Dagur - 10.09.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 10. sept. 1958 MINNING Jón G. GuSmann Skarði Hann andaðist að Bifröst í Borgarfirði hinn 3. sept. 1958 á sextugasta og öðru aldursári. — Fæddur var hann hinn 14. nóv- ember 1896 að Breiðstöðum í Skagafirði, en sá bær stóð í rót- um Kolgufjalls, móti bænum Heiði í Gönguskörðum, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Helga Jónsdóttir Kaprasíussonar Jóns- sonar, og mun sú ætt komin af Kjalarnesi, og Gísli Þorsteinssn Arnórssonar bónda á Krithóli Arnórssonar bónda að Ásbúðum á Skaga Björnssonar frá Hnjúki í Vatnsdal. Móðir Gísla og amma Guðmanns var Karólína, hennar móðir Filippía' Gísladóttir sagn- fræð. Konráðssonar að Völlum í Skagafirði, en af ætt Gísla Konráðssonar er komið margtvel gefinna manna. Þannig var Indr- :iði Einarssn skáld annar frá Gísla, BrynleifurTobiasson þriðji og Jón Guðmann fjórði ættliður, en formæður þeirra voru þrjár dætur Gísla, þær Eufemía, Jó- fríður og Filippía, og enn má geta þess, að Sverrir bóndi Gíslason að Hvammi Norður- árdal, er af þessum ættboga, því að Gísli faðir hans var bróðir indriða Einarssonar. Árið 1898—1899 flytjast for- eldrar • Guðmanns til Sauðár- króks, en þar gerist Gísli starfs- maður Gránuverzlunar, sem þá var stjórnað af Stefáni Jóns- syni, föður Jóns Steíánssonar listmálara. Jón Guðmann, en svo var hann skírður, var elztur af þremur börnum foreldra sinna, og ólst upp á Sauðárkróki og dvaldist þar til 26 ára aldurs. Á þeini ár- um hófst ekki skólaganga barna fyrr en þau voru 10 ára, en löngu fyrir þann tíma voru börn farin að vinna, að hverju því er þeim var talið fært, og létta þannig undir með foreldrum sínum í harðri lífsbaráttu. Guðmann óx því upp við, og lærði, alla al- genga vinnu, til sjós og lands. En þegar hann hafði lokið barna- skólanámi og 1 eða 2 vetrum í unglingaskóla — en það var öll hans skólaganga — fór hann að fást við verzlunarstörf, einkum skrifstofustörf, og er hann þroskast enn meir, fer hann að stunda sjó og gerðist bátseigandi og formaður, og reyndist öðrum aflasælli, en á veturna stundar iharin skrifstofustörf og letur- gröft, og er eftirsóttur sem slík- ur,'eri á haustin er hann slátur- hússtjóri og matsmaður á kjöt og gærui'. Síðsumars 1922 flyzt hann til Akureyrar og vinnur við verzl- unarstörf, en stuttu síðar stofnar hann til eigin verzlunarrektsurs, og stundar jafnframt leturgröft. Verzlun sína rak hann fyrst í ieiguhúsnæði, en byggði síðar vandað hús í Hafnarstræti og flutti þá verzlunina þangað, og starfaði þar, unz hann seldi hús og vörubirgðir á árinu 1940—41, cn þá var hann byrjaður búskap að Skarði hér ofan við bæinn. Það býli hafði hann keypt um 1935 og var það þá smákot eitt, en eftir rúmlega 20 ára búskap þar er þetta stór og kostamikil jörð með góðri áhöfn og véla- og húsakostur f bezta lagi, má nærri geta að mikið átak hafi þurft til þessa, enda lá hann ekki á liði sínu, og fór ekki ætíð ruddar leiðir, heldur eftir því sem með- fædd hagsýni og skörp greind sagði honum til um að hag- kvæmt mundi reynast, hygg eg að reynsla hans og ýmislegt það er hann framkvæmdi, hafi orðið öðrum til fyrirmyndar, og munu þeir scm til þekkja geta tekið undír það sem eg sagði við hann sextugan 14. nóv. 1958: Sextugur ertu sómi þinni stétt. Sóttir á brattann eygðir veginn rétt. Vísaðir öðrum vandrataða slóð, verk þinna handa eru mörg og góð. Heima á Sáuðárkróki var hann ætíð kallaður Jón Guðmann Gíslason, en eftir að hann fluttist hingað norður tók hann Guð- mannsnafnið sem ættarnafn og skrifaði sig Jón G. Guðmann þar eftir og mun hann eftir 36 ára dvöl hér í bæ vera þekktastur undir því nafni. Jón Guðmann var gæddur skörpum gáfum, viljasterkur og einbeittur, og ákveðinn í fasi og framgöngu, svo að þeim sem lítið þekktu hann mun hafa fundist hann óbilgjarn og ráðríkur. Hin- ir, sem kynntust honum, náið, munu þó geta borið annað, því að undir skelinni sló heitt hjarta og miklar tilfinningar og nutu þess margir, þar á meðal undir- ritaður í rúmlega 40 ára kynn ingu okkar. Hitt er svo aftur rétt að hann var enginn veifiskati, en hélt sínum málstað fast fram hver sem hlut átti að máli, og það málefni var ekki fyrir- svarslaust, sem hann tók að sér, því að þótt hann hefði ekki langa skólagöngu að baki, bætti hann það upp með sjálfsnámi og lestri þeirra bóka, sem hæfðu hverju verkefni, og varð þannig vel menntaðaur t. d. talaði hann Norðurlandamálin og ensku og fleytti sér vel í þýzku og var vel heima í bókmerintum varðandi landbúnað. Hann var í eðli sinu listfengur, ágætis skrifari og let- urgrafari, og á yngri árum ágæt- is teiknari og eru ýmsar myndir hans frá þeim árum eftirtektar- verðar, einnig brá harin fyrir sig liúsateikningum og voru þær til fyrirmyndar um frógang og ná- kvæmni. Til að sýna fjölhæfni Guð- manns má minna á, að hann hafði um ævina starfað við verzlunar- og skrifstofustörf, verkstjórn, útgerð og sjó- mennsku, blaðamennsku og rit- stjórn og landbúnað og ræktun og í engu þessu verið moðalmað- ur, heldur mun meira. Ffá unga aldri starfaði hann að bindindis- málum, bæði á Sauðárkróki og eins hér í bæ, og komst þar í fremstu röð áhrifamanna og nú síðustu árin hefur hann starfað að áhugamálum bænda, sem um leið voru hans áhugamál og að þeim málum var hann að vinna er kallið kom. Þegar jafnmiklir starfsmenn og fjölhæfir sem hann var, falla frá verður skarð fyrir skildi og oftast vandfyllt. Árið 1926 giftist Guðmann eft- irlifandi konu sinni, Guðlaugu ísaksdóttur, mikilhæfri konu sem var honum samhent í lífs- baráttunni. Þau eignuðust 3 börn: Gísla og ísak og síðar Re- bekku Helgu, eru þau öll á lífi uppkomin og gift hér í bæ. Þá hafa þau hjón alið upp að miklu leyti Kristján og Elvar Valdi- marssyni, systursyni frú Guð- laugar. Ollum þessum aðstand- endum votta eg mína innilegustu samúð, og bið þau máttarvöld, sem ráða lífi og dauða, að styðja þau og styrkja í þessari þung- bæru baráttu reynslu, þegar ást- vini þeirra og hinni styrku heim- ilsstoð er svo skjótlega kippt burtu. Um leið vil eg þakka þér, Guðmann, áratuga vináttu og margs konar greiðasemi og sem síðustu kveðju nota orð Jónasar Hallgrímssonar og segja: Flýt þéi', vinur, í fegra heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim Albert Sölvason. Jón G. Guðmann bóndi á Skarði er dáinn. — Skyndileg og óvænt brottför hans úr þessum heimi er þungbært áfall fyrir ástvini hans alla, sem eftir lifa og votta eg þeim öllum innilega samúð mína. En það eru vissulega fleiri en ástvinirnir einir, sem kenna saknaðar við andlátsfregn Jóns Guðmanns. Ferðafélagar hans samstarfsmé'nn og aðrir vimr hans drúpa höfði með söknuði og innilegri hlýju til hans, sem horfinn er úr hópnum yfir til landsins hinum megin. Við Jón Guðmann vorum sam- ferðamenn um langt árabil og á þeim tíma öft náriir sarnstarfs menn í sambandi við ýmis mál er við unnum að í félagi fyrir landbúnaðinn í þessu héraði, en þetta samstarf okkar varð nán- ara og meira eftir því scm árin liðu. — í mörg undanfarin ár höfðum við, að áliðnu sumri tekið okkur eins konar frí og farið saman á aðalfundi Stéttar- sambands bænda, verið þar gestir, fylgzt með þeim málum er þar voru rædd og dvölin hafði jafnan verið okkur til ánægju og hressingar og hið sama var ætl- an okkar að þessu sinni. Þann 2. sept ,sl. lögðum við upp í eina þessa ferð á aðalfund Stéttarsambands bænda að Bif- röst í Boi'garfirði. Eg sótti Jón Guðmann heim að Skarði á til- teknum tíma. Þar kvaddi hann ástvini sína og heimili méð venjulegri og sérstakri hlýju, seig upp í bílinh hjá mér, glað- ur og reifur, ög við renndum úr hlaði í förina, sem reyndist vera hans síðasta í þessu lífi. Daginn eftir, þann 3. sept., kl. rúmlega 2 síðdegis, andaðist hann af hjarta slagi í herbergi sínu í Bifröst t'æplega 62 ára að aldri. Jón Guðmann var fæddur Skagfirðingur og var heimili hans á Sauðárkróki allt frá því að hann var lítill drengur og til fullirðinsára .En um 26 ára ald- urinn fluttist hann til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar til dauðadags. Á unglings- og fullorðinsárum á Sauðárkróki stundaði hann sjómennsku og síðar verzlunarstörf og eftir að hann fluttist til Akureyrai' stofri- setti hann sína eigin verzlun, sem hann rak nokkur ár með góðum árangri. En þótt störf Jóns ^luð- manns á yngri árum hefðu aðal- lega beinzt að sjómennsku og síðar að verzlun, þá mun hugur hans þó hafa ímeigzt meira og meira að landbúnaði og hinni gróandi jörð. Þessu hugðarefni helgaði hann síðan alla starfs- orku sína á meðan hann lifði. Jón Guðmann dáði jafnan feg- urð íslenzkrar náttúru og oft minntist hann fegurðar og tignar hins skagfirzka fjallahrings, er var honum jafnan hugfólginn og kær frá æskuárum. — Og daginn þann 2. september, þegar leið Jóns lá í gegnum Skagafjörðinn, í hinzta sinni, þá var sem fjöll og dalir Skagafjarðar vildu kveðja og heiðra þennan son sinn með því þá að tjalda allri sinni fegurð og mikilleika. Mælifellshnjúkur, Glóðafeykir og Tindastóll stóðu þarna í óvenjulegri birtudýrð, sterkbyggðir og fagrir og teygðu tinda sína upp í himinblámann, sviphreinir og bjartir í sinni óendanlegu varðstöðu. Jón Guðmann var gæddur fjöl- þættum gáfum og þekking hans á þeim störfum, er hann helgaði krafta sína, var óvenju viðtæk. Framar öllu öðru var hugur hans og . hönd bundin moldinni, hinni gróandi og gjöf- ulu móðurjörð, því að þrátt fyrir margþættai' gófur hans og marg- ar leiðir til annarra starfa kaus hann öllu öðru fremur að bóndi, rækta jörðina og gera hana sér undirgefna og njóta ávaxta hennar. Nokkru eftir að hann flutti til Akureyrar keypti hann smábýli í landi Akureyrar og tók að breyta þar óræktarmó- Um og melum í grænar og gró- andi leridur, þar ól hann síðan upp og ótti arðgæfan búpening, sem hann ávallt umgekkst með einstakri nákvæmni, nærgætni og vinsemd til húsdýranna, en allt þetta starf færði honum líka ánægju og góðan arð, og þessi störf hans voru þannig unnin, að þau ui'ðu öðrum bændum til fyr- irmyndar. Starfsdágurinn hjá Jóni Guðmann var oft nokkuð langur. Hann taldi ekki tímann, sem fór til þessara starfa, því að hvert velheppnað dagsverk gaf honum „næturhvíld í arf“. — Og Skarð varð að stórbýli á fáum árum. Jón Guðmann var sérstæður persónuleiki. Honum nægði ekki að vinna að sínum eigin bú- rekstri, hann hafði einnig mikinn áhuga fyrir félagsmálum bænd- anna og þróun landbúnaðarins, og til þessara starfa varði hann oft miklum tíma. Það var fjarri honum að vera aðeins áhorfandi. Hann vildi vera þátttakandi og sterkur liðsmaðUr í fararbroddi, og hann var það vissulega. En slíkir menn sem Jón Guðmann eru jafnan nokkuð umdeildir. Við vorum ekki alltaf sammála varðandi málefni dagsins, en um það var aldrei sakast á hvoruga hlið, þó að deilt væri. En þrátt fyrir það munu þeir, sem stund- um deildu á mannfundum við Jón Guðmann, alltaf minnast hans með innilegri hlýju og einnig sakna hans af heilum hug, og að hann skuli nú vera horfinn af sjónarsviðinu, því að hann var góður drengur. Sá sem þetta ritar er einn í hópi þeirra, sem sakna Jóns Guðmanns sem góðs og tryggs samferðamanns og vinar, en fyrir hið langa samstarf okkar flyt eg honum hér mínar innilegustu þakkir og hugheilar kveðjur og að lokum: Eiginkonu hans, Guð- laugu ísaksdóttir, börnum þeirra og. öðrum ástvinum votta eg innilega samúð mína og bið Guð ð blessa þau og gefa þeim styrk í soi'g þeirra. Jónas Kristjánsson. Frá Skákfélagi Ak. Föstudaginn 29. ágúst efndi Skákfélag Akureyrar til hrað- skákkeppni. Er þetta alger ný- breytni hjá félaginu, því að venjulega falla hér allar skák- íðkanir niðUr á sumrin. Nýjung þessi tókst mjög vel. 90 keppend- endur mætti til leiks, sem er næstum því met-þátttaka. — Ur- slitakeppnin fór fram 2. sept. og sigraði Kristinn Jónsson, hlaut 6V2 vinning af 9 mögulegum. 2.— 3. Júlíus Bogason 6 v. 2—3. Har- aldur Ólafsson 6 v. 4. Jóhann Helgason 5 l,'z v. 5.—6. Albert Sigurðsson 5 v. 5.—6. Margeir Steingrímsson 5 v. Keppt var um ,,Jónsbikarinn“, gefinn af Jóni lngimarssyni. Er bikarinn farandgripur, sem vinnst til eignar ef sami maður vinnui' hann þrisvar í röð eða 5 sinnum alls. Var þetta í þriðja skipti er teflt var um hann, en áður hafa þeir JúlíUs Bogason og Haraldur Ólafsson unnið hann einu sinni hvor. Kvr til sölu j 2 iingar kýr til sölu. Slgurbjörg Þorsteinsdóttir, Eyrarlandsholti, sími 2159.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.