Dagur - 21.12.1957, Side 1

Dagur - 21.12.1957, Side 1
16 SÍÐUR Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 116G. DAGUR kemur næst út í byrjun janúarmánaðar 1958. XXXX. árg. Akureyri, laugardaginn 21. desember 1957 65. tbl. Finn Halvorsen: Sankti Franciskus og vinnan Krossinn í San Damiano. Verkmaðurinn eða sjálf erfið- isvinnan átti afmæli 1956; það var lítið eftir því tekið, en merkilegt var það engu að síður. í fyrra voru nefnilega 750 ár síð- an einn einasti maður varð þess valdandi, að líkamlegt erfiði öðl- aðist aftur sína gömlu virðingu í hinum kristna heimi. Jesús frá Nazaret hafði sjálfur verið trésmiður og sonur tré- smiðs. Sú staðreynd, að Kristur hafði aðeins verið venjulegur handvcrksmaður, ekki konungur, ekki einu sinni prestur eða að- alsmaður, hafði orðið nýtt ljós vonar og frelsis meðal stétta þeirra, sem • stunduðu líkamlegt ei-fiði, alls staðar þar sem kær- leiksboðskapurinn festi rætur á liinum fyrstu öldum eftir fæð- ingu Krists. í fornöld voru það nefnilega aðeins hinir fátækustu og minnst virtu, þrælarnir og handverksmennirnir, sem notuðu vöðvaaflið til upphyggingar og viðhalds þjóðfélaginu. Öllum öðrum var hlíft við erfiðisvinnu; hún þótti bókstaflega vera neðan við virðingu þeirra, sem einhvers voru virtir. Með kristindómnum var grunn- inum kippt undan þessu auðs- og ættar-„snobberí“, því kennt var að allir væru jafnir fyrir Guði. En það er hvorki fljótgert né auðvelt að kasta frá sér alda- gömlum sérréttindum. Aðals- menn og borgarar í hinni ný- kristnu Evrópu héldu dauðahaldi í sín, þó að lífsskoðanir þeirra hefðu að öðru leyti breytzt. Nokkrar aldir liðu, og enn var erfiðismaðurinn því nær eins lít- ils vii"tur og áður er trésmiður- inn frá Nazaret byrjaði að breyta heiminum og bæta hann. Það voru órólegir tímar um aldamótin 1200; þá voru stöðug stríð og skærur milli aðalsætt- anna, en einmitt þess vegna var þetta tími afreka og ævintýra. Þá var ekki hægt að setja markið hærra en að verða frægur ridd- ari, þeysa í fylkingarbrjósti í orrustu og kasta sem flestum riddurum úr söðli í burtreiðum. Árið 1182 fæddist ríkum kaup- mannshjónum í borginni Assisi á Mið-ítalíu sonur, sem þau nefndu Francesco. Kaupmaður- inn hét Messar Pietro di Bernar- done og kona hans Madonna Pica'. Að virðingu og auði gekk Messer Pietro næst greifanum, sem átti heima í kastalanum fyr- ir ofan borgina, og kaupmanns- syninum, Francesco, varð það fullljóst, er hann eltist, að lieimsins gæði yrðu honum auð- unnin; hann dreymdi glæsta framtíðardrauma og ákvað að verða riddari. Francesco fór í stríð, hann særðist og var fluttur aftur heim til Assisi. Hann lá í rúminu í marga mánuði. Á meðan hann var veikur, byrjaði hann að hugsa — líklega í fyrsta sinn á ævinni. Hann hafði mjög vel kunnað að meta heimsins gæði til þessa. Hann var nautnamaður. En nú heyrði hann allt í einu al- vörurödd hvísla að sér, það hlaut að vera rödd Guðs, og hún sagði: „Francesco! Alla þá holdlegu og forgengilegu hluti, sem þú hefur elskað og sótzt eftir, verður þú að fyrirlíta og hata, ef þú vilt fara að vilja mínum. Ef þú gerir það, þá mun allt það, sem þér áður þótti dýrlegt og dásamlegt, verða viðbjóður í augum þínum, en hitt, sem þú hefur fyrirlitið, mun verða þér til sælu og mik- illar gleði.“ Það, sem Francesco hafði áður fyrirlitið, voru fátæktin og erfið- isvinnan, og hvað gerði hann nú? Hann afklæddist silkiklæðun- um litfögru, náði sér í gömul og óhrein vinnumannsföt, og í þau fór hann. Því næst flutti hann burt úr ríkisheimili foreldra sinna og settist að í helli utan við borgina. Aðra og betri bústaði áttu margir þeir erfiðismenn, sem Francesco hafði hingað til fyrir- litið og aumkað. Þetta þóttu ekki lítil tíðindi. Messer Pietro varð bæði reiður og sár, og hann reyndi, hvað hann gat, til þess að fá soninn til þess að hætta við þessa vitleysu. Hinir gömlu vinir og svallbræður Francescos hlógu sig máttlausa að honum, og allir borgarbúar fyrirlitu hann, líka þeir fátæku, því að þeir héldu, að hann væri að gera gys að þeim. En Francesco stóð stöðugur og lét ekki bifast. Hann vildi ekki hlýða fortölum annarra en Krists, en hans rödd heyrði hann greinilega í kirkjum og kapellum, þar sem hann var líkamlega við- staddur í hinu heilaga sakra- menti, og þar sem líkneski og myndir af honum héngu pppi. Skammt fyrir utan borgina var lítil kapella, komin að falli. San Damiano hét hún, og regnið streymdi gegnum þakið, og vind- urinn þaut um rifurnar á múr- veggjunum. En yfir altarinu inni var stórt austrómverskt crusifix- um, og þar kraup Francesco oft á bæn. Og einn dag, er hann kraup þarna, þá heyrði Frances- co allt í einu rödd hins kross- festa, sem sagði: „Farðu og endurheimtu hús mitt á nýjan leik, Francesco, því að það er að hruni komið.“ Francesco hikaði ekki hið minnsta við að hlýða skipuninni. Prestur kapellunnar sat fyrir ut- an og baðaði sig í sólskininu. — Francesco átti enn peninga. Hann gekk til prestsins, fékk honum þá og sagði: „Kauptu olíu fyrir þetta fé, svo að alltaf geti logað ljós fyrir framan krossinn þarna inni.“ En eiginlega var það ekki þetta, sem Francesco hafði verið beðinn að gera, og hann reyndi ekki að kaupa sig lausan frá erf- iðinu. Það fyrsta, sem hann gjörði, fannst föður hans a. m. k. ekki vera í samræmi við lögin. Hann hljóp heim til fyrirtækis föður síns, tók stóran stranga af dýru silki og einn af ösnum föð- urins. Hann reið til næstu borg- ar, seldi silkið og útvegaði þann- ig þá peninga, sem hann þurfti. Það sem honum hafði verið boðið að gera, var raunverulega það að endurbyggja San Dami- ano-kapelluna með eigin hönd- um. Féð, sem hann fékk fyrir silkið, dugði nákvæmlega til þess að kaupa fyrir byggingarefnið, sem til þurfti. Og nú byrjaði auðmannssonurinn, sem ætlað hafði sér að verða riddari, á þeirri iðju, sem fyrirlitlegust var og' auvirðilegust fyrir mann af hans stétt. Hann tók að erfiða með höndum sínum; klæddur lörfum fór hann að bera steina, múra og sntyrja, rétt eins og hver annar handverksmaður eða nafn- laus þræll úr hópi hinna átthaga- bundnu. 011 Assisiborg hló hástöfum eða skammaðist í reiði sinni. Það bezta, sem sagt var um Francesco var það, að hann væri orðinn vit- skertur. Þetta var á því herrans ári 1206 og þá var Francesco 24 ára gamall. Þeir voru ekki margir, sem sáu íupphafi, ef þá nokkur kom auga á það, að það, sem Francesco gjörði, var ekki annað en fram- hald af starfi Krists, trésmiðs- sonarins. Skilningurinn á þessu varð a. m. k. ekki almennur fyrr en Francesco lét endurreisnar- skipunina gilda fyrir fleiri kirkj- ur og kapellur. í dag er vitað um fjögur önnur guðshús, sem hann endurreisti að fullu eða að ein- hverju leyti, og meðal þeirra er gamla benektinakirkjan San Pietro og kirkjan Santa Maria del Vescovador, báðir í Assisi- borg. Og svo varð það, áð aðrir fjáðir borgarasynir, já, jafnvel aðals- menn, gengu Francesco á hönd, köstuðu skartklæðunmu og klæddust almúgatötrum; þeir völdu erfiðsivinnuna í stað kaup- mennskunnar, burtreiðanna eða blátt áfram slæpingsháttarins og studdu að því að endurvekja virðinguna fyrir hinu heiðarlega striti handanna. En með Frances co í broddi fylkingar þá gengu þeir feti framar. Þeir sýndu fyr- irlitningu sína á auði og sællífi með því að kynna sig heiminum sem betlara. Francesco áleit vinnuna vera blessun, og því var hann strangui' í þeirri kröfu, að þeir ynnu fyrir því, sem þeir fengju. Þeir máttu bara ekki taka á móti svo miklu, að þeir hæfu sig upp yfir betlarastéttina. Fengju þeir meira, urðu þeir að gefa öðrum það, bræðrum sínum, betlurunum, sem fæðzt höfðu til fátæktar og eymdar. Handa þeim áttu þeir líka að betla, þar sem þeir komu. Fyrir eigin mat og klæðum urðu þeir að vinna. Pen- ingum hélt enginn eftir fyrir sjálfan sig. Þessi auðmjúka þjónusta Francescos við fátæktina og lík- amlegt erfiði varð leiðarljós fjölda ungra manna í mörgum löndum. Og til þess að gefa þess- ari kristilegu byltingu aukinn mátt, þá fellti hann hana í fastan, ytri ramma. Hann fer til Inocentiusar III. páfa í Róm og biður um leyfi til þess að stofna sína eigin munkareglu. Eftir miklar efa- og athugasemdir, sem sprottnar voru af hinu ein- strengingslega stéttamati þeirra tíma, þá lét páfinn líka rödd Guðs ráða, og Francesco fékk sína munkareglu. Hin undurfagra unga Chiara, dóttir Assisigreif- ans, kemur líka og biður um leyfi til að stofna sams konar reglu fyrir konur. Francesco styrkir hana af öllum huga, og páfi gefur aftur jáyrði sitt. Bæði reglubræðurnir og reglu- systurnar skulu hér eftir búa í klaustrum. En Francesco gefur þeim ekki leyfi til að eiga klaust- urbyggingarnar eða landið í kring. Heimilið skyldi tekið á leigu. Það hefðu liinir fátækustu ætíð orðið að gera. Og framvegis skyldu reglubræður (og systur) vinna fyrir sér, ekki sem kaup- menn, ekki með andlegri vinnu, ekki sem riddarar, heldur sem akuryrkjumenn og alls konar handverksmenn. Þeir skyldu betla framvegis hjá þeim ríku, ekki handa sjálfum sér heldur þeim aumu og fátæku utan við klaustui'múrana. Chiara og fyrstu nunnur henn- ar flytja inn í klaustur hjá San Damianokapellunni, en Frances- co sjálfur flakkar um alla ævi, frá einum stað til annare; hann reisir ný klaustur, kallar nýja bræður og systur til starfa í regl- unni, og alls staðar lofsyngur hann þá konu, sem hann — á miðaldasöngvaravísu — hefur gefið hjarta sitt. Hann kallar hana „Fátækt drottningu“, en ekki er hún raunveruleg kona, heldur gleðin yfir einföldu lífi og afneitun veraldarprjáls. Já, „Fá- tækt drottningu“ sína lofsyngur hann svo hátt og lengi, að æðsta fyrirmynd og keppikefli þessa tíma verðui' ekki lengui' riddar- inn, heldur dýrlingurinn, hinn heilagi maður, verkamaður Guðs. Aftur eru kenningar Krists oi'ðnar að veruleika fyrir alla kristna menn. Það er ekki lengur skömm að því að vinna líkamlega vinnu. Það er ekki lengur van- (Framhald á 15. síðu.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.