Dagur - 04.06.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 04.06.1958, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 4. júní 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sírni 1166 Argangurint kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hlutverk verkalýðslireyfingarinnar Hér fara á eftir niðurlagsorð Hermanns Jónas- sonar í ræðlt þeirri er hann flutti sl. mánudag: „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt á stóreigna- skatt, þótt það hafi áður verið gert fyrir fáum ár- um, til þess að jafna metin og bæta hag almenn- ings. Álagning verzlunarinnar er ákveðin svo lág, að hvergi mun í nálægum löndum lægri, og jafn- vel kaupfélög verkamanna kvarta. Hvar á að taka meira til að skipta? Eitt benda menn á: Of mikla eyðslu hins opinbera. Þetta er vissulega í athug- un. Það er erfitt að kippa til baka greiðslum, sem eru á komnar, og margir, sem telja sig fylgjandi sparnaði, eru þá stundum tregari til samþykkis en ætla mætti. Það, sem mögulegt er að spara án stórfelldra lagabreytinga, er svo hverfandi upp- hæð, að tiltölulega lítil áhrif hefur. En það er til fyrirmyndar sem fordæmi og mun verða unnið að þessu eftir megni. En þegar þessar upphæðir verða ekki lengur til ásteytingar og fulltrúum stéttasamtakanna sýnt og sannað, að framleiðslan getur ekki látið meira í té, þá er enginn ávinningsmöguleiki eftir nema einn, og hann er sá, að auka framleiðsluna og bæta rekstur hennar, svo að gefi meira af sér til skipta. Og það stendur sannarlega ekki á núver- andi ríkisstjórn. Það er einmitt stefna hennar að vinna að því með stéttarsamtökunum eftir ýtrustu getu þjóðarinnar, ásamt réttlátri skiptingu hinna auknu þjóðartekna. Eg geri mér fyllilega ljóst, að þetta verk, traust samvinna ríkisstjórnarinnar og stéttarsamtak- anna, sem nú ríður mest á að t.akist, er ekki auð- velt né fljótunnið verk. Það er mikið átak fyrir sterka verkalýðshreyf- ingu að flytja valdið frá verkfallsbaráttu með óskhyggju inn á Alþingi, þar sem taka þarf ákvarðanir í samræmi við staðreyndir. Þegar full- trúum, sem taka þátt í nefndum fyrir verkalýðs- hreyfinguna, hefur verið sýnt og sannað, hvernig ástatt er, þarf sterka ábyrgðartilfinningu og kann- ske nokkra sjálfsafneitun, kannske að stofna sér í þá hættu, að þeim verði ekki falin trúnaðarstörf áfram, til þess að fara til síns félags og segja: Eg hef fengið að kynna mér allt ástandið. Það hafa verið famar þær leiðir, sem hagstæðastar eru fyr- ir verkalýðssamtökin. Það er hvorki réttmætt né í samræmi við hagsmuni okkar að gera frekari kröfur, — og bæta svo við: Þetta er vegna þess, að þegar framleiðslan getur ekki greitt meira, eins og nú er, veldur hækkuð vísitala með hærr'a kaupgjaldi því cinu, að nýjar álögur verður að leggja á, til þess að framleiðslan stöðvist ekki. Afleiðingin er sú ein, að verðbólgin verður óvið- ráðanleg, sjálfum okkur og öllum til tjóns. Það er raunverulega þetta hlutverk, sem full- trúar verkalýðshreyfingarinnar taka að sér, þegar hún óskar að flytja vald sitt inn í þingið. Það er ólíkt auðveldara að vera laus við valdið og þá ábyrgð, sem því verður að fylgja, tala í anda stjórnarandstöðunnar og segja í anda hennar: Við viljum fá fleiri krónur, og við skulum fá þær, hvað sem öðru líður. Það er rangt að fara ekki hvaða leið sem farin er. Það hlýtur að vera meira til að skipta, það hlýtur að mega fara aðrar leiðir — og þar fram eftir götunum, þótt það stangist við staðreyndir. Þannig er hægt að tala, kannske á vissan hátt með árangri, en þannig er ekki hægt að stjórna þjóðfélaginu. Þetta þýðir að af- sala sér þátttöku í stjórn landsins og fá hana öðrum í hendur. Fulltrúar verkalýðsfélaganna hafa verið látnir fylgjast með rannsókn á efnahagskerfinu og framleiðslunni, eins og eg áður sagði, auk þess sem yfirlitsræður fjármálaráðherra síðan ríkis- stjórnin tók við hafa verið mjög greinagóð úttektargerð um ástandið. — Eg hef nú fengið hæf ustu menn til þess að semja ýt- arlegar skýrslur til birtingar samkvæmt niðurstöðum rann- sókna síðustu ára, til þess að öll- um þeim landsmönnum, sem vilja, verði gefinn kostur á að kynna sér þær til hlítar. Eina Gagnfræðaskóla Nemendur voru 388 Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið sl. laugardag, 31. f. m. Jó- hann Frímann, skólastjóri, flutti stutta skýrslu um skólastarfið á liðnum vetri. Skólinn starfaði í 15 bekkjardeildum með alls 388 nemendum. Unglingaprófi luku 98 nemendur, landsprófi mið- skóla 21 nemandi og gagnfræða- prófi 48 nemendur. Hinir nýju gagnfræðingar komu sl. föstu- dagskvöld heim úr ferðalagi til Reykjavíkur og Suðvesturlands- ins, en nemendur, er landsprófi luku, fóru í sams konar ferð sl. sunnudagsmorgun. Að lokinni skýrslu skólastjóra kvaddi sér hljóðs f. h. fimm ára gagnfræðinga frá skólanum Gunnar Berg Gunnarsson, prent- ari, og færði skólanum að gjöf talsverða fjárhæð frá þeim bekkjarfélögunum. Upphæð þessi á að vera stofnfé Minningarsjóðs Sveins Eiríkssonar, flugmanns, en hann var einn í gagnfræða- hópnum 1953. Gunnar las upp stofnskrá sjóðsins, sem á að verja til eflingar félagslífi í skólanum. Jafnframt afhentiGunnar listavel bundna bók, sem skrá skal í gjafir og framlög til sjóðsins. — Skólastjóri þakkaði þessa góðu og fögru gjöf og minntist með fá- einum orðum Sveins heitins Ei- ríkssonar, sem í fjögur ár var einn af beztu skólaþegnum Gagnfræðaskólans og hvers manns hugljúfi, en lézt af slys- förum í blóma æsku sinnar. — Vottuðu allir viðstaddir minn- ingu þessa góða drengs virðingu sína og aðstandendum hans sam- úð með því að rísa úr sætum. Að því búnu afhenti skólastjóri brautskráðum gagnfræðingum skírteini þeirra. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Hugrún Einarsdóttir, I. eink., 8,54. Þá af- henti skólastjóri nokkur bóka- verðlaun. Þau hlutu Valmundur Sverrisson og Elvar Þór Valde- marsson, báðir úr IV. bekk, fyrir vel unnin trúnaðarstörf í þágu skólans, Guðný Hallfreðsdóttir, úr IV. bekk, og Konráð Oddgeir Jóhannsson, úr II. bekk, fyrir ís- lenzkar ritg., Arnfríður Ragn- arsdóttir, úr II. bekk, fyrir fram- úrskarandi hannyrðir, og þær leiðin til viðreisnar er sú, að sem allra flestir ta'ki þátt í því starfi af góðvilja, skilningi og þekk- ingu. Með flutningi þessarar útvarps- ræðu frá Alþingi hef eg skýrt ykkur, góðir íslendingar, frá því, svo rétt og greinilega sem eg get, hvernig viðhorfið er og undir hverju það er komið, hvort og hvernig fram úr vandanum ræt- ist. Mikilsverðum áfanga hefur verið náð í efnaliagsmálunum. Grundvöllurinn hefur nú verið lagður til að byggja á. Það er komið undir manndómi þeirra, sem að þessum málum standa og skilningi þjóðarinnar — að takast megi að ná markinu — treysta og fullkomna verkið." Akureyrar slitið í 15 bekkjardeildum Þórunn Olafsdóttir, úr II. bekk, og Ragnheiður Gestsdóttir, úr III. bekk, fyrir námsafrek og ljúfa framkomu. Þórunn hlaut hæstu einkunn í skóla að þessu sinni, I. ágætiseinkunn, 9,14, en einkunn Ragnheiðar, sem þreytti landspróf, hefur enn eigi verið staðfest, þar sem fullnaðaraf- greiðslu landsprófsúrlausna er ekki lokið. Að lokum flutti Jóhann Frí- mann, skólastjóri, brautskráðum gagnfræðingum ágætt ávarp, hvatningar- og árnaðarorð á skilnaðarstund. Síðan sagði hann skólanum slitið. Áskell Jónsson, söngkennari, stýrði söng við athöfnina, sem var bæði fögur og virðuleg. PELÍKAN kalkipappír RITVÉLARÖND Járn- og glervörudeild, Málningarúlíur 25 cm. og 18 cm. Enn fremur hylki til geymslu á rúllunum Járn- og glervörudeild NÝKOMIÐ! 1 líter Sprittlampar Vz líter Járn- og gtervörudeild Sú kenmr tíð Kjarnaskógur verður í framtíðinni hressingar- og hvíldarstaður Akureyringa, eins og Vaglaskógur og sumir skógarlundir héraðsins eru nú. Þar, á hinu forna höfuðbóli og sýjslumannssetri Eyja- fjarðar mun, er fram líða stundir, rísa stærri og fegurri skógur en sá er, sem nú prýðir Fnjóskadal. Kjarnaskógur verður verðmesta ræktunarland Ak- ureyrar, því að þar vex upp nytjaskógur. Þar munu mörg börn þessa bæjar eiga eftir að líta upp í krónur trjáa, sem þau krjúpa við að gróðursetja í vor. Niður Brunnár mun síðar blandast þyt skógar- ins, sem nú hefur verið gróðursettur á bökkum hennar og ennþá nær varla úr grasi. Rugl, segir einhver. Sjáið Gróðrarstöðina, brekk- una sunnan við kirkjuna eða trjágróðurinn í næsta garði. Það er sönnun þess, að hér getur vaxið skóg- ur, og enginn óskar þess, að sá trjágróður, sem til er, hverfi. Þvert á móti eru garðarnir augnayndi og stolt bæjarbúa, en hvað verður þá um skóginn? í vor settum við okkur það takmark, að gróður- setja 30.000 plöntur í Kjarnaskóg. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veðurfar hefur verkinu miðað vel fram. Þátttakendur í skógræktarferðunum eru orðnir 293 og gróðursettar hafa verið rösklega 11.000 plöntur. Þetta er nokkuð, en þó of lítið. Betur má, ef duga skal. í héraðinu öllu á að gróðursetja um 80.000 plöntur, og óðum líður á vorið. í bæ eins og Akur- eyri gæti maður búizt við um 3000 mönnum, körl- um, konum og börnum, sem fúslega legðu á sig 2—3 tíma þegnskaparvinnu á vori hverju til þess að klæða landið skógi, og auðga þannig og fegra byggðalagið. Með slíkri þátttöku yrði létt verk að gróðursetja einar 80.000 plöntur. Með forráðamenn bæjarins í broddi fylkingar ætti að vinna þetta verk. Forstjórar og framkvæmdastjórar, sem flest- ir eru stuðningsmenn skógræktarinnar og vinna henni gagn á fundum og í félögum, gerðu henni ómetanlegan greiða með því að leggja stöku sinn- um hönd að verki við sjálfa gróðursetninguna og með því að láta sjá sig í röðum þess fólks, sem að henni vinnur. Þetta hafa sumir þeirra gert, en þátttaka slíkra manna, eins og almenriings, er of lítil. Lesari góður. Margir, sem um þetta hérað fara á fögrum sumardegi, undrast og gleðjast er þeir sjá skógarlundi, eins og t. d. þann, sem blasir við á Hrafnagili eða Grund, og aðra slíka. Hefur þú hug- leitt hvernig héraðið liti nú út, ef þeir hugsjóna- menn, sem gróðursettu í þessa reiti fyrir 30—50 árum, hefðu haft bolmagn til þess að gera þá nokk- ur hundruð sinnum stærri? Sú skógrækt á að vera verk þeirrar kynslóðar sem nú vex upp. Tryggvi Þorsteinsson. Frá Ferðafélagi Aknreyrar Ferðir, rit Ferðafélags Akureyrar, er komið út og er vandað. f ávarpi ritsins segir svo m. a.: „Stjórn FFA vill þó víkja hér að einu máli, sem vonazt er til að komist í framkvæmd á næstunni, en lengi hefur verið á döfinni, bygging sæluhúss í Herðubreiðarlindum. Þó er sú framkvæmd komin undir áhuga og störfum meðlima FFA, svo og ann- arra velunnara félagsins. Án áhugamála og starfs er tilgangslaust að halda uppi félagsstarfsemi. Félagið hefur nú keypt skíðaskála Barnaskóla A'kureyrar við Miðhúsaklappir, og er nú verið að rífa hann. Jón G. Ágústsson, byggingafulltrúi Ak- ureyrar, hefur góðfúslega tekið að sér að gera upp- drátt af fyrirhuguðu sæluhúsi í Lindum og vinnur nú að undirbúningi þess. Síðan verður húsið smíð- að hér á Akureyri, að svo miklu leyti, sem tök verða á, og flutt austur og reist þar. Þetta er áætl- un stjórnarinnar. Hvort hún kemst í framkvæmd á sumri komanda skal ósagt látið. Eftir vegarbætur þær, er gerðar voru í Lindir í fyrrasumar, er nú greiðfært að aka þangað. Sjaldan hefur meiri ferðamannastraumur verið þar um en síðástliðið sumar; það sýnir dagbók skáta í Eyvind- arkofa. Með byggingu sæluhúss í Lindum verður aðstaða fólks, sem ferðast vill um þessar slóðir og til Öskju, stórum bætt. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.