Dagur - 15.04.1959, Síða 2

Dagur - 15.04.1959, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 15. apríl 1959 Landeyðingarstefna fylgir í kjöffar hinnar nýju kjerdæmaskipunar Kjördæmin spilafé Nú eru uppi þjóðfclagsvið- horf, sem liljóta að vekja at- liygli æskunnar á lands- byggðinni, hvað þau boða dreifbýlinu svonefnda, um íramtíðina og stöðu dreifbýl- isæskunnar í baráttunni fyrir hérað sitt og lífsstöðu í fram- tíðinni. Því er slcngt í andlitið á landsbyggðinni, að hún hafi setið á hlut þcttbýlisins áSuð- vcsturlandi, enda þótt þjóð- félagsþróunin sýni gagnstæða mynd, þá, að Iandsbyggðin hafi í aðaldráttum ekki getað haldið í horfinu á móts við þéttbýlið. Nú er það þjóðráð til heil- brigðra stjórnarhátta, ef marka má ummæli Jóns Pálmasonar, að leggja niður öll kjördæmi utan höfuðstað- arins. Slengja á saman sér- stæðum héruðum, sem í alda raðir hafa þróazt sem sérstak- ar félagsheildir og einingar í allsherjarríkinu, í landssvæð- ar kjördæmi, eftir blýants- strikum stjórnmálaspekúlanta, sem skoða kjördæmin spilafé, en virða ekki söguhelgan rétt hérðanna, sem sjálfstæðar einingar í ríkisheildinni, méð beinni hlutdeild í æðstu stjórn ríkisins, Alþingi. Að veikja máttinn Verðlaunahafi í meðferð móðurmálsins, Bjarni Bene- diktsson, nefndi að verið væri að gifta héruðin og ber þetta vott um smekkvísi hans í notkun 'hugtaka. Nauðunga- giftingar hérðanna er það, sem stjórnarflokkarnir krefjast nú af landsbyggðinni. En hér liggur fiskur undir steini. Reyndir menn, eins og Bjarni Benediktsson, vita, að illa stofnaður hjúskapur leiðir til innbyrðis erja, sem oftast leiðir til slita á samvistum. Það á að siga saman héruð- unum í innbyrðis deilur, sem hljóta að verða afleiðing þess; þegar aðilar eru knúnir til samlags, sem ekki hafa fundið hvöt til samstöðu. Þannig á að veikja mátt dreifbýlisins í baráttunni fyrir hagsmunum þess. Alþingi steypt af sögulegum grunni Landssvæðiskjördæmi, sem ekki byggist á stjórnarfars- legri og félagslegri heild, heldur mörgum sérstökum og sundurþykkum byggðaeining- um, verður ætíð sjálfu sér sundurþykkt og áhrifalítið vopn í löggjafarstarfinu. Nú á að veita Reykvíkingum þau sérréttindi, fram yfir önnur héruð, að fá að halda rétti sín- um sem sjálfstæð eining í rík- inu með hlutdeild í æðstu stofnun ríkisins, Alþingi, sem sjálfstæð heild. Af þessu sést til hvers refirnir eru skornir og hvað er réttlæti á einum staðnum en ranglæti á öðrum. Það er fordæmalaust í lög- gjafarstarfi Alþingis, að hér- uðin, sjálfar einingar ríkisins, hyrningarsteinar allsherjar- þingsins, Alþingis, séu svipt sjálfstæðum áhrifum á lög- gjafarstarfið. Sjálfu Alþingi er kippt af sögulegum grunni, sem það hefur byggt á frá 930, ef lögníð landeyðingarmann- anna nær fram að ganga. Draga á allt vald í landinu til einnar miðstöðvar í höfuð- staðnum, með því að slíta öll bein tengsl annarra ríkisein- inga við löggjafarstarfið. Hví er þessi breyting fyrirhugsuð, að þeim alveg fornspurðum, sem lögníðið eiga að þola? Fulltrúar flokks- atkvæða Hagsmuni héraðanna á að varpa í pott eins hins glæfra- legasta pókerspils, sem kunn- ugt er að pólitískir fjárhættu- spilarar hafa þreytt. Nýju kjördæmin og tala þingmanna mótast að mestu eftir því hvernig þingmenn dragast í dilka, ef pókerinn heppnast. Þannig blasa málin við dreifbýlisæskunni, ef land- eyðingin nær fram að ganga. Það veltur á viðbrögðum hennar, hvort vígstaða dreif- býlisins verður að engu ger eða ekki. Margt byggðarlagið, sem nú á sérstakan fulltrúa á Alþingi, er skoðar sig kjörinn til þess sérstaklega, að fylgja fram málum þess, á torsótta leið, þegar enginn telur sig hafa óbrigðular skyldur við hagsmuni þess, heldur aðeins fulltrúar flokksatkvæða. Ný f járfestingar- stefna Þannig á að drepa áhrif dreifbýlisins í dróma og etja saman héruðunum til óvina- fagnaðar í nauðungarhjóna- böndum landeyðingarmann- anna. Þetta er framtíðin sem stjórnarflokkarnir bjóða dreif býlisæskunni til að koma lífs— bjargarmálum byggðannafram til sigurs. En kjördæmabylt- ingin segir ekki allt, sem vakir fyrir landeyðingar- mönnunum. Þeir veifa fleiri skuggalegum gunnveifum. — Helzti hagspekingur íhaldsins, Ólafur Björnsson, skilgreindi nýlega eðli fjárfestingar eftir því hverjir stæðu að henni. Hann hafði sýnilega vanþókn- un á fjárfestingu þeirri í dreifbýlinu, sem studd hefir verið af opinberri til- stuðlan og nefndi hana póli- tíska. En hin óhefta, frjálsa fjárfesting í þéttbýlinu, sem að dómi beztu hagfræðinga þjóðarinnar hafi sett efna- hagskerfið úr skorðum, taldi íhaldsspekingurinn velþókn- anlega. Sú aðstoð, sem lána- stofnanir, sem beint hafa fjár- magni til atvinnuuppbygging- ar í dreifbýlinu, hafa fengið af opinberri tilstuðlan, svo og stefna fyrrverandi stjórnar, að efla uppbyggingu atvinnufyr- irtækja í dreifbýlinu, er land- eyðingarmönnum mörgum hverjum þyrnir í augum. Helzta „bjargráðið“ Eitt helzta „bjargráð“ stjórnarflokkanna nú er að draga saman opinbera fjár festingu í dreifbýlinu og nota þann sparnað til að lægja verðbólgueld, sem er afleiðing ofþenslu, er stafar af fjár- festingarkapphlaupinu í þétt- býlinu. Uti á landinu hefur fjárfesting ekki valdið of- þenslu á meðan jaðrar við at- vinnuleysi í mörgum byggðar- lögum og verðlag fasteigna er stöðugt. í stað þess að auka fjárfestingu í dreifbýlinu til mótvægis og draga úr fjárfest- ingu í þéttbýlinu, á að skerða hlut dreifbýlisins til þess, að dýrtíðarvaldurinn í efnahags- lífinu fái að dafna. Þetta er ein skuggalegasta gunnveifa landeyðingarmannanna. Fleiri eru á lofti heldur dökkleitar. Mörgum forsvars- mönnum þéttbýlisins, með Einar Olgeirsson og Þjóðvilj- V i / , , , • ' i t . y ann í broddi fylkingar, hefir þótt ganga þjóðfélagsglæpi næst að staðsetja iðnfyrirtæki, eins og sementsverksmiðjuna, utan Reykjavíkur, þótt sannað sé að hún sé betur staðsett á Akranesi en í Reykjavík. Þetta er hláleg skoðun þegar Þjóðviljinn ljær síður sínar undir kenningar um að Reyk- víkingar gætu orðið sjálfs- morðssveit í stórveldaátökum, ef vinum hans í austri mislík- aði svo háttalagið á Miðnes- heiði, að þeir hæfu leikinn með atomsprengju. Á síðum sama blaðs sáust hugleiðingar um fánýti uppbyggingarinnar í dreifbýlinu, t. d. efa um gildi atvinnuaukningafjárins, þótt með tilstyrks þess hafi verið lyft Grettistökum til atvinnu- aukningar úti um land, svo sem aðstoð til sjávarþorpa að eignast austur-þýzku tog- skipin. Ónotaðar auðlindir Norðurlands o. fl. Svo þéttriðin eru aftur- haldssjónarmiðin orðin í höf- uðstaðnum gagnvart réttlætis- málum landsbyggðarinnar. Fordómarnir í sementsverk- smiðjumálinu eru sýnishorn þess skilnings, sem dreifbýlið ætti að mæta, þegar það hyggst hagnýta sér iðnvæð- inguna til mótvægis og at- vinnuuppbyggingar. Nú er það svo, að hagnýting fossorkunn- ar og jarðhitans til iðnaðar, er eina vopnið sem héruðin norðanlands eiga nægilega áhrifamikið til að skapa veru- legt mótvægi í byggð landsins. Margar líkur benda til þess, að Jökulsá á Fjöllum hafi upp á að bjóða þau virkjunarskil- yrði, að orkan sé samkeppnis- fær til stóriðju á alþjóðlegan mælikvarða. Einnig er vitað um margvíslega möguleika að nýta jarðhitann á hverasvæð- unum til efnaiðnaðar, t. d. kís- ilvinnslu við Mývatn. Þetta er á vitorði margra færustu manna þjóðarinnar á þessu sviði. En þrátt fyrir það, er það pólitískt uppfræðsluefni hjá æskulýðsfélögum sumra stjórnmálaflokka í höfuð- staðnum og trúaratriði, að virkja Þjórsá vegna stóriðju, þótt ekkert bendi enp til að virkjun hennar veiti sam- keppnisfæra möguleika. Þetta er raunverulega barátta um endaleikinn, sem getur þýtt líf og dauða mótvægisstefnunnar í byggð landsins. Stóriðjuver til viðbótar á Suðurlandi, sem þyrfti tugi hundraða verka- manna, mundi í einni svipan sporðreisa byggðina í landinu, svo þungur yrði straumurinn. Félli stóriðjuver í hlut lands- byggðarinnar, hefði náðst það mótvægi, sem hefir verið kappsmál landsbyggðarinnar í baráttunni fyrir því að nytja landskosti alhliða. — ÁSKELL EINAKSSON bæjarstjóri í Húsavík sendir þættinum þessa grein, og kunnum við honum þakkir fyrir. Áskell er ungur maður og vaskur, hefir unnið marg- vísleg störf fyrir Framsóknar- ílokkinn og er ótrauður bar- áttumaður fyrir málefni unga fólksins. Á svo tæpri nöf standa framtíðarverkefni í dreifbýl- inu. Svo mikið á framtíð hér- aðanna undir því að æskan dragi réttar ályktanir af við- horfunum, sem við henni blasa nú. Það er sýnilegt, að stefna þeirra flokka, er hyggj- ást höggva á rætur héraðanna og slíta tengsl þeirra við lög- gjafarstofnun þjóðarinnar, er alhliða árás á dreifbýlið og því réttnefnd landeyðing. Skylda æskumannsins Hver sá æskumaður, sem hefir haslað sér starfsvöll úti á landsbyggðinni, sér hver vá er fyrir dyrum, ef ekki er spyrnt við fæti. Æskan á að erfa landið. Því krefst hún, að landskostir og lífsafkomu- möguleikar byggða þeirra, er hún hefur kosið að helga krafta sína, séu ekki forsmáð- ir. Sjálfstæðisbarátta hérað- anna er barátta æskunnar til að helga sér heimabyggð sína, efla hana og margfalda arf lið- inna kynslóða. Skylda æsku- mannsins er að standa vörð um söguhelguð'réttindi hérað- anna, — sem sjálfstæðra heilda með áhrifaaðstöðu í æðstu stjórn landsins, — og réttinn til að vera félagsleg heild og samstillt afl í fram- farabaráttu fólksins til heilla þeirri byggð> sem það hefir helgað lífsstarf sitt og iðju. Nú er engu minni vá fyrir dyrum en þegar ungmenna- félögin hleyptu af stokkunum þeim stjórnmálasamtökum, sem síðar hafa verið sverð og skjöldur byggðanna. Geirum er sérstaklega beint gegn þeim nú. Það á að vængstýfa Framsóknarflokkinn í nafni réttlætisins með kjördæma- breytingunni. Markmiðið er að sundra dreifbýlinu og af- vopna það pólitískt. Þessari árás verður dreifbýlisæskan að hrinda og efla pólitíska samstöðu undir merkjum þeirra samtaka, sem ein hafa ekki tekið þátt í landeyðing- um.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.