Dagur - 15.04.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 15.04.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út laugar- dagimi 18. apríl. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. apríl 1959 19. tbl. r sömriu um afnám allra gömlu kjörctemanna ufan Rvíkur í gær flutti „Sóifaxi" 11 flugfreyjur hingað norður og var það snotur hópur. Þessar ungu stúlkur eru á flugfreyjunámskeiði hjá Flugfélaginu um þessar mundir og var ferðin hingað til Akureyrar lið- uríhinni verklegu kennslu. Myndin er tekin á flugvellinum. Yfirflugfreyja Flugfélags íslands, Hólm- fríður Gunnlaugsdóttir, er lengst til hægri. — (Ljósmynd: E. D.). Húsmæðrafundir á Ak. og í Eyjaf. Ungfrú Olga Ágústsdóttir, sem nýlega er rá:ðin hjá SÍS, fræðsludeild, mun koma hingað um næstu helgi og hafa 6 hús- rnæðrafundi á félagssvæði KEA. Fyrsti fundurinn verður í Sól- garði á mánudaginn og sá næsti Dómur fallinn í Tungu- fossmálinu Tungufosmálið svonefnda hef- ur nú endanlega verið dæmt og voru 25 menn sóttir til saka fyrir smygl eða þátttöku í því, en einn hinna 25 var sýknaður. Sakadómur Reykjavíkur taldi sektir hæfilegar frá 2 þús. til 180 þús. krónur, eftir þátttöku hvers um sig. Samtals nema sektirnar rúmlega 1.4 millj. og renna þær til Menningarsjóðs, en hagnaður af smyglinu var gerður upptækur og rennur í ríkissjóð. En hann nam tæplega 190 þús. Kaupendur spíritusins voru einkum leigubílstjórar. Spurningu svarað „fslendingur" dylgjar um „vís- vitandi fréttafölsun" í sambandi við frásögn Dags af tveimur fundarsamþykktum Þingeyinga. Önnur fundarsamþykktin var birt hér í síðasta tölublaði. Sem svar við aðdróttun „íslendings" er hér í dag birt hin samþykktin. Þess er óskað að ritstj. „ísl." geri annað tveggja: Segi það skýrt og afdráttarlaust að Dagur falsi fréttir þessar og taki afleiðingun- um af því, eða taki dylgjur sínar aftur. að Freyvangi á þriðjudag, en síð- an verða 4 fundir að Hótel KEA. Með Olgu verður ungfrú Ingi- björg Þórarinsdóttir húsmæðra- kennari á Laugalandi. — Hér í bænum munu útibú KEA annast úthlutun aðgöngumiða fyrir þá fundi sem hér verða. — Á þessum fundum verður sýnikennsla í matreiðslu, ungfrú Olga flytur erindi um næringarefnafræði með skýringarmyndum óg kvik- mynd verður sýnd. Að síðustu verður bragðað á réttum og kaffisopi drukkinn. Útigöngukind í Skíðadal Rétt fyrir páskana fannst hrútlamb í fjallinu ofan við bæ- inn Þverá í Skíðadal. Þegar átti að handsama það og færa til bæj- ar, hljóp það norður á svonefnda Hamra, en varð þó náð. Eigandi er Sveinn Vigfússon bóndi að Þverá. Hrússi var hinn brattasti og voru á honum mikil horna- hlaup. Telur eigandi líklegast, að hann hafi fennt í hreti í haust, en komist úr snjjónum þegar hlánaði skömmu síðar. Mun það óvenjulegt ef ekki einsdæmi, að lömb gangi af á þessum slóðum. M. A. lokað vegna inflúenzu Menntaskólanum á Akureyri var lokað á mánudaginn vegna inflúenzu. Veiki þessi barst hing- að fyrst í MA, og var svo komið að meira en helmingur nemenda í efri bekkjunum hafði veikzt er skólanum var lokað. í Gagnfræðaskólanum eru einn- ig töluverð brögð að veikinni, en lítil í Barnaskólunum. Ösvífin árás á sjáifstæði héraðanna Stefnt að auknu flokksvaldi Á laugardaginn var höfðu Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn loksins samið við Al- þýðubandalagið um þá gerbylt- ingu, að afnema öll gömlu kjör- dæmin utan Reykjavíkur, en steypa þeim saman í 7 stór kjör- dæmi með hlutfallskosningu og auka þingmannatölu Reykjavík- ur, sem yrði þá 8. kjórdæmið, um 4. Alþingismenn verða sam- kvæmt þessu 60 talsins, 49 kjör- dæmakosnir og 11 uppbótarþing- menn. Fyrstu umræðu um þetta mál var útvarpað frá Alþingi í gær- kveldi. Meginmál frumvarpsins fer hér á eftir: „31. gr. stjórnarskrárinnar orð- ist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð- kjörnir þingmenn, kosnir leyni- legum kosninum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 5 manna kjördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borgar- fjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfells- og Hnappa- dalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðakjördæmi: Barða- strandarsýsla, Vestur-ísafjarðar- sýsla, ísafjarðarkaupstaður, Norð ur-ísafjarðarsýsla, Strandasýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur- Stefán Árnason bóndi í Stóra- Dunhaga andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 8. þ. m. aðeins 58 ára að aldri. Hann var sæmdarbóndi. Alykton almenns kjósendafundar í S.-Þing, um kjördæmamálið Laugardaginn 28. marz 1959 var haldinn almennur stjórnmála- fundur að Laugaskóla í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Var þar fjójmenni sanian komið. Fundarboðandi var Karl Kristjánsson alþingismaður. Fundarstjóri PáH H. Jónsson, kennari, Laugum. Fundarritarar: Atli Baldvinsson, framkvæmdastj., Hveravöllum, og Pétur Jónsson, bóndi, Reynihlíð. Eftir að fram höfðu farið umræður, sem margir tóku þátt í, kom frajn og var samþykkt svofelld tillaga, „Almennur stjórnmálafundur, haldinn að Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu, lýsir yfir því, að hann telur tilræði við héruð landsins tillögur þær til kjördæmabreytinga, sem boðaðar hafa verið af nú- verandi ríkisstjórn og stuðningsflokki hennar, á þá leið: að leggja niður öll núverandi kjördæmi utan Reykjavíkur og taka upp í þeirra stað 7 stór kjördæmi með hlutfallskosningum. Skorar fundurinn á Alþingi að fella þær tillögur ef fram verða lagðar. Telur fundurinn að endurbætur á kjördæmaskipuninni bcri að gera, vegna mikillar fólksf jólgunar, sem orðið hefur á sunmni stö'ð- um, og að þær sé hægt að gera þannig, að allir megi vel við una. Einnig lítur fundurinn svo á, að ljúka beri endurskoðun stjórnar- skrárinnar allrar í heild, svo sem Alþingi gerði ráðstafanir til þegar lýðveldið var stofnað 1944, en ekki taka kjördæmaskipunina fyrir til afgreiðslu sérstaklega." Tillaga þessi var samþykkt nálega ein»-ómf>. Húnavatnssýsla, Skagafjarðar- sýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Sigluf j arðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður- Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaup- staður, Suður-Múlasýsla, Nes- kaupstaður og Austur-Skafta- fellssýsla. Reykjaneskjördæmi: Gull- bringu- og Kjósarsýsla, Hafnar- fjarðarkaupstaður, Keflavíkur- kaupstaður og Kópavogskaup- staður. b. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 2 sex manna kjordæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaup staður, Olafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavík- urkaupstaður og Norður-Þing- eyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmannaeyja- kaupstaður, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í Reykjavík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu. Self angari f órst Á ínánudaginn bárust hingað þær fréttir, að norski selfang- arinn Selfisk hefði brotnað í ísnum norður í hafi, en að mannbjörg hafi þó orðið. — Norskt eftirlitsskip náði mönn- unum um borð og ætlaði að sigla hingað til Akureyrar, og var þess vænzt að það kæmi árdegis í gær. Svo varð þó ekki, því að ísinn tafði. Skip- brotsmennirnir voru 16 talsins. Nánari fréttir af slysinu var ekki unnt að fá í gær. Veiðist í net, en ekki á línu eða f æri Undanfarna daga hafa bátar fengið mjög sæmilegan afla í net hér skammt út á firðinum. Hins vegar hefur ekkert veiðzt á línu eða færi. Ein trillan fékk 2 þús. pd. á mánudaginn. — Bátur frá Sauðárkróki fékk 16 tonn í net út með Skaga nú nýlega. TOGSKIPIN Snæfell landaði 50—60 tonnum í Hrísey í gær. Súlan landaði um 55 tonnum á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.