Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 8
8 Bagujk Föstudaginn 13. desember 1957 r AMundur FEugfélags Islands Ýmis tíSindi úr nágrannabyggðum Aðalfundur Flugfélags íslands fyrir árið 1956 var haldinn föstudaginn 6. desember 19.57 í Kaupþingssaln- um í Reykjavík. Formaður félagsstjórnar er Guð- mundur Vilhjálmsson, en frani- kvæmdastjóri er Orn O. Jolinson. I skýrslu framkvæmdast jórans kom m. a. fram, að farþegum með flugvélum félagsins fjölgaði mjög á árinu, eða í innanlandsfluginu um 25% og í millilaudafluginu um 49.8%, miðað við árið áður. Innantan <lsf lugið. Innanlandsfluginu var hagað svipað árið 1956 og árið áður, en ferðum fölgað á helztu flugieiðum félagsins, t. d. voru farnar tuttugu ferðir vikulega milli Reykjavíkur og Akureyrar og jirettán ferðir á milli ReykjaVíkur og Vestmanna- eyja yfir sumarmánuðina. Flugvélakostur félagsins til inn- anlandsflugs var á árinu: Fjórar Dakota-flugvélar, tveir Catalina- flugbátar og einnig Skymasterflug- vélarnar „Gullfaxi" og „Sólfaxi", er voru teknar til innanlandsflugs öðru livoru. Farþegafjöldinn á flugleiðum innanlands var 55.480, og er það 25% aukniijg frá árinu áður. Mesti farþegafjöldi á einni flug- leið var milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar, 17.113 farþegar, en næst er flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur með 11.821 farþega. Vöruflutningar innanlands námu 1.179 lestum og jukust um 26%. Póstflutningar námu 144 lestum og jukust um 32%. Flugfélag lslands hélt uppi reglu- buridimm flugferðum mili tuttugu og eins staðar á landinu. M HUlandaflugiS. Þótt innanlandsflugið gengi vel, varð þó nteiri aukning í millilanda- fluginu. Yfir sumarmánuðina voru farnar sex ferðir í viku milli íslands og útlanda og áætlunarferðum hald- ið uppi til sömu staða og áður: Rafmagn frá Laxá koin- ið í Reykjahverfi Grenjaðarstað 12. des. í síðustu viku komst Reykja- hverfi í samband við rafveitu- kerfi Laxár. Þá fengu bæirnir frá Langavatni og að Laxamýri raf- magn, að þeim báðum meðtöld- um. Syðstu bæirnir tveir, Langa- vatn og Klambrasel, eru í Aðal- dælahreppi, en hinir í Reykja- hreppi. Rætt er um að halda Jjósahátíð af þessu tilefni. í fyrrasumar varð mikill eldur á Hvammsheiði. Brann þá þrótt- mikill heiðagróður af um 70 ha. lands til ösku. Land þetta til- heyrði Árbót, Núpum, Knúts- stöðum og Þverá lítillega. í sum- ar var myndaður félagsskapur í Aðaldal norðanverðum til að nytja þetta brunna land. Hefur þetta land nú verið plægt upp og byrjað á girðingu. Og er ætlunin að sá þar grasfræi í vor og gera þarna mikið tún og nytja á fé- lagsgrundvelli. Kaupmannahafnar, Ósló, Glasgow, Hamborgar og London. Mesíur var farþegafjöldinn milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, 6633 farþegar, en alls voru farþegar í áætlunarflugferðum Flugfélagsins 12627. Auk áætlunarflugferða voru far- in níiirg leiguffug, og voru í þeim ferðum fluttir 2907 farþegar. Heildartala farþega í millilanda- fluginu árið 1956 var því 15.534, sem er 49.8% meira en árið áður. Flestar leiguferðirnar voru farn- ar til Grænlands, og var m. a. flog- ið til þessara staða: Thule, Station Nord, Syðri Straumfjarðar, Ang- magsalik, Narsasuak og Meistara- víkur. Relistur félagsins. Sent fyrr segir starfrækti Flugfé- lag íslands átta flugvélar á árinu, þ’ar af tvær Skymaster-flugvélar, fórar Dakota-flugvélar og tvo Cata- lín a-flugbáta. Alls voru fluttir mcð flugvélunt félagsins 71.014 farjiegar, og varð, aukning á heildartölu þeirra 29.7%. Vöruflutningar jukust einnig veru- lega. Fluttar voru 1.495 lestir og varð aukning 27.7%. Þá varð aukn- iug á póstflutningum. Fluttar voru 179.7 lcstir. Aukning 31% miðað við árið áður. Alls flugú flugvélar félagsins 8922 klukkustundir á árinu, og er það heldur meira en að ein flugvél þess hefðl vcrið á lofti allt árið. Starfsfólki fjölgaði nokkuð vegna aukinriar umsetningar og var um 200 að mcðaltali allt árið. Af jress- um hóp eru fimmtíu áhafnarmeð- ljmir (ffugmenn, leiðsögumenn, vélamcnn og fhigfreyjur). Rekst ursafkoman. Tekjur félagsins jukust allveru- lcga á árinu, miðað við árið áður. llrúttótekjur voru kr. 39.448.606.51. Þar af-voru tekjur af rekstri flug- véla kr. 39.388.986.55 (cn árið áður voru tekjur af þessum sama lið kr. 28.722.806.72). Tekjur féiagsins af fluginu árið 1956 skiptast þannig, að af millilandafluginu eru þær kr. 24.200.368.44, en af innanlands- fluginu kr. 15.188.618.11. Þótt tekjur félagsins ykjust þann- ig verulega, óx reksturskostnaður- inri hlutfallslega meira, aðallega vegna hækkaðs kaupgjalds og verð- hækkana. Kostnaður við rekstur félagsins varð á árinu kr. 40.410.536.91, og varð reksturinn því óhagstæður uni kr. 961.930.40. Hlútafé félagsins jókst á árinu um kr. 515.000.00. I'largjt >!cl voru óbreytt á árinu, bæði innanlands og milli landa. Stjdrn Rtugfélags Islands. Að lokinni skýrslu framkvæmda- stjórans lór fram stjórnarkjiir. og var stjórnin öll endurkjörin, en hana skipa: Guðmundur Vilhjálms- son, llergur G. Gíslason, lljörn Ól- afsson, Jakob Frimannsson og Ric- liard Thors. í varastjórn voru kosn ir Jóii Arnason og Sigtryggur Klem ensson, og endurskoðenduf þeir Fggert P. Briern og Magnús Andr- ésson. Mar'gir fundarmcnn tóku lil máls og var framkvæmdastjóranum, Frni O. Johnson, þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Frostastöðum 7. des. 1957. Bændaklúbbur Skagfirðinga hélt fyrsta fund sinn á þessum vetri í Varmahlíð þriðjudaginn 3. des. sl. Árni Jónsson, tilrauna- stjóri á Akureyri, mætti á fund- inum og flutti fróðlegt erindi um grasræktar- og áburðartilraunir. Að erindi tilraunastjórans loknu hófust umræður. Tóku margir til máls og sendu skæðadrífu af fyrirspurnum yfir frummælanda, en hann leysti úr. eftir ýtrustu getu. Fundinn sátu um 90 manns. Var hann allur hinn ánægjuleg- asti og myndarlegt upphaf að starfsemi Bændaklúbbsins að þessu sinni. í fyrrahaust var byrjað að leiða rafurmagn um Blönduhlíð. Var lína lögð austur yfir Vallhólminn og yfir Héraðsvötnin hjá Syðstu- Grund. Var þá rafurmagn lagt á alla bæi í Blönduhlíð frá Syðstu- Grund að Víðivöllum. í haust og vetur hefur svo framkvæmdum verið haldið áfram og lína lögð frá Víðivöllum að Silfrastöðum. Er þess vænst, að verkinu verði að fullu lokið nú um miðjan mánmánuðinn. Fá þannig 9 bæir í Blönduhlíð rafurmagn í ár, en alls eru þeir þá orðnir 22 í hreppnum. í haust var lokið við smíði brúai' á Norðurá hjá Skeljungs- höfða. Var yfirmsiður Þorvaldur Guðjónsson frá Akui'eyri. Brú þessi er mikið mannvirki og stór- kostleg samgöngubót fyrir Kjálkabúa, sem hingað til hafa orðið að sækja með alla aðdrætti yfir Norðurá óbrúaða, hvernig sem á hefur staðið, en hún getur verið hið versta forað við að eiga. Einmuna veðurblíða er nú um Skagafjörð og hefur svo verið síðan viku af nóvember. En mikið er búið að í'igna og væri nú orðið þungt fyrir fæti, ef öll sú úrkoma hefði verið snjór. Sauðfé er yfirleitt lítið gefið nema þá fóðurbætir og sums staðar mun það liggja úti. Fyrir dyrum stendur að bólu- setja, gegn garnaveiki, öll lömb hér í Akrahreppi. Mun það verk hefjast strax og bóluefni hefur borizt frá Keldum. Sumir fjár- eigendur hér munu einnig bólu- setja veturgamalt fé. Eg gekk í bæinn á sunnudags- kvöldið og skoðaði í búðarglugga. Já, margt var sýnt og vel skreytt víða. Þó fannst mér einn gluggi vera öðrum fremri og það var kvenfatagluggi í vefnaðar- vörudeild KEA. Það er mjög skemmlega komið fyrir í honum, þótt dýr sé fatnaðurinn, en það er nú önnur saga. Það er dálítil hugkvæmni sem liggur á bak við þessa gluggasýningu. Þá var nýstárlegt að sjá í Gránu tjaldað með hessian og búin út skipskáeta. Það er gaman að sjá, Leifsliúsum 8. des. Tíðin hefur verið mjög góð hér undanfarið. Jörð hefur verið klakalaus, þar til að ofurlítið fór að frjósa fyrir 3. dögum. Unnið hefur verið með jarðýtu að jöfnun lands allt fram undir þessa helgi, og óhætt að segja, að slíkt er mjög sjaldgæft, ef ekki alveg einsdæmi hér í sveit. Inflúenzan hefur verið hér í sveitinni í mánaðartíma, en farið mjög hægt yfir, og óvíða tekið alla á einu heimili. Veikin er í flestum tilfellum væg, þó varð að loka barnaskólanum eina viku, en kennsla hófst aftur sl. mánu- dag. Skólastjóri barnaskólans er Svanhildur Hermannsdóttir frá Hlíðskógum í Bárðardal. — S. V. þegar eitthvað nýtt kemur svona fram í gluggaskreytingum, enda vekur það athygli vegfarandans, sem verðugt er. Annars eru þessar gluggasýn- ingar oftast í sama farinu ár eftir ár og lítil hugkvæmni er fram kemui' hjá þeim er „stilla út“. Vel væri, ef blöðin skipuðu dómnefnd til að dæma um beztu gluggasýningar fyrir þessi jól og veittu smávegis verðlaun þeim, sem þætti sýna mesta hug- kvæmni í útstillingum, því að aþð mundi hvetja menn til að leggja sig meira fram við verkið. Góð tilbreyting var það líka hjá Valbjörk að hafa opið og bjóða fólki að skoða húsgögnin, þar voru og smðiirnir sjálfir á stjái og sýndu mönnum húsgögnin og skýrðu ágæti þeirra. En eitt var þó sérstaklega , áberandi og það var vöntun á verðmerkingum á sýningarvör- unum (þó ekki hjá Valbjörk). — Hjá KEA var þó verðmerktur hver hlutur í gluggunum í járn- og gler-, vefnaðarvöru-, skó-, búsáhalda-, matvörudeildum og kjötbúð. En vel á minnst, er það ekki annars skylda að verðmerkja vörur, er hafðar eru til sýnis í búðargluggum? Verðlagseftirlitið svarar því vonandi. Bærinn er nú að færast í há- tíðabúning. Ljósaskreytingar þjóta upp utanhúss daglega. Lítið er þó komið nýtt frá í fyrra, stirndur himinn yfir Skipagöt- unni, gott. Vonandi á eftir að koma eitthvað fleira, er maður hefur augnayndi af nú í skamm- deginu. Jón flakkari. Jólasveinabréf Ferðaskrifstofunni í Reykjavík hafa borizt nær 40 þúsund jóla- sveinabréf frá útlöndum. Er því ærið verkefni að svara þeim öll- um og heitir hún á skólafólk um stuðning. Kerfisbundin afkvistun Efsta röð: Stalin, Beria, Trotsky. Miðröð: Molotov, Malenkov og Kaganovich. Neðsta röð: Krushcev og Zhukov. ((Teikning: Lazar, Montevideo.) Jólagluggarnir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.