Dagur - 23.11.1957, Síða 8

Dagur - 23.11.1957, Síða 8
8 Bagum Laugardaginn 23. nóvember 193i Fríverzlunarmálið r Það skiptir Islendinga meginmáli að sjávarafiirðir verði téknar með lándSj og er ástæða til bess að Ymis fíðindi úr nágrannabyggðum Fríverzlunarmálið er nú mjög á dagskrá hér á landi, enda mun það valda víðtækum áhriíum á allt atvinnulíf landsmanna, hvort sem ísland verður með eða utan þessara nýju samtaka. Ríkisstjórnin hefur fylgzt með þessum málum og kjörið nefnd manna til undirbúnings'hinum nýju viðhorfum og til viðræðna á undirbúningsfundum. — Þessir menn eru: Þórhallur Ásgeirsson, Sigtryggur Klemenzson, Benja- min Eiríksson og Jóhannes Nor- dal. Sá síðastnefndi fór nokkrum orðum um málið í útvarpi nýlega og sagði þá frá nýafstöðnum fundi í Paris um undirbúning fríverzlunarsamningsins og mælti m. a. á þessa leið: „Á þessu stigi umræðnanna er hlutverk ráðherranefndarinnar fyrst og fremst það að kanna viðhorf og vandamál þátttöku- ríkjanna varðandi þátttöku í væntanlegu fríverzlunarkerfi og leitast við að sýna fram á, hvernig leysa megi einstök vandamál. Allmikill ágreiningur varð á fundinum um afstöðu til ein- stakra mála, sérstaklega verður sá vandi torleystur að samræma til fulls sjónarmið þerira 6 ríkja, sem mýndað hafa sameiginlegan markað sem gerir ráð fyrir mjög nánu efnahagssamstarfi, sjónar- miðum hinna þátttökuríkja Efna- hagssamvinnustofnunarinnar, er óska eftir miklu lausai'a sam- starfi. Um afstöðu íslands til þessara samninga er það að segja, að sem þátttakendur í Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu hafa íslend ingar fylgzt með gangi málanna frá upphafi og komið á framfæri skoðunum sínum varðandi þau vandamál, sem þátttaka í frí- verzlun hlyti að hafa í för með sér fyrir efnahagskerfi íslands. Á þessum fundi gafst tækifæi'i til þess að gera enn einu sinni nokkra grein fyrir afstöðu ís- Verðuppbætur á kartöflur Verðuppbætur á kartöflur frá fyrra ári, uppskeru 1958, er sem hér segir: Það, sem lagt var inn fyrir ára- mót: Orvalsflokkur, uppbætur 0,65 P1'. kg. I. fl. 0,11 pr. kg. II. fl. 0,08 pr. kg. Það, sem lagt var inn eftir áramót: Urvalsfl., uppbætur, 0,80 pr. ^g- I. fl. 0,26 pr. kg. II. fl. 0,23 pr. kg. Utsæði, úrvalsfl. 1,00 pr. *kg. I. fl. 0,46 pr. kg. rekja þann þátt málanna. Á fundinum voru til uni- ræðu tvö mál, sem eru sér- staklega mikilvæg fyrir af- stöðu íslands. Annars vegar hvernig íara skuli með land- búnaðar- og fiskafurðir innan fríverzlunarsvæðisins — og í öðru lagi um stöðu þeirra landa, sem skemmra eru á veg komin í iðnaði.“ Um fyrra atriðið sagði dr. Jó- hannes m. a., að upphaflegu til- lögurnar, sem einkum voru sett- ar fram af Bretum, hefðu gert ráð fyrir, að fríverzlunin næði aðeins til iðnaðarvara og hráefni, en afurðir iandbúnaðar og sjáv- arútvegs yrðu undanskildar. Um J^etta hefur verið mikill ágreiningur, en að undanförnu hefur þokazt í samkomulagsátt. Fulltrúar íslands hafa jafnan á það bent, að svo að segja allur útflutningur landsins er annað hvort fiskur eða fiskafurðir, en af því leiðir að sjálfsögðu, að verði þessar afurðir ekki teknar með nyti íslenzkur útflutningur af henni lítils eða einskis góðs, en jafnframt yrðu íslendingar að leyfa frjálsan innflutning, er myndi hafa veruleg vandamál í för með sér. Síðan segir dr. Jóhannes: . —°— „Á þessum fundi var á það bent af hálfu íslands, að það skipti íslendinga meginmáli, að allar sjávarafurðir yrðu teknar með í fríverzluninni, ef af henni verður. Ef þessar vörutegundir yrðu undanskildar mundi ísland hafa lítinn sem engan hag af frí- verzlun, sein vegið gæti á móti þeim vandamálum, sem frjáls innflutningur iðnaðarvara myndi skapa á Íslandi, og slík útilokun gæti jafnvel gert þátttöku íslands í fríverzlunarsvæðinu ómögu- lega. Um þetta atriði verður varla deilt, a. m. k. ekki á meðan hlut- ur íslenzks sjávarútvegs í út- fiutningi landsmanna er eins mikill og nú er. Hins vegar verða menn að inuna, að það er ekki líklegt, að um það verði að ræða, að fiskafurðir verði annað hvort allar mcð í fríverzluninni eða allar útilokaðar. Eitthvert stig þarna á milli er vafalaust lik- legt, og þá verður mun meiri vandi að velja. Á þessu stigi málsins er mest um vert, að öllum þátttökuþjóðlinum sé ljóst. live mikilvægt þetta mál er fyrir afstöðu íslands til frí- Verzlunarmálsins." —o— Þessu næst ræddi dr. Jóhann- es Nordal um vandamál þeirra á dagskrá þjóða, sem skammt eru á veg komnar í iðnaði. Hann sagði: „Þegar í upphafi umræðnanna um fríverzlunarmálið bentu nokkrar þjóðir, þ. e. a. s. írar, Grikkir, Tyrkir og íslendingar á það, að vegna erfiðrar samkeppn isaðstöðu ýmissa orsaka vegna vær iólíldegt, að Jjau gætu frá upphafi orðið þátttakendur í frí- verzlunarsamningnum á sama hátt og aðrir. Vandamál þessara ríkja hafa verið til athugunar hjá sérhtakri nefnd, en niðurstaða þeirra athugana hefur orðið sú, að tvennt virðist nauðsynlegt til þess að gera þessum ríkjum kleift að gerast aðilar að frí- verzlunarsamningunum." í fyrsta lagi þurfi þau að fá undanþágur frá ýmsum skuld- bindinguin samningsins um eitthvert tiltekið árabil, t. d. frestun á lækkun ákveðinna verndartolla og undanþágur frá afnámi vissra innflutnings- hafta o. s. frv. Þessar undan- þágur myndu gefa þessum ríkjum betri tíma til þess að aðlaga efnahagsstasremi sína hinum nýju aðstæðum. í öðru lagi hefur verið lagt til, að heinar ráðstafanir yrðu gerðar til að flýta fyrir efna- hagsþróun þessara landa með því t. d. að beina því fjár- magni til þeirra, sem nauðsyn- legt væri í því skyni. íslendingar haf aað sjálfsögðu stutt þessi sjónarmið, og á fundi ráðherranefndarinnar studdu ís- lendingar tillögu Grikkja um að sett yrði á fót sérstök stofnun, er hefði það hlutverk að örfa iðn- þróun þessara ríkja, einkum með lánveitingum. Að sjálfsögðu var engin endanleg niðurstaða fundin í þessu máli, en það sjónarmið átti tvímælalaust miklu fylgi að fagna meðal þátttökuríkjanna, að eðlilegt sé, að þessi lönd hafi all- verulega sérstöðu, bæði að því er varðar undanþágur frá ýmsum ákvæðum samningsins og fjár- magnsþörf. Og var ákveðið að halda áfram nánari rannsókn á þessum grundvelli.“ (Framhald á 7. síðu.) Úr Fnjóskadal Fnjóskadal 22. nóv. í sumar var unnið fyrir um 200 þús. kr. í veginum frá Böðvars- nesi og norður. Böðvarsnesklifið, sem er illt viðureignar, hefur gieypt mest af þessari upphæð. Hálshreppur hefur lánað mestan hluta fyrrnefndrar upphæðar. Hallur Sigtryggsson frá Stein- kirkju lézt nýlega í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og var jarðsunginn 12. þ. m. Hann var fæddur 1879. Mágkona hans, Ragnheiður Halldórsdóttir, fædd 1874, er nýlátin. Hún hafði langst af verið til heimilis að Stein- kirkju .— Nýlega andaðist Mar- grét Teitsdóttir, ekkja Bergþórs bónda í Veisu, öldruð kona. Dalvík 22. nóv. Hér er sæmilegur fiskafli og hefur svo verið undanfarnar vik- ur. Þrír þilíarsbátar, Bjarmi, Hannes Hafstein og Hafjiór, hafa verið með línu, en Valur og Freyja með ýsunet og einnig afl- að nokkuð. Auk þess hafa trillu- bátar aflað sæmilega, bæði á liandfæri og línu. Svartfugl var töluverður um tíma. Hrísey 22. nóv. Undanfarnar vikur hefur verið mjög sæmilegur roitingsafli og hefur vinna verið mikil við fisk- inn. Heimabátarnir, sem róa, eru þessir: Auðunn, Sæfari og Ey- rún. Sá síðastnefndi er með net. Auk þess leggja Grenivíkurbát- arnir, Frosti og Uggi, upp hér. — Auk þessara báta róa trillur all- margar og afla sæmilega líka. — Snjólaust er hér að mestu. Ófeigsstöðum 22. nóv. . Engir eru stórviðburðirnir, sagði fréttamaðurinn við blaðið í gær. Allir vegir eru færir, og vegurinn kring Tjörnes kemur að góðu gagni. Mannfundir liggja niðri, meðfram af ótta við inflú- enzu. Veikin er ekki komin í sveitirnar ennþá, en grunur leik- ur á að hún sé ef til vill komin til Húsavíkur. Rjúpur hurfu að mestu þegar skottíminn var kominn. Góð beitarjörð er víðast. Trúlofanir og giftingar eru engar. Umleitan- ir í þá átt, ef einhverjar eru, eru of skammt á veg komnar til birt- ingar. Reynihlíð 22. nóv. Snjór er töluyert mikill, en vegir eru færir, þótt bæði séu þeir hálir og óslétfir. Um helmingur fjárins liggur enn úti á Austurfjöllum og víðar. Bárðdælingar fundu nýlega í eft • irleit tvíútigengnu kindina frá Garði, sem áður var um getið og ekki náðist þá til byggða. Nú er ær þessi komin í Svartárkot. En frá því að hún sást síðast hefur Morðinginn át fórnar- lömbin! Bandaríski bóndinn Ed Geic hefur verið handtekinn og ákærð ur um morð. Þegar lögreglan ræddi við hann út af morði 58 ára gamallar konu, Mrs. Bernice Worden, sagði hann upp úr þurru: Eg hef myrt í sjö ár. Síð- an bætti hann við, að hann heföi alltaf kyrkt fórnardýr sín. Hann neitaði, að hann væri mannæta, en gat enga grein gert fyrir því, hvers vegna hjarta frú Worden hafði verið sett í pott, eins og í ráði hefði verið að sjóða Jjað. í skrifborði Geic fann lögregl- an blaðaúrklippur um a. m. k. tíu konumorð í Wisconsin und- anfarin sjö ár og hefur ekkert þeirra verið upplýst ennþá. Gert er ráð fyrir, að bóndinn hafi komið- þar við sögu. hún leitað nokkurs félagsskapar, því að hún hafði nú með sér þrjá dilka, sinn úr hvorri áttinni, og fylgdu þeir henni fast eftir, eins og þeir væru hennar eigin lömb. Nýlega er látinn elzti Mývetn- ingurinn, Helgi Sigurjónsson frá Grímsstöðum, fæddur 1. febrúar 1867. Hann andaðist 17. Jaessa manaðar. Blönduósi 22. nóv. Fjórtánda þessa mánaðar lézt Benedikt Einarsson, bóndi, Bala- skarði í Vindhælishreppi, níræð- ur að aldri. Hann bjó lengi að Eldjárnsstöðum í Svínavatns- hreppi og var dugnaðar bóndi. Hér er Karlsen minkabani með 6 eða 7 hunda. Hefur hann unnið 3 dýr, eitt við Laxá og tvö út á ströndinni. Laxá í Ásum er full af laxi, og vita menn ekki dæmi slíks á [ressum tíma árs. - Öll ræktun er spari- sjóður komandi ára (Framhald af 1. síðu.) friða skógarbletti, sem til voru í landinu, en síðan var hafin stór- felld sókn. Nú eru átta skóg- ræktarstöðvar á vegum Skóg- ræktar ríkisins og skógræktarfé- laga; og landið, sem notað er til uppeldis trjáplöntunum er 8—9 ha. Þar er hægt að ala upp nær 2 milljónir plantna. En það magn nægir í nær 300 hektara lands. Skógræktarmálin eru framtíð- armál þjóðarinnar og ætti ekkert skólabarn að vera án nokkurrar, verklegrar æfingar í gróðursetn- ingu og hirðingu helztu trjá- plantna. En lögin um heftingu sandfoks og sandgræðslu, sem einnig eru hálfrar aldar gömul, marka einn- ig spor í sögunni. Sandgræðslan er útvörður gróðursins og vissu- lega hefur mikið áunnizt. Heilar sveitir hafa bjargast frá auðn vegna sandgræðslunnar, og í sambandi við tilraunir hefur það komið í ljós, að sandurinn, hið örfoka og dauða land, er vel fell- ið til ræktunar og hefur þegar á nokkrum stöðum gefið mikla uppskeru grass, korns og annars jarðargróða. Eldgos, kuldi, jökulhlaup og stormar, er hinn eyðandi máttur í íslenzku gróðurríki og hánn er víða enn að verki, en á mörgum stöðum á undanhaldi. Samfélagið hefur lagt fram nokkurt fé til sandgræðslu. Það er margra álit, að engu fé hafi betur verið varið af hinu opin- bera og að það hafi borið ríku- legan ávöxt. Fyrsti sandgræðslustjórinn var Gunnlaugur Ki'istmundsson, ann ar Runólfur Sveinsson og nú- verandi sandgræðslustjóri er Páll Sveinsson og miðstöð sand- græðslunnar er Gunnarsholt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.