Dagur - 19.12.1957, Blaðsíða 12

Dagur - 19.12.1957, Blaðsíða 12
12 Bagxjm Fimmtudaginn 19. desember 1957 Bændaklúbbsfundur um vakagjöf, fóðrun og kynhæfur Framsögumaður Arni Pétursson kennari á Hólum í Hjaltadal Eyfirzkir bændur fjölmenntu mjög á síðasta bændaklúbbsfund- inn, á mánudaginn var, og fór hann hið bezta fram undir stjórn Jónasar Kristjánssonar samlagsstjóra. Ámi kennari Pétursson á Hólum í Hjaltadal hóf umræður, en síðar tóku margir til máls. Með ört vaxandi ræktun og vél- tækni við heyöflun og heyhirð- ingu, aukast líka kröfur bænda til frjósemi og framleiðslugetu búfjárins. Þróunin hefur orðið mjög ör hvað þetta snertir og mikill árangur náðst af kynbóta- starfi og mjög bættri hirðingu og meðferð allri. Þótt ekki verði að fullu greint, að hve miklu leyti hvort um sig á í afurðaaukningu einstaklingsins, mun hvort tveggja eiga hlut að því. Há- marksafurðastefnan ryður sér æ meira til rúms í nautgriparækt- inni og einnig í sauðfjárræktinni, nema þar sem því meira er treyst á landsins gæði sumar og vetur. En þar verður að sjálfsögðu að leggja megináherzlu á hreysti fjárins og harðfengi að bjarga sér með sem minnstri gjöf og að- hlynningu. Eyfirðingar treysta ekki á út- beit fyrir sauðfé, því að víðast er landið grasi vaxið en ekki kjarn- gróðri til vetrarbeitar og ræktun í betra lagi. í Eyjafirð ier auð- velt að afla heyja. Þess vegna er hámarksafurðastefnan ráðandi í héraðinu. Nokkrum áhyggjum hefur það valdið bændum hér sem annars staðar, þar sem líkt stendur á, að sumir fjárstofnar eru ekki nægi- lega frjósamir til að svara vetr- arlangri innistöðu og eldi. Sumar vestfirzkar ær verða ekki tví- lembdar, hversu sem með er far- ið á gamla og góða fjórmanna- vísu. Kemur þá mjög til álita að beita öðrum og tæknilegri að- ferðum til að auka frjósemina. Hin svokallara vakagjöf eða hor- mónagjöf hefur verið reynd hér á landi síðan 1953—1954 og þótt reynslan sé ekki mikil enn sem komið er, gefur hún þó nokkrar upplýsingar. '—» Frummælandi á bændaklúbbs- fundinum, Árni Pétursson, sagði frá þessum merku tilraunum, sem hófust á sauðfjárræktarbú- inu á Hesti í Borgarfirði veturinn 1953—1954. Þessar tilraunir þóttu gefast svo vel, að þær voru gerð- ar víðar, á vegum tilraunaráðs, til dæmis á Hólum. Fyrsta verkefni þessara til- rauna var að fá úr því skorið, hvort fá mætti mestan hluta fjár- ins tví- og þrílembdan með vaka inngjöf. Það kom þegar í ljós að svo var. Næsti áfanginn var sá, að finna hæfilegt magn þessa efnis og ennfremur að gera sam- anburð á innlendum og erlendum hormónum. En vakinn eða hor- móninn er unnið úr blóðvatni úr fylfullum hryssum. Ræðumaður sagði að gefa þyrfti vakann 12 dögum eftir gangmál ánna ,en láta þær síðan fá fang á réttum tíma. Vakanum er sprautað undir húðina. Þegar frjósemi ánna er aukin á þennan hátt, er ekki komist hjá nokkuð aukinni vinnu við hirðingu, og ouk þess kostar skammturinn ca. 15 krónUr í hverja kind. Til þess að kort og bréf (jóla- kveðjur) verði borin út á að- fangadag, verða þau að vera merkt orðinu „Jól“ í vinstra hægra horni utanáskriftarmegin og skilað til flutnings eigi síðar en fyrir kl. 24 þann 21. des. (í póstkassa bæjarins). Laugardaginn 21. des. verður póststofan opin til kl. 22. Póstnotendur, kaupið frímerki tímanlega og frímerkið sendingar yðar í ró og næði heima. Látið síðan sendingarnar í póstkassa þann, sem næstur yður er. Frímerki verða til sölu í Bóka- búð Rikku. Á Hólum hefur reynzlan orðið sú, að ekki megi nota stærri skammt en 500 einingar. Þá hef- ur komið í ljós að hormónarnir frá Keldum þurfa að geymast í frosti, þar til þeir eru notaðir, en eru þá jafn öruggir til árangurs. Það hefur ekki reynst örðugt að fá þrílembdar ær og fjór- lembdar og jafnvel hefur ein- staka ær borið fleiri lömbum. En jafnframt hefur reynslan orðið sú, að ærnar svara ekki hor- mónagjöfinni mörg ár í röð. Og fjárhagslegar niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá. Notkun hinna örfandi lyfja virðast geta átt rétt á sér þegar um ófrjósama stofna er að ræða. En margir fjárræktarmenn hafa komizt langt í að auka frjósemi ánna með úrvali og ennfremur er fóðrun mjög mikilvæg. Margir eyfirzkir bændur hafa þegar aflað sér hinna nýju lyfja og ætla að gera tilraunir með þau í vetur. Ræðu frummælanda var vel tekið og á eftir hófust fjörugar umræður, sem stóðu fram á nótt og bar margt á góma ,þótt hér verði ekki rakið. Burðargjöld fyrir bréfpóstsend- ingar: Bréf að 20 gr. (innanbæjar) kr. 1,50, (innanlands) kr. 1,75. Bréfsspjöld (innanbæjar) kr. 0,75, (innanlands) kr. 1,00. Jólakortin má láta í opin um- slög til hlífðar, en sé umslögun- um lokað, telzf sendingin bréf. Til þess að bréf og bögglar inn- anlands komist í hendur viðtak- anda fyrir jól, er öruggast að skila þeim tímanlega í póst. Póstur verður sendur flugleiðis á alla áætlunarstaði Flugfélags íslands. (Daglega til Reykjavík- ur.) Póststofan. í fyrraltvöld hafði Krossanesverksiniðjan tekið á móti 15500 málum síldar. — Þann dag var landað rúmlcga 1500 málum. Tiikynning fil pósfnotenda á Akureyri og nágrenni Bréf Bulganins fil forsætisráðh. (Framhald af 1. síðu.) sett fram tillögur um stofnun sant- eiginlegs öryggiskerfis í Evrópu, um afnám Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, og eftir að vesturveldin höfðu neitað að fall- ast á ]>á tillögu; geiá'ium vér tilliigu um að efna til griðasáttmála milli aðilja að þessum hernaðarbanda- lögum.------ Verða tæplega bornar á það brigður, að nú er komið að æðiþýð- ingarmiklum þáttaskilum í þróun alþjóðamála.----- Hið þýðingarmcsta skref í áttina til þess að skapa skilyrði til gagn- kvæms trausts og varanlcgs friðar þjóða í milli, yrði án efa það, ef takast mætti að ná samkomulagi um afvopnun. — Sovétstjórnin hefur gert og heldur áfram að gera sitt ýtrasta til þess að leysa þetta vanda- mál.----- Nú er það alkunna, að sum al- þjóðleg vandamál, þar á meðal af- vopnunarmálið, eru svo flókin, að þau verða ekki levst í einu vetfangi, eins og alþjóðamálum er nú háttað, svo sem reynslan hefur sýnt. Fyrir því leggur Sovétstjórnin það til, að reynt verði að leysa vandamál þessi smátt og smátt, stig af stigi. I fyrsta áfanga myndi það gagngert bæta alþjóðlegt samkomulag og vekja traust á samskiptum þjóða á milli, ef þjóðir þær, sem hlut eiga að máli, vildu takast ])á kvöð á hendur að nota ekki kjarnorkuvorpn og að fresta um að minnsta kosti 2 eða 3 ár tilraunum með sprengingar kjarnsprengja. Teljum vér, að hægt myndi að láta samning um bann við slíkurn tilraunum ganga í gildi þegar frá 1. janúar 1958. Eins og nú standa sakir myndi það hafa þýðingu, ef stórveldin féllu frá að staðsetja hvers konar kjarnvopn í öðrum löndum, þar með auðvitað á íslandi. Gerir Sovét- stjórnin það að tillögu sinni, að ilandaríkin og Rretland semji nú þegar um að staðsetja ekki kjarn- vopn af nokkru tagi í Austur- og Vestur-hýzkalandi. Næðist slíkt sam- komulag, og scmdu Sambandslýð- veldið Þýzkaland og Þýzka alþýðu- lýðveldið sín á milli um að fram- leiða ekki kjarnavopn né leyfa stað- setningu þeirra í Þýzkalandi, ])á myndu ríkisstjórnir Póllands og Tékkóslóvakíu, í samræmi við þeg- ar gegnar yfirlýsingar þar um, á- byrgjast að framleiða ekki kjarna- vopn né leyfa staðsetningu þeirra í löndum sínum. Með þessu móti yrði víðáttumikið landsyæði með meir en 100 milljónum íbúa, laust við kjarnvopn, en sú staðrcynd, að landsvæði |>etta liggur í Evrópu miðri, niyndi stórlega draga úr hætt- unni af kjarnorkustyrjöld. Næsta þýðingarmikla skrefið yrði það, að efna til griðasáttmála milli ríkja þeirra, scm eru aðiljar að Norður-Atlantshafsbandalaginu, og þeirra, sem þátt taka i Varsjársamn- ingnum. Gefur auga leið, að slík samningsgerð myndi efla horfurnar fyrir friði að miklum mun.------ Þcgar tillit er tekið til þess já- kvæða árangurs, sem náðist á ráð- stefnunni í Genf sumarið 1955 milli forsætisráðherra stórveldanna fjög- urra, hlýtur að mega álykta, að fundur háttsettra fulltrúa kapít- alskra og sósíalskra ríkja myndi og hafa mikil áhrif. Nauðsyn ber að sjálfsögðu til, að þátttakéndur í slíkum fundi tækju fullt tillit til hins raunvcrulega á- stands og hefðu fullan hug á að komast að nauðsynlegu samkomu- lagi. Sovétstjórnin cr reiðubúin til þess að taka af fyllsta skilningi til athugunar þær tiílögur, sem önnur lönd kunna að setja fram í því skyni að tryggja alþjóðafrið, cink- um friðinn í Norður-Evrópu. Lítur hún með samúð á þær óskir, sem fyrir skemmstu hafa verið frarn bornar af nokkrum stjórnmála- mönnum Eystrasaltslandanna, að Eystrasalts- og Skandinavíuliindin lýsi því yfir, að þau muni ekki reyna að leysa }>au vandamál, sem upp kunna að koma þeirra í milli, með valdbeitingu. Með því að ríkisstjórn Sovétríkj- anna er það mjög i mun að cfla friðinn í Norður-Evrópu, þá myndi liún vera reiðubúin til þess að styðja tillögur, er fram kynnu að vera bornar í því skyni að ábyrgj- ast öryggi íslands, lil dæmis í formi tryggðs hlutleysis þess, jiar sem einkum væri gert ráð fyrir því, að á landinu vrðu engar erlendar hcr- stöðvar, heldur ekki flugbækislöðv- ar. — Að því er varðar beinlínis sam- skipti Sovétríkjanna og íslands, er mér ánægja að því, herra forsætis- ráðherra, að taka það frain, að aldr- ei hefur borið neinn skugga á sam- búð landa vorra fyrir sakir misskiln- ings eða ágreiningS. Sovétstjórnin getur fyrir sitt leyti fullvissað ís- lenzku ríkisstjórnina og Islendinga um, að Sovétríkin hjifa jafnan stefnt að því að viðhalda vinsamlegum samskiptum við Island. Oss er á- nægja að því, að hagstæð og gagn- kvæm viðskiptatengsl milli Sovét- ríkjanna og íslands hafa orðið traustari á undanförnum árum. Við- skiptamagn Jandanna hefur aukizt verulega. Hcfur Sovétstjórnin viljað mæta Jslendingum á miðri leið, að því er varðar þróun verzlunarvið- skipta. enda tekið fram af hálfu Islendinga, að þau hafi mikla fjár- hagsþýðingu fyrir land yðar. — — Eg leyfi mér, hcrra forsætisráð- herra, að láta þá von í ljós, að rík- isstjórn íslands muni gerhugsa þau sjónarmið, sem fram eru sctt í bréfi, þessu. Það cr sannfæring vor, að allar þjóðir, stórar sem smáar, geti með virkum hætti lagt sitt af mörk- um til þess að lægja þá spennu, er nú ríkir þjóða á milli, og til þess að efla frið. Fyrir sitt leyti mun Sovétstjórnin reiðubúin til ]jess að atluiga vand- lega álit það og tillögur, scm ríkis- stjórn Islands telur sér bera að leggja fyrir stjórn Sovétríkjanna. Yðar einlægur, N. Bulganin. Herra Hermann Jónasson, forsætisráðhcrra Jslands, Skapmikill skipstjóri Þýzkur skipstjóri, 39 ára gam- all, missti stjórn á skapi sínu, er danskir tollþjónar heimtuðu að hann opnaði skáp bak við út- varpstækið í kátunni. Skipið lá við bryggju í Höfn ,og skipstjóri lét leysa landfestar og sigldi af stað, með 3 tollþjóna innanborðs og stefndi til hafs. Tollþjónarnir æptu á hjálp, og kom tollbátur á eftir skipinu og' neyddi það til að snúa við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.