Dagur - 19.12.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 19.12.1957, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 21. desember. XXXX. árg. Akureyri, fimmtudaginn 19. desember 1957 64. tbl. Víða er búið að setja upp jólatré. — (Ljósmynd: E. D.). Frá Húseigendafélagi Akureyrar Bulganin skrilar lorsæfisráSh. Islands Um helgina afhenti herra Pavel E. Ermoshin, ambassador Sovét- ríkjanna í Reykjavík, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, er gegnir störfum ut- anríkisráðherra, bréf frá herra N. Bulganín, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, stílað til Hermanns Jónssonar, forsætisráðherra. — Kaflar úr bréfinu: Húseigendafélag Akureyrar var stofnað sl. vor. Páll S. Páls- son, framkvæmdastjóri Húseig- endafélags Reykjavíkur, mætti á stofnfundinum. Félagsmenn eru nú um 50 talsins. Stjórnina skipa: Jónas G .Rafnar, form., Björn Guðmundsson, gjaldkeri, Guð- mundur Skaftason, ritari, Eyþór Tómasson, varform., og Stefán Reykjalín. Félagsmenn geta fengið ókeyp- is lögfræðilegar leiðbeiningar hjá Guðmundi Skaftasyni og Jónasi G. Rafnar, héraðsdómslögmönn- um, varðandi fasteignir og leigu- mála. Leggur félagið til ókeypis eyðublaðaform fyrir húsaleigu- samninga. Stjórn félagsins vill vinna að því að tryggja félagsmönnum sem bezta og hagkvæmasta þjón- ustu hjá ýmsum aðiljum, sem þeir skipta mikið við, eins og olíufélögin. Hefur umboðsmönn- um olíufélaganna hér í bænum verið skrifað í þessu skyni og óskað eftir að þau veiti félags- mönnum tæknilega aðstoð og leið beiningar varðandi olíukynding- ar. Stjórn félagsins hefur haft til athugunar, hvort ekki væri unnt að aðstoða félagsmenn við að fá lán til endurbóta og viðgerða á húsum sínum. Verður það sér- staklega kannað, hvort ekki sé hægt að semja við lánastofnanir um slíkar lánveitingar. Kr. 10— 20 þús. lán myndi koma mörgum í góðar þarfir. Snjólaust og vegir goðir Um síðustu helgi kom til Ak- ureyrar jeppabill austan af Jök- uldal og gekk vel. Er þetta til marks um, hve snjólétt er hér á Norðurlandi um þetta leyti. Húseigendafélagið telur að hraða þurfi sem mest athugunum á því, hvort hægt sé að njóta jarðhita í nágrenni bæjarins til upphitunar. Húseigendafélag Akureyrar vill vinna að framgangi allra þeirra mála, sem eru til hagsbóta fyrir húseigendur og bæjarfélag- ið í heild. Árangurinn af starfsemi fé- lagsins byggist að sjálfsögðu á því, að sem flestir húseigendur sýni virkan áhuga fyrir málefn- um þess og styrki félagið með þátttöku sinni. Forstjóri rotar innbrotsþjóf Hans Jensen Jensen forstjóri í Gentofte hélt veizlu um daginn í húsi sínu. Um miðnætti, er sonur hans og dóttir ætluðu að fara að hátta, þá sáu þau, að einhver ókunnur maður stóð á bak við gluggatjöldin í svefnherbergi foreldranna á 2. hæð.því aðstórir fætur sköguðu langt fram á gólf. Börnin kölluðu á föður sinn, og skömmu seinna fann sonurinn þann ókunna í klæðaskáp, en taska frúarinnar lá opin á rúmi og innihaldið á víð og dreif. Sá ókunni, Madsen að nafni, 31 árs, fór að reyna að gefa þá skýringu á veru sinni þarna, að hann hefði verið eltur og því leitað skjóls í skápnum. Er hann sá, að enginn trúði honum, reyndi hann að koma höggi á húsráðanda. Eftir það dimmdi fyrir sjónum Madsens, því að forstjórinn er fyrrverandi boksari og mjög fær í jiu-jitsu. Er lögreglan kom, lá Madsen rotaður á gólfinu og var fluttur í sjúkrahús, en þaðan verður hann víst fluttur í hegn- ingarhúsið. DAGUR kemur næst út á laugardag- daginn. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstud. „ICæri herra forsætisráðherra! Sovétstjórnin hefur nú fyrir skemmstu tekizt á hendur gagn- gera rannsókn á ástandi og horfum í alþjóðasamskiptum. Höfum vér þungar áhyggjur af þróun alþjóða- mála og teljum nauðsyn bera til að vekja athygli íslenzku ríkisstjórn- arinnar á sjónarmiðum vörum með tilliti til þeirra ráðstafana, er nauð- syn býður að gera án tafar í því skyni að koma í veg fyrir að sam- búð þjóða í milli verði cnn stirð- ari en orðið er. — — Færi svo, að ný heimsstyrjöld brvtist út til bölvunar öllu mann- kyni, þá er Jtað víst, að ekkert ríki, stórt né smátt, getur talið sig ör- uggt- 1 þessu sambandi fcr ekki hjá því, að vér hljótum að líta það alvarleg- um augum, að á fundi þeim, sem Norður-Atlantshafsbandalagið (NA- TO), sem Islan der einnig aðili að, hefur boðað til í desember, er ætl- unin að ræða tiltækileg ráð til þess að herða enn á vígbúnaðarkapp- hlaupinu og gera drög að hernaðar- áætlunum, þar sem gert ck ráð fyrir notkun kjarnorku- og vetnisvopna. Ennfremur mun ætlunin að koma upp herstöðvum í nokkrum NATO ríkjanna til geymslu og sendingar eldflauga. Þá mun einnig liugað að leggja meiri áherzlu á hervæðingu Vestur- Þýzkalands og að notfæra hernðar- og iðnaðarmátt þess til hins ýtrasta í þágu hernaðarmarkmiða NATOs. „Ivenning" sú um, að NATO- löndin skuli „hvert öðru gagn- kvæmt háð“, sem ríkisstjórnir Banclaríkjanna og Bretlands hafa nýlega sett fram, þjónar einnig á- ætlunum um ófriðarundirbúning. Lýsir „kenning" jtessi þeirri fyrir- ætlun, að hagnýta allan hernaðar- mátt, vísindaþekkingu, fjárhags- getu og mannafla þessara landa í því skyni að lierða á vígbúnaðar- kapphlaupinu og auknum ófriðar- undirbúningi með notkun kjarn- orkuvopna. Leikur tæpast á því vafi, að framkvæmd slíkrar „kenn- ingar“ cr gersamlega andstæð þjóð- arhagsmunum ntargra landa, einnig íslands. — — Oss er ekki mögulegt að loka augunum fyrir því, að undanfarið liafa Bandaríkin stefnt að því, að færa út herstöðva og vígbúnaðar- kerfi sitt í iiðrum löndum. Er eng- nn vafi á því, að þau hafa komið upp sumum sh'kra'bækistöðva fjarri eigin landi í því skyni að hafa þær sent lcngst í burtu frá helztu og veigamestu miðstöðvum Bandaríkj- anna. Þessu santfara er verið að reyna að lýsa herbækistöðvum er- lendis svo scm þær séu nokkurs konar „óvinnanleg brynja“ og lát- i ðí það skína, að þær gæti forðað þessum löndum frá ógnun nútíma styrjaldar. Ég tel það víst, lierra for- sætisráðherra, að þér munið vera mér sammála um það, að ef árásar- ríki sklydi notfæra sér bækistöðvar erlendis, þá er á tímum kjarnorku og eldflaugavopna ekkert öryggi gagnvart því, að lönd, sem leyft hafa afnot slíkra bækistöðva, sæti hættu af óhjákvæmilegri gagnárás með kjarnvopnum með þeim ógn- um, sem af henni leiða. Nú er mikil áherzla lögð á þann möguleika meðal hernaðarfræðinga á vesturlöndum, að upp kunni að koma „staðbundnar" eða „smáar“ styrjaldir, þar sem notuð yrðu hin svonefndu „taktisku kjarnvopn". Það væri þó háskaleg blekking að írhynda sér, að nú á tlmum yrði hægt að takmarka styrjöld við til- tekið svæði.----- Þær ráðstafanir NATOs, sem bcinast að því að herða á vígbún- aðarkapphlaupi og ófriðarundir- búningi, eru gerðar í andrúmslofti tilbúinnar taugaveiklunar og ótta við meinta „ógnun“ af hálfu Sovét- ríkjanna. Jafnvel einn hinn mesti sigur nútímavísinda — sá, að Sovét- ríkin sendu upp tvö gervitungl í samræmi við áætlunina um hið al- þjóðlega jarðeðlisfræðiár — hefur verið túlkaður sem hernaðarógnun. Það er þó alkunna, að Sovétríkin jiafa margsinnis boðizt til að gera tim það samning, að bæði langdræg- ar eldflaugar og kjarna- og vetnis- sprengjur skuli aldrei notaðar í hernaðarskyni, og að sá mikli sigur mannsandans skuli engu þjóna (jðru en friðsamlegri þróun mann- félagsins. Yður er kunnugt um ]>að, herra forsætisráðherra, að vér hiifum og margsinnis gert tillögur um aðrar ráðstafanir til þess að bæta sarnbúð allra þjóða og efla frið, jafnframt því að koma á trausti þjóða í milli. Höfum vér sett fram margar á- kvcðnar tillögur, sem beinzt hafa að því að takmarka heri og vígbún- að allra stórveldanna og að banna kjarna- og vetnisvopn. Einnig hafa Sovétríkin einhliða fækkað í her sín- um um nær tvær milljónir manna og horfið frá herbækistöðvum sín- um í öðrum löndum. Vér höfum (Framhald á 12. síðu.) Frá happdrætti S.U.F. Félagsmenn geri skil á happ- drættismiðum á skrifstofu flokks ins nú þegar og ekki síðar en á föstudag. Dregið verður n.k. laugardag. Enn eru nokkrir miðar óseldir og því tími til að freista gæfunn- ar. — Miðar fást hjá félagsmönn- um, Blaðasölunni Ráðhústorgi, Bókabúð Jónasar og í Járn- og glervörudeild KEA. — Vinningar eru: Hnattferð og Opel Capitan- bifreið. Áhrifa geislavirks útsfreymis frá Kumralandi í Breflandi gætir í Vestur-Noregi og Danmörku f Vestur-Noregi náðu geislavirk áhrif í lofti hámarki sínu í olctó- ber sl., og var almennt talið, að það muni hafa stafað af slysalegu útstreymi sem gerðist í Kumralandi í Bretlandi snemma í október. í Danmörk varð einnig sömu áhrifa vart um sama leyti, og á kjarnorkutilraunastöðinni í Hrísey (Rrisö) röktu þeir upptök þess beina leið til atburðarins í Kumralandi (Cumberland). Þar vildi sem sé til þann 12. október, að kviknaði í þrýstiloftsgeymi í plútonverk- smiðjunni að Vindskálum, og geysimagn af geislavirku súrefni streymdi út í loftið. Á Norðursjó var vestanstormur um þetta leyti, og geislamælingar í Danmörku sýndu, að svonefnd beta-áhrif (b- geislar) voru þar helmingi sterkari en venjulega frá 14.—17. októ- ber. Einnig gátu þeir mælt alfa-ábrif (a-geisla), en það er óvenju- legt á þeim slóðum. í Björgvin í Noregi var geislavirk úrkoma í október 60—70% meiri heldur en á sama tíma í fyrra. Og rannsóknarstofan á Kjeller vakti atliygli á, að regn hefði verið óvenju mikið í október, og aí geislavirk álirif hefðu verið samsvarandi. En úrkoman kom að vanda úr vesturátt. Vísindamenn fullyrða annars (að vanda), að geislaáhrif þessi hafi hvorld í Noregi né Danmörku verið svo sterk, að hætta stafi af því. Slysið í Vindskálaverksmiðjunni var þó annars allalvarlegs eðlis, ig brezkum stjórnarvöldum var legið allóvægilega á liálsi fyrir það, að í upphafi var leitast við að telja almenningi trú um, að þetta væri alveg meinlaust. M. a. kom ]>ó brátt í ljósí að bithagar búpenings urðu eitraðir, og í allstóru sveitarflæmi umhverfis verksmiðjuna varð að farga allri mjólkurframleiðslunni daglega í nokkrar vikur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.