Dagur - 21.03.1959, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Laugardaginn 21. marz 1959
Skroppið á æfingu hjá L. A.
- Ræða Hermanns Jónassonar
Eg brá mér á æfingu hjá LA er
það var að æfa leik þcirra
bræðra, Jóns Múla og Jónasar
Árnasona, „Delerium Bubonis“.
En þessi gamanleikur verður
frumsýndur næstk. þriöjudag. —
Þegar eg kom að dyrunum var
hrópað með þrumuraust: „Heil-
brigðiseftirlitið getur ; ’íarið til
andskotans fyrir mér.“ Mér leizt
ekki á orðbragðið og sneri mér til
leikstjórans, Flosa Olafssonar,
með nokkrar spurningar viðvíkj-
andi leiknum. Hann sagði, að sér
hefði leikið hugur á, að setja
þennan leik á svið er hann hafði
hlustað á flutning hans í útvarp-
inu fyrir nokkrum árum. Þessi
draumur væri nú að rætast.
Þessi sjónleikur hefði verið
sýndur í höfuðstaðnum síð'an um
miðjan janúar og alltaf við ágæta
aðsókn. Leikrit þetta væri gam-
anleikrit, kryddað með söngvum
og dálítið ádeilukennt. Sér væri
sérstök ánægja að starfa hér hjá
Lcikfélagi Akureyrar. Leikendur
væru 9 og nokkrir af þeim nýlið-
ar. Allir legðu sig vel fram, þótt
æfingar stæðu yfir fram eítir
kveldi eða jafnvel fram á nótt.
Og nú mátti leikstjórinn ekki
eyða meiri tíma í gesti. En eg
náði tali af nokkrum leikendum.
Mér sýndist Þórhalla Þorsteins-
dóttir vera hátt sett persóna á
leiksviðinu . og spurði hana,
hvernig henni líkaði leikstarfið.
Eg er ekki það reynd leikkona,
að eg sé fær um að svara slíkri
spurningu. En þau áhrif, sem eg
hef þó fundið líkust, eru þau, að
leika og vera ástfangin. Maður
gefur hluta af sjálfum sér, án
þess að hugsa um afleiðingarn-
ar.... ekki get eg sagt að mér
falli vel í geð sú tegund kvenna,
sem eg hef tekið að mér að túlka
í þetta sinn, en það er gaman að
reyna.
Næst náði eg í Eggert Ólafsson,
sjálfan höfuðpaurinn. Eg hef
ekkert að segja þér. Komdu bara
þegar við förum að sýna. Eg er
fremur efnaður maður hér á
sviðinu, á til dæmis fjögur píanó,
segir Eggert og gengur burt með
reisn hins ríka manns í hverri
hreyfingu.
í þessu svífur Þórey Guð-
mundsdóttir fram hjá mér og er
að æfa ballett. Hvernig lízt þér á
leiklistina? Það er bara gaman að
þessu. Það er alltaf gaman að
reyna eitthvað nýtt. Og þarna er
Óðinn Valdimarsson og gefur
þær upplýsingar, að hann sé
hálfhræddur, já, alveg skít-
hræddur.
Að síðustu næ eg í formann
Leikfélags Akureyrar, Jóhann
Ögmundsson. Hvað er framundan
í leiklistarlífinu? Það er mein-
ingin, að þetta stykki fari upp á
þriðjudaginn og fyrsta apríl
kemur hingað Baldvin Halldórs-
son, leikstjóri frá Þjóðleikhúsinu,
og setur síðasta verkefni LA á
þessum vetri á svið. Það er eftir
Clifford Odets og hefur það ekki
hlot-ið nafn á íslenzku ennþá. —
Baldvin mun einnig kenna við
Leiklistarskóla félagsins á meðan
hann dvelur hér.
Eg þakka Jóhanni, og öllum
hinum svörin, en hann er óðar
rokinn, því að hann á að koma
inn á sviðið, og eg læðist út sömu
leið og eg kom, en að baki mér
heyri eg leikstjórann kalla:
„Meira tempo, meira tempo!“
Þankar og þýðingar
Sýning á plastvörum.
Mikil plastvörusýning verffur
haldin í London þann 17.—27. júní
næstkomandi. Þetta er alþjóðasýn-
ing, og munu þar sýna plastvöru-
framleiðslu sína a. m. k. 15 þjóðir,
en stærst verður sýning Breta
sjálfra. Rúmlega 200 brezk fyrir-
tæki munu sýna ýntiss konar varn-
ing úr plasti, m. a. vélar.
Síðasta sýning þessarar tegundar
var haldin í London 1957, og urffu
þá sýningargestir um 90 þúsund, og
af þeim voru sex Jsúsund irá öðr-
um löndum.
Skólaútvarp.
Hví cr ekki útvarpið tekiff í þágu
skólanna hér á landi?
Samkvæmt upplýsingum Unesco,
hefur útvarpsstöð á Norður-Spáni
útvarpsþátt fyrir barnaskólana tvisv
ar í viku. Efnið hefur einkum verið
um landafræði, sögu og hljómlist
hinna ýmsu þjóða, og hefur svo út-
varpsstöðin látið prenta viðbótar-
upplýsingar um efni jressi og útbýtt
til skólanna. Þetta skólaútvarp hef-
ur orðið m'jög vinsælt og þykir hafa
gefið góffa raun.
Ef hugsáð yrði til þess að liafa
slíkt kennsluútvarp hér á landi, j)á
þyrftú að vera móttökutæki í nokkr-
um skólastofum, og þá mætti ekki
velja til flutnings á efninu leiðin-
legustu menn [ijóðarinnar, en á því
er alltaf nokkur hætta hér á landi,
a. m. k. ef kennarar eiga í hlut!
Götunöfnin.
I>að eru líklega skrýtnir menn,
sem skíra skrýtnum nöfnum. Hér
er átt við götunöfnin á Akureyri.
Austurbyggð skírðu skírararnir vest-
asta hluta bæjarins. Gatan, þar sem
sprcngja jmrfti mjög mikiff fyrir
frárennsli, vatni, rafmagni og síma,
var skírð Langamýri, og síðasta af-
bragðshugmynd höfðingjanna cr
svo Vanabyggð! Heyrt hef ég, að
maffur hafi ætlað aff reisa sér hús
við götu jjessa — en haé.tt við, er
hann heyrði nafnið. Ekki ótrúleg
saga.
Það er tvennt, sem sérkcnnandi
•
er fyrir Akureyri, brekknr og klapp-
ir. Jú, ein smágata heitir Klappar-
stígur, og önnur gata, skírð fyrir
löngu, heitir Brekkugata.
Engum skírara virðist hafa dottið
í hug að láta götunöfn enda á
brekka eða klöpp. — Ekki þarf að
rýna í Eddu til þess að gera góð
götunöfn. Skírararnir hefffu átt að
láta Æsi og Vani búa í shium heim-
kynnum en okkur Akureyringa eiga
heima við götur, sem nefndar væru
lilgerðarlaust og kenndar t. d. við
brekku og klöpp.
Johanncs Kriiss.
Eins og kunnugt er, ])á var þýzki
togarinn „Johannes Krúss" einna
næst staddur danska Grænlandslar-
inu Hans Hedtoft, er það fórst.
Hafði þýzki togarinn lengi ])ráð-
laust samband viff danska skipið og
sigldi í átt til þess í stórsjó og var
oft hætt kominn. Þykir Dönum, að
Þjóðverjarnir hafi sýnt hetjuskap
og fórnarlund og liafa hciðrað
skipshöfn togarans á ýmsa lund.
Var þýzka togaraskipstjóranum t. d.
boðiff til Hafnar til þess að vera við
Framhald á 7. síðu.
(Niðuríág.)
Þjóðstjórn og núverandi
ríkisstjórn.
Þegar tilraunir héldu áfram til
stjórnarmyndunar, héldum við
Framsóknarmenn því mjög að
þeim, sem við áttum viðræður
við, einkum í samtölum við Emil
Jónsson, að hyggilegast væri að
mynda þjóðstjórn allra þing-
flokka um skeið. — Rök okkar
voru í stuttu rnáli þessi í aðal-
atriðum. —
í efnahagsmálum hefði það sýnt
sig hvað eftir annað, að ef vissir
þingflokkar stæðu utan við stjórn
gætu þeir ekki stillt sig um að
eyðileggja efnahagsráðstafanir
með því að spenna upp kaupið,
— og koma öllu úr jafnvægi. —
Staðreyndir sönnuðu þetta und-
anfarin ár. — Ef allir væru með
í ábyrgðinni væri það líklegasta
leiðin í bráð til að ná árangri, —
og sem væri aðkallandi.
í annan stað væri okkur mikil
nauðsyn að sýna samstöðu út á
við vegna deilunnar við Breta,
þar sem lífsafkoma þjóðarinnar
væri undir því komin að staðið
yrði að öllu leyti á rétti okkar án
þess að hvika.
Ekkert væri líklegra til þess að
ná árangri og sýna styrk út á við
en samstjórn allra flokka meðan
unnið væri að fullnaðarsigri í
þessari deilu.
í þriðja lagi væri kjördæma-
málið þess eðlis, að ekki ætti að
afgreiða það í flaustri og með ill-
vígum deilum. Við ættum að
reyna að ná um það samkomulagi
fyrir reglulegar kosningar 1960,
enda væri Framsóknarflokkurinn
reiðubúinn til að ganga inn á
málamiðlun, sem væri við það
miðuð, að fjölbýlið fengi sinn
hlut leiðréttan, án þess þó að
hinum gömlu kjördæmum yrði
fórnað.
En þessu var öllu neitað. Nú
þurfti það að sitja fyrir öllum
öðrum málum að afgreiða kjör-
dæmamálið með illvígum deilum
í flaustri og á byltingarkenndan
hátt. Þó höfðu samstarfsflokk-
ar í fyrrverandi ríkisstjórn bund-
izt í það, að ná samkomulagi sín á
milli um málið. Nefnd hafði ver-
ið skipuð — tveimur úr hverjum
Jlokki — til að gemja um málið.
Framsóknarmenn beittu sér fyrir
því, að liefndih v3?i;l k-p’ílú^* sam-
an til funda sl. haust, vegna þess
að hinir flokkarnir höfðu ekki
gengið eftir því. Undirnefnd
þriggja manna — úr 6 manna
nefndinni — tók til starfa. Og
samstarfsflokkar fengu að vita í
samtölum og opinberum yfirlýs-
ingum, að við vorum reiðubúnir
til að ganga inn á þá málamiðlun,
sem eg áður greindi. Þetta var
þeim kunngjört. — Og þetta
vissu þeir.
Þau sjónarmið, sem héi*eru því
yfirsterkari, að þéttbýlið fái leið-
réttingu í kjördæmamálinu, eru
að aðrir, þ. e. fólkið út um land-
ið, tapi rétti, missi áhrifavald. Sú
orrusta, sem leggja á í undir
þeim gunnfána, sem Einar 01-
geirsson dró að hún vorið 1958,
til að skera niður framkvæmdir
út um land, verður ekki unnin
nema með því að taka fyrst.
vopnin af þeim sem leggja á til
orrustu við. Hér er kjarni máls-
ins.
Af því er snertir niðurskurð
framkvæmda út um landið geng-
ur ekki hnífurinn á milli Al-
þýðuflokksmanna og Alþýðu-
bandalagsmanna.
Þetta vitum við af margendur-
teknum deilum við áhrifamenn
úr þessum flokkum báðum. Það
er heldur ekki líklegt að forsæt-
isráðherx-ann lýsi hvað eftir ann-
að yfir opinberlega, að hann ætli
að skera niður 40—50 milljónir á
fjái'lögum — vitanlega aðallega
til fi-amkvæmda út urn land —
án þess að hann viti vilja Sjálf-
stæðisiflokksins, sem hann þarf
til þess að koma þessu í gegnurn
þingið. — Og þeir sem muna
framferði nýsköpunarsljói'nar-
innar gagnvart landsbyggðinni
ættu ekki að þui-fa að vera í vafa.
Sá óréttur, sem bændur eru
beittir í síðustu efnahagsaðgerð-
um, samanborið við aðrar stéttir,
ætti að geta opnað augu manna
fyrir því hvað Sjálfstæðisflikkur-
inn þoi-ir að gera eftir kosningar
og eftir að kjördæmaskipuninni
hefði verið breytt.
Þetta mál var ekki sízt hin
þunga undirstaða í ölduróti
stjórnai-slitanna. Og við Fi-am-
sóknarmenn höfðum orðið vax-ir
við hana næsta ómilda oft áður í
stjórnai-samstarfinu. Til þess að
koma fi-am þessum fyrirætlunum
þax-f kjöi’breytinguna í kjöx-dæma
málinu. Minna nægir ekki. Hitt
er annað mál — og skiljanlegt að
það verður látið biða að sýna
tennui’.
Niðurskui-ðinum frestað að
mestu fram yfir tvennar kosning-
ar og stjórninni fleytt áfram með
óreiðuskuldum. Þessi vinnuað-
fferð er flestum svo augljós orðin,
að óþai-ft er að fjölyi'ða um hana,
þótt hinar alvai'legu afleiðingar
komi ekki að verulegu leyti í ljós
fyrr en seint á þessu ári.
Verk og deilur.
Á fyx-i-verandi ríkisstjórn hefur
verið deilt hart af stjói-narand-
stöðunni. Henni hefur verið bor-
ið á brýn að hún hafi svikið lof-
orð sín o. s. frv. — Fáar stjórnir
hafa sloppið við þessi brigsl. Mér
dettur ekki í hug að halda því
fram, að fyri-verandi ríkisstjói-n
hafi verið fullkomin eða lokið því
á tveimur og hálfu ári sem hún
átti að vinna á 4 árum. En auð-
vitað gæti eg talið upp fui-ðu
mikið af framkvæmdum, smærri
og stærri, sem höfðu gjörstrand-
að vegna fjái-skorts, er fyrrver-
andi ríkisstjórn tók við. — Eg
gæti talið stórvirki, sem byrjað
var á í tíð fyrrverandi ríkis-
stjórnar og fjármagn úlvegað til.
Eg gæti talið almennar fram-
kvæmdir .f^veit og y,ið sjó o. s.
frv. Ég' gæti síðast en ekki sízt
falið Jandhelgismáíið. En eg ’læt-
það ógei't. Vei-k ríkisstjórnarinn-
ar verða dæmd á sínurn tíma. —
Bezti dómurinn nú þegar, næst
yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins,
er ákefð þeirra sem rufu stjórn-
arsamstarfið við það að reyna að
sannfæra þjóðina um það að þeir
hafi alls ekki gert það. —
Stjórnarfar Sjálfstæðisflokksins.
Eins og eg benti á áður, er það
stjói-nai'far, sem við nú búurn við,
stjói'nai-far Sjálfstæðisflokksins.
Svipað því verður það. Hann
hefur ekki upp á annað að bjóða.
Alveg sama aðferðin og 1956 —
gi’eiða niður en afla ekki tekna.
Niðui'skurður á framkvæmdum
út um land kemur svo á eftir,
eins og hjá nýsköpunarstjórn-
inni. Með því að hlaupa í felur
núna með sína stefnu og setja
aðra á oddinn, er Sjálfstæðis-
flokkurinn frjálsai'i í því að ausa
yfir þjóðina hinum furðulegustu
lofoi’ðum og skrumi um þá para-
dís, sem hann ætli að skapa á ís-
landi þegar hann taki við. Þessi
aðferð hans er alkunn. Það kæmi
mér alls ekki á óvart, þótt lofað
yrði meiri framkvæmdum út um
land en nokkui-n tíma áður. Þar
munu sjást hin furðulegustu lof-
orð um allar hugsanlegar fram-
farir. — Þetta skrum er allt borið
á borð fyrir þjóðina — og um það
allt verður gerður furðulegur
hávaði — til þess að nota það,
sem yfii’breiðslu yfir brelluna
sjálfa, gjóTbi-eytingu í kjöi'dæma-
málinu og lagabreytingarstefn-
una. — Þar verður x-eynt að nota
skrum-loforðin til þess að reyna
að láta kosningabaráttuna snúast
um þau, en ekki um það, sem
raunverulega er barizt um nú
framar öllu öðru. — Það er okk-
ar að sjá um að þessi brella mis-
takist.
Það er byrjað að lofa frjálsum
innflutningi. Það vita þessir
menn að 1944—46, þegar þjóðin
átti ógengd af erlendum gjald-
eyri, kolsigldi hún sig næstum á
þessai-i stefnu. —
Vitanlega þax-f vei-zlun og inn-
flutningur að vera eins frjáls og
hægt er. En fyrir íslendinga, sem
flytja alli-a þjóða mest út tiltölu-
lega, vei-ður að meii-a eða minna
leyti að miða innflutninginn við
það hverjir kaupa af okkui'.
Það er byrjað að lofa gengis- ,
fellingu, sem allt á að lækka, —
þótt flestir viti, að á ýmsan hátt
þarf ríkið að grípa inn í, til þess
að hún nái tilgangi sínum. —
Það er lofað frelsi til hvers
konar framkvæmda, þótt vitað
sé, að fyrir þjóð, sem hefur tak-
mai-kað fjái-magn og þarf margt
að gera, er óhjákvæmilegt að
vinna að meira eða minna leyti
samkvæmt fyrirfram gerðri
áætlun, m. a. einnig til þess að
hafa framkvæmdir hæfilegar og
foi-ðast ofþennslu — sem af leiðir
kyrrstaða.
Alþýðuflokkurinn.
Eg drap á þessi fáu atriði af
möi-gum, sem borin verða á
boi-ð fyrir þjóðina af Sjálfstséðis-
flokknum í næstu kosningum og
þau munu teljast smá samanbor-
ið við ýmislegt annað. Til þess að
hafa frjálsar hendur við þessa
vinnuaðferð, sem hann telur sína
sigui-sælustu og hefur endurtekið
æofan í æ fyrir hvei-jar kosning-
ar, vill hann ekki sýna stjórnax--
far sitt fyrir kosingar.-Þess vegna
er Alþýðuflokknum skotið fram
fyrir. Enda virðist Alþýðuflokk-
urinn vera eini verkamanna-
flokkurinn í heiminum, sem hef-
ur alveg óskorað traust hjá
íhaldsflokki sinnar þjóðar. Það
vii-ðist heldur ekki á lilviljun
byggt, því að ekki er heldur vitað
xmi neinn sósíaldemókratískan
flokk, sem í ýmsum kosningum
samfylkir eins og bróðir með
íhaldsflokki, t. d. í flcst öllurn
verkalýðsfélögum þjóðar sinnar,
eða kýs boi-gai-stjóx-a og styður
með íhaldinu í höfuðstaðnum.
Manni virðist að það ætti ekki
að vei-a erfitt fyrir Alþýðu-
flokksmenn að átta sig á hvar
komið er.
HEIMA ER BEZT
Marzhefti þessa ái-s er komið
út, Forsíðumyndin er af Svein-
birni Jónssyni byggingameistara
og hugvitsmanni og Ólafur Jóns-
son skrifar um hann skemmtilega
og fi-óðlega gx-ein í þetta hefti. —
Annað efni: Læknisvitjun fyrir
fimmtíu árum eftir Halldór Ár-
mannsson, Frá Tyi-kjai-áni í
Vestmannaeyjum eftir Ái-na
Árnason, Glöggt er gestsaugað
(smásaga) eftir Oddnýju Guð-
mundsdóttur, Ur myi-kviðum Af-
ríku eftir B. Gx-zimek og Gils
Guðmundsson skrifar um manna
nöfn. Þá eru fi-amhaldssögur,
dægurlagaþáttur, Unx bókband,
lausavísur o. m. fl.
Afgreiðslusími Dags og Tímans
á Akureyri er 1166.