Dagur - 12.11.1958, Síða 7
D A G U R
I
7
Miðvikudaginn 12. nóv. 1958
HITAVEITA AKUREYRAR
(Framhald af 5. síðu.)
hún látið reka jarðboranir út um
allar jarðir og hlaupið síðan frá
óloknu verki, með allmiklum
kostnaði í hvert sinn. En því, sem
hér ætti að vera aðalatriði máls,
og skýrt er allrækilega frá í fyrr-
nefndri grein 8. og 12. sept. 1956,
og' bæði fyrr og síðar, hefur lítið
verið sinnt og vanrækt hörmu-
lega! Og þannig virðist einnig
hafa verið á málum haldið á um-
ræddum fundi húseigendafé-
lagsins, þar sem þetta atriði hefði
einmitt átt að vera aðalumræðu-
cfni! Verður nú vikið nánar að
því, — enn á ný.
III.
Heitu lindirnar í Glerárgili eru
það fyrsta og eina, sem rannsaka
verður til þrautar, áður en bæj-
arstjórn tekur á ný að skeiðríða
út um allar jarðir, jafnvel í aðrar
sveitir, eftir „nægilega heitu
vatni handa Akureyri", án nokk-
urs tillits til fjárhagslegrai' getu
bæjarins, eins og t. d. við hita-
leiðslu vestan af Þelamörk,
handan yfir Moldhaugaháls, sem
a. m. k. myndi verða eins dýr og
hin fjárfreka hitaveita Reykja-
víkur! — Og auðvitað yrði Ak-
ureyri að bíða eftii' henni um
áratugi!
Glerórlindirnar eru algerlega
órannsakaðar enn! Á marg-
nefndum fundi var drepið á hina
gömlu, hálfkveðnu vísu og órök-
studdu, sem áður fyrr í ræðu og
riti, og auk þess ekki fyllilega
rétt skýrt frá staðreyndum. — f
Sundlaugarveituna var tekið 53°
heitt vatn ofanjaröar, án allrar
borunar. Með lítils háttar spreng
ingu og greftri hafði hitinn þegai'
aukizt úr 49° upp í 53°. — Þetta
er rennandi vatn milli laga neð-
arlega í brekkuslakkanum. Langt
um ofar, upp undir Laugarhól, er
gamla laugin, sem hóllinn dregur
nafn a£. Og þar er aðalhitans
sennilega að leita, því að óefað er
samband á mjlíi efra og neðra
hitasvæðisins. Og þar átti auð-
vitað að bora fyrst, —• og verður
að bora, — áður en lengra er
haldið enn á ný! Haustið 1940
var að vísu „borað“ þarna efra á
einna ólíklegasta stað í gilinu, og
árangurslaust. Fannst ekki einu
sinni vatn — í hvorugi'i holunni.
— Já, þær voru tvær! „Rúmlega
80 m. og 30 m.“ (en ekki 66 og
26 m., eins og segir í fundarfrétt-
inni!) í opinberri skýrslu segir:
Borað var „mestmegnis gegnum
molaberg, sand eða leir. Af þess-
um ástæðum voru veggir hol-
unnar ótraustir, svo að stöðugt
hrundi niður í holuna (báðar
eins). Tafði þetta mjög borunina,
og varð að lokum að hætta við
hana.“,— Hér var því alls ekki
um neina rannsókn að ræða.
Henni er ólokið enn í Glerárgili!
Þetta er annars „grátbrosleg"
saga: Þar eð borun þessi reyndist
árangurslaus sökum þess, að
borað var á röngum stað, svo að
eigi fannst jafnvel það, sem fyrir
var (heita vatnið í Laugarveit-
unni), var hætt í miðju kafi og
hlaupið í aðra sveit! — Síðan
hefur bæjarstjórn í bréfaskiptum
við Jarðborunarráð ríkisins í okt.
og nóv. 1957 gefið í skyn, að „lít-
ils árangurs muni vera að vænta
í Glerárgili," og húseigendafund-
urinn endurtekur sömu, órök-
studdu ummælin athugasemda-
laust! — „Og þá er Laugaland á
Þelamöi'k líklegasti staður-
inn. . . .“, segir fundurinn. — Já,
barnabörnin sjá um það! — Og
fundurinn skorar á bæjarstjórn-
ina. .. .! etc.
Upp undir Laugarliól í Glerár-
gili er 60 m. borhola, sem enginn
kannast við, og í henni er 4” pípa
full af 36° heitu heitu vatni með
dálitlum þrýstingi, svo að spýtist
upp úr henni. Þarna undir, eða
ofar, er sennilega að leita heita
vatnsins, sem kemur fram milli
laga í Laugaveitunni langtum
neðar, og enn dýpra upptökum
jarðhitans á þessu hitasvæði. —
Fullnaðarrannsókn í Glerárgili
myndi aldrei hafa kostað nema
lítið brot af fé því, sem varpað
hefur verið á glæ með pólitískum
borunum út um hvippinn og
hvappinn!
Helgi Valtýsson hefur átt bréfa-
skipti við forstjóra Jarðhita-
deildar ríkisins og sent honum
m. a. „Annál Sundlaugarveit-
unnar“ og skýrt honum allræki-
lega frá gtaðháttum og athugun-
um sínum í Glerárgili. — Þar
verður því vonandi fyrst stungið
við fæti, er þær framkvæmdir
hefjast á vegum Akureyrarbæj-
ar, sem lokið hefði átt að vera
fyrir áratugum tveim, hefði vel
verið á málum haldið!
Og svo að lokum innan sviga:
(Bregðist Glerárgilið, eiga Akur-
eyringar í allmörg horn að líta,
þar sem fjarlægð „nægilega heits
vatns“ virðist ekki skipta máli.
Þá er t. d. hitinn nægur austur í
Reykjahverfi, upp á Hveravöll-
um, og enn víðar. — „Also
sprach Zarathustra“. — Helgi
Valtýsson hefur talað.)
GOLFTREYJUR
Allt með gamla
verðinu.
Sími 1261.
Rýniingarsala
iiefst í dag á alls konar PRJÓNAFATNAÐI
Mikið úrval af DÖMUGOLFTREYJUM,
BARNAFATNAÐI, o. fl. o. fl:
Komið og gerið góð kaup.
VERZLUNIN ÐRÍFA
Tékkneskur kristall
Brauðíöt
Blómsturvasar
Öskubakkar
Kokteilglös
Sherri-glös
Úra- og skartgripaverzlun
Franch Michelsen
Kaupvangsstræti 3.
Um helgina:
Uilarkjólar
og
hvífar hlússur
VERZLUN B. LAXDAL
Ný sending af
hollenzkum
°g
hottum
VERZLUN B. LAXDAL
LEIKFÖT
á 1—8 ára.
STAKKUR og BUXUR
Tvær teg.
Verð ÍTá kr. 73.00.
Klæðaverzlun
Sig. Guðmundssonar h.f.
STORESEFNI
breidd 120 cm.
Verð kr. 83.70.
Barnanáttföt,
allar stærðir, verð frá
kr. 35.80 - 92.30.
Barnaskyrtur
frá kr. 8.85.
Bréf-nylon, kr. 54.60
Nylonsloppar, kr. 395
Nylon-barnakjólar
væntanlegir á morgun.
ANNA & FREYJA.
•Zi Huld, 595811127 — IV—V — 2.
I. O. O. F. Rb. 2 — 1081112814.
I. O. O. F. — 14011148V2 —
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnud.
Sálmar nr.: 416 — 348 — 346 —
669 — 680. — P. S.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur.
kl. 10.30 f. h. — 5 og 6 ára börn
í kapellunni og 7■—13 ára börn í
kirkjunni. Bekkjarstjórar mæti
kl. 10 árdegis.
GuSspekistúlkan Systkinaband-
ið. Fundui' verður haldinn þriðju
daginn 18. nóv. kl. 8.30 e. h. á
venjulegum stað. — Erindi.
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu-
daginn 16. nóv.: Almenn sam-
koma kl. 8.30 e. h. Gunnar Sigur-
jónsson, cand, theol., talar. Allir
velkomnir. — Sunnudagaskóli kl.
11 f. h.
Akureyringar! Minnist þess að
ágóði af sýningu helgileiksins í
Akureyrarkirkju rennur til org-
elsjóðs kirkjunnar.
PENINGAVESKI
tapaðist í miðbænum
þriðjudaginn 4. okt. sl.
Finnandi vinsamlegast
hringi í sima 1103.
FRÍMERKI
íslenzk og erlend.
F rínierkjabækur
Iniistimgiibækur
Verðlistar
Kaupi gömul íslenzk fri-
merki, hrítt verð.
Bókabúð
Jónasar Jóhannssonar
AKUREYRI
SAMKOMU
heldur
Slysavarnadeildin „Svala“
sunnudaginn 16. nóvember
1958 í samkomu'húsi Sval-
barðsstrandar. Hefst kl. 9 e. h.
1. Erindi: Sr. Sigurður Hauk-
ur Guðjónsson.
2. Bögglauppboð.
3. Dans. Hljómsveit spilar.
Veitingar á staðnum.
NEENDIN.
SPILAKLÚBBUR
Skógræktarfélags Tjarnar-
gerðis og Biist'jórafélaganna
í bænum.
EÉLAGSVIST í Alþýðuhús-
inu sunnudaginn 16. nóv.
kl. 8.30 e. h.
Mætið stundvíslega.
Skemmtinefndin.
Hjónaefni. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Aðalheiður
Aðalsteinsdóttir frá Baldurs-
heimi, Arnarneshi'., og Jóhannes
Emilsson frá Syðra-Hóli, Glæsi-
bæjarhreppi.
65 ára. Sigui'ðui' Haraldsson,
Hafnarstræti 80, Akureyri, varð
65 ára 26. okt. sl.
Skyggnilýsingar hefur frá Lára
Agústsdóítir, miðill, í Alþýðu-
húsinu n.k. sunnudag kl. 4 e. h.
Gamlir myndarammar úr kop-
ar fundust á öskuhaugunum. Sá,
sem veit einhver deili á þessum
hlutum, gefi sig fram á afgr.
blaðsins.
Dánardægur. — Soffía Stefáns-
dóttir, hjúkrunarkona Barna-
skólans, lézt sl. laugardag. Hún
var hin ágætasta kona.
I grein um samkomuhald í síð-
asta blaði er m. a. minnst á
árekstur sýslumanns og dyra-
varðar að Freyvangi. Hefur
blaðið fregnað, að rangt sé með
farið. Staðfesti settur sýslumaður
þetta í viðtali. Þar sem telja má
að honum sé kunnugast það, sem
fram við hann hefur komið og
hann telur frásögnina ýkjur, að
því er þetta atriði greinarinnar
snertir, ber að telja hans frásögn
sannari, en þær heimildii', sem
blaðið byggði frásögn sína á,
Skógræktarfélag Tjarnargerðis
heldur afmælisfund að Stefni
fimmtudaginn 13. nóv. kl. 8.30 e.
h. Skemmtiatriði: — Félagskon-
ur! Mætið vel og takið með ykk-
ur kaffi, brauð á staðnum. —
Stjórnin.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1
heldur fund fimmtudaginn 13. þ.
m. kl. 8.30 e. h. í Landsbanka-
salnum. Fundarefni: Vígsla ný-
liða. — Erindi. — Upplestur. —
Spurningaþáttur. — Félagsvist.
Kvenfélagið Framtíðin heldur
fund föstudaginn 14. nóv. kl. 8.30
e. h. í Túngötu 2. Félagsvist. —
Verðlaun. — Hafið með ykkur
kaffi. Áríðandi að félagskonur
mæti. -— Stjórnin.
Frá Sjálfsbjörg, Akureyri. —
Fjáröflunardagur Sjálfsbjargar
var 26. okt. sl., þá söfnuðust fyrir
merkjasölu, kaffisölu, kvik-
myndasýningai' og dansleik, um
það bil kr 23 þúsund, og var það
svo langt fram yfir þær vonir
sem félagið hafði gert sér. — En
þetta ber fyrst og fremst að
þakka öllum þeim, sem veittu fé-
laginu ómetanlega aðstoð þennan
dag. Sjálfsbjörg þakkar þessar
góðu undirtektii', sem eru mjög
uppörvandi fyrir hið nýstofnaða
félag. — Sjálfsbjörg þakkar öll-
um þeim, sem á einn eða annan
hátt veittu félaginu aðstoð með
gjöfum eða vinnu, og biður öllum
blessunar. — Stjórn Sjálfsbjarg-
ar, Akureyri.
- Mjólkursamlag KEA
(Framhald af 8. síðu.)
er leyfilegt að blanda bætiefnum
í skyrið, og þess vegna hefur
Mjólkursamlagið, í samráði við
héraðslæknirinn hér á Akureyri,
byrjað nú fyrir skömmu á að
blanda allt skyr, sem Mjólkur-
samlagið framleiðir og selur með
D3 bætiefni í alkoholiskri upp-
lausn. Mun hvert kg. af skyri
innihalda fyrst um sinn 4.000 D-
bætiefniseiningar. Þetta er gert
neytendum að kostnaðarlausu. —
Væntum við þess, að allir neyt-
endur, sem hlut eiga að máli,
fagni þessari nýbreytni, og að sú
ráðstöfun megi verða sem flest-
um til heilla.