Dagur - 21.03.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 21. marz 1959 D A G U R 5 Góðir áheyrendur! Þegar ég fyrir rúmum 3 vikum var beðinn að ljá lið kirkjuvikunni með stuttri ræðu, kom mér fyrst í hug að tala um sumt af því, sent fyrir augu og eyru bæri í messum næstu sunnudaga á eftir og kanna enn betur en áður, hvers virði mér væri kirkjugangan og guðsþjónust- an öll. Bera síðan vitni frammi fyr- ir söfnuðinum og segja frá helztu' niðurstöðum mínum og um leið hvers vegna ég sækti messu vel flesta sunnudaga. Er ég hugleiddi nánar, fannst mér að ræða mín yrði of. opinská, of persónulcg, og að fólk myndi yfirleitt ekki kæra sig um að hlýða á slíkt. En í æskulýðs- messunni síðastliðinn sunnudag fékk ég nýja hvatningu. Presturinn komst m. a. svo að orði, að við hin fullorðnu værum ef til vill ekki nógu opinská í trúmálum gagnvart unga fólkinu, og að við þyrftum að ræða af meiri trúnaði um trúna við hina yngri og hvert við annað. I trausti þess að ég sé engan veginn að þrengja hugmyndum mínum og skoðunum upp á aðra, ætla ég að ræða allopinskátt það, sem mér cr efst í huga úr messugjörðum síð- ustu sunnudaga. Mér er ljóst, að þeir, sem sitja saman í kirkju, haga leitinni ltver á sinn hátt — en jreir geta umborið hver annan. Leiðirnar eru margar, en sennilega liggja þtcr saman að lokum. Skoðanir manna eru marg- víslegar, og þar ríkir skiptingin. Én vegurinn er einn þrátt fyrir allt, sannleikurinn er einn, og „annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur". En umburðarlyndi okkar þarf að ná út fyrir kirkjubekkina. Þeir, sem sjaldan eða aldrei koma í kirkju, leita einnig á sínum leiðum. Okk- ur finnst aðeins, að J>ær yrðu greið- færari vegna J>eirrar ]>jónustu og ágætu starfsskilyrða til sálræktar, sem kirkjan lætur í té. Hvað er það þá í guðs]>jónust- unni, eitt eða-fleira, sem Jaðar til kirkjugöngu — sem er ]>ess virði að varið sé til hálfri annarri klukku- stund á hvíldardegi? Þegar ég beindi allri athygli og eftirvænt- ingu að rannsóknarefninu, varð niðurstaðan J>essi: Hvcrt einasta atriði guðsþjónustunnar cr ntikils virði. Klukknahringingin vekur fögnuð og þakklátsemi, )>ví að eru ]>að ekki forréttindi að mega ganga inn í veglegt musteri og njóta Ijúfr- ar samverustundar í hópi bræðra og systra? Orgelleikurinn, bæn með- hjálparans, sálmasöngurinn, tón prestsins og þjónustan fyrir altar- inu, stólræðan, aldrei bregzt neitt af þessu. Og eins og rauður þráður í gegnum alla messugjtirðina cru hin lifandi kjarnyrði heilagrar ritn- ingar, sem „lyfta hjörtum vorum til himins“. 1 hinu milda andrúms- lofti kirkjunnar eru svo bornar frani bænir og fyrirbænir. Beðið er fyrir sjúkum og ]>eim, scm eiga um sárt að binda, fyrir stjórnend- um landsins, heimilunum og at- vinnuvegunum. Vinir mínir! Ivönnunin lciddi í ljós, að árangur kirkjugöngunnar cr mjög undir söfnuðinum kominn, J>ér og mér, ]>ví að allt starfslið kirkjunnar gerir einatt sinn hlut frábærlega vel. Allt er til reiðu í musteri drottins, dyggilega séð fyr- ir öllum ytra búnaði og formi, og hver efast um, að kraftur meistar- ans og kærleikur sé nálægur, kraft- ur hans, sem sagði: „Hvar sem 2 eða 3 eru saman komnir í mínu nafni, er ég mitt á meðal J>eirra.“ Þá er kornið að því fyrir okkur, sem förum til að hlýða á og þiggja, að opna musterið í eigin hjarta, og takist okkur að opna ]>ennan innsta helgidóm hjartans, svo að hann verði farvegur guðdómsorkunnar, erum við orðin gejendur. Það var þetta, sem gerðist svo greinilega sunnudagana tvo, er minnzt var sjóslysanna miklu og beðið fyrir þeim, sem um sárt eiga JÓN SIGURGEÍRSSON skólastjóri á Akureyri Hvers vegna ég sæki kirkju (Ræða flutt 13. marz 1959 í Akureyrarkirkju) um við þetta: „. .. . og látið sjálfir Hvers vegna sæki ég þá kirkju? Vegna þess að á unga aldri fór ég að binda; slíkt gerist ætíð, þegar menn eru gripnir djúpri samúð og háleitum hugsjónum. Þegar við gleymum okkur vegna þjáninga annarra og leggjum okk- ur fram í takmarkalausri aðdáun á Jesú Kristi, í óeigingjarnri bæn af innstu hjartans þrá til hjálpar og Iíknar, liggja þá ekki allra leiðir inn á veginn eina upp í hæðir himnanna? Er þetta ekki að sam- einast í Kristi? Ég er þeirrar skoðunar og trúar, tilheyrendur góðir, að þótt við sé- um örsmá og lítilsmegandi hvert fyrir sig, getum við unnið andleg stórvirki, er við stillum saman hugi og hjörtu um háleitt málefni, „þeg- ar við látum sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“. Og hér eru næg verk að vinna fyrir kristna söfnuði í dag. Eitt er ]>ó það málefni, sem er mér ríkast í lniga um þessar mundir, og ég er sannfærður um,-að megi vinna mik- ið gagn með enn sterkari samtök- unt safnaða og aukinni kirkjusókn. Þessi hugsjón er ykkur jafnhjart- fólgin og mér, og ég er viss um, að hvert einasta ykkar nærið ltana og eflið á degi hverjum. Þessi hugsjón er: Friður á jarðrilii — friður með ölhim mönnum. Ég trúi því. að fyrr eða síðar renni upp friðaröld hér í heimi, og því fleiri sem vilja jrið, hugsa frið og lifa friðinn, því nær erum við markinu. Við hverja messu biður prestur- inn um frið og fyrir friðnum, og kirkjuge'stir magna 'þær bænir með undirtektum sínum. Sérstakur bænadagur er ákveðinn einn á ári innan þjóðkirkjunnar. En ef fjiil- mennir söfnuðir í mörgum lönd- um sameinast í friðarbæn hverrar messu jafneinlæglega og auðmjúk- lega og presturinn rækir sína at- liöfn, mundi mikið ávinnast, og áhrifanna mundi gæta enn meir í daglegu lífi manna. Hugsum okk- ur, að þánnig væri unnið um all- an hinn kristna heim. Ég er sann- færður um, að eins og myrkrið vík- tir fyrir ljósinu, dvín tortryggni, keppni og úlfúð þjóðanna fyrir líf- geislum bænarinnar. Söfnuðurinn myndar á þennan hátt starfandi prestafélág, svo sem getið er um í fyrra Pétursbréfi. Og nú spyr ég þig, áheyrandi góður: Getur takmark kirkjugöng- unnar verið svo háleitt, að þér sé ætlað að framkvæma messugjörð í musteri þíns eigin hjarta undir handleiðslu sóknarprestsins, þjóns guðs, og annarra starfsmanna kirkj- unnar? Má orða það svo, að þú sért vígð- ur þjónn drottins til starfs í helgi- dómi þinnar eigin sálar? Og þegar sóknarpresturinn hefur upp hend- urnar, og þú lýtur höfði og með- tckur frið og kraft liins Hæsta, hef- ur þú þá.rétt til að senda frá altari þíns eigin hjarta lilgeisla, sem flytja frið og styrk áfram til skjól- stæðings þíns eða ástvinar úti á reginhafi eða í sjúkrahúsi eða hvar, sem liann er? -----o----- „Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, Þótl hafi þau ei yfir hufði þak.“ Þessi orð skáldsins heyrðum við tilfærð í messunni I. marz. Texti dagsins var. úr fyrra Pétursbréfi. „En þér eruð'útvalin kynslóð, kon- tinglpgt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skulið víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undur- samlega ljóss.“ Enn fremur heyrð- uppbvggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags til að fram bera andlegar fórnir, guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist." Sunnudaginn 22. febrúar var texti dagsins úr Jakobsbréfi, 5. kafla: „Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverj- um, ]>á syngi hann lofsöng. Sé ein- hver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann í olíu í nafni drottins og biðjast fyrir yfir honum, og trúarbænin mun gera hinn sjúka heilan. Og drottinn mun reisa hann á fætur, og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrir- gelnar. Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðr- um, til þess að þér verðið heilbrigð- ir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“ Frá altarinu var okkur lesið um Bartimeus blinda, og athygli mín beindist í þetta sinn einkum að einu orði. Jesús segir: „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“ Skipti veru- legu máli, að hinn blindi hefði sterkan vilja á bata, vildi nógu heitt og heilt? Nægði ekki, að hann sýndi auðmýkt og trú? Eða er vilji og einbeitni einn þáttur í hugtak- inu trú, er Jesús segir: „Mikil er trú þín,“ Vinir mínir! Innst í hugskoti mínu hljómuðu þessi orð: Við þurf- um að vilja friðinn, hugsa friðinn, lifa friðinn, og þá mun hann ríkja. Þennan sama sunnudag bað presturinn fyrir sjúklingi, sem var að missa sjónina, og skipshöfninni á togaranum „Júlí“, er þá var sakn- að. Sunnudaginn 1. marz bað prest- urinn fyrir áhöfnum „Júlí“ og vita- skipsins Hermóðs og ástvinum ]>eirra og öllum þeim, sem um sárt eiga að binda. Þetta voru helgar stundir, og allir voru einn söfnuður með presti sínum „til að frambera andlegar fórnir." I djúpri sam- kennd með syrgjandi ástvinum voru kveikt mörg ljós. I einlægri aðdáun á hetjuskap hinna horfnu sjómanna voru sendir kæíleiksgeislar til að lýsa þeim í hinum huldu heimum og umvefja þá ljósinu. Þannig kall- ar drottinn söfnuð sinn á jarðríki til santvinnu við englana — en hans eins er dýrðin. í þetta sinn myndaði öll íslenzka þjóðin einn söfnuð, og hver efast um, að and- legt framlag hennar hafi komið að notum? ,,Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: Gönguin í luis drott- ins.“ Hví skyldu menn ekki enn í dag gleðjast yfir að mega ganga í guðshús? Þar er gott starf unnið og mætti vinna enn meira í þágu frið- ar og líknar og huggunar á þessum tímum stórra örlaga, á þesstim dög- um snöggra veðrabrigða. oft með föður mínum til messu, vandist snemma góðum áhrifum tóns og sálmasöngs og hlýjum straumum bænar og blessunarorða. Vegna þess að fari ég ekki í kirkju nokkra sunnudaga í röð, finn ég til tómleika af sama toga og ungi mað- urinn, sem sagt var lrá hér á mánu- dagskvöldið. Sá var ekki fyrr kom- inn í ókunna stórborg, en hann leitaði uppi kathólska kirkju. Ungi stúdentinn hlóð sig nýrri orku í bæn og hugleiðslu, til þess að vera færari að mæta amstri og atvikum dagsins. Og svo að ég noti líkingit annars ræðumanns hér: „Líkt og hlaða ]>arf rafgeyma iiðru hverju til þess að ]>eir lýsi, sæki ég kirkju til þess að hlaðast krafti og vellíð- an.“ Og gott er að vera minntur öðru hverju á það, sem mestu máli skipt- ir. Af veikum mætti lærist mönn- uni smám saman að tileinka sér ]>á lífsvizku, sem heilög ritning miðlar. Hugleiðum snöggvast þessi orð: „Dæmið ekki . . . .“, og Kristur kom ekki til að dæma. En erum við ekki alltaf að dæma meðbræður okkar, ekki aðeins skoðanir þeirra og atferli, heldur líka hvernig þeir eru gerðir? Ætlumst við ekki til, að aðrir séu eins og við viljum, að ]>eir séu, í stað þess að leyfa þeim að vera eins og þeim er eiginlegt? Orsakir eru olt svo djúpstæðar og duldar, að ógerlegt er fvrir dóm- eiidur að fella réttan dóm. En til allrar hamingju þurfum við ekki að dæma, við ertim leyst undan þeirri gífurlegu ábyrgð. Og í stað þess að senda öðrum neikvæðar hugsana- bylgjur nieð útásetningu og hörð- um dómum, getum við unnið að þroskun livers annars. Leiðirnar eru margar og hverjum leitanda virðiát skaparinn hafa gefið frelsi til að velja sína leið. Við vitum öll, að Kristur lagði mikla áherzlu á sjálfsafneitun og þjónustu við aðra. Sem betur fer, er ekki nema liálfur sannleikur, þegar við segjum um þjóðfélagið, að hver skari eld að sinni köku. Æ fleiri rétta hjálparhönd og senda góðan hug, er ógæfa lýstur livort heldur einstakling eða heil byggð- arlög. Mig langar til að lesa ykkur stutta helgisögn, sem sýnir ljóslega og fagurlega, liver eru laun sjálfs- afneitunar og þjónustu við aðra. Munk einn langaði innilega til að sjá Jesúm, og eftir óralangar föstu- og trúariðkanir skeði undrið: Kristur stóð í ljóshjúpi í klefa lians. En í sama mund hringdi dyraklukkan í klaustrinu, cn munk- tir ]>essi liafði einmitt þennan dag vörð, og átti að sjá fátækum og sjúkum fyrir fæði og hjúkrun. Hann átti í þungri innri baráttu. Átti hann ekki að verða eítir hjá Kristi og láta vesalingana eiga sig í þetta eina skipti? Þeir gætu komið aftur. En að lokum sigraði skyldu- tilfinningin, og liann fór og veitti hinum bágstöddu. hjálp og líkn. Þctta tók nokkurn tíma, og loks komst liann að klefa sínum, sorg- mæddur og niðurbrotinn, því að liann bjóst við klefanum dimmum og tómum. Takmarkalaus varð því undrun lians og gleði, þegar Krist- ur \ar ]>ar enn og sagði með kyrr- látri röddu: „Heíðir þú orðið kyrr, hefði ég farið, en sökum þess'að þú fórst, varð ég kyrr.“ Niðurlagsorðin minna á 25. vers 16. kafla í Matth- eusarguðspjalli. „Hver, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver, sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.“ Kæru vinir! Á tímum stórra örlaga er þjóð okkar ein fjölskylda. Á tímum stórra örlaga skiljum við þau sann- indi, að gjörvallt mannkyn er ein fjölskylda. Ég ætla að lokum að segja frá því hér, hvernig ég nam >au sannindi og lifi þau skýrt og ótvírætt. Það var fyrir nær aldar- fjórðungi, er spænska borgarastyrj- öldin geisaði, og fréttir bárust um sprengjuárásir, þar sem óbreyttir borgarar, konur og börn voru myrt. [ huganum eignaðist ég mynd af móður við vöggu barns síns. Fvrstu áhrifin frá myndinni voru friður og öryggi og kærleikur. En svo kom óttinn, þessi lamandi ótti og ör- vænting, sem greip ekki aðeins kon- una við vögguna, heldur fjölda karla og kvenna. Og ég óskaði þess, að ljúf líknarhönd yrði lögð á hjartastað hinna hrelldu. í einu vetfangi varð mér ljóst, að liver einasta mannssál þráir frið — innst inni þráir hún frið — og ég eign- aðist hugsjón til að vinna fyrir. Styrjöldum fjölgaði og æ fleiri urðii fórnarlömb óttans og eyði- leggingarinnar. Alltaf sat í huga mér konan við vöggu barnsins, frá hvaða landi sem fréttir af hörm- ungum bárust. Hún varð mér tákn þess, að þjóðerni, trúarbrögð eða litarháttur skipta hér engu máli. Allir án undantekningar þrá frið- inn, innst með sjálfum sér, þótt öllum sé það ekki ljóst í blindu sinni og villu. Síðan hefi ég smátt og smátt eignast aðra mynd, þar sem miljónir manna krjúpa á kné, líta til himins og biðja um frið. Og af því að ég er nú staddur í hópi bræðra og systra, ætla ég ekki að skilja neitt undan. Ég sé hvern ein- stakling lialda á livítri rós fyrir vit- um sér og teyga ilm rósarinnar, sem færir hjartanu frið. Og það birtir yfir ásjcmu fólksins. Vinir mínir! Þetta er aðeins hug- smíð mín, eða e. t. v. liefur mér verið gefin lnin. Ég efast ekki um, að hvert og eitt ykkar eigið hug- sýnir og myndir af líku tæi, og um slíkt tölum við ekki að jafnaði. En í þetta sinn geri ég undan- tekningu vegna þess, að hér er um að ræða eina meginástæðuna fvrir því, að ég sæki kirkju. Hvergi eru betri skilyrði fyrir friðarhugsanir en einmitt hér. Og þegar presturinn blessar yfir söfnuðinn, finnst mér um leið aukast ilmur livítu rósanna, sem miljónirnar halda á, og ljóm- irin á andlitum þeirra. Áreiðanlega trúum við því, að Kristur muni ekki yfirgefa kirkju sína, heldur úthella guðlegum krafti yfir þá, sent vilja nálgast hann. Er nokkur fjarstæða að ætla, að kraftbylgjur lians berist um alla jörð frá liverri og einni einustu kirkju? Er nokkur fjarstæða að trúa því, að mennirnir geli tryggt frið á jörð, ef þeir nógu margir vilja friðinn, liugsa friðinn og lifa friðinn með lijálp og íyrir náð guðs? Að síðustu vildi ég mega flytja stutta bæn, sem eignuð er heilögum Franz frá Assisi: Herra, gjör mig tæki þíns friðar. Lát mig gróðursetja ást, þar setn er hatur, fyrirgefningu, þar sem ranglæti ríkir, trú, þar sem er efi, von, þar sem er örvænting, ljós, þar sem er myrkur og gleði, þar sem er hryggð. , Guðdómlegi meistari! Gef, að ég leiti ekki svo mjög huggunar, held- ur þess að hugga, ekki svo mjög að láta aðra skilja mig, heldur að skilja aðra, ekki svo mjög að vera elskaður, heldur að elska aðra, því að með því að gefa öðlumst við, með því að fyrirgefa fyrirgefst okk- ur, og í dauðanum fæðumst við til nýs lífs. (Til athugunar: Ræða þessi er birt hér með góðfúslegu leyfi höf. vegna óska þeirra, sem illa heyrðu í kirkjunni er það var flutt. En í það skipti raskaðist há- talarakerfið. — Ritstj.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.