Dagur - 19.12.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 19. desember 1957
D A G U R
r ' r-
7
Ódýrt og gott tímarit
Á Akureyri er gefið út tímarit-
ið Heima er bezt af Bókaforlagi
Odds Björnssonar.
Steindór frá Hlöðum er rit-
stjórinn. Tímarit þetta er ágætt.
En því hefur verið of lítill gaum-
ur gefinn. Og lítið auglýst. Ritið
er fjölbreytt að efni. Er þar eitt-
hvað fyrir alla. Það flytur þjóð-
legan fróðleik og athyglisverða
og skemmtilega sagnaþætti.
Flesta ritaða af alþýðumönnum,
er segja frá á góðu og kjarnyrtu
máli alþýðunnar. Þá er skemmti-
leg framhaldssaga. Einnig þáttur
fyrir börn og unglinga. Blaðið er
prýtt með fjölda góðra mynda, er
hver ein segir sína sögu. Og
verðið er aðeins 80 kr. árgangur-
inn.
En eftir öðru bókaverði ætti
verðið að vera 350—500 kr. Þá
geta kaupendur nú fyrir jólin
fengið útgáfubækur Bókaforlags
Odds Björnssonar með 30% af-
slætti.
Mér finnst það ætti að vera
metnaðarmál allra Eyfirðinga að
þetta tímarit haldi áfram að
koma út.
Hvert einasta menningarheim-
ili á Akureyri og við Eyjafjörð
ætti að gera sér þá sæmd og
ánægju að styðja þetta tímarit
með því að kaupa það.
M. II. Árnason.
ELINtí ORG LÁR USD Ó T TIR:
Forspár og fyrirbæri
Sárinar s'aghir úr liji Kristinar
Kristjánsson.
Bókasafn Norðra 1917.
A síðast Iiðnu suniri kom eg í
heimsókn að Eiliheimilinu Betel
að Gimli í Nýja íslandi. Frdbæri-
lega alúðlegt hjúkrunarfólk og
þjónustulið hugsaði um gamla fólk-
ið og hlynnti, að því með ást og ná-
kvæmni. í þeim hópi hitti eg koniu,
sem hét Kristín Kristjánsson. Bæði
vorum við í önnum, svo að við
töluðumst ekki við nema stundar-
korn. En ekki fór J)ó hjá því, að eg
veitti þeirri miku ró, sent hvíldi
yfir þessari konu, og hinum djúpu,
fjarhugulu augum hénnar.
Þegar eg kom heim til systur
minnar, scm býr á Gintli, segir hún
við mig: „Ertu búin að skrifa uni
bókina hennar Kristínar?" „Nei,“
segi eg, „hvaða bók Eg hefi aldrei
svo mikið sem heyrt getað um bók
eftir liana." „}æja,“ segir systir mín.
„Kristín segir nú samt, að þú munir
skrifa unt bókina."
Ekkert hafði nú þetta mál borið
á góma hjá okkur Kristínu, og liélt
eg því að jjetta væri einhver mis-
skilningur og hugsaði ekki meira
um það.
En nú er samt „bókin hennar
Kristínar" komin og liggur hérna
á borðinu fyrir framan mig. Ef til
vill væri réttara að segja, að þetta
væri bók, sem skrifuð er um frú
Kristínu Kristjánsson, eða hún hef-
ir lagt lil efni í. f bókinni eru frá-
sagnir af dulrænni ^reynslu henn-
ar, margar hverjar vottfestar af val-
inkunnum mönnum. Og sannast að
segja hefði eg löngun lil að skrila
fangt ntál um Jjcssa bók, Jk> að
styttra verði að nægja nú í jóla-
önnunum, J>ví að bókin er stór-
merkileg.
Engum ætti að standa það nær
en prcstum að veita ]>ví máli at-
hygli, sent þessi bók fjallar um. Öll
mciri háttar trúarbrögð og þar með
kristindómurinn eru stofnuð, af
dulvitrum mönnum. í trúarritum
allra alda er að finna aragrúa frá-
sagna og vitnisburða um óvenju-
lcga reynslu, dulskynjarnir, fyrir-
brigði og spádómsgáfu. Þessu lýsir
l’áll postuli í 12. kapítula, I. Kor-
inttibréfs, [>ar sent liann nefnir hin-
ar óveijulcgu skynjanir: andagáf-
ur, náðargáfur eða opinberun aiul-
ans. í þjóðsögum vorum eru ótelj-
andi frásagnir um margs konar
skyggni, forspár og sýnir. Sá er
aðeins gallinn á siigum frá liðnuin
öldum, að oft verða ]>ær hvorki
sannaðar né afsannaðar. Láðst hef-
ir að taka skilmerkilega vitnisburði.
Þess vegna telur -fjöldi nútíma-
manna ]>ær kerlingabækur einar og
tómar missagnir, sprottnar af trú-
girni eða rangri eftirtekt. Þeir, sem
gagnsýrðir hafa verið af efnis-
hyggjuvísindum seinni tíma, hafa
aðeins vppt öxlum ylir slíkum sög-
unt, og ekki talið ]>ess virði að veita
J>eim minnstu eftirtekt.
Þegar ekki eru gerðar þegar í stað
nákvæmar athuganir á slíkri
óvenjulegri reynslu, scm hér um
ræðir, verður alltaf liætt við, að efa-
gjarnir menn telji hana heilaspuna
einn, og að vitranamenn og völvur
allra alda hafi ekki verið annað en
geggjað fólk, sem sá ofsjónir. Þó
hafa vitnisburðir verið að sannast
fyrir urn fofspár og fjarskyggni, sem
ekki verður haggað. Og ]>egar ]>eir
eru orðnir nógu margir, munu ]>cir
gefa nægan grundvöll undir ný vís-
indi. Því cr það svo mikils virði að
taka þegar í.stað vitni að forspám
og fyrirburðum meðan allir cru á
lífi, sem um þetta vita, því að séu
vitnisburðirnir nógu öruggir og
skýlausir, þýðir ekkert að neita
þeim lengur. Þá cr aðeins einn kost-
ur, sá, að breyta lífsskoðun sinni til
samræmis við hina auknu þekk-
ingu.
Nú í seinni tíð eru ýmsir vísinda-
menn teknir að veita meiri athygli
þessum undraverða hæfileika sumra
manna til að öðlast vitneskju með
óvenjuegu móti. Er þessi gáfa nefnd
psi—-hæfileiki á máli vísindanna,
og þýðir það hæfileika til að skynja
eitthvað, sem liggur utan við svið
venjulegra skilningarvita. Þegar
menn einu sinni hafa gengið úr
skugga um að slíkur hæfileiki er
til, verðttr mönnum það Ijóst, að
ekki er ástæða til að rerigja fjölda-
márgar sögur, sem benda til þess,
að slíkir einstaklingar hafa verið til
frá ómunatíð, er gæddir vortt
ófreskisgáfu, höfðu spádómsgáfu og
vissu alla leyndardóma. Vandinn
cr aðeins sá, að samræma þessa vit-
neskju annari almennri þekkingu,
eða réttara sagt, breyta heimsntynd
sinni í samræmi annari almcnnri
þekkingu, eða réttara sagt, breyta
heimsmynd sinni í samræmi við
]>cssa þekkingu. Vera má, að ]>essi
tegund skynjana eigi enn á ný eftir
að vera lcidd til öndvegis í liugar-
hcimi mannkynsins, og að hún eigi
eftir að umbylta gersamlega lntg-
myndum manna um sjálfa sig, al-
heiminn og alla hluti.
En til þess að geta rannsakað
þcssi mál sent önnur, cr ekkert
nauðsynlegra en að hafa úr scm
mestu að moða af áreiðanlegri
reynslu af þessu tagi. Því er nauð-
svnlegt að hafa sinnu á að skrá og
vottfesta scm mest af reynslu þessa
fólks, sem gætt er þessum óvenju-
legu liæfileikum. Þegar farið verð-
ur að veita ]>essu máli athygli fyrir
alvöru, verður þcssi gáta ráðin, og
því fyrr sem fleiri gögn eru íyrir
höndum.
Elinborg Lárusdóttir skáldkona
hefir unnið mikið og merkilegt
verk á þessum vettvangi með ]>\í
að samansafna og varðveita sanna
vitnisburði um þessi efni. Hcfir hún
áður safnað heimildum urn stór-
merka reynslu tveggja miðla, ]>eirra
Andrésar Böðvarssonar og Haf-
stcins Björnssonar. En nú kemur
bókin um Kristínu Helgadóttur
Kristjánsson frá Skarðshömrum í
Norðurárdal, sem ekki er síður
merkileg.
Hæfileikar Kristínar virðast
vera mjög fjölhæfir, ekki sízt á
því sviði, sem mörgum gengur
erfiðast að skilja, en það eru for-
spár hennar. í þessari bók eru
tilfærð 36 dæmi um forspár, en
það virðist vera skyggni fram í
tímann. Þá koma 48 dæmi um
sýnir, sem sennilega er oft skynj-
un aftur í tímann. Loks eru sál-
farir, sem reyndar eru eigi annað
en fjarskyggni. Með öðrum orð-
um: Hér virðist vera um skynjun
að ræða, sem ekki er háð venju-
legum takmörkum tíma og rúms.
En hvað er tími og rúm? Enginn
vísindamaður hefur getað gefið á
því fullnægjandi skýringu. Ein-
stein sýndi fram á að þetta sé
mjög háð hvað öðru, aðeins tvær
hliðar á sama hlut. En eftir er að
ráða gátuna til fullnustu.
Reynsla eins og þessi bendir
ótvírætt í þá átt, að til sé alvit-
und, hafin yfir rúm og tíma, og
að mönnunum sé unnt að öðlast
hlutdeild í slíkri alvitund. En ef
vitrana-menn geta sagt fyrir
óorðna hluti með óskeikulli vissu,
séð það, sem áður gerðist eða
það, sem gerðist í fjarlægð, er þá
nokkur ástæða til að efa það, er
þeir segja af englum og æðri ver-
um en mönnunum? Mæla ekki
meira að segja öll líkindi með að
það sé rétt? Væri það ekki fá-
vizka að hugsa sér, að mennirnir
séu æðstu verur sköpunarverks-
ins?
En þegar komið er út á þessar
slóðir, er komin til sögunnar
hreinvísindaleg ástæða til að gefa
trúarbrögðunum meiri gaum.
Ekkert er líklegra, en að þegar
rofar til í því máli, hvernig menn
g'eti bæði skynjað fortíð og fram-
tíð í einni sjónhendingu, þá verði
um leið brugðið birtu yfir gátu
lífs og dauða. Slíkar bækur sem
þessar geta stuðlað að því.
Þökk sé því bæði völvunni, sem
lagt hefur til efnið í þessa bók og
skáldkonunni ,sem lagt hefur á
sig mikla vinnu við að safna til
hennar.
Benjamín Kristjánsson.
Skrifarinn á Stapa
Sendibréf 1806—1877. — Finnur
Sigmundsson bjó til prentunar.
Bókfcllsútgáfan, Reykjavík 1957.
Það var vel til fallið, að Finnur
Sigmundsson landsbókavörður
skyldi verða til þess að halda
uppi minningu Skrifarans á
Stapa með birtingu þeirra bréfa,
sem hér eru prentuð. Páll stú-
dent Pálssin var að vísu einn af
hinum kyrrlátu í landinu, en fáir
hafa verið meiri nytjamenn ís-
lenzkum bókmenntum, prentuð-
um og óprentuðum, með því að
dytta að gömlum bókum og
handritum, afrita og halda hönd-
um um handrit þau, sem geymd
eru hér á landi, en Páll. Fyrir
þetta stendur Landsbókasafnið í
ómetanlegri þakkarskuld við
hann.
Um Pál kemst Finnur Sig-
mundsson þannig að orðT meðal
annars:
„Ævi hans var fábreytt, og um
hann stóð enginn styrr, hvorki I
ligandi né dauðann. En með fá-
gæti-i natni, iðjusemi og þraut-
seigju hefur hann lagt svo drjúg-
an skerf til þeirra fjársjóða, sem
varðveittir eru í Landsbókasafn-
inu, að um það mætti skrifa langt
mál. Sú bók, sem hér er skráð og
kennd við skrifarann á Stapa,
íjallar þó ekki um fræðistörf
Páls né viðleitni hans til verndar |
og aðhlynningar gömlum bókum
og handritum, heldur er hér
safnað drögum til lýsingar á
manninum sjálfum eins og mynd
hans birtist í bréfum frá honum,
og þó einkum í bréfum hans til
hans frá vinum og venzlafólki. —
En bréfasafn Páls er svo mikið að
vöxtum, að hér er ekki unnt að
birta nema örlítið sýnishorn. Til
dæmis má nefna, að til eru 240
sendibréf til Páls frá Sigríði syst-
ur hans ,einnig fjöldamörg bréf
frá ýmsum vinum hans, sem hér
er að engu getið. Eg vona þó, að
þetta litla sýnishorn gefi nokkra
hugmynd um Pál stúdent, venzla
fólk hans og vini, hugsunarhátt
og lífskjör manna á þeirri öld,
sem fóstraði Pál og samtíð hans.
Allt er þetta að vísu í brotum,
skyndimyndir úr daglegu lífi, en
ekki samfelld saga. En sendibréf
hafa það til síns ágætis, aö
venjulega kemur bréfritarinn til
dyranna eins og hann er klædd-
ur, þegar hann skrifar trúnaðar-
vini eða geðfelldu venzlafólki.
Því geyma sendibréfin oft sann-
fróðari lýsingar á lífi og.hugsun-
arhætti en ýmsar aðrar heimild-
ir.“
Það má nærri geta um mann,
sem var svo langsýnn og gerhug-
ull um varðveizlu bókmennta-
fjársjóða sem Páll stúdent, að
ekki hefur hann verið neinn
hversdagsmaður, enda sýnir
traust það, sem til hans var bor-
ið, ekki aðeins fi'á ættingjum
hans-og húsbændum, heldui' og
frá skólabi-æði'um og mei'kustu
mönnum samtíðar hans, hvílíkan
mann hann hafði að geyma. Hann
hefur bæði vei'ið frábærlega vel
gefinn og glöggsýnn, en þó.um-
fram allt fói'nfús maður, tryggur
og göfuglyndui'. Enda þótt bréf
þau, sem bix-t eru í þessari bók,
séu ekki nema. ofurlítið sýnis-
horn af bréfasafni hans, verður
þó auðsætt af því, að um óvenju-
merkan mann er að ræða.
En hér gefur líka sýn inn í
hugai'heim annarra. Auk Páls
eru 24 aðrir bréfritarar, ættingj-
ar hans, vinir og kunningjar. Þar
á meðal eru menn eins og Bald-
vin Einai'sson, Tórnas Sæmunds-
son, Þoi'steinn Helgason, Páll Ó!-
afsson skáld og séra Stefán Páls-
son, bróðir Páls stúdents, hinn
fluggáfaði maðui', sem Jónas
Hallgrímsson yrkir fræg erfiljóð
um, er hann lézt fyrir aldur fi'am.
Séra Þorsteinn Helgason í Reyk-
holti var mágur Páls, og’er hér
glögg lýsing á höi'mulegum ævi-
lokum hans. Skemmtileg eru líka
bréfin frá Sigríði systur Páls,
sem verið hefur ágætlega gefin
kona.
Finnu rSigmundsson hefur áð-
ur gefið út mörg merk bréfasöfn,
sem unnið hafa miklar vinsældir,
o gmeð því hefur hann gert is-
lenzkum sagnvíkindum mikinn
greiða. Þai-f eigi að útskýra skil-
merkilcgar en hann gerir sjálfur
heimildai-gildi slíkra bréfa, en
með útgáfu þcirra eru þær gerð-
ar stórum aðgengilegri fyrir
fræðimenn, heldur en ef grafa
þyrfti eftir þeim i dyngjur og
hauga. Allir fróðleiksfúsir menn
hafa og yndi af að lesa bi'éfin,
ek iksízt er þau varpa Ijósi yfir
merkileg örlög og atburði, sem
snerta nafnkunna menn.
Svo virðist að með þessari bók
sé hafin útgáfa af safni íslenzkra
sendibréfa, sem Bókfellsútgáfan
hyggst að senda frá sér í mörgum
bindunx á næstu árum. Þessu ber
eindregið að fagna.
Og ekki er hægt að hugsa sér
þá útgáfu í betri höndum en
Finns Sigmundssonar, lands-
bókavai'ðar, sem mai'gsinnis hef-
ur sýnt það, hversu hánn fjallar
um slíkar heimildir með mikilli
smekkvísi, athygli og vandvii'kní,
og er fundvís að dx'aga fram í
dagsljósið það, sem mestu rnáli
skiptir, eða markvert er í sagn-
fiæiðlegu tilliti, en láta hitt
liggja í láginni.
Bókin er fallega gefin út, band
smekklegt, og prentun og pappír
með ágætum. Auk þess er hún
pi'ýdd möi'gum fallegum yndum.
Benjamín Kristjánsson.
SKRUDDA
Sögur, sagnir og kveðskapur. —
Skráð hcfur Ragnar Ásgeirsson.
Búnaðarfélag íslands gaf út.
Akurcyri 1957.
Höfundur kveðst hafa safnað
til þessai-ar bókar á ferðum sín-
um víðs vegar um landið, og
skrifað jafnóðum niður það, er
hann heyrði og honum þótti
fróðlegt eða skemmtilegt, en eigi
hafi það vei'ið hugmynd sín, að
safn þetta yrði nokkru sinni
prentað.
Kvei'ið ber þess merki. Fjöl-
bi-eytni er ærin, og mai-gt læsi-
legt, því að Ragnar hefur glöggt
auga fyi'ir því sem kímilégt er, en
ýmislegt er svo léttvægt að safnið
hefði fremur unnið við það en
tapað, ef það hefði verið hreinsað
burt. Það er einkum kveðskapur-
inn, sem er þunnur. Þó ber þess
að gæta, að kvæði eins og t. d.
Ævii'íma Sigurðar Helgasonar á
Jöi'va getur haft heimildai'gildi,
þótt skáldskapai'gildi sé lítið, og
þannig kann að vera um fleira,
að því sé betur til skila haldið en
glatað. Hitt kemur manni ókunn-
uglega fyrir sjónir að sjá gei'ða
þjóðsögu úr afbökuðu erindi úr
gamankvæði Guttorms skálds
Guttoi'mssonar um Sigui'ð heit-
inn Sigvaldason, sem er að finna
í ljóðabókum hans, og fá þær
upplýsingar um Þoi’geii'sbola, að
hann hafi átt upptök sín í Ós-
landshlíðinni. Aldrei hef eg heyrt
það fyrr að Þoi'geirsboli hafi ver-
ið Skagfirðingur. Annars er rnörg
matarholan í Skruddu þessaii og
ýmislegt, sem gaman er að.
Benjamín Kristjáixsson.
Hefi til sölu
mjög góðan rafmagnshita-
dunk JANKA 1000 w 80 1.
Einnig íafmagnshitatúbu
8 kw.
Afgr. vísar á.
Pianokarraonika
nýleg, er til sölu nú þegar.
Uppl. í síma 1349.
Smoldngföt,
amerísk, sem ný, til sölu.
GUFUPRESSAN
Skipagötu 12.