Dagur - 27.09.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 27.09.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 27. september 1958 DAGUR 5 Landbúnaðarsýningin á Selfossi Hugleiðingar á heimleið Geiið bókar Vordraumur og vetrarkvíði, kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson Hver kynslóð á örðugt með að færa fullai' sönnur á hvað það sé, sem sagan kann að geyma af at- höfnum hennar. Svo er það og með landbúnaðarsýninguna á Selfossi, að óvíst er í dag, hversu hún verður metin á söguspjöld- um. En hverfi hún þaðan með öllu, mun fleiru hætt, enda óvíst hvort við höfum efni á að gleyma henni að fullu. Hitt er trúlegra að hennar vei'ði minnzt, ekki að- eins vegna þess glæsibrags er yf- ir henni hvíldi, heldur verði hún metin sem gagnmerkur þáttur í brautryð j endastarf i ky nslóðar vorrar. Sú tillaga hefur komið fram í sambandi við sýninguna, að hún ætti að verða upphaf að skipulegum landbúnaðarsýning- um, sem haldnar séu til skiptis í landsfjórðungunum, með lands- sýningu fimmta hvert ár. Ýmsar af grannþjóðum okkar munu efna til slíkra allshei'jarlandbún- aðarsýninga á hverju ári. Það virðist ekki fjarri lagi að árleg landssýning væri ofrausn af hendi þjóðarinnar, enda trúlegt að það væri ofraun bændum að sækja slíka sýningu. Tillaga um fjórðungssýningar virðist mjög athyglisverð, og því trúlegt, að Sunnlendingar hafi þar gerzt hinir ágætustu brautryðjendur. Hér er ekki ætlunin að kveða upp neinn allsherjardóm um sýninguna. Vildi þó gjarnan geta nokkurra þátta, sem mér var sérstök ánægja að virða fyrii' mér. Fer þó fljótt yfir sögu. ★ Þó að búfjárræktardeildin væri ekki mikil að vöxtum var hún þeim mun ánægjulegri álit- um. Þó að tign og íþróttir hest- anna okkar njóta sín ólíku betur þar, sem „stigháir fákar á völd- um vegi vagga skiptri mön“ (St. frá Hvítadal) en þar, sem þeir standa bundnir á bás, þó að hreinlegui' sé í bezta lagi, vakti sá hópur, er þar blasti við aug- um, unað þeirra er fögrum hross- um unna. Þar var hinn víðfrægi Hreinn frá Þverá í forsæti, og mun, þrátt fyrir fegurð félaga hans, hafa skipað það sæti með fullri sæmd. Nokkrar kýr voru þar, hinir glæsilegustu gripir. Sérstaka at- hygli vakti það, að þar stóðu þrjár kýr samhliða, sem allar voru undan nautum frá sama bóndanum, og þó ekki systur. — Ekkert er fjær mér, en gera lítið úr þætti þess bónda, er þar átti hlut að. En vert er að benda á, að hann er ekki einn um þá hitu. Að baki hans stendur hálfrar aldar samstarf, — önn heillar kvnslóðar, sem svo hefur tekizt, að á því samstarfi hvílir að verulegu leyti sú glæsta þróun, sem nú einkennir nautgriparækt Sunnlendinga, — samstarf sem ekki er enn hafið víða um land. — Allar eru kýr þessar kosta- gripir. Þar var og holdakýr með káli’ ííinn, — hálfblóð. Er þar um að ræða athyglisverðan landnema á landi voru. Virðist of snemmt að fullyrða um gildi hans fyrir landbúnað okkar. Hitt mun þó fjarri lagi, að fullyrða að hann eigi hingað ekkert erindi. En hraustlegt var parið og að gerð allri býsna fjarrænt kynstofni okkar. Fjórar ær sá eg á sýningunni með 13 lömbum. Mun það fágæt frjósemi. Tvær ær voru þar fjór- lembdar. Var önnur sú fjöl- skylda frábær yndisauki, enda auðsætt að þar var alið við alls- nægtir. Hinni virtist hafa verið ofraun það, sem' af henni var heimtað. Mun ekki fjarri lagi að álykta, að heildarniðurstöður slíkrar frjósemi verði á líka lund, og þar blöstu við augum, og þó trúlega sjaldséðari sú hin glæstari myndin. Nokkrir hrútar voru þar, vænlegir í bezta lagi. Meðal þeirra var sá, er talið er að þyngstur sé þeirra hrúta ís- lenzkra, sem vegnir hafa verið, svo að vitað sé. Bitastætt mun þar í bezta lagi, en lagðprúðari mætti hann vera ,svo að vel væri. Gylta var þar með grísum, — sællegur hópur, — svo og nokk- ur hænsn. Blasti þar við ræktun, og rækt við hópinn. ★ Deild var þar helguð gróðri. Var hluti garðyrkjunnar fyrir- ferðarmestur, enda tvíþættur, og báðir athyglisverðir' í bezta lagi. Hinn fyrri var ætlaður í askana, — fjölbreytinn og fagur og hinn girnilegasti. Blasti þar ágætlega við hve garðyrkjan er orðin ríkur þáttur í fari sunnlenzkra bænda innan veggja og utan. Hinn þáttur garðyrkjunnar var helgaður þjónustunni við fegurð- arþrá vora, — blómarækt. Vakti sá þáttur mjög verðskuldaða að- dáun fyrir fegurðarsakir. Grunn- flöturinn var mosi, tekinn úr hraunum Suðurlands. Virtist fegurð hans ganga töfrum næst, sem grunnur þess blómaskrúðs, en hann bar þar uppi. Hann er, sem kunnugt er, einn af höfuð- landneinum vorum á ördeyðu brunahrauna, og því alinn við þröngan kost. Má því ætla að drjúgum hefði fölnað sumt af því blómaskrúði, er þarna reis yfir, og varpaði sínum töfraljóma yfir hann, ef það hefði þurft að sætta sig við lífskjör hans. En hvað sem um það kann að mega segja var myndin, sem þar blasti við augum, gerð af frábærri smekk- vísi og kunnáttu. Þar átti sandgræðslan dálítið barn, yfirlætislaust en athyglis- vert. Þar horfði við augum í lít- illi, en vel gerðri mynd, önn þeirrar kynslóðar er fyrst íslend inga „sandfok með svarðreipum batt“, eins og St. G. St. kemst að oi'ði. Þó að myndinni væi'i unnið með ágætum, má ætla að ástæða hefði verið til að gera ævintýr- inu á Skógasandi fyllri skil. En þegar augum var rennt yfir það sem þar var sýnt virtist ekki djarft að láta sig dreyma um, að næsta kynslóð íslendinga ætti þess kost, að „koma að Korn- brekkum“ (M. J.) gi'ónum. Og þegar skoðuð var króin hans Klemensar á Sámsstöðum, sem þar var á næsta leiti, — hljóðlát og smágerð, — virtist ekki djarft að vona, að kynslóðin geti komið þar að kornbrekku. ★ Sú deild sýningarinnar, sem trúlega hefur mest bundið huga bænda, mun hafa verið sú, sem tengd var heimilisdráttarvélum á einn eða annan hátt, og sjálf- sögðu þær sjálfar í ýmsum myndum. Hafi menn eltki gert sér það ljóst fyrr, blasti það þar við, hvílíkt feikna fyrirtæki ein dráttarvél er, ef miðað er við kaupgetu meðalbúa og þar fyrir neðan, þegar það er metið til fulls, sem henni þarf að fylgja til þess að hún verði bóndanum sú hjálparhella, sem öll rök hníga til. En þar sást líka að margt þessara gripa er „sýnd en ekki gefin veiði“ hinum smæri'i bú endum. Lokkar þessi þáttur lengra en fært er á þessum stað. Þeir sýnendur þessarar deild- ar, sem fyrirferðarmestir voru þar, voru SÍS, Dráttarvélar h.f. og Globus h.f., allir með athygl- isverðar nýjungar, sem reynslan ein getur fellt fullnaðardóm um. Kaupfélag Árnesinga átti þar sérstaka deild frá smiðjum sín- um. Voru þeir gripir, er það sýndi, hvort tveggja í senn fagrir og traustlegir, — í fáum orðum sagt: hið glæsilegasta smíði. ★ SÍS átti þar iðnaðarvörudeild, — ekki fyrirferðarmikla en með glæsibrag. Mátti þar sjá hinar ágætustu vörur sem unnar eru úr framleiðsluvorum bænda. — Mun tormetinn til fulls sá þáttur þess í framvindu landbúnaðar- vara, sem bundinn er iðnaði þeim, sem það hefur stofnað til. Sunnlenzkar húsmæður skip- uðu þar eitt horn með heimilis- iðnaði sínum, og vörðu það með hinni mestu sæmd, sem þeirra var von og vísa. Væri lokkandi að staldra þar meir við en hér er gert. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, og engu gerð viðunandi skil, enda mörgu gagnmerku sleppt. Öll virtist sýningin með glæsibrag, og ná þeim tilgangi sínum með ágætum, að bregða upp mynd af sunnlenzkum land- búnaði eins og hann er, og eins og vonir standa til að hann verði innan skamms, að svo miklu leyti, sem hann hefur enn ekki náð því, og þó að ógleymdri lítilli en laglegri mynd, sem þar var brugðið upp og mætti gjarnan heita: „Fyrir 50 árum“, mynd, sem tvítugir unglingar trauðla skilja til fulls, enda torskýrð svo vel sé fyrir þeim, sem aldir 'eru upp við allsnægtir í dag. En hún minnti líka á, að sýningin var af- (Framhald á 7. síðu.) Útgefandi: Bókabúð Rikku. Prentsmiðja Björns Jóns- sonar h.f. prcntaði. Það er ekki ýkja langt frá ljóði til pappírs, og eg get ekki látið hjá líða að lýsa óánægju minni yfir útgáfu íslenzkra Ijóðabóka nú um langt skeið. Ekki er annað að sjá, en aðaláhugamál útgefand anna sé að hafa hverja ljóðabók nógu fyrirferðarmikla. Pappírinn er hafður sem þykkastur, víða er ein vísa á blaðsíðu, annaðhvort efst eða neðst, og svo er bilið á milli vísnanna á sömu blaðsíð- unni óeðlilega langt. Þessi útgáfu tízka mun upphaflega komin frá útlöndum. Svei henni! — Ljóða- bók verður dæmd eftir gæðum — ekki magni pappírs. Auðir fletir á blaðsíðu gera engum sér- lega glatt í geði, nema síður sé. Utgefendur ættu að taka sér til fyrirmyndar útgáfu Snæbjarnar Jónssonar á ljóðum Gríms Thomsen. Þær bækur er gaman að handfjatla. Heiðrekur Guðmundsson er gott skáld. Kvæðin í þessari síð- ustu bók hans eru mörg góð og sum ágæt. Mál og rím leikur honum á tungu, en kvæðin hafa flest einhvern boðskap að flytja; þau skilja eitthvað eftir. „Æðsta listin er að gefá öðrum mönnum heyrn og sýn,“ segir skáldið sjálft í einu kvæðinu, en slíkt tekst allri góðri list að einhverju leyti. Ekki geðjast lesanda síður að bók þessari fyrir þá sök, að á bak við ádeilurnar í ljóðunum, en þær eru allmargar, má eygja hófsaman og réttsýnan mann, sem stríðlundaður er og óvæg- inn við hræsni mannlífsins — en mildur þó — og ræðst ekki, fyr- ir tízku sakir og vinsælda, á garðinn, þar sem hann er lægst- ur. í kvæðinu: „Góður flokksmað- ur“ er þessi vísa: „Á meðan þú í flokksins fangi sefur, er frelsi þínu og viti búið tjón. Þó ei sé brugðið fjötri þér um fót, er ílækt þín sál í möskvaþéttri nót. Og bókstafstrúin blinda um sig grefur, því biluð er þín góða heyrn og sjón. En flokksins guð á dauðadyggan þjón, er dómgreind sinni allri tapað hefur.“ í kvæðinu „Sérvitringur“ er líka vikið að stjórnmálunum. Þar er þessi vísa: „Á löngum vegi milli orðs og efnda var óljóst margt og hulið þoku og reyk. Af í'áðnum hug var refskák tefld um nætur. Þar réði hjartað aldrei neinum leik.“ En skáldið yrkir um fleira en spillingu stjórnmálanna og tekur þá mildari höndum á því, sem ef til vill gæti betur farið. í kvæð- inu „Eftir lestur“ er borin hönd fyrir höfuð þeim, sem lesa róm- ana sér til skemmtunar fremur en hinar frægu bækur og leiðin- legu (það fer venjulega saman). Þar segir: „Um frið og gleði fýsir þann að dreyma, er fári heims og sorgum kýs að gleyma. Sá draumur kemur engum öðrum við.“ í kvæðinu „Form“ kemur ekki sízt fram víðsýni hins rímelska og rímsnjalla skálds. Þar er ekki kveðinn upp neinn sleggjudóm- ur um rímleysuna, heldur sagt: „O, lofið listastefnum að leika um frjálsan heim. Menn blása anda í efnið, sé eitthvert líf í þeim.“' í liðnu lífi hvers manns eru stundir, sem harmur er að minn- ast, ekki vegna þess, hvað þá var sagt, heldur vegna þess hvað þá var ósagt látið. Fyrir mörgum árum heyrði eg Elsu Sigfúss syngja lag við ljóð, og hefur hvorugt farið úr hug mér síðan, enda er lagið fagurt og lífspeki í ljóðinu, einföld — eins og öll speki. „Hvis du har varme tanker, spar ei pá blide ord. Giv mange, giv i blinde. . . . “ Eftir þessari ráðleggingu fara víst færri en skyldi, en því minnist eg á þessar erlendu Ijóð- línur, að eitt ágætt kvæði Heið- reks heitir „Þögn“, og þar er vikið að hinu sama, þótt ekki sé gengið jafnbeint að kjarna máls- ins: „Orðin, sem eg segja vildi, syngja nú í huga mér. Liggur því í þagnargildi það, sem bezt og fegurst er.“ Þögnin verður þeim að bana, þar sem hin af gömlum vana fljúga af vörum fyrr en skyldi, fánýt bæði mér og þér. Svo lízt mér á þessa kvæðabók, að þar yrki skáld, sem öll hafi til þess skilyrðin að yrkja enn betur seinna. o. s. Vorið, 3. hefti þessa árs, er nýkomið út. Það flytur Ömmusögu eftir Jó- hannes Óla, viðtal við Helgu Haraldsdóttui' sundkonu, Máva- hreiðrið eftir Sverre By, smá- leikinn Eins og gengur í þýðingu Hannesar J. Magnússonar, Maur inn og engisprettan, þýdd af sama, Snæfellsför eftir Ólaf Þór Hallgrímsson, ungverskt ævin- týri o. m. fl. — Margar myndir prýða þetta hefti. Vorið er gefið út hér á Akur- eyri og annast skólastjórarnir Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sigurðsson útgáfu og ritstjórn. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.