar-bardaginn var ólíkur
átökunum á torginu að einu leyti:
hér tók fjöldi ungra stúlkna þátt
í bardaganum. Þær reyndust fram-
úrskarandi liugrakkar.
Rússar nálguðust óvissuna á Kast-
alahæð rnjög gætilega, eins og hér
væri um að ræða varnir öflugs her-
liðs, en ekki lítils hóps ungra pilta
og stúlkna. Fyrstu klukkustund-
irnar lokuðu stórsprengjuvörpurn-
ar á Gellerthæð öllum leiðum.
Virtist ósennilegt, að nokkur mann-
eskja hcfði lifað af alla þá tortím-
ingu.
Til þess að forðast alla áhættu,
sendi þó yfirhershöfðinginn siðan
skriðdreka til að brjóta algerlega
niður hverja þá mótspyrnu, scm
eftir kynni að leynast, og á eftir
skriðdrekunum áttu síðan að komá
fótgönguliðssveitir nteð vélbyssur.
Þær áttu svo að „þurrka út“ þá,
sem eftir kynnu að lifa.
En hermönnunum varð ekki auð-
lilaupið jiangað í svipinn. Oðar
er sprengjuliríðinni létti, birtist
hópúr af piltum og stúlkum, sem
komu fratn úr fylgsnum sínum, og
undir stjórn sjálfboðaliða voru hér
unnin jiau afrek, sem gera munu
vörn Kastalahæðar að minnisstæð-
um jiætti „heimaspunninna" liern-
aðar-aðgerða.
Meðal sjálfboðaliðanna á Kast-
alahæð, scm komið höfðu frá
Zsigmond-torgi, var liinn snoð-
klippti Imré Geiger, cnn mcð sama
riffilinn og jafn vigfús bardaga-
maður og eldheitur. „Þarna höfð-
um við einfalt hlutverk með hönd-
ur,“ sagði hann. „Það var að tor-
tíma skriðdrekum."
„Við beittum aðallega þremur
aðferðum. Ilin fyrsta var að láta
þá skrika í rásinni, renna út á hlið
og springa sundur. Stundum tókst
okkur þetta, þegar skriðdrekarnir
komu upp brekkurnar. Stúlkurnar
dreifðu uppleystri blautsápu á göt-
una, og þá annaðhvort spóluðu
skriðdrekarnir eða runnu stjórn-
laust í öfugar áttir. Stundum lam-
aðist skriðdreki við að rekast á
vegg, og j)á réðumst við á hann.
Maður, sem vann að bílaviðgerð,
kcnndi okkur að smyrja feiti og
olíu á gatnamótin, og j>á runnu
skriðdrekarnir til í beygjunni, og
rákust jtá annaðhvort, á hús eða
tré, og j)á komum við óðara til sög-
unnar.
Annað bragð okkar var að fá j)á
til að stöðvast allra snöggvast — á
einhvern hátt. Ein smellin stúlka
hvolfdi brúnum leirdiskum á göt-
una, og þá líktust Jjcir nákvæmlega
jarðsprengjum. Þegar Rússarnir
komu Jiar að, hikuðu jieir og hörf-
uðu síðan undan, og J)á tókum við
þá.“
Það var auðvitað minnstur vand-
inn að stöðva skriðdrekana, og
J)rátt fyrir J)að gátu þeir sent kúlna-
liríð í allar áttir úr jiremur stórum
vélbyssum sínum, sem snúa mátti
nærri alveg í liring til að elta uppi
árásarmennina. Auk Jtess voru
Sovétistar viðbúnir að beita stærstu
fallbyssu sinni, jafnvel á einstakan
Ungverja, sem Jieir óttuðust að væri
á leiðinni með „Molotovliristing".
Ungu mennirnir á Kastalaliæð
samsvöruðu fyllilega þörfinni. Þeim
hugkvæmdust margskonar ráð til
að tortíma löskuðum skriðdrekum.
Duglegur verkamaður fyllti stærðar
gloppu í steinlögðu stræti á brekku-
brún einni með bensíni og faldi sig
síðan rétt hjá, unz skriðdreki var
kominn mitt í bensínpollinn. Þá
kostaði hann eldsprcngju, og í einu
vetfangi var skriðdrckinn allur í
einu eldhafi.
Annar verkamaður varpaði há-
spennuleiðslu á cinn skriðdrek-
ann, svo að iillu áhöfnin fórst af
raflosti. Fyrir neðan Iiæðina setti
liugaður strætisvagnstjóri bíl sinn
á fulla fcrð og liljóp síðan úr hon-
um, rétt áður cn hann renndi hon-
um á skriðdreka, sem við J)að kvikn-
aði í og sprakk svo sundur.
í höndum ótrúlega hugaðra pilta
og stúlkna var J)að Molotov-hrist-
ingurinn, sem tortímdi flestum
skriðdrekunum. „Ekki liélt ég, að
stúlkur gætu gcrt annað eins, og
ég sá J)ær gera,“ sagði Imré Geiger.
„Þær földu sig í forstofum og kjall-
aragöngum með sína sprengjuna
Iiver. Færi skriðdreki fram hjá, án
Jiess að nema staðar, hreyfðu J>ær
sig ekki. Margar Jteirra voru auðvit-
að drcpnar, Jtegar skotið var af vél-
byssum inn um dyr og glugga. En
rynni skreðdreki til eða rækist á
vegg cða stöðvaðist allra snöggvast,
voru stúlkurnar óðar komnar og
sprengdu J)á í loft upp.
Fríkirkjuprestur einn, er séð
hafði bardagana á Kastalahæð,
sagði lireinskilnislega: „Eg hefi
aldrei J)ckkt annan eins lietjuskap
og })ann, sem Búdapest-stúlkurnar
sýndu.“
Það féll í hluta 12 ára drengs,
sem ég vcit ekki nafn á, að valda
úrslitum á einni árásinni. Hann
festi lieilmargar sprengjur í belti
sitt, tók l'ullt fangið af sprengjum
og hljóp síðan beint á forustu-skrið-
drekann í heilli runu skriðdreka og
sprengdi hann á lolt upp. Dreng-
urinn varð auðvitað tættur sundur,
en hann stöðvaði skriðdreka-run-
una, svo að eldri bardagamenn
komust J)ar að.“
Sami prestur scgir um barn
Jictta: „Þetta hefði ekki átt að koma
fyrir. Einhver hefði átt að stöðva
(Framhald á 7. síðu).
Ávarp Péturs Hannessoiiar bæjarstj.
á Skákþingi Norðlendinga
Fyrir hönd Skákfélags Sauðárkróks, sem sér um
framkvæmd þessa skákþings, býð ég alla keppend-
ur velkomna til þessa kappmóts.
Eg vil enn fremur fyrir hönd Sauðárkróksbúa og
bæjarstjórnar Sauðárkróks bjóða aðkomumennina
innilega velkomna hingað. Það er okkur bæði ánægja
og ávinningur, að Skákmót Norðurlands er haldið
hér að þessu sinni. Við væntum þess, að það verði
skákmönnum okkar nokkur hvatning og efli áhuga
þeirra á þessari gömlu og góðu íþrótt.
Skákþing það, sem nú er að hef jast hér, er helgað
minningu Sveins Þorvaldssonar, skákmeistara Norð-
urlands. Eg flyt skáksambandinu þakkir fyrir, að það
heiðrar nú á þennan hátt minningu Sveins. Hún er
og verður kær öllum þeim, er honum kynntust.
Sveinn var fæddur hér á Sauðárkróki 12. septem-
ber 1910 og ólst upp hér hjá foreldrum sínum, Þor-
valdi Sveinssyni og Rósönnu Guðmundsdóttur. Það
er óhætt að segja, að Sveinn var mjög vel gerður
maður, bæði að gáfum og skapgerð og mikill skák-
unnandi. Sveinn var gæddur sjaldgæfum skákhæfi-
leikum, sem honum tókst, þrátt fyrir fátækt og fá-
sinni í skáklífi hér, að þroska svo vel, að aðeins 17
ára gamall vakti hann á sér sérstaka athygli fyrir
frábæra frammistöðu á Skákþingi íslands á Akur-
eyri 1927, en þar keppti hann við suma af beztu
skákmönnum landsins. Það væri nú freistandi að
ræða hér nokkuð um skákferil Sveins, en það gæti
orðið langt mál og verð ég í því efni að láta mér
nægja það eitt, að vitna hér í ummæli Skákblaðsins,
er það viðhafði í minningargrein um hann. Þar segir
meðal annars: „Þótt Sveinn Þorvaldsson væri aðeins
hálf þrítugur þegar hann lézt, hafði hann þó um
átta ára bil komið við skáksögu Islendinga, sem einn
hinna fremstu skákmanna landsins."
Eg minnist þess, að við hér á Sauðárkróki glödd-
umst við hvern sigur, er Sveinn vann á skákmótum.
Har.n var sjálfkjörinn foringi skákmanna hér, jafnan
fús að hvetja og leiðbeina, enda varð raunin sú, að
þegar hans missti við, féllust öðrum hendur og skák-
líf lagðist niður hér, að mestu leyti, um langan tima.
Sveinn fórst í fiskiróðri hér á firðinum í mannskaða-
veð'rinu mikla 14. desember 1935. Sveinn varð öll-
um harmdauði þeim er hann þekktu. Sveinn var
ekki aðeins góður skákmaður, hann var góður mað-
ur, virtur og vinsæll.
Eg leyfi mér að biðja ykkur að rísa úr sætum til
virðingar við minningu Sveins Þorvaldssonar.
Á því skákþingi sem nú er að hefjast hér, keppa
S menn í meistaraflokki. Er þar í 10. sinn keppt
um farandbikar, en handhafi hans nú er herra Ingi-
mar Jónsson, Akureyri.
Hér eru nú mættir keppendur úr fjórum sýslum,
eru þeir frá Húsavík, Akureyri, Siglufirði, Hofsósi,
Sauðárkróki og Blönduósi.
Skákin er forn og góð íþrótt og með afrekum við
skákborðið, eins og reyndar á mörgum öðrum svið-
um, hafa íslendingar gerzt hlutgengir í hópi margfalt
fjölmennari þjóða. Við eigum nú menn, sem hafa
unnið sér frama í þessari alþjóðlegu iþrótt. Við get-
um glaðst af J)ví, að skáklíf okkar er nú þróttmeira
en oftast áður, hygg eg að þetta þing muni bera þess
vott.
Góðir keppendur. Innan stundar sitjið þið hljóðir
og hugsandi við skákborðin. Mér kemur í hug þessi
allrunna vísa úr Friðþjófsljóðaþýðingu Matthíasar:
„Sat með fræknum fósturbróður
Friðþjófur að tafli hljóður,
renndir silfri og rauðagulli
reitir skiptust borði á.“
Þau taflborð, er við sjáum nú biða eftir ykkur
hér í salnum, eru að vísu ekki slegin dýrum málm-
um, en það skiptir engu máli fyrir góð afrek. á þessu
skákþingi. Öllu máli skiptir, að þið keppendurnir
séuð af góðmálmum gerðir. Til að standast raun
keppninnar þurfið þið að eiga í ríkum mæli skarp-
skyggni, rökvísi, þol og drenglund. Það er höfuðkost-
ur við skákíþróttina, að hún er vel til þess fallin að
þroska með einstaklingunum þessa dýrmætu mann-
kosti.
Að svo mæltu, leyfi eg mér að lýsa yfir því, að
þetta Skákþing Norðurlands er sett. — P. H.