Dagur - 06.02.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1959, Blaðsíða 2
2 DAGUR Föstudaginn 6. febniar 1959 ir i Frumsýning L. A. - Leikstj. Jóhann Ögnmndsson Guðm. B. Árnason: Vill íslenzka þjóðin selja frelsi silt fyrir baunadisk? Margir kannast við þýzku sijguna Gesti í Miklagarði, sem bæði hcfur birzt sem framhaldssaga í einu dag- blaðanna og í bókarformi. Höfund- ur hennar er Erieh Kastner. f sögu þessari segir frá milljóna- mæringi, dóttur lians, ráðskonu og þjóni. Fyrirtæki auðmannsins efna til verðlaunasamfceppni og sjálfur tekur hann þátt í henni undir dul- nefni og lilýtur önnur verðlaun. Þau eru ókeypis dvöl í fiigru fjalla- hóteli, sem annars er aðeins fyrir ríka menn og konur, er þangað koma til að leita sór ævintýra og eyða peningum. Mill jónamæringurinn fær þá flugu í höfuðið að dveljast í hótel- inu undir dulnefni og í gervi fá- tækis manns, til að komast að hinu sanna um allt snobbjð af eigin sjón og raun, því að fjallahótelið gerir sér mannamun meira en góðu hófi gegnir. Þar gerast svo aðalþættir sögunnar, og cru þeir bæði gaman- samir og spennandi. Sjónleikur sá, sem Leikfélag Ak- ureyrar sýnir um þessar mundir og frumsýndur var á þriðjudaginn, er gerður cftir þessari sögu og hlaut nafnið Forrikur fátœklingur í þýð- ingunni. Frumsýningargestir tóku leiknum mjög vel og hylltu þeir leikendur og leikstjórann, Jóhann Ögmunds- son, í leikslok. Leikstjórn Jóhanns Ogmundsson- ar var góð, enda hefur hann lengi verið leiklistinni handgenginn og hinn þarfasti, bæði sem leikari, leikstjóri og formaður Leikfélags Akureyrar. Forríkur fátæklingur er gaman- ieikur, og hefði mátt vera lítið eitt hraðari á frumsýningunni. Jóliann sjálfur fór þar með smáhlutverk, sölumann. Guðmundur Gunnarsson leikur inilljónamæringinn. og tijkst hon- um svo vel, að hann bar höfuð og herðar yfir samleikara sína. Hin ör- ugga framganga, hægláta kímni og góða gervi gerðu skapbrigði hans sk emm t ilega sa n n færa n d i. Ungfrú Anna Þrúður Þorkels- dóttir leikur dóttur auðmannsins, Hertu að nafni. Hún sýndi mjög góðan lcik í Kjarnorku og kven- hylli, og kemur engum á óvart, þó að hún skili þessu hlutverki vel, enda gerir hún það með eðlilegum glæsibrag, öryggi og næmleik. Frú Kristin Konráðsdóltir leikur ráðskonuna, frú Mensing, og var gaman að sjá hana og lieyra á leik- sviðinu á ný. Og öllum gerði hún glatt í geði, hin málglaða, einfalda og góðli jartaða frú Mensing. Jóhann Oddsson lék þjóninn á alveg sérstæðan hátt, gerði margt rnjög vel en var ef til vill stífúr um of og valdsmannslegur í fasi og málfari. Kemur þá að rhinni spámönnun- um í leiknum, samkvæmt fyrirferð lilutvcrkanna. Um Jrau má segja, að þau voru misjafnar af hendi leyst. Þráinn Karlsson, sem áður hefur sýnt góða hæfileika á vissum svið- um, naut st'n ekki. Kjartan Olafsson var góður í hlut verki dyravarðarins, en sleppti þó nokkrum tækifærum, þegar hentugt var að beina athyglinni að hinum eínkennilega og sísyfjaða þjóni. Haukur Haraldsson fékk vanda- Afgreiðslusími Dags og Tímans á Akureyri er 1168. samt en skemmtilegt verkefni með hlutverki hins itnga og hamingju- sama doktors. En hann réði ekki við Jjað, þótt góðum leik brygði fyrir. Frú von Hallcr, leikin af frú Sig- urveigu Jónsdátiur, er einn hótel- gesturinn og hugsar fyrst og fremst um að klófesta karlmenn, en Jtar- næst um mat og svefn. Þessa kven- gerð gcrir Sigurveig hina eftir- „Menn hengja ekki krossa á kon- ur, því kjörgripur mannanna er hann en alvaldur leggur sinn á þær og einkar vel stundum Jrær bera hann. Þú stríddir á meðan þú máttir, unz mátt þinn var hvergi að finna, og lagðir fram allt, sem þú áttir af elsku til barnanna þinna.“ Þann 14. desember s. 1. andað- ist á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði, frú Sigríður Kristín Áskelsdóttir frá Hrísey. Var hún jarðsungin frá kapellunni í Foss- vogi þann 20. sama mánaðar. Sigríður var dóttir hjónanna Lovísu Jónsdóttur og Áskels Þorkelssonar í Hrísey. Sigríður fæddist að Selá á Árskógsströnd þ. 7. september árið 1913, þar sem foreldrar hennar áttu þá heima. Árið 1916 flytjast foreldrar Sigríðar til Hríseyjar og þar elzt hún upp til fullorðinsára. Árin 1936 og 1937 dvelst hún á héraðs- skólanum á Laugarvatni, kynnt- minnilegustu með sterkum kyn- bombufeik. Páll Helgason leikur baronsrolu eina hina herlilegustu, og frú Sig- riður P. Jónsdóttir mé)ður daktors- ins, lítið hlutverk en smekklega af hendi leyst. Auk j>ess;i komu nokkur ung- menni fram í leiknum. [é)ii A. jémsson málaði leiktjöld, Oddur Kristjánsson er leiksviðs- stjóri og Ingvi Hjörleifsson ljósa- meistari. — E. 1). ist hún þar eftirlifandi manni sínum, Helga Geirssyni, skóla- stjóra. Giftust þau árið 1938 og settust að í Hveragerði, þar sem Helgi tók að sér skólastjórn barnaskólans þar. í Hveragerði dvöldust þau í 19 ár. Varð þeim þar sex barna auðið, fjögurra drengja og tveggja stúlkna. Allt myndarleg börn og mannvænleg, eins og þau eiga kyn til. Síðast- liðin tvö ár dvöldu Jiau á Laugar- vatni, þar sem Llelgi kenndi við héraðsskólann. Síðustu árin hafði Sigríður átt við vanheilsu að stríða. Gekk hún undir læknisaðgerð fyrir fjórum árum síðan. Virtist á eftir að um varanlegan bata væri að ræða, en svo varð þó ekki, tók sjúkdómurinn sig upp fyrir rúmu ári síðan, með þeim afleiðingum, sem að framan greinir. Lá hún á sjúkrahúsum meiri hluta ársins og mun henni hafa verið ljóst, undir það síðasta, að hverju stefndi, en hún tók því með einstakri hugarró. Mun það hafa verið henni mikill stvrkur að hún hafði kynnt sér hin and- legu mál og þar af leiðandi litið sérstökum augum á hið ókomna. Sigríöur var að eðlisfari mjög fíngerð kona, í meðallagi há og bauð af sér einstaklega góðan þokka, enda vann hún allra hugi með sérstaklega fágaðri og við- mótsþýðri framkomu. Eg sendi vini mínum, Helga Geirssyni, börnum hans og nán- ustu aðstandendum hugheilar samúðark veðj ur. Þorst. Valdimarsson. Öllum sæmilega skynsömum mönnum, sem fylgzt hafa með þróun efnahagsmála íslenzku þjóðarinnar undanfarið, má vera ljóst, að mjög illa horfir nú fyrir henni í Jieim efnum, ef haldið er lengur áfram á þeirri braut, er farin hefur verið um allmörg ár. Verðbólgu-skrúfan er nú komin í fullan gang í Jiriðja sinn og tek- in að mala hinu litlu, íslenzku krónu enn smærra. Var hún þó orðin svo lítil, að sízt var á það bætandi. Vofir nú yfir stöðvun atvinnuveganna áður langt líour, verði skrúfan ekki stöðvuð. Og í kjölfar þess siglir svo atvinnu- leysið með öllum þeim hörmung- um, er því fylgja. Eg veit ekki betur en að allir helztu stjórnmálamenn landsins — að þeim frátöldum, sem vilja skapa öngþveiti meðal þjóðarinn- ar, — séu sammóia um bölvun verðbólgunnar. Ólafur Thors varaði þjóðina alvarlega við nýrri verðbólgu á síðustu stjórn- arárum sínum. Hermann Jónas- sin vildi í sl. mánuði gera tilraun til að stöðva hana. Og forseti Al- þýðusambandsþings, Hannibal Valdimarsson, sagði í þingsetn- ingarræðu sinni í sl. mánuði, eitlhvað á þá leið, að yrði verð- bólguskrúfan ekki stöðvuð væri voðinn vís. Eg er ekki svo kunnugur í skúmaskotum íslenzkra stjórn- mála, að eg geti rakið til fulls orsakir þess, hve illa horfir nú fyrir íslenzku Jijóðinni í dýrtíð- armálunum, enda ekki hægt í stuttri blaðagrein. Munu þær margar og sumar — því miður — íremur lúalegar. Skal hér fyrst aðeins drepið á þær, sem næst liggja. T. d. það, að Sjálfstæðis- flokkurinn skyldi á stjórnartíma fráfarandi ríkisstjórnar taka upp vinnubrögð kommúnista: reyna að skapa óánægju meðal verka- fólksins með þær ráðstafanir, sem stjórnin gerði til að hindra vöxt verðbólgunnar. Sömuleiðis það, að flokkurinn skyldi leggja kommúnistum lið á síðasta þingi Alþýðusambandsins og koma með því í veg fyrir, að gerðar vrðu tilraunir til stöðvunar þessa óvættar. En aðal-orsakirnar til þess, hve illa horfir nú fyrir íslenzku þjóð- inni, álít eg að séu tvær: Hinn r Urslit úr körfuknatt- leiksmóti Á laugardag lék IÝFR við KA og sigraði með 48 : 31. Á sunnu- dag var hraðkeppni. KA sigraði MA með 61 : 30 KFR sigraði Þór með 37 :15 og KFR sigraði KA með 37 : 27. Á sunnudagskvöldið var kaffi- drykkja og gaf þá KFR bikar til að keppa um á Norðurlandsmóti í körfuknattleik og annan bikar til hraðkeppni. KA sá um mót þetta, sem var hið ánægjulegasta. stóri kommúnistaflokkur, sem náð hefur fótfestu í landinu. Og sundurlyndi og illvíg valda- streita og barátta lýðræðisflokk- anan sín á milli, sem auðvitað hefur verið mikið vatn á myllu kommúnista. Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn byrjuðu á því að efla kommúnista til vegs og valda í landinu. Hinn fyrr- nefndi með því að hjálpa þeim til að ná Alþýðusambandinu á sitt vaud. Og Alþýðuflokkurinn með því að ganga til samstarfs við yf- irlýstan erki-óvin sinn. Enda hefur hann sopið beiskt seyði af þeirri heimsku, þar sem hann hefur ekki borið sitt barr síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hélt svo áfram að hossa kommúnistum, þegar Olafur Thors tók tvo af helztu foringjum þeirra í sína frægu eyðslustjórn 1944. Var annar þeirra þó einn af harð- soðnustu Moskva-kommúnstum. En áður hafði Ólafur keypt hlut- leysi kommúnista, er hann mynd aði sína skammlífi og fánýtu stjórn 1942, með því að hafast ekkert að til að stöðva hinn hraða vöxt verðbólgunnar það ár, þrátt fyrir, að hann haíþ'i haldið hinar skeleggustu ræður um bölvun hennar um áramótin 1941—42. Hannibal Valdimarsson bjargaði kommúnistum úr öng- þveitinu, sem þeir voru komnir í fyrir alþingskosningarnar síðustu vegna yfirlýstra stórlyga þeirra um Stalin sáluga. Hanri innbyrti þá í hinn nýstofnaða flökk sinn — Aiþýðubandalagið, — sem kommúnistar munu nú vera á góðum vegi með að gleypa, hvaS sem um hann sjálfan verður. — Loks rak svo Hermann Jónasson lestina. Hann íramdi sama glap- ræðið og Ólafur Thors, er hann tók einn af helztu foringjum kommúnista og stuðningsmann þeirra — Hannibal Valdimarsson — í ríkisstjórn sína. Mátti þó hvei-jum skynsömum manni vera Ijóst, að þótt Lúðvík Jósefs- son Jiættist vera með á nótunum til að byrja með á meðan hann var að hreiðra um sig og sálufé- laga sína i valda- og virðingar- stöðum, mundi hann ekki til lengdar verða samróma og hjálpa til að slá bezta vopn kommúnista — verðbólguskrúfuna — úi* liöndum þeirra. — Að við íslend- ingar höfum haft og höfum enn tiltölulega áhrifameiri kommún- istaflokk en aðrar þjóðir vestan járntjalds — ef til vill að Frakk- landi undanskildu, þar sem allt hefur líka gengið á tréfótum síð- ustu árin og lýðræðið riðað til falls — má nú skrifast á reikning allra lýðræðisflokkanna, að und- an skildum Þjóðvarnarflokknum, sem ekki mun til þessa hafa gert teljandi tilraunir til samstarfs við kommúnista. Það er auðséð, hvað verða vill, ef íslenzka þjóðin heldur áfram á þeirri óheillabraut, sem hún hef- Framhalcl á 7. síðu. Haukur, Anna og Kristín í fjallahótelinu i hlutverkum doktorsins, hcimasætunnar og ráðskonunnar. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirss.). Sigrsðyr Krisiín Áskelsdóftir MÍNNINGARORÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.