Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 1
DAGUR
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
kemur næst út miðviku-
daginn 18. desember.
XXXX. árg.
Akureyri, föstudaginn 13. desember 1957
62. tbl.
Kjarnorlui-djíipsprengja
Bandaríkjamenn eru farnir að framleiða kjarnorku-djúpsprengjur
til að granda kafbátum. Sést hér á myndinni hvílíkan usla neðan-
sjávarsprengjur geta gert.
FRÁ BÆJARSTJÓRNINNS
Fyrsla skíðamótið á Ak. fyrir 50 árum
Framundan er þátttaka i keimsmeistarakeppni
Þriðjudaginn 3. desember kom
bæjarráð saman til fundar á
skrifstofu bæjarstjóra.
Utgerðarfélag Akureyringa h.f.
fer þess á leit með erindi, dags. í
dag, að Akureyrarbær gefi út og
ábeki víxil í Landsbanka íslands,
útibúinu á Akureyri, að upphæð
allt að kr. 500.000.00 — fimm
hundruð þúsund krónur. — Víx-
ilandvirðið kveðjast þeir ætla að
nota til þess að annast nauðsyn-
legar launagreiðslur, svo sem
vinnulaun til sjós og lands.
Bjæarráð samþykkir að verða
við beiðninni.
Síðasti bæjarstjórnarfundur
samþykkti málaleitun Útgerðar-
félags Akureyringa h.f. á þriðju-
daginn var.
Frá bæjarráði.
Fimmtudaginn 28. nóvember
kom bæjarróð saman til fundar á
skrifstofu bséjarstjóra.
Borizt höfðu tvö bréf frá Jarð-
borunardeild, R. A. 1. K., það
fyrra dags. 29. okt. sl., er það
greinargerð um jarðhitarann-
sóknir í Glerárdal, segir þar
m. a.:
„Með hliðsjón af almennum
aðstæðum í nágrenni Akureyrar
telui' jarðborunardeild Glerárgil
því ekki vænlegt til árangurs og
vill því ekki hvetja til þess að
þar verði gerðar jarðboranir eða
aðrar kostnaðarsamar athugan-
Síðara bréfið er dags. 16. nóv.
sl. og fylgir því afrit af umsögn
um jarðhitarannsóknir á svæðinu
umhverfis Akureyri.
—o—
Samkvæmt þessari bókun bæj-
arráðs er ekki mikils árangurs
að vænta úr Glerárgili. Ef bæj-
aryfirvöldin vilja hafa hana að
leiðarljósi. Má þó benda á, að í
bréfi Gunnars Böðvarssonar seg-
ir svo orðrétt m. a.:
„Jarðhitadeildin telur sjálfsagt
að kanna betur allar jarðhitaað-
stæður á svæðinu umhverfis
Akureyri. En þar sem til mála
kemu rað nöta nýjar rannsókn-
araðferðir verður þessi könnun
ekki gerð í skyndi.
Rannsóknir á svæðinu um-
hverfis Akureyri verða nauðsyn-
lega að vera liður í heildarfram-
kvæmdum deildarinnar. Eftir því
sem nú verður séð mun ekki
nægja minna en 3 ár til þess að
hrinda í framkvæmd áætlunum
deildarinnar og komast að hald-
góðum niðurstöðum.
Deildin gerir ráð fyrir því, að
rétt verði að verja á komandi
sumri 7 til 9 dögum til rannsókna
við Akureyri. Fer þetta þó. nokk-
uð eftir hugsanlegu fjárframlagi
frá bæjarstjórn Akureyrar. Væri
æskilegt, að bæjarstjórnin gæti á
árinu 1958 lagt fram kr. 10 þús. í
þessu skyni.“
Gerið skil
Happdrættisnefnd Félags ungra
Framsóknarmanna skorar á þá,
sem enn eiga óselda miða, að
gera skil lúð fyrsta.
DREGIÐ VERÐUR 21.
DESEMBER.
Ekki fisjað saman
Bóndasonur úr Eyjafirði fékk
nýlega vonda byltu af hjóli og
fór öxlin úr lið. Gekk í brösum
að kippa í liðinn og var maðurinn
síðan fluttur heim. Ekki þótti
honum þó ástæða að láta verk
sín niður falla og var eftir litla
stund farinn að beita skólfu og
aka skarni á hóla. Sá honum
enginn bregða við óhappa þetta
og þykir pilti þessum ekki fisjað
Skautamenn til Noregs
í gær lagði af stað héðan sveit
skautamanna áleiðis til Noregs til
þess að dvelja þar um hríð og
æfa skautahlaup og kynnast
norskum skautamönnum. Héðan
fara 4 félagar í Skautafélagi Ak-
ureyrar, en fimmti maðurinn
bætist í hópinn í Noregi. Hópur-
inn dvelur skammt frá Osló og
mun alls verða um mánaðartíma
í burtu.
Skautamennirnir, sem héðan
fara, eru Björn Baldursson,
skautameistari, Sigfús Erlings-
son, Kristján Árnason og Jón D.
Ármannsson, en í Noregi bætist
Ingólfur .Armannsson í hópinn.
Allir þessir menn hafa stundað
skautaíþrótt af kappi undanfarin
ár, hafa m. a. sótt upp á heiðar
snemma á haustin og leitað sér
þar uppi hæfileg æfingasvæði. —
Hyggja þeir allir gott til að
kynnast íþróttinni í Noregi og fá
leiðbeiningar þar og aðstöðu til
æfinga.
Tvö liefti af
„Heima er bezt“
Út eru komin nóvember- og des-
emberhcftin af „Hcima er bezt“, og
eru bæði íjölbreytt af efni og mjög
glxsileg að öllum lrágangi.
í nóvemberheftinu er grein um
Erlend Einarsson forstjóra SÍS og
störf hans, og myudir og stuttar
frásagnir af framkvæmdastjórum
hinna ýmsu deilda SÍS. Auk þess
fjölbreytt efni og myndir til fróð-
leiks og skemmtunar. M. a. hin
íróðlega vesturferðarsaga Steindórs
Steindórssonar.
I desemberheftinu er ágæt grein
um Möðruvallakirkju í Hiirgárdal
eftir séra Sigtirð Stefánsson og fjöl-
margt annað ágætt efni til skcmmt-
unar og fróðleiks á jólum. Ritið
auglýsir mikinn afslátt á bókum til
nýrra áskrifenda.
Á þessu ári eru liðin 50 ár frá
því að fyrsta skíðamótið var ltaldið
liér á Akureyri. Sigurvegarinn á
þessu fyrsta skíðamóti, er haldið var
hér, var Brynjólfur Jóhannesson,
Lækjargiitu 9 A. Skíðamót þetta
fór frant í Vaðlaheiði 1907, og var
keppt í brekkuskriði, og var þeim,
er stóðu niður, heitið kr. 5.00 í
verðlaun. Þátttakcndur voru um
10 talsins, þeirra á meðal, auk Brvn-
jólfs, Júlíus Hafliðason, Sofus
Árnason, Sigurður Elóventsson og
Björn Grímsson.
Stjórn K. A. ákvað nýlega á fundi
að afhenda Brynjólfi skrautritað á-
varp sem þakklæti fyrir brautryðj-
andastarf hans og áhuga um skíða-
mál.
Árið 1907 fór einnig fram skíða-
mót í Fljótum, og var aðalhvata-
maður þess sr. Jónmundur Hall-
dórsson. í Fljótum voru skíðin á
þeim árum einu farartækin, scm
komizt varð á á milli bæja.
Mun stjórn SKÍ hafa tekizt að
ráða hingað til lands linnskan þjálf-
ara í skíðástökki, og er hatrn vænt-
anlcgur liingað innan skamms.
Nú er í uiulirbúningi þátttaka
Íslendinga í heimsmeistarakeppni
á skíðum sem íram fer i Austurríki
í febrúar nk.
Ákveðið var að liafa úrtökumót
vegna þessa, cr halda skyldi t Rvik
en vegna snjóleysis syðra varð að
flvtja það til Akureyrar og er á-
kvcðið að úrslit þess skuli gilda að
hálfu móts við úrslit á Skíðamóti
íslands, cr háð var í Hlíðarfjalli
Skipun söguprófessors
°g þjóðskjalavarðar
Forseti íslands hefur nýlega skip-
að, samkvæmt tillögu menntamála-
ráðherra, dr. Guðna Jónsson skóla-
stjóra, prófessor í sögu við heim-
spekideild Háskóla íslands frá 1.
jan. næstk.
Þá hefur menntamálaráðherra
nýlega skipað Stefán skjalavörð
Pétursson þjóðskjalavörð frá 1. des.
síðastliðnum.
sl. vetur. Þó var einn maður ákveð-
inn, og var það Eysteinn Þórðarson,
og var tilkynnt um að hann mvndi
mæta. En fyrir liggur ákvörðun
skíðaþings frá í haust að senda
ekki færri en tvo keppendur.
Þá hefur verið skipuð fjáröfl-
unarnefnd til að stvrkja utanför
hinna íslenzku skíðamanna. Miðast
fjöldi þátttakenda sjálfsagt við
dugnað þessarar nefndar við fjár-
öflunina.
llrslit á nýlega afstöðnu móti á
Akureyri urðu sem hér segir:
Fyrstur varð Kristinn Benedikts-
son, Isafirði, annar Magnús Guð-
mundsson, Akureyri, þriðji varð
Jóhann Vilbergsson, Sigluf., fjórði
Hjálmar Stefánsson, Akureyri, og
fimmti Hákon Ólafsson, Siglufirði.
Reykvíkingar mættu ekki vegna
skorts á farareyri.
Núverandi formaður SKÍ er Her-
mann Stefánsson.
Skipaður framkvæmda-
stjóri Rannsóknarráðs
Hinn 23. nóvember sl. skipaði
menntamálaráðherra Gylfi G. Gisla
son Steingrím Hermannsson, verk-
fræðing, framkvæmdastjóra Rann-
sóknarráðs ríkisins frá 1. des. sl. að
teljá.
Steingrímur Hermannsson lauk
stúdentsprófi við stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavik vorið
1918 og fór þá um haustið til Banda
ríkjanna og lagði þar stund á raf-
magnsfræði. Lauk hann B.S.-prófi
í þeirri grein 1951 og M.S.-prófi
sem rafmagnsverkfræðingur ári síð-
! ar, eða 1952. Kom hann þá heim að
námi loknu og vann um skcið hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur en síð-
an sem rafmagnsverkfræðingur við
Áburðarverksmiðjuna, að uppsetn-
ingu véla og prófun þeirra frá árs-
byrjun 1953 þar til í júní 1954. Þá
för Steingrímur til Bandaríkjanna
og starfaði í tvö ár sem rafmagns-
verkfræðingur hjá Edisonfélaginu í
Los Angeles. Steingrímur kom heim
aftur á sl. vori.
Ný úraníumnáma á
Grænlandi
Ekstrabladet i Kaupmannahöfn
flytur þá frcgn, að við Narsuak í
Grænlandi, þar sem danskir vísinda-
menn leita nú að geislavirkum efn-
um, hafi fundizt málmgrýti, er inni
heldur svo mikið magn af úraníum,
að ótrúlegt má þykja.
Hingað til hefur þótt gott, ef
1500 gr. af úraníum liafa fengizt úr
tonni al málmgrýti, en nú hefur
fundizt sýnishorn, sem hefur að
geyma 4 kg af hreinu úraníum í
einu tonni af málmgrýti. Verða nú
settar upp stórvirkar borvélar í
fjallinu þar sem þetta fannst, og er
búizt við, að hægt verði að ná sýn-
ishornum 2—300 m undir yfirborði
jarðar.
Tví-útigengna icrin, sem hlotið hefur nafnið Halla, vegna útilegu
sinnar og nokkrum sinnum hefur verið getið hér í blaðinu. Eigandi
er Halldór bóndi í Garði í Mývatnssveit.
saman.