Dagur - 21.12.1957, Side 2

Dagur - 21.12.1957, Side 2
2 D A G U R Laugardaginn 21. desember 195? UM BAGINN OG YEGINN FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Sjúkraflug. Um síðustu mánaðamót sótti Björn Pálsson flugmaður slasað- an pilt norður í Reykjaskóla í Hrútaí'irði. En þá var ófært yfir Holtavörðuheiði á bíl. Veður var hið versta og þurfti flugmaðurinn að þræða' með sjónum og lenti hann svo vél sinni á söndunum í Miðfirði. En þangað var hægt að flytja sjúklinginn, scm var fót- brotinn og meira slasaður, á bíl írá skólanum. Björn Pálsson hefur nú lent á nær 300 stöðum á landinu og mjög oft við hin erfiðustu skil- yrði, en jafnan farnast hið bezta. Sjúkraflug er orðið hið ómet- anlegasta öryggi fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Akur- eyringar vilja nú eignast sjúkra- flugvél og hafa til þess öll skil- yrði ig góða aðstöðu. En ennþá hafa yfirvöld gjaldeyrismálanna ekki lagt blessun sína yfir kaup á iiýrri vél. Fjármálin í þessu sam- bandi eru leyst heima fyrir og hér er líka flugmaður, sem hefur boðizt til að taka sjúkraflugið að sér. Þetta mál þarf að leysa á viðunandi hátt og með fullu til- Jiti til þess, hve sjúkraflugið er mikils virði fyrir dreifbýlið, og að miklum mun meira ef önnur sjúkravél er staðsett hér nyrðra. Jafnvel flugskýlið býður vænt- anlegrar vélar á Akureyrarflug- velli. R'aþóisk útvarpsstöð. Fyrir skömmu var á ferð hér á Jandi Ameríkani einn, sem var að athuga möguleika á að ’reisa hér útvarpsstöð fyrir kaþólska. Ka- þólsk útvarpsstöð er risin . skammt frá Róm og mun ætlunin að reisa aðra innan skamms. En fleiri staðir koma til greina en ísland. Ymsu kaþólsku efni er útvarpað frá hinni nýju stöð, bæði trúarlegu og einnig fréttum ■ og öðru efni. 4000 ofdrykkjumenn. í umræðum þeim á Alþingi um afnám áfengisveitinga á vegum hins opinbera, hefur það verið staðfest og ekki mótmælt, að nú séu sennilega um 4 þús. of- drykkjumanna á landinu, og er það óneitanlega há tala, eða að minnsta kosti of há. Heildar- áfengisneyzlan í landinu svarar til þess að hver maður neyti sem svarar 1V> lítra á ári. í handaskolum. Þegar gerfihnettir Rússa kom- ust á loft, þótti Bandaríkjamönn- um á sig halla í vísindunum. Var ekki beðið boðanna við undir- búning þess að senda gerfihnetti svo fljótt sem verða mætti, svo . að augu manna mættu mæna á fleira á háloftunum en rússneska framleiðslu. Þegar til átti að taka mistókst þeim þó að senda upp tveggja kilóa gerfihnött og vai‘ verr farið en heima setið. Er nú kapplega unnið að smíði cld- flauga og gerfitungla, því að kapphlaupið heldur áfram af fullum krafti milli eimsveldanna, bæði á þessu sviði og öðrum. Sputnik annar heldur enn áfram ferð sinni kringum jörðina með tíkarhræið innanborðs. En Sputnik fyrsti er fallinn til jarð- arinnar .Ekki hefur ennþá fund- ist af honum tangur né tötur. Sjötíu ára góðviðriskafli. Dr. Sigurður Nordal sagði í ræðu sinni fyrsta desember, að þegar litið væri á sögu landsins allt frá landnámstíð, væru síð- ustu 70 árin líklega mesti og lengsti góðviðriskaflinn í sög- unni. Hann sagði að það hefði ekki eingöngu verið að þakka ís- lenzkum stjórnmálamönnum, að ísland hlaut fullt sjálfstæði. Margir atburðir hefðu einnig verið íslendingum í hag. Þar hefði til dæmis barátta Dana við Þjóðverja, um endurheimt Suð- ur-Jótland, mjög veikt aðstöðu Dana til yfirráða hér á landi. Meðal annars þess vegna hefðu þeir ekki hafnað kröfum íslend- inga 1918. Síðasti kafli sjálfstæð- isbaráttunnar, frá 1897—1944, hefði verið ævintýri líkastur. ís- lendingar hefðu fengið allt sitt en ekki úthellt einum blóðdropa í þeirri baráttu. í niðurlagsorðum benti hann á, að íslendingar þyrftu að vera þrautseigir og þolinmóðir öðrum flestum þjóðum fremur, ef þeim ætti að verða lífs auðið í landinu til frambuðar. Dr. Sigurður var- aði við þeirri bjartsýni að álíta það sjálfsagðan hlut að góðærið yrði um alla framtíð eins og undanfarin 70 ár. En skylda okk- ar væri að búa afkomendui' okk- ar undir það að geta mætt meiri örðugleikum, en flestir myndu nú. Minnisvarði Einars Benediktssonar. Bókaútgáfufélagið Bragi og Almenna bókafélagið gefa út verk Einars Benediktssonar skálds. En Bókaútgáfufélagið Bragi var stofnað til að haldn minningu skáldsins á lofti og hefur það nú áhuga fyrir því að reisa því minnisvarða í Reykja- vík. Hefur Ásmundur Sveinsson þegar gert myndina. Þá er ráð- gert að gefa út ævisögu Einars, sem varpað geti skýrara ljósi á þann þátt ævi hans, sem laut að framförum og atvinnumálum landsmanna. Bækurnar. Enn sem fyrr eru bækur mest áberandi á jólamarkaðinum. — Bækur eru hentugar til jólagjafa og bækur, það er að segja góðar bækur, eru tryggir vinir og ráð- hollir bókelskum mönnum. En það er nokkur vandi að lesa bækur, og þeir eru áreiðanlega of fáir, sem kunna þá list þótt læsir kallist. Góður sögumaður og góð bók nýtur sín ekki nema þegar vel er hlustað og vandlega lesið. Of margir venja sig á að gleypa allt ótuggið og er það ekki síður ljótur vani þegar um ritað orð er að ræða, en í bókstaflegri merkingu. „Njótið góðra bóka í næði.“ GLEÐILEG JÓL! Séra Siefred Schmutzler, 42 ára ,er ljóshærður, hár og grann- ur. Hann er gamall hermaður, og honum þykir ekkert að því að takast á við eitthvað. í síðustu viku vann hann sigur í eftirtekt- arverðu stríði við austui'-þýzku kommúnistastjórnina. Sigfi'ied Schmutzler var liðs- forforingi í þýzka hernum í sið- asta stríði, en eftir að hann var leystur frá herþjónustu, tók hann að lesa guðfræði, og 1954 var hann vígður evangeliskur prest- ur við St. Péturskirkjuna í Leip- zig. Hann lét mál háskólastú- dentanna einkum til sín taka og geröist sjálfboöaprestur í Lút- herska stúdentafélaginu. Þetta félag var ekki fremur stjórn- málafélag en K .F .U. M. og önn- ur slík, en eftir ungverska blóð- baðið í fyrra urðu kommúnistai' taugaóstyrkir og litu illu auga allan stúdentafélagsskap, sem ekki var kommúnískur, ekki sízt þetta stúdentafélag í Leipzig, sem hafði að trúarleiðtoga mann, Nætursfestir Nótt eftir nótt geisar útrým- ingarstríðið í höfuðborg Frakk- lands milli hinna ýmsu hópa þjóðernissinna frá Alsír. Á fyrstu 10 mán. þessa árs hafa verið myrtir um 600 Alsírmenn í Frakk landi og um 2000 hafa særzt. í síðustu viku voru framin manndráp við lítið kaffihús Al- sírbúa við Rue etit í Par,s í annað sinn á mánuði. Þrír Norð- ui'-Afríkumenn voru drepnir með vélbyssuskothríð frá bíl, sem stanzaði snöggvast á götunni. í úthverfi Parísar ruddist hóp- ur manna inn í lítið, skuggalegt hótel og skaut til bana 6 Alsírbúa sem bjuggu saman í herbergi. Árásarmenn skutu úr vélbyss- um á alsírskan ráðherra í lög- reglufylgd rétt hjá Eiffelturnin- um, er ráðherrann var að koma af þingfundi seint um kvöldið ,en þeii' hittu ekki. Eitt kvöld í síðustu viku sat lögregluþjónn á lögreglustöð í skuggalegu úthverfi Parísar og las í blaði um úrslit knattspyrnu- kappleikja dagsins. Hann var þreyttur. Drykkjurútar, vasa- þjófar, skelfdir Alsírmenn, ekk- ert af þcssu var lengur neitt nýjabrum fyrir lögreglumanninn, þetta voru allt hversdagsleg mál. Hann leit upp úr blaðinu, er hann heyrði, að inn var komið. Fyrir framan hann stóð maður, skjálfandi á beinunum, og rétti honum bréf, ritað á arabísku. „í hamingju bænum, lesið þetta, herra minn,“ bað maður- inn. „Það er búið að dæma mig til dauða. Þeir ætla að drepa mig um miðnætti. Hjálpið mér! Lokið mig inni í fangelsinu!“ Lögregluþjónninn var enn að hugsa um það undarlega fyrir- bæri, að eftirlætisfélagið hans gæti aldrei gert mörk, þegar þörf væri á. Hann stóð upp hægt, opnaði klefadyr og benti hinum -ÞSSj] skelfda Norður-Afríkumanni þegjandi á opnar dyrnar. Eftir örskamma stund var Afríkubú- inn sofnaður á bekk í klefanum, öruggur í skjóli franskra laga og réttar. Um það bil hálfri stund síðar kom annar Alsírmaður þjótandi inn á lögreglustöðina, auðsýni- lega eins hræddur og sá fyrri. „Það á líka að drepa mig á miðnætti," hrópaði hann. „Vinur minn hefur fengið griðland hérna. Bjargið mér líka!“ Hin þögla athöfn var endur- tekin. Klefadyrnar voru opnaðar, og þeim nýkomna vísað inn, ig þá voru þeir báðir komnir á ör- uggan stað. Allt varð nú hljótt aftur, nema hvað „tikkið" heyrð- ist í klukkunni ó veggnum, og endru mog eins heyrðist skrjáfa í blaði. Klukkan 2 eftir miðnætti kom seinni Alsírmaðurinn út úr klef- anum. „Stund hættunnar er lið- in,“ sagði hann, „eg ætla að fara heim.“ Lögreglumaðurrinn kinkaði kolli. „En hvað um félaga þinn?“ spurði hann. „Hann er þreyttur,“ sagði Al- sírbúinn. „Leyfið honum að sofa.“ Lögregluþjónninn gægöist inn. Já, vissulega. Þarna lá fyrri Al- sírmaðurinn, kyrr og rólegur með teppi yfir sér, breitt upp undir höku. Lögregluþjónninn veifaði í kveðjuskyni til Alsír- búans, sem út fór og settist svo og tók að fást við sínar heim- spekilegu hugleiðingar. Það var ekki fyrr en 6 stund- um síðar, þegar vaktin var loks búin, að lögregluþjónninn tók eftir nýtingnum, sem stóð á kafi milli herðablaðanna á fyrri næt- urgestinum. (Time 9. des.). sem kunnur var að staðfestu í skoðunum. Siegfried Schmutzler predikaði hiklaust og skýrt. gegn sýndar- helgiathöfninni, er æskufólk er tileinkað ríkinu, en með þeirri athöfn eru kommúnistar að reyna að útrýma fermingunni. — Hann predikaði líka gegn því, að unnið væri á messutíma á sunnu- dögum, og þá var honum varpað í fangelsi, hann var ákærður fyr- ir að „skaða 5 ára áætlunina“. Svo liðu 8 mánuðir og ekkert í'éttarhald var haldið yfir presti, en þennan tíma hafa kommúnist- ar auðsýnilega notað til þess að reyna að brjóta viðnámsþrótt hans, fá hann til þess að „játa“. í síðustu viku var um 150 „verkamönnum" og „áheyrend- um“ hleypt inn í dómhús í Leip- zig, nú skyldi settur sýndarrétt- ur yfir séra Siegfried Schmutzler. Vestrænum fi'éttamönnum var bannaður aðgangur, en það var eftirtektarvert, að í frásögn kommúnistablaðanna af réttar- haldinu, þá vantaði alveg hinar innfjálgu lýsingar á hinum venjulegu „játningum“ sakborn- ingsins oð bænir hans um misk- unn. Séra Silegfried var dæmdur í 5 ára þrælkunarvinnu. Kirkjuhöfðingjar í Austur- og Vestur-Þýzkalandi mótmæltu dómnum, en þeir vissu raunar, að þessi dómur þýddi það, að séra Siegfried Schmutzler hefði unnið sigur, hann væri ósigrandi. Hedmut Thielicke, guðfræði- prófessor í Hamborg, sagði í til- efni dómsins: „Eg veit vel ,hvað hann gerir nú. Flann mun biðja fyrir óvin- um sínum og verða uppspretta lífsþróttar fyrir samfanga sína.. . En munum við ekki hugleiða, hvaða dóm austur-þýzka harð- stjórnin hefur fellt yfir sjálfri sér með því að fangelsa hann?“ í síðustu viku bað hinn hug- prúði 77 ára gamli bisskup, Otti Dibelius, fyrir séra Siegfried Schmutzler við messu í hinni frægu Maríukirkju í Austur- Beidín. Hann sagði söfnuði sínum að kirkjan hefði þegar unnið sigur í stríðinu við kommúnista um æskuna. „Unga fólkið okkar,“ sagði hann, „er sér meira með- vitandi um trú sína en við vor- um sem ungir menn. Það les Biblíuna af kappi sér til styrktai’ í trúnni.“ (Time. 9. des.). Friðrik varð sjötti með 61/2 vimiing Skákmótinu í Dallas í Texas er lokið með sigri Gligoric frá Júgóslavíu og Reshevsky frá Bandaríkjunum. Hlutu þeir 8V2 vinning. í 3.—4. sæti voru þeir Larsen og Szabo, Ungverjalandi, með TVi vinning, þá Yanofsky, Kanada, fimmti með 7 vinninga, Friðrik sjötti með 6V2 vinning, Najdorf, Argentínu, varð sjöundi með 5% vinning og Evans, Banda ríkjunum, áttundi með 5 vinn- inga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.