Dagur - 21.12.1957, Page 5

Dagur - 21.12.1957, Page 5
Laugardaginn 21. desember 1957 D A G U R 5 STEFAN JONSSON: Fræðslulögin fimmtíu ára (Niðurlag.) Enn segir Kristján Hjaltason í minningum sínum, og væri ánægjulegt að allir nemendur í skólum nútímans gætu tekið undir það: „Eitt var það, sem ekki tízt heillaði okkur börnin á þessum árum, og það voru nýju skóla- bækurnar. — Fyrsta landafræði, sem eg las, var eftir Morten Han- sen skólastjóra. Lítið kver ,og aðeins örfáar blaðsíður um ís- 'land. — Heillandi og tilkomu- mikið fannst mér þó landafræði Karls Finnbogasonar, þegar hún kom til sögunnar. Onnur bók, sem hreif mig mjög, voru skóla- ljóöin. Þar komst eg fyrst í raun- Veruleg kynni við listaverk ljóð- skáldanna. Mest fannst mér komn til Matthíasar, Jónasar Hallgríms sonar og Eiriars Benediktssonar." Og enn segir Kristján Hjalta- son: „Megináherzlan í kennslunni Var lögð á lestur, skrift og reikn- dng, og svo kristin fræði, enda var námstími hvers barns ekki langur. Fyrstu árin var hann oft ekki nema 4—6 vikur á vetri, og sum börnin fengu varla svo lang- an tíma. — Nokkur stuðningur við þesst slitróttu kennslu voru, að minnsta kosti í mínu byggðar- ’lagi, húsvitjanir prestsins, séra Sigurðar Gunnarssonar í Stykk- dshólmi, enda var hann mikill menntamaður, unnandi fræðslu og vaxandi þekkingar. Hann var líka prófdómari í sóknum sínum. Fyrsti maðurinn, sem eg tók próf hjá var ekki skipaður kennari, enda enginn kennari þá ráðinn fyrir sveitina. — Þessi maður var séra Jón Magnússon í Bjarnar- höfn, faðir Magnúsar prófessors og Þorsteins Jónssonar rithöf- undar, hinn mesti áhugamaður um kennslumál. Nokkur vandi fannst mér að svara spurningum þessara hámenntuðu og virðu- legu manna, en góðmennska þeirra greiddi mjög úr öllum vanda,“ Þessar minningar Kristjáns Hjaltasonar bregða ljósi yfir það, hvernig almenningur í sveitum tók þessari löggjöf. f þéttbýlinu var breytingin ekki mikil, því að víðast var þar áður skólahald í einhverri mynd. — Þjóðin tók yfirleitt löggjöfinni vel og reynt var eftir mætti að greiða úr hús- næðisvandræðum skólanna. — En húsnæðisleysi skólanna er ekki eingöngu liðin saga, heldur staðreynd, sem 70-80 skólahverfi landsins eiga ENN við að stríða. — Er það mikið átak, sem gera þai'f, til þess að hægt sé að segja, að jafnrétti ríki í þessu efni. Er það verkefni næstu ára að leysa þetta framfaramál á hagkvæman hátt. Eins og öllum er ljóst hefur húsakostur í sveitum tekið mikl- um stakkaskiptum á liðnum 50 árum og ætti því nú að vera hægara að fá gott húsnæði á heimilum til skólahalds, en þá mætir manni annað vandamál, sem er fólksfæðin á heimilum. — Verður nú mörg húsfreyjan að leggja á sig þrotlaust erfiði í sam bandi við skólahald á heimilum í þeim sveitum, sem enn skortir skólahús. 3. Fjrstu kynni mín af löggjöfinni. Ekki get eg látið hjá líða að segja frá fyrstu kynningu minni af skólalöggjöf og skólahaldi. — Það var haustið 1913, sem eg byrjaði farkennslu, rétt tvítugur að aldri með litla skólagöngu að baki. Eg réðst kennari í 8 vikur í lítilli sveit og skyldi kenna á 4 bæjum, hálfan mánuð á hverjum bæ. Skólaskyld börn voru 16, á aldrinum 10—14 ára. Voru þau flest allan tímann. Eg var svo heppinn að byrja þetta ábyrgð- armikla stai'f mitt á ágætu heim- ili, hjá Kristjáni Eggertssyni, formanni skólanefndar í Eyja- hreppi, en hann var faðir Eggerts Kristjánssonar stórkaupmanns í Reykjavík. — Þarna voru húsa- kynni lítil en hjartahlýja mikil. Námsáhugi barnanna og skólalíf var í ágætu lagi. Var stundum glatt á hjalla í útileikjum um miðjan daginn, þegar húsbóndinn og heimilisfólkið bættist við hóp- inn. — Þá voru aðeins 6 ár liðin frá því að fræðslulögin voru sett, og mátti því segja að löggjöfin hefði ekki slitið barnsskónum. En hvernig voru laun kennara á þessum árum? — Þau voru ekki há eftir þeim kröfum, sem nú eru gerðar. Launfarkennara voru þá 9 kr. á viku og „allt frítt“, sem svo var kallað. Fyrir þessar 8 vikur fékk eg því grinddar kr. 72.00 í peningum. Veturinn 1918—19 var eg líka í farkennslu og hafði þá lokið kennaraprófi. Þá var kaup far- kennara enn óbreytt, en dýrtíð hafði aukizt mikið. Síðasta hálfan mánuðinn, sem eg kenndi þá, átti eg alllangt leið að fara á kennslu stað. Færi var vont. Eg fór því ríðandi, og hafði hestinn hjá mér yfir kennslutímann. — Þegar upp var gert, greiddi eg kr. 1.75 fyrir hestinn á dag, og var það ekki ósanngjarnt miðað við vei'ð á heyi og fóðurbæti, en sjálfur hafði eg í kaup, eins og fyrr seg- ir, kr. 1.50 á dag. Það var því’ léttur sjóður hjá mér eftir þenn- an síðasta kennslutíma það árið. Annars leið mér vel þennan tíma, og hafði ágætan nemendahóp. Árið eftir voru sett ný launa- lög fyrir kennara, en allmargir kennarar munu á þessum árum hafa horfið frá kennslustörfum og sumir aldrei komið að þeim störfum aftur. 4. Lesturinn og íslenzka þjóðin. Þegar Jón Sigurðsson forseti var að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði íslands og íslenzku þjóðarinnar, var lestrarkunnátta íslendinga þungt lóð á metaskál- nuum. Hann gat sannað að ís- lendingar væru læsir og ættu gagnmerkar bókmenntir. Ennþá er lestrarkunnáttan að- alsmerki þjóðanna, og eftir lestr- arkunnáttu er menning þeirra metin .— Hvernig var þá lestrar- kunnáttan á íslandi 1907, er fræðslulögin voru sett? Og hvernig er lestrarkunnáttan nú? Þessum spurningum er ekki auð- velt að svara, þar sem ekki er grundvöllur að samanburði. — Enn sem fyrr er lestrai'kennslan höfuðverkefni skóla og heimila. Mat á skólum og skólastarfi er af flestum miðað við lesturinn. Góður lestui' merkir góður skóli og góð heimili. Lakleg útkoma í lestri, er tákn um laklegt skóla- starf og hirðulaus heimili. Það væri vissulega ánægjulegt, ekki sízt fyrir þá, sem öll sín beztu ár hafa unnið við lestrar- kennslu og bóklega fræðslu ung- menna, í samræmi við fyrirmæli fræðslulaganna, ef hægt væri að sanna með órækum tölum og rökum, að framför hafi orðið á lestrarkunnáttu ungmenna og bó.klegum fræðum á liðnum ald- arhelmingi, en sönnunargögnin liggja ekki á lausu, vegna þess að ekki er nein örugg undirstaða undir samanburð. — Frá árinu 1907 eru engar skýrslur um kunnáttu barna í lestri, eða öðr- um greinum, sem ná yfir allt landið, nema fermingarskýrslur presta. í fermingarskýrslum gáfu prestar einkunnir í lestri, skrift, reikningi og bóklegum fræðum, aðallega fyrir kunnáttu í kristn- um fræðum, hvernig þau kunnu bænir, vers og sálma. Einkunnir gáfu prestar með orðunum ágæt- lega, dável, vel og laklega. Eg hef litið yfir einkunnir á fermnigarskýrslum fyrir allt landið, frá árinu 1907, og sérstak- lega athugað einkunnir í lestri. — Þar á meðal voru skýrslur úr sóknum séra Árna Þórarinssonar um 16 börn, sem fermdust í sókn um hans þetta vor, en í þeim hópi var eg. — Átta af þessum börnum þekkti eg vel, og eg man hvernig þau lásu ,en hin þekkti eg af afspurn. — Af þessum 16 börnum eru 6 með ágætlega í einkunn í lestri, 5 með vel + og vel. Enginn hafði fengið eink- unnina laklega. Eftir þekkingu minni á þessum fermingarbörnum, virðast mér einkunnir prestsins mjög í sam- ræmi við mat á lestri nú átímum. Vel, dável og ágætlega merkir þá 5—10 í einkunn og virðist þetta vera sæmilegur lestur hjá þess- um 16 börnum. — Þegar eg las yfir aðrar sams oknar skýrslur víðs vegar af landinu, kom sama íljós. Þó virtust einkunnir dálít- ið misjafnar eftir héruðum. Eink- um fannst mér bera á því, að lakari einkunnir væru sums staðar í fjölmennum, nýjum, ört vaxandi kauptúnum, en í sveit- unum. Þetta var þó ekki reynslan í Reykjavík. Þar virtust mér einkunnir í lestri jafnar og góðar, enda höfðu þar verið starfandi skólar u malllangt skeið. Um samanburð á einkunnum í öðrum greinum, miðað við ferm- ingarskýrslur vorið 1907, er ekki að ræða, því að þar var æfing og kunnátta mjög lítil, og miklu minni en nú á tímum. Þessar hugleiðingar mínar um lestrarkunnáttu barna fyrir hálfri öld á íslandi, sanna lítið, hvort um framför er að ræða við skólaskyldu og aukna skóla- göngu. Mér er það líka vel ljóst, s.ð erfitt er að sanna slítk. — En þar sem lesturnn er höfuðundir- staða allra mennta, þá rverðu ætíð starf barnaskólanna metið eftir árangri af lestrarkennslunni. En þótt eg geti ekkki sannað að framför hafi orðið með lestrar- kunnáttu á liðnum áratugum, vil eg þó taka undir ályktun fræðslu stjóra Reykjavíkur, Jónasar B. Jónssonar, þar sem hann telur, að lesturinn sé í framför og hafi líklega aldrei verið betri eða al- mennari en þessi síðustu ár, enda er lögð á það megináherzla, enn sem fyrr, að börnin nái snemma leikni í lesti'i, því að lesturinn er menningarstimpill þjóðanna. 5. Gildi skólanna. Eg sagði áðan að það væri ánægjulegt fyrir kennarastéttina og alla, sem trú hafa á skóla- starfi, ef hægt væri með prófum og talnamati að sanna ágæti skólanna og mæla framför með áratuga millibili. En þótt þetta tækist, og próf og mælingar sönnuðu framfarir, væri þó ekki fundinn allur sannleikurinn um gildi skólastarfs. Sannleikui'inn e rsá, að það er ekki hægt að mæla allt í tölum og stigum. Það eru hin duldu vei'ðmæti í stai'f- semi skólanna, sem bjai'tsýnir skólamenn hljóta að setja traust sitt á. Og það eru einmitt hin duldu vei'ðmæti skólastai'fsins, sem oft verður bezta veganesti nemandans, þegar max-gt af þeim fi-æðum ,er skólinn kenndi, eru fallin í gleymsku. Menntunax-stigi þjóða getur heldur ekki stöðugt farið fi-am. Meðfæddar gáfur vaxa ekki við skólaskyldu og skólagöngu, og út af menntuðu fólki koma ekki gáfaði'i einstaklingar, en efni standa til. Menntunin erfist heldur ekki eins og fjármunir. Hver einstakl- ingðr vei-ður að stríða við sama námDefni, sömu erfiðleikana kyn- slóð eftir kynslóð. Það er lögmál, sem enginn getur skotið sér und- an. í umi-æðum manna á milli er margt sagt um starf skólanna, skólaskylduna og fjáraustur í sambandi við skólamálin. Eg ætla ekki að rökræða hér þær ádeilur. — Vitanlega eiga þessar ádeilur einhvern rétt á sér, og enginn skóli, hversu ágætur sem hann er ,nær þeirri hugsjón, sem orðið skóli á í vitund okkar. En þrátt fyrir mistök og mis- munandi árangur í , skólastarfi hafa menningarþjóðir heimsins enn þá bjargföstu trú á skóla- skyldu og skólastarfi, að leitast er við að fjölga skólum og auka áhrif þeirra. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að leiðbeina, og styðja fjárhagslega jær þjóðir, sem skemmra eru kimnar í skólastarfi en íslend- ingar, til að setja sér sams konar löggjöf og hér gildir um skóla- göngu og gilt hefur um hálfrar aldar skeið. Nútíma þjóðfélag verður að byggja á bóklæsu fólki. Skólar verða ekki niður lagðir fyrir börn og ungmenni og skóla- skylda ekki heldur. Það eina, sem við getum gert er að bæta skólana. Nútíminn er líka á réfetri leið með sumt, þótt margt gangi andsælis. — Ein bjartasta stjarn- an á framtíðarhimni skólamál- anna, er aukið mat persónuleik- ans. Barnaskólarnir þurfa að færast í það horf, að störf verði eðlilegur hluti úr daglegu lífi barnsins, en ekkifræðsluþvingun. Sá er mestur listamaður í kennslu, sem kann þá list í skóla starfinu, að fræða fjöldann, en láta þó persónuleika hvers nem- anda njóta sín. Hver einstakling- ur á sinn rétt og sína sérstöku hæfileika, sem þarf að æfa en ekki umbreyta. Og hvert ung- menni er dásamleg lífvera, sem höfundur lífsins hefur ætlað sitt hlutverk í lífinu. Starf skólans og kennarans á að hjálpa nemandanum til að valda því hlutverki, sem honum er áskapað, en ekki það að skapa nýja persónu. Guð og góðir menn styðji skól- ana. — Þeim er vandi á höndum. Siglingaþjóðir eiga í erfiðleikum Miklir erfiðleikar bíða nú þeirra þjóða, sem flest eiga kaup- skipin og miklar tekjur hafa haft af því að flytja vörur fyrir aðrar þjóðir. Ný og stór skip bætast við daglega, framboðið eykst en eft- irspurnin ekki. Fjölmörg skip sigla enn samkvæmt samningum, sem ekki eru útrunnir ennþá, en þegar gömlu samningarnir eru útrunnir, munu erfiðleikarnir fyrst steðja að, svo að um munar. í Danmörku er þegar búið að leggja við festar 20 skipum, 60 þús. smál. að stærð, en í Bret- landi er búið að taka úr umferð 71 skip um 278 þús. brúttólestir. Norðmenn hafa líka lagt mörgum skipum, einkum olíuskipum. Vegna hins mikla framboðs á skiprúmi eru farmgjöld á heims- markaði nú mjög lág. Jólapotturinn. Vegfarendur í bænum taka eftir því, að nú er jólapottur Hjálpræðishersins kominn á götuhornið við Kaup- vangstorg. — Þeir aurar, sem í pottinn fara, munu verða notaðir til þess að gleðja gamla fólkið. — Hjálpræðisherinn vinnur fagurt starf. Gleðjum gamalmennin og látum sjóða í jólapottinum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.