Dagur - 01.07.1959, Síða 7

Dagur - 01.07.1959, Síða 7
Miðvikudaginn 1. júlí 1959 D A G U R 7 Margf er sér til gamans gert >iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilmniii iin n,| iihi iiiiiiimifti* s - BORGARBÍÓ I SÍMI 1 500 \ AKUREYRINGAR gera sér marga hluti til gamans í tómstundum sín- um, og þær eru margar lijá bæjar- búum. Of margar tómstundir, segja sumir og horfa vanþóknunar- augum til ungra manna og kvenna, sem nú hafa bæði tíma og tækifæri. En sleppum því, þetta hefðum við h'ka gert, ef. ... Ég var að horfa út um eldhús- gluggann núna rétt lyrir kosning- arnar og dreypti á kvöldkaffinu.. Fuglarnir sungu enn sem ákafast í garðinum nn'num og næstu görð- um, eins og þeir eru vanir að gera um þetta leyti árs, nær allari sólar- hringinn. Skyndilega bréyttist söng- urinn. Það var ekki um að villast að eitthvað óvanalegt var að seiði. Ég sagði við mitt jheimafólk með sæmilegum virðuleik, að nú væri kötturinn kominn í nágrennið, það skyldi ég ábyrgjast. Mér brást það ckki, að vizka mín vakti nokkra at- hygli, svo sem til var ætlazt. Einn meðlimur fjölskyldunnar sagði: „Og hvernig veiztu það nú?“ Ann- ar sagði: „Eitthvað er nú karlinn farinn að sjá vel. Engan kött sé ég.“ Og kerla nn'n blessunin sagði: „Ó- sköp geta kosningarnar gert menn skrýtna." En ég lét sem ég heyrði ekki hinar meinlegti athugasemdir, en bað fólkið að taka eftir breyttum söng fuglanna. En til þess að fá skorið úr þessu máli með lullri vissu, var það ráð tekið að far-a út og gera nauðsynleg- ar. athuganir. Því miður sást nú kattarkvikind- ið ekki. En skýringiu átti sér þó eðlilegar rætur og ekki cyperkilegar. Það var maður en ekki köttur, sem sló felmtri á hina vængjuðu vini mína í trjárium og'vár valdur að breytfum sö.ng, Þartia var hann á næstu lóð.dg. horfði upp í tré. Og þrestirnir ætluðu alveg að rifna af vonzku og stungu sér hvað eftir annað niður að honum, tilbúnir að Ititggva. Maður þessi tók nú að bæra á sér, haíði háf mikinn í hendi og gerðist vígalegur. Tilburðir hans voru næsta einkennilegir, og mér sýndust þéir tæplega samræmast eðlilegri hegðun fulltíða manns. Þó var þetta hinn allra bezti ná- granni minn og enginn sprellikarl. En skýringin kom von bráðar. Ná- granni minn heíur áhuga á fuglum og fæst við fuglamerkingar. Hann var einmitt að reyna að ná lítt íleyg um þrastarungum þetta umrædda kvöld, og það sem meira var, það tókst honum. En ekki fást allir við fugla- merkingar. Eg var á leiðinni inn og öll fjölskyldan eftir þessa merkilegu uppgötvun, þegar dularfullur náungi læddist hálf- boginn fyrir húshorn i gagn- stæðri átt. Grunsamlegt athæfi á tólfta tímanum, finnst ykkur það ekki? Það fannst mér. Innbrots- þjófur, hugsaði eg. Jæja, það var gott að hann var ekki að snudda í kringum mitt hús. Eg læddist í humáttina. Kann- ski gæti eg gripið hann glóðvolg- an, staðið hann beinlínis að verk inu, þar sem hann væri að laum- ast inn um kjallaraglugga í mannlausri íbúðinni? Hættulegt eða hvað? Til vonar og vara greip eg arfasköfuna, sem eg hafði gleymt að láta inn síðast. Eg gægðist fyrir hornið, þar sem maðurinn hvarf rétt áður. Jú, einmitt. Þarna var hann hálfboginn framan við gluggann með ílát í hendinni. Jamm. Hafði með sér ílát, ef að hann kæmi ekki þýfinu í vasa sína. Skyn- samlegt kannski. Eg hóstaði óvart. Hann leit á mig stórum ásökunaraugum, rétti upp vísifingurinn og sagði usssss. Nú fór að verða gaman Hann ætlaði sér kannski að gera mig meðsekan upp á part af... . Tveir, maður, þrír, maður, sagði hann torkennilegri röddu. Þetta var undarlega. Einmitt þessi maður átti heima þarna í húsinu, að vísu á efri hæðinni. Fjórir, maður, og kannski fleiri, nú er að verða líf í tuskunum, sagði hann. Maðurinn var sýni- lega orðinn brjálaður. Ekki vissi eg, hvaða flokki hann tilheyrði. (Þetta var rétt fyrir kosningarn- ar!) Og svo skeði það. Hann þreif báðum höndum niður í jörðina og rak upp stríðsöskur mikið. Jú, alveg kolvitlaus. hugsaði eg. En maður skyldi aldrei gera of skjótar ályktanir. Þetta var lax- veiðimaður og hann var bara að tína maðk. Síðan eg sá þessa tvo menn í garðinum verð ég ekki hissa á neinu. Þótt annar horfði upp í loftið og væri vægast sagt ekki gáfulegur á svipinn, þegar hann var að skyggnast upp eftir þrast- arunganum í trénu í garðinum og hinn væri furðu ískyggilegur hvað látbragð snerti, þá voru þessir menn aðeins að eyða frí- stundum sínum á hinn heiðar- legasta hátt. Hér sést yfir Karibastífluna miklu í Afríku. Síórfljótið Zambesi hefur verið stíflað til raforku- og ávcitufram- kvæmda. — Er þetta með mestu mannvirkjum í heimi. i Myndir vikunnar: f | Litli prinsinn f (Dangerous Exil). i i Afar spennandi litmynd, er I f gerist á tímum frönsku i i stjórnarbyltingarinnar. i iAðalhlutverk: | 1 Louis Jourdan, i Belinda Lee, f = Keith Michell. f Bönnuð börnum. f | Viltur er vindurinn | (Wild is the wind). f Ný, amerísk verðlaunafnynd. 1 iAðalhlutverk: Anna Magnaní, i f Anthony Quinn. f f Blaðaummæli: „Mynd þessi \ f er afburðavel gerð og leikur- f f inn frábær. . . . hef eg sjaldan i | séð betri og áhrifaríkari i f mynd. . . . “ — Ego Mbl. f i Bönnuð börnum. i Z s r - Ibúar jarðarinnar Framhald af 4. siðu. kong þar sem þéttbýlið er milli 2000 og 13.000 á ferkílómetra, þá er þéttbýlið mest á eyjum eins og Möltu, Bermuda og Ermarsunds- eyjunum, þar sem þéttbýlið er rúmir 500 íbúar á ferkílómetra. Því næst koma Holland, Mauriti- us, Belgía, Formósa og Puerto Rico, sem hver um sig hafa yfir 250 íbúa á ferkílómetra. Á hinum enda stigans eru land- svæði eins og Spænska Sabara, Grænland, Alaska og Ástralía, þar sem að jafnaði býr einn maður á ferkílómetra. Sé reikn- að í álfum er Evrópa þéttbýlust. Þar eru 84 íbúar á hvern ferkiló- metra. i ■ v;' -Hví þarf að kjósa á sunnudögum? Framhald af 8. siðu. andinn hvíld þann dag? Nei, en hann þarf hvíld daginn eftir. Það ættu þeir að leggja á hinni, sem einkum stunda umhugsun um velferð kjósenda. Laugardagurinn er, eins og nú er komið, orðinn hálfgerður frí- dagur á sumrin, og hjá sumum alger frídagur. Það er því lang- bezt að hætta alveg þessum sunnudagskosningum og kjósa á laugardögum. Þá gætu menn hlustað á úrslitin með góðri sam- vizku og látið sér líða vel. Þá gætu prestamir óáreittir messað á hvíldardaginn, hverju ekki veitir af, og þá myndu menn mæta til starfs á mánudag full- gildir til vinnu. Við Akureyringar munum eiga eina 5 þingmenn á næsta þingi. Því miður eigurn við þá ekki fleiri. Eg skora nú á þessa fimm- menninga að sjá svo til, að næstu kosningar verði á laugardegi. — Þeir, sem því kæmu fram, ættu skilið að fá fjölda atkvæða fyrir það eitt. Kjósandi. Ur ýmsum átíum Bandaríski gervihnötturinn Könnúður IV sézt hér uppi á Júpíter- eldflaug, en vísindamenn frá eldflaugnarannsóknarstöð háskólans í Kaliforníu standa umhverfis. Frá Canaveralhöfða Htnir nýju kjósendur í nýloknum kosningum fékk Framsóknarflokkurinn all- margt atkvæða einungis vegna kjördæmamálsins. Margir hafa metið tryggð við ætíhaga og almcnna skynsemi meira en þjónustu við sinn gamla ílokk. Þetta ber að þakka. Þeir menn, sem hverju sinni kjósa eftir málcfnum en ekki flokkum, eru hinn heilbrigðasti kjarni hverrar lýðræðisþjóðar. í f þetta sinn fylgdu þcssir menn Framsóknarflokknum, og vonandi ber flokkurinn gæfu til þess framvegis að berjast ætíð fyrir þeim málum einum, að þessir nýju kjósendur hans geti átt með honum samleið. ChurcbiII svaiar. Winston Churchill var i jármála- ráðherra í Bretlandi á þriðja tug :ildarinnar,-og þá var hann éitt sinn í vpizlu ‘óg' léúti" við' hliðina á frú nokkurri, sem liafði geysilegan á- huga á stjórnmáluni. Hún lét stöð- ugt múðan mása, lét skoðanir sínar óspart í ljós og var með sífelldar fyrirspurnir, Churchill til mikilla leiðinda. Að lokum greip hún í handlegg hans og sagði áköf: • „Já, og svo er það ástandið í Austurlöndum! Það mál verður nú að leysa! Eftir hverju bíður stjórn- in? Eftir hverju Itíðið þér, herra Churchill?“ „Eg bíð nú eftir kartöflunum,“ var svarið. Eitt sinn var Churchill beðinn að segja nokkur orð við hátíðlegt tækifæri. Hann álti aðeins að tala í tíu nunútur, og hann ætti nú að geta séð af svo stuttri stund, hélt undirbúningsnefndin. „Já, en ég verð að fá að vita um þetta að minnsta kosti hálfum mán- uði áður,“ sagði Churcliill, „svo að ég geti búið mig undir." „Hálfurn mánuði!" hrópuðu nú nelndarmcnn. „Hve langan tírna I. O. G. T. — FyrirhuguS er skemmtiferð templara um næstu helgi. Nánar auglýst í VarSborg og í síma 1528, íimmtudag og föstudag. — Nefndin. þyrftuð þér þá til undirbúnings á klukkustundar ræðu?“ „Þrjá daga,“ svarað'i Churchill, nelndarmönnum til mikillar u'ndr- unar. „En ef þér ættuð nú að halda jtriggja klukkustunda ræðu, Sir Winston?" „Þá gæti ég byrjað strax!“ Blómasending. Enska skáldið og leikarinn Noel Coward (f. 1899) bjó eitt sinn á gistihúsi i París. Það var verið að setja á svið leikrit eltir hann. Dag nokkurn, eftir um jrað bil vikudvöl á gistihúsinu, lór Goward til dyra- varðarins, lékk lionum nafnspjald- ið sitt og sagði: „Viljið jri'r nú gera svo vel að senda fallegan blónrvönd til síma- stúlkunnar hérna og láta jretta nafnspjald fylgja með. Látið svo færa kostnaðinn á reikninginn minn.“ „Hún verður mjög hrærð yfir þessari hugulsemi yðar,“ sagði dyra- vörðurinn. „Hrærð,“ endurtók Goward og lyfti brúnum, „ég hélt, að hún væri dáin.“ Nýtízkuheimilið. Enska skáldið Graham Grccn (f. 1904) hel'ur eitt sinn lýst nútíma- heimilinu 'á þennan hátt: " „Það er staðurinn, jrar sem mað- urinn bíður Jress á kvöldin, að kon- an sé tilbúin, svo að Jrau geti farið út.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.