Dagur - 18.04.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 18.04.1959, Blaðsíða 5
Laugardagitm 18. apríl 1959 D A G U R 5 Afmælisrabb við frk. Jóninnu Sigurðardóttur Sal yfir ám í Víkurskarði - Fór „eins og asni” ú! í heim fi! að læra - Kenndi síöan mafreiðslu í ölium sveifum Suður-Þingeyjarsýslu - Hafði hófelreksfur á Akureyri um 30 ára skeið og sfóð fyrir veizlum þjóðhöfðingja Boris Pasteruak Fröken Jóninna. Sigurðardóttir. sem ;ii!ir þckkja þegar minnzt er á Hótel Goðaíoss, varð áttræð 11. apríl sl. Þegar afmælisumstangi var lokið, skrapp ég heim til hennar að Oddagötu 1S liér í bæ, þar sem hún liefur byggt sér rúmgott og mynd- arlcgt heimili. Blómin vitnuðu um margar lilýjar kveðjur, og rósailmur fyllti stofuna. Hin áttræða kona var hin hress- asta að vanda, skýr í hugsun, hæg- lát en ákveðin. Yfir góðu kaffi var margt spjallað, og fer lítið ekt aí því hér á eftir. Fyrst skal þó hin aldurhnigna heiðurskona kynnt lesendum með nokkrum orðum. Jóninna Sigurðardóttir er fædd að Þúfu í Fnjóskadal en uppalin á Draflastöðum í sörnu sveit. For- eldrar hennar voru Sigurður Jóns- son og kona hans, Helga Sigurðar- dóttir frá Veisu. Systkini Jóninnu voru átta, og þeirra á meðal Sigurð- ur búnaðarmálastjóri. Frk. Jóninna stundaði nám við Kvennaskólann á Akureyri og var síðan í tvö og hálft ár í Danmörku í þekktum skólum. Eltir heimkom- una kcnndi ln'rn matreiðslu víðs vegar um Norðurland. Síðan setti hún á stofn á Akureyri matsölu og hótel, sem hún nefndi Hótel Goða- foss, og hafði þann rekstur um 30 ára bil, og ennþá annast hún fæðis- sölu að Oddagötu Ííí hér í bæ. Jóninna stofnaði Kvenfélagasam- band Suður-Þinge.yjarsýslu, og var það fyrsta kvenfélagasambandið á landinu. Hér er aðeins stiklað á stóru, og er þá komið að spurningum og svörum. Hvað er þér helzi minnisstœit frá teskuáruhum i I'njóskadal? Æskuár mín voru ósköp venju- leg og áþekk annarra krakka á þeim tíma. Til dæmis sat ég ær í Víkur- skarði. Ær frá tveimur bæjum voru hafðar saman. Ég sat jiær á daginn, en jafnaldra min á nóttunni. En sá var gallinn á þessu, að hún þekkti ekki ærnar og gat því ckki gengið Jrær í sundur á morgnana. Ég varð Jtví að fara klukkan 5 á hverjum morgni og skilja ærnar að, og var mér J)á stundum hrollkalt, Jtegar misjafnlega viðraði. Annars Jjótti mér hjásetan skemmtileg. Eg fór stundum með ærnar alla lcið upp á fjallið. Þar var grösugt og gott fyrir þær, og Jjar naut ég út- sýnisins vestur yfir l jörðinn og Ak- ureyri, og voru Jjað fyrstu kynni mín af Eyjafirði. Síðar urðu þau meiri. Flvenœr hófstu svo námið? Fyrst fór ég til Akureyrar og var í Kvennaskólanum Jjar. En urn tví- tugsaldur fór ég til Noregs og var Jjar hálft ár, ejr síðan til Danmerk- ur og var þar í tvö og hálft ár við nám, fyrst í Husholdningsskole Vellegaard í Sorp og síðan í Statens Lærerhpjskole í Höfn. Hvað íim fararefnin? Þau voru nú heldur lítil. Maður fór eins og asni út í heiminn, bæði peningalaus og klæðlaus. Ég átti 319 krónur í peningum, sem var föðurarfur minn, Jjví pabbi var dá- inn. Þá var yfirleitt lítið um pen- inga. Heimili okkar var ekkert efna- heimili, Jjó að enginn sylti. Það hjálpaði, live við ræktuðum mikið af kartöflum og rófum í volgum garði, og skiptum svo á Jjeim og fiski. Lentir ]>ú ehlú i frásagnarverð- um (cvint’ýrum i Danmörku? Nei, segir Jóninna brosandi. Um Jjað sá þröngur efnahagur minn að mestu leyti, að niaður færi ekki að leita sér ævintýra. Náttúrlega kom ýmislegt skemmtilegt fyrir á skól- unum, en flest var það í sambandi við námið og kynni mín af skóla- fólki. Svo hófstu kennslu eftir heim- komuna? Já, þá kenndi ég á matreiðslu- námskeiðum í öllum sveitum Suður Þingeyjarsýslu og víða á Norður- landi. Byrjað var á Halldórsstiiðum í Kinn, en Jjar bjó þá systir mín. Fáir höfðu trú á fyrirtækinu og töldu Jjað hinn mesta éjþarfa að læra að búa til mat, og höfðu jafn- vcl liáðsyrði um Jjað. Ég man vel eftir Jjví, Jjegar ég lagði af stað að heiman frá Draflastöðum. Fylgdar- maðurinn rcið á undan með kof- fortahestinn, en Jjau höfðu inni að halda hina veraldlégu fjársjóði mína og kennslutæki, þar á meðal olíuvél. Ég reið svo á eftir, og Jjaetti hægt farið nú. En ég vandist svona ferðalögum, Jjví að þannig ferðaðist cg á milli kennslustaðanna í jjrjá vetur, 1903—1905. Bílar og vfegir voru Jjá ekki eins og nú. Hvernig var fjárhagsmálið leyst i sambandi við námsheiðin? 1 Jjví sambandi rifjast upp atvik, sem varpar ljósi yfir viðhorf jaln- vel gáfuðustu manna til matreiðslu- kennslunnar. — Ég hitti Þórhall Bjarnarson biskup strax og ég kom að utan. FTann var þá formaður Búnaðarfélagsins. Bað ég hann um styrk til kennslunnar. Þótt biskup- inn væri ljúímennskan sjálf, Jjú var hann fremur vantrúaður á fyrir- tækið. Að síðustu sagði ltann: „Við gætum nú kannske látið yður hafa 100 krónur, ef Jjér endilega viljið reyna þetta.“ Svo bætti hann við: „En konurnar vilja Jjetta ekki.“ A fyrsta námskeiðinu, á Halldc>rsstöð- um, voru 10—14 konttr, og það var venjuleg tala nemenda á námskeið- unum yfirleitt. A jjetta námskeið kom Kristbjörg frá Yztafelli, kona Sigurðar, síðar ráðherra. Kveið ég komu hennár, en ótti minn reyndist ástæðulaus, Jjví Jtað mun vera henni að Jjakka, að mál Jjetta komst í blöðin, og þá komu beiðnir um námskeið úr öllum áttum. Ahugi kvenna fyrir kennslu í matreiðslu og fleiri heimilisstörfum jókst allt- af, og Jjað var skemmtilegt að geta leiðbeint konunum. Hér er rétt að geta þess, að Jjessi námskeið urðu til þess, öðru frem- ur, að Jjingeyskar konur bundust samtökum. Og Jjað var einmitt frk. Jóninna Sigurðardóttir, sem stofn- aði Kvenfélagasamband S.-Þing„ en jjað var frumkvöðull að stofnun Húsmæðraskólans að Laugum. Frk. Jéminna segir mér nú mörg skemmtileg atvik frá ferðum sínum og námskeiðum. Eitt sinn lenti hún í stórhríð og ófærð á Vaðlaheiði. Gisti hún Jjá næstu nótt á góðum sveitabæ vestan heiðar. En Jjar var hún talin „fín“ fröken og var látin sofa í „gestaherberginu", sem var kalt dvraloft, en ekki í baðstofu hjá hinu fólkinu. Upp úr Jjessu fékk hún brjósthimnubólgu. Eftir Jjessa svaðilför hafði hún námskeið að Hrafnagili. Þar voru Jjá að lesa undir skóla Jjeir Friðrik heitinn Rafnar vfgslubiskup og Jó- hannes Jónasson, Eyrarlandsvegi 20 hér í bæ. Þeir þurftu að bragða á hverjum rétti og höfðu ekki minni áhuga fyrir matargerðinni en kon- urnar, Jjótt með öðrum hætti væri. Svo hófst þú sjálfstreðan hótel- rekstur? já, um 1917. og hafði hann frarn undir 1950, eða um 30 ára skeið. Þegar ég byrjaði, kostaði máltíðin eina krónu. — Síðan hefur margl breytzt. En fólkið er Jjó svipað, svo er guði fyrir Jjakka. Frá þessu tíma- bili er margs góðs aö minnast. Mig langar til að biðja fyrir kærar og þakklátar kveðjur til þeirra fjöl- mörgu ágætu viðskiptavina, sem voru gestir mínir um lengri eða skemmri tíma og flestir sýndu hátt- prýði og framéirskarandi framkomu í alla staði. Nöfn vil ég ekki nefna, því að þau yrðu svo mörg, en minit- ingin um hið marga og góða féjlk, sem ég hef mætt á lífsleiðinni og orðið samferða styttri eða lengri leið, yljar mér um hjartaræturnar. Frk. Jóninna Sigurðardóttir er sérstæð kona á ýmsan hátt. í hjá- setunni vantaði hana aldrei kind. Við námið gat hún sér hið bezta orð. Kennslustörf liennar báru ríku- legan og auðsæjan árangur. Hótel Goðafoss var myndarlegt gistihús með fastmótuðum heimilisbrag, strcingum en hiýjum í senn. Þar bar fæðið hinni lærðu matreiðslukonu bezta vitttið, og þar voru drykkju- vísur aldrei sungnar. Frk. Jóninnu var það jafn vel lagið að búa Jjjóðhöfðingjum veizlu og að sinna þörfum hins þreytta og svanga ferðamanns. — Aldrei varð Framhald á 7. siðu. 1 víðkunnu brezku tímariti, — elzta tímariti Breta, — birtist fyrir skömmu í smáþáttum ritstjórans stutt grein um Boris Pasternak og Nóbelsverðlaunin. Virðist ritstjóri jessi hlutlaus og sjálfstæður athug- andi á heimsmálum, og m. a. ritar hann í livert hefti smá pistla um stjórnmálahorfur heims, merka menn og bækur, og er títt ómyrkur í máli. Hér ræðir hann um Paster- nak frá almennu sjónarmiði, en Jjó á sinn hátt: Aumingja Pasternak! Það er auð- sjáanlega jafn hættulegt að skrifa skáldsögur í Sovétveldi eins og að vasast í stjórnmálum. Hann var höfundur skáldsögunnar Zívagó læknir, en sú saga brattt í bág við Flokkslínuna í frásögu sinni um gamla stjórnarfarið og um Október- byltinguna. Bókin kom annars aldr- ei út í Rússlandi, heldur lenti hi'tn í höndurn erlends burgeiss, bóka- útgefanda, sem hafði opin augu fyrir verðmæti sögunnar, lét Jjýða hana og gaf hana éit. Þetta var bæði móðgun og hneyksli og hlýtur að hafa verið nægilega alvarlegt málefni til að brennimerkja Pasternak. Sennilega hafa yfirvöldin talið nægilegt að brennimerkja höfundinn án þess að hafast frekar að. Bókin var komin út, og alkunnugt er að bezta aug- lýsingin er að hallmæla og gagn- rýna ritverk rækilega, því að Jjað eykur aðeins söluna. Þegar nefnd sú, sem úthlutar bókmenntaverðlaunum Nóbels, ákvað að Boris Pasternak skyldi hljóta Jjau að Jjessu sinni, tók liann þakksamiega Jjessum heiðri fyrir bókmenntasnilli sína. En Jjá varð honum á önnur og enn alvarlegri yfirsjón heldur en séi fyrri að leyfa Jjýðingu bókar sinnar. Sovétstjórn- in hefur með liöndum heljarmikla éitgálii fjölda skáldsagna, sem flest- ar eru einskis virði. í stað Jjess að veita bókmenntaverðlaun Nóbels höfundi einhverrar Jjessara galla- lausu skáldsagna frá hugtaksfræði- legu sjónarmiði, en annars því nær ólæsar, létu Svíar augljóslega til- leiðast af allra auðvirðulegustu hvötum að velja áróðursjjrumandi Dánardægur Stefán Randversson, verkamað- ur, Munkaþverárstræti 26, Akur- eyri, andaðist sl. miðvikudag, 64 ára að aldri, eftir langa sjúk- dómslegu. Hann var maður ráð- vandur og duglegur og hinn bezti drengur. Sigurbjörn Árnason, húsgagna- srniður, Eyrarvegi 5 hér í bæ, varð bráðkvaddur sl. miðviku- dag, aðeins 47 ára að aldri. Hans verður síðar getið hér í blaðinu. Frú Elísabet Geirmundsdóítir, Aðalstræti 70, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. Jj. m., og var jarðsungin í gær. Frú Elísabet var fjölhæf listakona. - Útvarp og hlutleysi Framhald af 4. siðu. Það er ekki allt í sómanum um hlutleysi Ríkisútvarpsins, en heilög vandlæting fer þeim illa, sem meta verkin eftir Jjví hver fremur þau, telja Jjað til fyrir- myndar austantjalds, sem Jjeir dæma hörðum dómi hér fyrir vestan. Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði varð fimmtugur síðastliðinn þriðjudag. andbyltingarbók, sem jafnvel fer lofsamlegum orðum um þrælkun- ina á skuggaöld keisaraveldisins, og miður lofsamlegum orðum urn Sovét-þúsundáraríkið, sem leysti Jjað af hólmi! Að öllu athuguðu má Pasternak telja sig stórheppinn að hafa slopp- ið með ávítanir einar og hafa verið gerður rækur tir Bókmenntabanda- lagi Rtissa. Satt er að vísu, að refs- ing þessi gæti verið jafngild Jjví, að vera dæmdur til að deyja úr sveltu, Jjar eð enginn sovézkur éit- gefandi myndi reynast svo óvarkár, að gefa éit nokkuð af Jjví, sem hann framvegis kynni að skrifa, og sam- kvæmt hinni góðu og gömlu reglu, að sá sem ekki vill vinna (en á betur við Pasternak: getur ekki), á heldur ekki mat að fá, Jjá er erfitt að skilja, hvernig hann kærnist hjá að deyja tír hungri, nema Jjá ef til vill með Jjví að snéia baki við béjk- menntum og taka upp almenna vinnu. Samtímis Jjessari opinberu van- Jjóknun var látið fylgja ofulítið mildandi, en fremur kaldhæðnis- legt skril', Jjar sem herra Pasternak var tilkynnt, að kysi hann heldur að flytja til einhvers burgeisalands, Jjar sem Jjessar skaðlegu skoðanir hans og hugmyndir myndu vera vel metnar og uppörvandi, Jjá mætti hann fara sinn veg, ög. Rússland væri Jjá laust við hann. Pasternak ann ættjörð sinni. Og hann kýs alls ekki að fara í éitlegð Jjaðan. Hann hafnaði Jjví Nóbelsverðlaun- unum í liátíðlegu orðalagi, og skrif- aði einnig Krúsév bréf og skýrði honum frá Jjessu áfornii sínu og bað um leyl’i til að mega dvelja framvegis í föðurlandi sínu. Eitt er Jjað sem virðist fremur furðulegt í öllu Jjessu vafstri, og Jjað er liin hlutfallslega mikla lin- kind og vægð í meðferðinni á Past- ernak,- Honum er leyft — a. m. k. í orði kveðnu — að lialda áfrarn að lifa. Honum er einnig leyft að yfir- gefa Rússland. Undanfarið var beitt meiri -liörku við Jjá mennta- menn, sem gerðust brotlegir við reglurnar og dæmdust sekir. Þeim var svei mér ekki leyft að sleppa og fá tækifæri til að dreifa erlendis skæðri gagnrýni og óhróðri um Sovét-Rússland. Ef til vill hefur herra Krúsév skilizt, hvílíka geysi- athygli Jjað myndi vekja meðal menntamanna erlendis, ef merkur rithöfundur væri útmáður eða send- ur í Jjrælkunarvinnu fyrir þann glæp einan, að hafa skrifað ógeð- fellda skáldsögu. Slík meðferð myndi heldur en ekki koma illa heim við háværa kröfu Sovét um persónulegt skoðana- og málfrelsi og afsanna gersamlega Jjau glamur- yrði. Ovíst er nú, hvcr verða örlög Pasternaks, en á hinu leikur enginn vafi, að Krúsév hefur gert bók hans svo víðkunna og íræga, að flestir rithöfundar hafa fyllstu ástæðu til að öfunda hann. — Þegar Pasternak tilkynnti, að liann hafnaði Nóbels verðlaununum, lét hann fylgja með vfirlýsingunni, að þetta væri skrifað af fúsum vilja og frjálsum og ótil- neyddur, en þrátt fyrir fullyrðingu hans, bera ummæli lians greinilega með sér öll merki þvingunar. — Krúsév getur tæplega orðið neitt hissa á tortrvggni hins frjálsa heims við lestur slíkra játninga. Það hafa svo margar slíkar játningar sprottið upp éir hótunum og Jjvingunum. Alltof margar. Flestir munu trúa Jjví, að „Dr. Zlu’vagó“ birti skoðanir Pasternaks sjálfs, og eins hinu, að orðalag afturkallana hans liafi verið lesið honum fvrir, eða hann hafi alls ekki skrifað þetta sjálfur. Lista- maður — og Pasternak er vafalaust listamaður — gerbrevtir ekki skoð- unum sínum og öllu éitsýni svo skyndilega. Helgi Valtýsson. Jóninna Sigurðardóttir umvafin afmælisblómum. Ljósm.: (E. Sig.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.