Dagur - 15.04.1959, Side 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 15. apríl 1959
Skiif-.toí.i i i fitimtrsit'ivlt !»() -- Sími Il(t(i
UlTSTjÓKI:
F. R L í \ c; 1! R D A V í I) S S (> N
Auglý.sintíasljón:
j Ó N S A M l’ E l. S S O N
Án>:tniíuriiin kn.star kr. 75.00
HUðið kcntiir tu á niiðsikuriognm og
iarifprctögum, jwgar eltii stanria til
Gjalririagi tr 1. júlí
I>?tr.NT\ I RK OI>i)S liJÓPvNSSONAR H.í.
Hinir
nyju
V'
endir
MÁLTÆKIÐ SEGIR, að nýir vendir sópi bezt
og er nokkuð til í því. Þó veltur mest á því, að
vel sé ó þeim haldið. Mörgum þótti vel af stað
farið hjá nýju ríkisstjórninni, þegar hún um síð-
ustu áramót stórlækkaði útsöluverð á ýmsum
vísitöluvörum, svo sem mjólk og kjöti. Þessari
fyrstu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar var fylgt
úr hlaði með hinum mestu glamuryrðum og hún
talin sýna óvenjulega djörfung og hugkvæmni.
Mörgum óbreyttum liðsmanni þótti nú vænkast
hagur sinn, er matarkaupin urðu svo hagkvæm.
En það var gott fyrir Alþýðuflokkinn, að hann var
ekki einn í ráðum að þessu sinni og hefur stærsta
stjórnmálaflokk landsins sér við hlið til halds og
trausts, ef hann getur velt einhverri ábyrgð
þessara niðurgreiðslna á herðar hans.
Niðurgreiðslurnar munu nema kr. 256
milljónir króna á þessu ári, og þar af eru
114 milljónir, sem stjórnin hefur aukið þær
á yfirstandandi ári og án samþykkis Al-
þingis og án þess að jafnframt væru
tryggðar tekjur á móti þessum niður-
greiðslum. Þetta er nákvæmlega sami leik-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn vildi Ieika
1956. Sjálfstæðisflokkurinn vildi þá greiöa
niður verðbólguna án þess að tryggja nokk
urt fjármagn til niðurgreiðslnanna og fá
þannig stundarfrest til setu í ríkisstjóm, en
láta síðan framtíðina um vanskilavíxlana.
Framsóknarflokkurinn neitaði þessari að-
ferð, en forðaði alhliða framkvæmdum og
atvinnulífinu frá algeru strandi með aðstoð
og í samvinnu við hinar vinnandi stéttir.
svo sem kunnugt er.
Það fólk, sem fagnaði himim miklu verðlækk-
unum nokkurra vörutegunda um síðustu áramót,
sem ríkisstjórnin keypti sér vinsældir með í fáar
vikur, vaknaði við þann vonda draum, að mánað
arkaupið lækkaði um 5—800 krónur. Hin skamm-
vinna gleði var á enda, en þá var slegið á þá
strengi, að einhverju yrði að fóma til þess að
stöðva verðbólguna. En stjórnarblöðin vildu tæp-
lega minnast á, að þó var enn eftir að finna þess-
ar 114 milljónir, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið
að verja til hinna nýju niðurgreiðslna.
Nokkur raunabót var þó enn eftir til huggunar
og hún var sú endurtekna yfirlýsing Emils Jóns-
sonar forsætisráðherra, að ekki yrðu lagðir nýir
skattar á þjóðina. Það átti einungis að spara á
ríkisrekstri, sagði hann. Þetta lét vel í eyrum. En
ef einhver hefur enn trúað á töframátt fagurra
orða íhalds og krata, tölvísi þeirra og snillibrögð
í efnahagsmálum, munu þeir hafa orðið fyrir
óþægilegum vonbrigðum, þegar formaður Sjálf-
stæðisflokksins mælti eftirfarandi á landsfundi
flokksins.
„Allar verðlækkanir stafa af því, að
ríkissjóður greiðir niður. Þær niðurgreiðsl-
ur kosta um 100 milljónir króna. Allt það
fé á fólkið sjálft eftir að greiða, ýmist með
nýjum sköttum eða minnkandi frain-
kvæmdum hins opinbera í þágu almenn-
ings.“
í efnahagsmálum hafa hinir nýju vendir brugð-
izt herfilega og var tæpast við öðru að búast.
Þeir voru líka frá upphafi ætlaðir
til annarra hluta. Þá átti áð nota
á bak sveitafólksins og ætti eng-
um að vera það dulið eftir fram-
komið frurhvarp um afnámgömlu
kjördæmanna.
Freyvangur '
DANSLEIKUR verður að Freyvangi laugardaginn 18.
apríl og hefst kl. 10 eftir hádegi.
JÚPITER-KVARTETTINN leikur.
Sætaferðir frá Ferðaskrifstofunni.
U. M. F. ÁRSÓL.
Kjötbúð K.E.A.
tilkynnir nýtt símaníimer 2405
Framvegis höfum vér tvær beinar línur frá bæjarsímanum,
1717 og 2405, auk þess aðrar tvær línxrr í gegnum 1700, skipti-
stöð KEA. Tökum á móti pöntunum frá kl. 8.30 til 9 á morgn-
ana í símum 1717 og 2405, eftir það í allar Iínurnar fjórar. —
Laugardaga er EKKI tekið á móti símapöntunum til
heimsendingar.
KJOTBUÐ
Símar: 1700 — 1717 — 2405, fjórar línur.
SPILAKVOLD
Munið SPILAKVÖLD Léttis í Alþýðuhúsinu sunnu-
dagskvöld kl. 8.30.
Þrenn heildatverðlaún veitt, auk kvöldverðlauna.
SKEMMTINEFNDIN.
GÆZLUKONUR
verða ráðnar við leikvelli bæjarins frá 1. júní til 15.
september í sumar. — Unglingar innan 18 ára koma
ekki til greina. — Væntanlegar umsóknir ásamt heil-
brigðisvottorði sendist undirrituðum fyrir 22. apríl.
F. h. Barnaverndarnefndar
PÁLL GUNNARSSON.
H úsmœðrafundir
fyrir Öngulsstaða-, Hrafnagils- og Saurbæjardeíldir KEA
verða haldnir að Saurbæ, mánudaginn 20. apríl kl. 8.30
e. h. og Freyvangi, þriðjudaginn 21. apríl kl. 8.30 e. h.
TILHÖGUN:
Erindi með skýringarmyndum, frk. Olga Ágústsd.
Sýnikennsla, frk. Ingibjörg Þórarinsdóttir, hús-
mæðrakennari.
Kvikmyndasýning.
Bragðað á réttunum.
Kaffi.
Allar félagskonur velkomnar.
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
FÉLAGSKONUR AKUREYRI
Athugið auglýsingar í útibúunum næstu viku um
HÚSMÆÐRAFUNDI.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Firmakeppni Briclgefélagsins Iiafin
Síðastliðinn þriðjudag hófst firmakeppni Brigdefé-
lags Akurcyrar, og taka 64 firmu og stofnanir þátt í
henni. Hér fer á eftir skrá yfir firmun og spilarana og
síðan tölur um hæstu íyrirtækin eftir 1. umferð:
I.
O
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
21.
22.
23.
24.
25.
26.
27.
28.
29.
30.
31.
32.
33.
34.
35.
36.
37.
38.
39.
40.
11.
42.
43.
44.
45.
46.
47.
48.
49.
50.
51.
52.
53.
54.
55.
56.
57.
58.
59.
60.
61.
62.
63.
64.
F i r m u :
Sjóvátryggingafél. Islands ..
íslendingur...............
Prentverk Odds Björnssonar
Olíusöludeild KEA.........
Pétur og Valdimar.........
l'erðaskrifstofan ........
Raforka ..................
Vcrkst. Jóhs. Kristjánssonar
Afengisverzlun ríkisins ....
Gullsm. Sigtr. og Eyjéilfur . .
Nýja Bíó..................
Rafveita Akureyrar........
Almennar Tryggingar.......
Stéfnir ..................
Bcikabúð Rikku ...........
Byggingavöruverzl. Ak.....
Skóverzl. M. H. Lyngdal ..
B. S. O...................
Hótel KEA.................
Slippstöðin ..............
Skipasmíðastöð KEA........
Verzlun Bernharðs l.axdal .
Valbjörk h.f..............
Járn- og glervörud. KEA . .
Fataverksmiðjan Hekla ....
Drangur ..................
Húsgagnaverkst. Einir ....
Amaréibúðin ..............
Brauðgerð Kr. Jónssonar ..
Þörshamar.................
Rakarastofa Bigga og Valda
Verzlun Önnu og Freyju . .
Skoverksmiðjan Iðunn ....
Verzlunin Drífa...........
Ultíma h.f................
BlaSasálan, Ráðhústorgi 1 .
Vélsmiðja Steindórs.......
K. Jétnsson & Co..........
Fatahreinsurt Vigf. og Arna
Linda h.f.................
Frvstihús KEA ............
Klæðaverksmiðjan Gefjun .
Málflutningsskrifst. R. Stb..
Trésmíðaverkst. Skjöldur ..
Verzlunin Eyjafjörður.....
Electro Co................
Ivvöldvökuútgáfan.........
Vélsmiðjan Oddi...........
Húsg.bólstrun M. Sigurj. ..
Dagur og Tíminn...........
B. S. A. .................
T. Steingrímsson Sc Co. ....
Saumast Jóns M. Jónssonar
Skipaafgr. Jakobs Karlssonar
Vélsmiðjan Atli ..........
Sápuverksm. Sjöfn.........
Hafnarbúðin ..............
Flugfélag Islands h.f.....
Bílasalan h.f.............
Smjörlíkisg. Akra.........
Kjötbúð KEA...............
Efnagerðin Flóra .........
Utgerðarfél. Akureyringa . .
Kaffibrennsla Akureyrar . .
S p i 1 a r a r :
Jón Askelsson
Tryggvi Jónsson
Magnús Tryggvason
Kjartan Sigurðsson
Björn Einarsson
Jéihann Helgason
Jóhann Sigurðsson
Jóhs. Kristjánsson
Skarph. Halldórsson
Friðfinnur Gíslason
Gunnar Sólnes
Knútur Otterstedt
Björn Axfjörð
Þórir Guðjóhsson
Þorvaldur Jónsson
Helgi Pálsson
Rósa jSigurðardóltir
Sveinbjörn Jónsson
Björn Magnússon
Arni Ingimundarson
Egill Jóhannsson
Jakob Olsen
Hinrik Hinriksson
Karl Sigfússon
Friðjón Karlsson
Þorbjiirn Krístinsson
Frím. Guðmundsson
Jón Níelsson
Sigrún Bergvinsd.
Sigurbj. Bjarnason
Dórótea Finnbogad.
Sveinn Þorsteinssora
Baldur Árnason
Haukur Jakobsson
Árni Valdemarsson
Jónas Stefánsson
Örn Pétursson
Mikael Jónsson
Páll Helgason
Rafn Hjaltalín
Friðrik Hjaltalín
Gestur Ólafsson
Ragn. Steinbergssora
Guðm. Þorsteinsson
Baldvin Ólafsson
Magnús Stefánsson
Guðjón Jónsson
Hörður Steinbcrgss.
Þorst. Halldórsson
Ágúst Berg
Sigm, Bjö.rnsson
Karl Friðriksson
Baldur Halldórsson
Ingólfur Þormóðsson
Hjörtur Gíslason
Svavar Zophoníassora
Margrét Jónsdóttir
Gísli Jónsson
Árni Árnason
Þórður Björnsson
Ragnar Skjóldal
Jóhann G. Gestsson
Alfreð Pálsson .
Aðalst. Tómasson
Meðalskor í umferð er 90 stig. Þessi fyrirtæki fengu
yfir 100 stig í 1. umferð:
Rafveita Akureyrar (nr. 12)............. 119 stig
B. S. A. (nr. 51)....................... 115 -
Verzlunin Drífa (nr. 34)................ 112 —
Þórshamar h.f. (nr. 30)................. 112 —
Hafnarbúðin h.f. (nr. 57)............... 111 —
Drangur (nr. 26)........................ 109 —
B. S. O. (nY. 18)....................... 106 -
Vélsmiðjan Oddi (nr. 48)................ 106 —
Kvöldvökuútgáfan (nr. 47)............... 104 —
Verzlunin Eyjafjörður h.f. (nr. 45)..... 103 —
Skinnaverksmiðjan Iðunn (nr. 33) ........ 102 —
Gullsmíðaverkst. Sigtr. og Eyjólfs (nr. 10).. 102 —
Rykfrakkar
Síðir og stuttir.
Mjög vandaðir.
VEFN AÐ ARV ORUDEILD