Dagur - 21.12.1957, Síða 9
Laugardaginn 21. desember 1957
D A G U R
9
Eftir ár og dag
eftir frönsku skáldkonuna
FRANCOISE SAGAN.
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Akureyri.
Þessi saga hinnar frægu en
kornungu skáldkonu var ofarlega
á blaði í fréttum heimsblaðanna,
þegar hún kom út í haust. Og til
dæmis um áhuga manna fyrir
bókinni seldust 200 þúsund ein-
tök af henni upp á 8 dögum.
Eftir ár og dag er þriðja bók
höf. Hinar eru: Sumarást
og Eins konar bros. Fyrri bæk-
urnar færðu höfundinum heims-
frægð og eru frábærlega vel
gerðar skáldsögur. Þær komu
báðar út hjá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri og seld-
ust óhemjumikið. Þýðingu allra
bókanna gerði Guðni Guðmunds-
son.
Eftir ár og dag fjallar um sam-
skipti nokkurra Parísarbúa, sem
lifa og hrærast í heimi bók-
mennta og lista. Og ekki gleymir
hún ástinni. Oll er frásögnin
gædd töfrum hinnar einstöku
frásagnarlistar. — E. D.
Leitarflugið
ÁRMANN KR. EINARSSON.
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Akureyri.
Leitarflugið er fimmta bókin í
'þessum vinsæla bókaflokki um
Arna flugmann, sem allir ungl-
ingar hrífast af og hlotið hefur
einróma lof gagni'ýnenda.
í þessari bók segir frá eltinga-
leik Árna við Gvend gullhatt og
félaga hans. Verður hörð og æv-
intýraleg rimma í helli einum og
kemur sér þá vel að vera snar-
ráður og sæmilega hugrakkur.
Ennfremur fer hann í kindaleit á
flugvél sinni.
Bækur Ármanns hafa, auk vin-
sælda sinna hér á landi, vakið
eftirtekt utan landsteinanna, því
að ein af þessum bókum er kom-
in út í Noregi og líklegt að fleiri
verði þýddar áður en langt um
líður.
Unglingar eru sólgnir í þessar
bækur og þær eru hollur lestur
og kærkomin jólagjöf. — E. D.
MERKILEG BÓK UM ANDLEG
MAL.
Efnið og andinn
eftir
SÉRA SVEIN VÍKING.
Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík.
Það er ekki margt af bókum
um andleg mál í búðargluggum
um þessi jól. Nútíma höfundar
lýsa fremur ytri atburðum en
andlegum sýnum.
Þó eru hér undantekningar. —
Bókaútgáfan Fróði hefur sent frá
sér merkisrit um andleg mál. í
fyrra kom út bókin Meðan þín
náð eftir séra Sigurbjörn Einars-
son, sem er kunnur predikari og
rithöfundur. Og nú í ár er komin
út bókina Efnið og andinn eftir
séra Svein Víking, einn af snjöll-
ustu kennimönnum þjóðarinnar.
Eg opnaði þessa bók með nokk-
urri eftirvæntingu og varð ekki
fyrir vonbrigðum. Höfundur
hennar lýsir þar lífsskoðunum
sínum í snjöllu, meitluðu máli og
er rökvís og heilbrigður í skoð-
unum. Bókinni er skipt í 26 kafla
og gefur hún svör við mörgu,
sem allir hugsandi menn velta
fyrir sér um mannlífið, upphaf
þess, markmið og endalok.
Hér eru nokkrar setningar úr
forspjalli bókarinnar:
„. . .. Lífsskoðun mannsins leit-
ar jafnan og finnur fótfestu og
stuðning í reynsluþekkingunni,
en hún hlýtur þó að leita út fyr-
ir hana að takmarki tilverunnar
og frumorsök. Þar kemur trúin
til greina, heimspekin, svo og al-
menn sálarfræði. Vér getum
stuðzt við raunvísindin, og þurf-
um að gjöra það, er vér reynum
að mynda oss samfellda lífsskoð-
u,n en vér getum ekki byggt
hana á þeim einum.... Enn er
trúin sá bjartasti kyndill, sem
lýsir oss út yfir hin miklu djúp,
sem þekkingin enn hefur ekki
náð að kanna.“
Þetta eru þau grundvallar-
atriði, sem höfundurinn gengur
út frá. Það væri freistandi að
vitna víðar í þessa spaklegu bók.
Eg læt þó nægja að taka hér upp
lítinn kafla um bænina.
„I bæninni leitum vér samfé-
lags við Guð og opnum sálir vor-
ar fyrir innstreymi æðri máttar.
f bæninni berum vér fram óskir
vorar og þrár, áhyggjur og sorg,
í lotningu og auðmýkt, fyrir lífs-
ins herra.
Bænin hefur oftlega verið
nefnd andardráttur trúarinnar.
Svo mikið er talið gildi hennar
og þýðing fyrir trúarlífið. Með
iðkun bænarinnar kemst maður
í dulrænt samband við æðri
öfl og við Guð, og öðlast huggun
og frið í sál.“
Þetta er enginn ritdómur. Það
er lausleg umgetning, þar sem
skýrt er frá, að bókin Efnið og
andinn er falin einhvers staðar
innan um allar þýddu skáldsög-
urnar í bókabúðunum. Það er
bók um kristna lífsskoðun eftir
einn af snjöllustu kennimönnum
þjóðarinnar.
Eiríkur Sigurðsson.
Bækur Æskunnar
í 58 ár hefur barnablaðið Æsk-
an ferðast um landið til að fræða
og gleðja íslenzk börn. En jafn-
framt hefur Æskan gefið út
fjölda barnabóka. Og enn sendir
hún frá sér sex barnabækur. Af-
greiðslumaður Æskunnar, Jó-
hann Ogm. Oddsson, annast út-
gáfu af sinni alkunnu alúð og
smekkvísi.
Það, sem einkennir bækur
Æskunnar, er góður frágangur og
vandað efni. Eru þrjár bækurn-
ar eftir íslenzka höfunda og eru
það Geira glókollur eftir Mar-
gréti Jónsdóttur, Steini í Ásdal
eftir Jón Björnsson og Ennþá
gcrast ævintýr eftir Óskar Aðal-
stein. Þýddu bækurnar eru
Dagur frækni og Sumargestir,
báðar þýddar af Sigurði Gunn-
arssyni, skólastjóra, en eftir
þekkta, norska höfunda. Þá eru
Kisubörnin kátu í þýðingu Guð-
jóns Guðjónssonar handa yngstu
lesendunum. Allt eru þetta vand-
aðar bækur, bæði handa drengj-
um og stúlkum. Margir drengir
munu una um þessi jól við að
lesa Steina í Ásdal eða Dag
frækna. Og mörg stúlkan mun
gleyma sér við að lesa Geiru gló-
koll og Sumargesti. Og mér
finnst eg heyra hlátur litlu barn-
anna meðan þau eru að skoða
myndirnar og stafa sig fram úr
Kisubörnunum kátu og Ennþá
gerast ævintýr.
Bækur Æskunnar munu nú
sem fyrr njóta vinsælda um land
allt.
Eiríkur Sigurðsson.
Sleipnir
eflir Einar E. Sœmundsen.
Norðri gaf út.
Sleipnir er saga um afburðahest
og nokkra nienn. Bókin er sérstæð í
íslenzkum bókmenntum, skrifuð af
næmurn skilningi þess manns, sem
sjálfur var mikill hestamaður.
Jón l'.yjjorsson bjó bókina undir
prentun og skrifar formála. Þar
segir hann:
„Þessi bók verður hvorki skiliti
réttilega né metin án Jtess að gera
sér Jtegar í upphafi ljóst, að reið-
hestur er ekki skepna, heldur skyni
gædd vera, sem hugsar á sína vísu,
elskar, Jjjáist og liatar, umbunar,
umber og liefnir. Sannur hestamað-
ur veit Jtetta og skilur. Hann virð-
ir hestinn sinn og Jtykir vænt urn
hann sem vin og fclaga, en fer
hvorki með hann seni vél eða
vinnudýr."
Þessi formálsorð eiga vel við sög-
una um Sleipni. Sleipnir var fyrsti
sonur móður sinnar, og Jregar hann
fæddist, var hátíð í huga fátæka
bóndans. Hér hafði hann eignazt
reiðliestsefni, sem skyldi halda virð-
ingu ltans á loít meðal sveitung-
anna, og hér var loksins það hest-
efni, sem verðugt var sönnum hcsta-
manni. Og Sleipnir óx og dafnaði.
Hann fékk ætíð nóg, þótt stundum
væri þröngt í búi. Folaldið, tryppið
og unghesturinn var stolt bóndans
og gleði. Hann \ arð afburða fríður
og Jiróttmikill. Svo kom að Jiví, að
Guðmundur bóndi fór á bak
Sleipni í fyrsta sinn — og í annað
sinn, og vonirnar rættust. Brátt bar
Jjessi ungi liestur langt af öllum
hestum sveitarinnar að flýti, fegurð
og viti.
En J)á kom Bakkus til sögunnar
og kaldrifjaðir embættismenn.
Læknirinn og kaupmaðurinn
komu í lieimsókn með gnægð vín-
fanga. Morguninn eftir vaknaði
bóndi illa til reika. Peningaseðlar
lágu á borðinu, en Sleipnir var
horlinn. Konau og þörnin grétu af
sökuuði og blygðun. Hin andlegu
sár bóndans greru ekki.
En ])að er af Sleipni að segja, að
hann J)ýddist ekki hinn nýja hús-
bónda sinn og varð ofsafenginn í
skapi, svo að ekkert réðist við hann,
og heimþráin kvaldi hann.
Hann gekk síðan kaupum og söl-
um, átti oft illa daga og varð kald-
lyndur og klækjóttur, svo að orð
var á gert.
En þá verða aftur þáttaskil í
sögunni. Sleipnir kemst í eigu góðs
drengs og hestamanns, Þorsteins
þegjandi, sem í mörgu svipar til
fyrsta eiganda söguhetjunnar, að
])ví fráskildu, að vínið freistaði
hans ekki. Með honum og Sleipni
tekst hin bezta vinátta, og Sleipnir
verður á ný liiun mikli gæðingur,
geðríkur, fjörhár, gangfimur, allra
hesta mestur og tígulegastur, af-
burða fljótur, eftirlátur og auð-
sveipur húsbónda sínum, en einsk-
is annars meðfæri. Lýsingin á sam-
skiptum þeirra Sleipnis og Þor-
steins er frábærlega vel siigð og
sýnir, hvernig maður og liestur
njóta samvista, svo að báðir vaxa
af.
Sleipnir, saga Einars Sæmundsen,
er viðburðarík, sérstæð og spenn-
andi. En hún er miklu meira. Hún
minir íslendinga á, að ])eir eiga
hundruð og þúsundir gæðingsefna,
sem bíða umhyggju Þorsteins liins
fámálga, svo að liæfileikar J)eirra
komi í ljós.
Fjöldi manna, bæði karlar og
konur, getur veitt sér unaðsstundir
á liestbaki og við uppeldi góðhesta
og auðgað með því líf sitt.
Sleipnir minnir á þetta, svo að
ckki gleymist. E. D.
Hjörtur Gislason:
Vökurím
Akureyri. Prentverk Odds
Björnssonar h.f., 1957.
Þetta er fyrsta kvæðabók liöfund-
arins, en áður hefur komið út eftir
hann barnabók. Nær 50 kvæða er
í bókinni, og fer fjarri því, að illa
sé af stað farið, en dálítið eru J)au
misjöfn að gæðum, en mörg góð.
Venjulega er mjög skýr hugsun
í kvæðum Hjartar, sjaldnast hálf-
dulin meining, og kann sumum að
])ykja ])að galli. En höfundurinn
er hreinn og beinn og blátt áfram,
og dregur oftlega upp mjiig skýrar
myndir í fáum orðum. Hann hefur
venjulega fvrir augum ákveðið
mark, sem hann miðar til og liæfir
oft vel.
Fyrsta kvæðið cr samnefnt bók-
inni. Það er prýðisskýr frásögn af
lífi og starfi fólksins á vetrarvöku
í ísenzkum sveitabæ, eins og þetta
vökulíf var íyrir og eftir síðustu
aldamót. Man ég ekki eítir að hafa
áður séð í bundnu máli eins góða
og nákvæma skyndilýsingu af kvöid-
vökulífinu og ])essa, sem höf. meitl-
ar svo vel í nefndu kvæði. Hér er
brugðið upp sannsögulli mynd af
liinum mikla menningarfrömuði ís-
lenzkrar alþýðu — kvöldvökunni.
Ef menn líta svo á, að þjóðinni
sé hollt og skylt að vera á verði um
það, að ekki slitni að fullu tengslin
við fortíðina, þá má meðal annars
ekki gleymast sá þáttur, sem kvöld-
vakan hefur átt í fræða- og menn-
ingarviðleitni íslenzkrar alþýðu á
liðnum öldunt. Og við lestur á
kvæðinu „Vökurím" kemur manni
í liug að það ætti að setja það og
önnur áþekk kvæði um forna þjóð-
hætti, ef til eru, í námsbækur skóla-
.barna, og láta þau læra utanað. Við
'nám þess konar• kvgsða með viðeig-
andi skýringum, niundu bömin eigi
síður fá glögga og minnisstæða
líísmynd frá fortíðinni en við skoð-
un minja- og byggðasafna, sem nú
er mjög í tízku og góðra gjalda verð.
En hvað sem þessu líður nú, er
áminnzt kvæði gott og hefur í rauii-
inni menningarsögulegt gildi.
„Róður" er líka ágæt lýsing af
afa höfundarins og samvinnu þeirra
lrænda á fiskimiðum. Þar er í fáum
orðunt miklu efni saman þjappað,
enda er það víðast hvar einkenn-
andi fyrir höfundinn, hve gagnorð-
ur hann er. í „Söngva-Borgu" er
skýrt frá reimleikum, sem íerðafé-
lagar tveir, maður og hestur, verða
varir við. Viðbrögðum hestsins er
vel lýst í þessari vísu:
„Stirðnar Roði, stöðvast reiðin,
starir fákur, linusar átt,
hlustum nemur söngvaseiðinn,
sýpur hregg og frísar hátt.
Augun skima, eyrun kvika,
ákaft jaxlar bryðja mél.
Beizlisfroða beggja vika
bræðir frerans köldu skel.“
En þótt lýsing ytri fyrirbæra virð-
ist hin sterka hlið skáldsins, dvelur
það ekki altalf við það viðfangs-
efni. Meðal kvæða þess eru allmörg
kenndarljóð og önnur ýmislegs efn-
is. „Lilja" er fallegt og innilegt
þakkarljóð og af svipuðum toga
spunnið er „Hulda", „Minuing"
o. 11. „Munaðarleysingi" er vel gert
kvæði en ekki laust við napurleika.
Svipað er að segja um „Júdas";
endahnúturinn á því kvæði er nokk-
uð kuldalegur en smellinn og kem-
ur alveg óvænt; svo er og um „Heit-
rof": Þar er skemmtilega leikið á
lesandaiin, þangað til síðasta orðið
kemur, eins og skollinn úr sauðar-
leggnum. „Stökur" nefnast sextán
lausavísur um ýmis efni. Ekki kveð-
ur mikið að sumum þeirra, en inn-
an um eru góðar stökur.
Ekki skal öðru trúað, en mörgum
Eyíirðingi þyki vænt um vísurnar
„Við Eyjafjörð", þessa hlýju og fal-
legu lolgerð um sveitina þeirra:
„Fagurvaxinn gróður glampar,
glitrar dögg á blómahvarmi,
tíbrá móti himni hampar
Hrísey litlu á bláum armi.
Hvílir jörð i blómabaði,
blundai drótt í koti og höllum
allt frá Kaldbaks konungs-Iilaði
að Kristnesi og Möðruvöllum.
Eyjafjörður er og verður
ævintýrið gulli skyggða,
enda bezt af guði gerður
gimsteinn allra landsins byggða."
Jakob Kristinsson.
Amerískar kirkju-
auglýsingar
Prestar og kennarar í Baag
Herred á Fjóni héldu fund um
daginn og ræddu m. a. um aug-
lýsingar í kirkjum. Komu fram
ýmsar skoðanir, en á eitt urðu þó
allir sáttir — að haga slíkum
auglýsingum ekki á ameríska
vísu.
Nymann Andersen yfirkennari
kvaðst hafa séð mjög undarlegar
kirkjuauglýsingar vestanhafs. Á
undan messu í einni kirkjunni
kvaðst hann hafa séð prestinn
hlaupa með boxhanzka inn á
eins konar hnefaleikapall, og hafi
hann þar tekið að berjast við
djöfulinn, gefið honum glóðar-
augu og slegið hann niður í 2.
lotu.
Að þessu loknu hófst messan.
(Politiken.)
Frá Álasundi
Stærsta blað Álasunds í Nor-
egi, Sunnmörsposten ,varð 75 ára
í vetur. í tilefni af því kom út
hátíðablaðs, mjög vandað. — Til
gamans má geta þess að upplag
þessa hátíðabl. vigtaði 7V2 tonn.
Miðað við að rakið væri niður af
pappírsrúllunum, sem fóru í
þetta eina blað, myndi pappírinn,
sem er 76 sm. breiður, ná 180000
metra vegalengd, eða til dæmis
frá Akureyri og austur í Möðru-
dal.
í blaði þessu er viðtal við Helga
Valtýsson rithöfund á Akureyri.
En hann var um aldamótin
starfsmaður blaðsins og gat sér
mjög gott orð.
Álasund er vinabær Akureyr-
ar.