Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 5
Föstudaginn 13. desember 1957 D A G U R 5 Magnús H. Gíslason, Frostastöðum: Unglingafræðsfa Qlaís Thors SYNNÖVE G. DAHL: Drengurinn og hafmærin Mcð teikningum eftir Arne Johnson. — Sigurður Gunn- arss. skólastj. í Húasvík þýddi. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1957. Það er meiri vandi en margur hyggur að óreyndu, að semja barnabækur, og ekki sízt þó æv- intýri, sem börnum geðjast að og skilja eitthvað gott eftir í sálum þeirra. — Eg, sem skrifa þessi fáu orð, hef lítið sem ekkert lesið eftir höf. þessarar bókar, sem hér skal vakin athygli á, — norsku skáldkonun aSynnöve G. Dahl, en hins vegar hef séð hennar lof- samlega getið í norskum blöðum. Eg hygg, að hún eigi þann vitn- isburð skilið, að hún kunni þá list að skrifa fyrir börn, enda tel eg, að þessi bók hennar sýni það ogs anni. Auk þess sem öll ævin- týrin í bókinni eru skemmtilega sögð, hafa þau þann góða kost, að vera tilvalinn texti fyrir for- cldra og kcnnara að samtali við börnin um ýmis mikilsverð atr- iði, svo sem samúðina með dýr unum, móðurgleðina og góðvild- ina. Sannarlega getur ævintýrið um „froskinn óánægða“ gefið börnunum margt að hugsa um. Eins gæti ævintýrið um „Rauð- brystinginn og gauksungami“ orðið grundv.llur fyrir gagnlegar hugleiðingar, ef vel væri á hald- ið. Eg tel vel farið, að bók þessi skuli nú véra komin út á ís- lenzku. Hún á erjndi til íslenzkra barna á vissum aldri. Þýðingin virðist hafa heppnast vel, enda er nafn Sigurðar skólastjóra full trygging fyrir góðu efnisvali og vönduðu máli við barna hæfi. í íslenzka búningnum, ekki síður en í hinum norska, eru þessi æv- intýri líkleg til að örva, glæða og fegra ímyndunarafl ungra barna, en það er þýðingarmeira en margur hyggur. Eg mæli hið bczta með bókinni. Eins og jafnan á sér stað um bækur frá Bókaforlagi og Prent- verki Odds Björnssonar er allur frágangur bókarinnar hinn prýði legasti. Letrið skýrt og fallegt, — og aðgengilegt jafnvel fyrir börn, sem ekki eru orðin fullkomlega læs. V. Sn. SKRUDDA RAGNARS ÁSGEIRSSONAR ráðunauts. Útgcfandi cr Búnaðarfél. íslands. Skrudda. Bókarnafnið er ekki fallegt. En að óreyndu vekur þessi bók þó nokkra forvitni vegna höfundarins, Ragnars Ás- geirssonar. En hann er lands- kunnur maður, sem þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri ritar formála og segir þar meðal annars um höfundinn, að hann hafi starfað meira en aldarþriðjung hjá Búnaðarféalgi íslands og sé elzti starfsmaður félagsins. Hafi hann löngum safnað þjóðlegum fróðleik á ferðum sínum og sé þessi bók hans safn þjóðlegra fræða í bundnu og óbundnu máli. f formála segir höfundur svo: „Það var eitt vetrarkvöld fyrir um 10 árum, að eg var á ferða- lagi á Norðurlandi með þeim fé- lögum mínum, hjá Búnaðarfélagi íslands, Halldóri Pálssyni, Pálma Einarssyni og Sveini Tryggva- syni, og auk þeirra var Jón H. Þorbergssin bóndi á Laxamýri með í förinni. Við komum síðla dags að Fosshóli og nutum gest- risni Sigurðar bónda. Eftir kvlöd matinn fórum við að segja sögur, sem við höfðum heyrt eða lifað sjálfir. Eg hugsaði mér að eg skyldi sem fyrst gera góða blaða- grein úr þessum sögum. En hún varð aldrei skrifuð.“ En síðar tók Ragnar að skrá sögur og sagnir og færði í bók eina gamla, sem gekk undir nafninu Skrudda á heimili hans og var það heiti lát- ið haldast. Efnið er úr öllum landshlutum og er skipt niður samkvæmt því og kennir margra grasa. Er ekki að orðlengja það, að hér eru römmustu draugasögur, fyrir- burðasögur, frásagnir af skips- töpum, mannskaðaveðrum og ýmsa slæðinga í sambandi við válega atburði. Ennfremur marg- víslegur kveðskapui' og væri ekki rétt með farið, að segja hann allan fagran. Enda jafnan ástæð- ur til samkvæmt skýringunum eða tildrögum, Sagt er frá nokkr- um forspáum mönnum og draum spökum. Bókin er fremur forn- eskjúleg að efni og mögnuð nokkuð, en þó skemmtileg af- lestrar og fróðleg um margt. MANNAMÁL eftir ÞÓRARIN GRÍMSSON VÍKING. Bókaútgáfan Norðri gaf út. í þessari nýju bók, Mannamál, eru skráðar minningar höfund- ar, Þórarins Gr. Víkings, af eldri viðburðum, og eru margar þeirra hinar merkilegustu og vel ritað- ar. Eflaust verður þátturinn um Sólrúnu minnisstæðastur, bæði vegna hinna skelfilegu atburða og einnig vegna þess, að þar kemur einn kunnasti maður landsins, Einar Benediktsson skáld, við sögu. Samkvæmt sög- unni átti Sólrún þessi að verða þunguð af völdum bróður síns. En þau þekktust ekki fyrr en bæði voru komin á þroskaár. Ó1 hún svo barnið og var sökuð um að hafa fyrirfarið því. Einar Benediktsson, sem þá var aðstoð- armaður föður síns við sýslu- mannsstörf á Héðinshöfða á Tjör nesi, fékkst við málið, og yfir- heyrði systkinin. Neitaði konan, en pilturinn játaði. Þá fyrirfór hún sér og lá ekki kyrr. Einar Bencdiktsson var myrkfælinn svo að af bar og mun hann hafa trúað að Sólrún fylgdi sér fast eftir. Losnaði hann aldrei við kvalaóp hennar úr huga sér. Höfundurinn fer mjúkum höndum um sakborningana og lætur látlausa frásögn geigvæn- legra atburða draga upp skýra mynd frá liðnum dögum, sem ekki er lengra að baki en einn mannsaldur eða svo. Ferðaþátturinn Aldamót, er skemmtilegur ferðaþáttur og mjög vel ritaður. Sólskinsdagar í svcit er líka á ýmsan hátt góður kafli og sérstaklega um trúlofun- ina. Öll er þessi bók mjög læsileg og í henni margur fróðleikur um þjóðlega hluti. Hún er spennandi aflestrar og höfundi til sóma. — Manna mál er prentað í Prent- smiðjunni Eddu h.f., Reykjavík. NÝ BÖK EFTIR HÖFUND ÆVINTÝRABÓKANNA: Fimm á Fagurey Það mun valda hinum mörgu lesendum Ævintýrabókanna nokkurri hryggð, að ekki er von fleiri bóka í þeim flokki, þar eð hin síðasta þeirra, Ævintýra- fljótið, er nú komin út á íslenzku. En nokkur harmabót má það vera, að hafin er útgáfa á nýjum flokki bóka handa börnum og unglingum eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna. Fjalla þær um félagana fimni, fjögur börn og hundinn Tomma. Fyrsta bókin er nýkomin út og nefnist Fimm á Fagurey. Prýdd er hún þrjátiu ágætum myndum, og sag- an sjálf er engu síður spennandi og skemmtileg en Ævintýrabæk- urnar. Þarf ekki að efa, að þessi nýi bókaflokkur muni erfa vin- sældir Ævintýrabókanna. — Þýðandi er Kristmundur Bjarna- son, en Iðunn gefur út. Nýjasta Ævintýrabókin: Ævintýrafljótið Út er komin áttunda og síðasta bókin af hinum vinsælu Ævin- týrabókum, sem öll börn og unglingar þekkja. Nefnist hún Ævintýrafljótið og er skreytt miklum fjölda ágætra mynda eins og fyrri bækurnar. Og ósvikinn skemmtilestur er hún ekki síður en hinar, ævintýraleg og spennandi. — Höfundur þess- ara bóka, Enid Blyton, mun vera víðlesnasti höfundur barna- og unglingabóka, sem nú er uppi, því að bækur hennar koma út í óvenjulega stórum upplögum á nálega tuttugu tungumálum. — Frú Sigríður Thorlacius hefur þýtt allar Ævintýrabækurnar, en Draupnisútgáfan gefið þær út. (Framhald.) Á Alþingi 1932 fluttu þingm. Framsóknarflokksins frv. til laga um samvinnubyggðir. Áður voru ígildi gömul lög um nýbýli, gagnslaus og úrelt. Frv. sofnaði í nefnd, en á aukaþingi 1933 flutti Eysteinn Jónss. þingsályktunar- tillögu um að skora á ríkisstjórn- ina að undirbúa löggjöf um ný- býli og samvinnubyggðir og var hún samþ. Eftir kosníngár 1934 gekkst Hermann Jónasson fyrir samningu frv. og varð það að lögum. Á árinu 1940 var fyrir at- beina Framsóknarfl. undjrbúín löggjöf um aukna aðstoð ríkisins í nýbýlamálum. Var frv. samþ. 1941 og nefndist lög um landnám ríkisins. Á velmektardögum nýsköpun- arstjórnarinnar var flutt til. um breytingu á lögunum um Bygg- ingar- og landnámssjóð. Helztu ákvæðin voru að lána mætti allt að 75% af kostnaðarverði húsa. Vextir og afborganir séu ekki yf- ir 2%% á ári í 42 ár. Voru áður 5%. Nýbýlasjóður verði samein- aður Bygg,- og landnámssjóði. — Ekki hlutu þessar umbætui' náð fyrir augum ráðamannanna. Á því heri'ans ári 1957 eru svo ung-„bændur“ íhaldsins fluttir suður til Rvíkur til þess að hlusta þar á Olaf Thors lýsa forgöngu íhaldsins um aðstoð við landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Hvað hafa þessir vesal- ings menn til saka unnið, að þeir skyldu þurfa að hlusta á þess konar þvætting? VI. Eins og kunnugt er, fór svo um flest hagsmunamál bænda, sem Framsóknarfl. barðist fyrir á „nýsköpunarárunum", að þau voru ýmist felld eða svæfð. Eitt var þó barið í gegn: Frv. um Ræktunar- og húsagerðarsamþ. í sveitum. Á „bændaráðstefnunni“ þakkar Olafur íhaldinu það. Ekki skeikar karli. Fjárskiptalögin eru auðvitað engum einum flokki að þakka. Þótt einhver ágreiningur hafi verið um einstök framkvæmda- atriði í sambandi við fjárskiptin, var hann á engan hátt pólitískur. Og ekki veit eg betur en að það hafi fyrst og fremst hvílt á Fram- sóknarfl. að útvega nauðsynlegt fjármagn til þess að standa undir framkvæmd fjárskiptalaganna. VII. Og svo eru það rafurmagns- málin. Hvað skyldu nú sveitirn- ar eiga íhaldinu að þakka í þeim efnum, Árið 1939 bar Jónas Jóns- son fram frv. um rafveitur ríkis- ins. Var málið borið fram af þingnefnd árið áður, en hlaut ekki afgreiðslu, og heldur ekki í þetta skipti. Á framhaldsþinginu um haustið ber svo Skúli Guð- mundsson fram frv. um rafveitu- lánasjóð. Andmæli komu strax frá þremur Sjálfstæðism. Sig. Kristjánsson bar fram rökstudda dagskrá um frávísun málsins og fékk það ekki jákvæða af- greiðslu. Á þingi 1940 endur- fluttu 5 Framsóknarm. frv. Fjár- hagsn. klofnaði um málið. Minni- hlutinn var á móti, en í honura var m. a. Jón á Akri. Fóru svo leikar að frv. var svæft gegn at- kv. Framsóknarm. og Péturs Ottesen. Eftir að nefndarálit um frv. Framsóknarm. kom fram, báru nokkrir þingm. Sjálfstæðis- flokksins fram frv. um raforku- veitusjóð. Fjárhagsn. E. d. skilaði ekki áliti, og þar með var sá draumur búinn. Þegar í þing- byrjun 1941 fluttu Framsóknarm. enn frv. um rafveitulánasjóðinn. Þegar á eftir kom P. Ottesen með frv. um raforkuveitusjóðinn. — Framsóknarm. gengu á lagið, hugðust kanna hvað djúpt stæði áhugi íhaldsins og mæltu með fi'v. Péturs, þótt seinna væri fram boi-ið. Nú þótti íhaldinu syi'ta í álinn, og til þess að bjarga því sem bjai'gað vai'ð sáu þeir svo um, að þeirra maður í fjárhagsn. E. d. skilaði ekki nefndai'áliti. — Þannig var málinu komið fyrir í það sinn. Á þingi 1942 fluttu 5 þm. Framsóknai'fl. ásamt Pétri Ottesen, fi'V. um í'aforkusjsóð. Æ ofan í æ var gengið eftir svörum fi'á Sjálfstæðism. við því, hveiTa breytinga þeir óskuðu á frv. til þess að vilja ljá því fylgi, en svo liðu vikur, að ekki heyi'ðist hósti né stuna úr þéirri átt. Seint og um síðir var þó frv. þvælt til E. d., en þar var það kistulagt sem fyrr. Á sumarþinginu 1942 flutti Fi'amsóknarfl. svo till. til þings- ályktunar um rafurmagnsmálin. og segir þar m. a.: Alþingi álykt- ar að kjósa 5 manna nefnd, er geri till. um fjáröflun til þess að byggja rafveitur í því skyni, að koma nægilegi'i raforku til ljósa, suðu, hitunar og iðnrekstui's um allai' byggðir landsins, á sem skemmstum tíma, enda verði raf- oi'kan ekki seld hærra verði í dreifbýli en í stærstu kaupstöð- um á hverjum tíma. Þetta þoldu Sjálfstæðism. ekki og báru nú fram frv. um raforkusjóð, að miklu leyti samhljóða því, sem þeir létu svæfa í E. d. á nætsa þingi á undan. Kosningar voru á næsta leyti. Framsóknarm. not- uðu sér kosningaótta íhaldsins, lögðu til að frv. yrði samþ., með gagngerðum breytingum þó, og það varð. Barátta íhaldsins gegn því, að raforkan yi'ði seld á sama vei-ði í þéttbýli og dreifbýli er svo kapítuli út af fyrir sig og ekki álitsfagur. (Framhald.) Ný skipasmíðastöð í Danmörku Danski skipaeigandinn A. P. Möller er nú að láta í'eisa gcysi- mikla skipasmíðastöð við Odens- fjörð, og á hún að verða fullbúin árið 1959. Þá á að vera hægt að smíða skip allt að 100 þús. smá- lestir að stærð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.