Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Föstudaginn 31. júlí 1956 Fjölsótt íþróttamót Héraðssambands Suður-Þingeyinga að Laugurn HÉRAÐSSAMBAND Suður-Þing- cyinga hílt íþróttamót að Laugum sunnudaginn 19. þ. m. Formaður sambandsins, Oskar Ágústsson, sctti mótið með ræðu og stjórnaði því. Þá fór Iram guðsþjónusta, sem sr. Sigurður Guðmundsson annaðist. Síð'an var gengið undir fánum til íþróttavallarins. í íþróttakeppninni voru þátttak- cndur frá flestum sambandsfélög- unum. Fyrstu menn í hverri grein íþrótta voru þessir: Langsfökk: ■ Atli Dagbjartsson Hástökk: 5.99 m ■ Jón A. Jónsson Þrístökk: 1.55- Jón A. Jónsson Stangarstökk: 12.45- Örn SigurSsson Kúluvarp: 2.73- Guðm. Hallgrímsson Kringlukast: 12.09- Guðm. llallgrímsson • Spjótkast: 36.39- Arngrímur Geirsson 100 m hlaup karla: 42.07- Arngrímur Geirsson 400 m hlaup karla: 11.06 sek. Stefán Óskarsson 61.30 - Eyjólfur hyggst synda yfir Ermarsund Eyjólfur Jónsson er fræknasti sjósundmaður, sem ísland hefur nokkru sinni átt. Hann hefur synt frá Reykjavík til Akraness, frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, frá Vestmannaeyjum til lands, frá Kjalarnestanga til Reykja- víkur, að ógleymdu Drangeyjar- sundi. — Eyjólfur hyggst synda yfir Ermarsund í haust. Hann fer í því skyni utan eftir fáa daga. Góðar óskir allra landsmanna fylgja honum. Í500 m hlaup karla: Valgarður Egilsson 4.37.8 mín. 3000 m hlaup karla: Tryggvi Stefánsson 10.51.5 — 80 m hlaup kvenna: Emilía i-'riðriksdóttir 11.4sek. Langstökk kvenna: Emilía F'riðriksdóttir 4.44 m Hástökk kvenna: Margrét Jóhannsdóttir 1.30 — 100 m bringusund karla: Valgarður Egilsson 1.21.1 mín. 100 m frjáls aðferð karla: Valgarður Egilsson 1.20.3 — 4 x 50 m boðsund karla: Umf. Reykhverfingur 2.40.1 — 50 m bringusund kvenna: Svala Halldórsdóttir 47.2 sek. Stigahæstu einstaklingar urðu: Arngrímur Geirsson og Atli Dag- bjartsson með 16 stig hvor. Stiga- hæsta félagið var Umf. Efling með samtals 56 stig. Að íþróttakeppni lokinni fóru fram skemnuiatriði í íþróttasal skól ans. Þar íluttu ræður Skúli Þor- steinsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Hlöðver Þ. I-Ilöðversson. Sýnd var kvikmynd frá Soginu. Kristinn Þorsteinsson söng einsöng með undirleik Áskels Jónssonar. Að lokum var stiginn dans. Þriðjudaginn 21. júlí hélt Skúli Þorsteinsson, framkvæmdastjóri LIMFÍ fund að Laugum rneð hér- aðsstjórn Héraðssambands Suður- Þingeyinga og stjórnum santbands- félaganna. Fulltrúa vantaði aðeins frá einu félagi, en þeir voru 20 samtals. Á fundinum var rætt um áhugamál og störf ungmennafélaganna. Ríkti mikill áhugi á fundinum. Mikill Jrurrkur var Jtcnnan dag, og komu fundarmenn margir um langan vcg að eríiðu dagsverki loknu. Skúli Iicfur nú boðað sams konar fundi í Ungmennasambandi Eyja- íjarðar og Ungmennasambandi N orður-Þ ingey inga. Var það ölvun, er olli hótelbrunanum oiikla í Stallieim í Noregi? Olvuðum bílstjórum fjölgar í Kaupmannahöfn ÞAÐ er stundum látið í veðri vaka, að þar sem áfengissala sé algjörlega frjáls, sé allt í stakasta lagi. Stað- reyndirnar segja þó oftast aðra sögu. I síðastliðnum mánuði tók lög- reglan í Kaupmannahöln 277 ölv- aða bílstjóra við akstur, og hefur sJíkum afbrotum fjölgað mjög í seinni tíð. Fyrstu íimm mánuði þessa árs voru t. d. teknir 1000 bif- reiðastjórar, sem staðnir voru að ölvun við akstur. Svona er það í hinni dönsku höfuðborg. Árið 1958 létu 13 manns lífið í Kaupmannahöfn vegna ölvunar bifreiðastjóra, og af þessum þrettán dauðaslysum vorujrað í flestum til- fellum bílstjórarnir sjálfir, sem létu lífið, eða 10 alls. Blaðið Folket í Ósló segir svo: „Var það áfengið, sem var orsök hótelbrunans i Stalheim? Margt bendir til þess, og orsök brunans virðist nú liggja ljóst fyrir. Norsk- ur fararstjóri er grunaður um að hafa farið ógætilega eð sígarettu, og lögreglan fullyrðir, að það sé bafið yfir allan efa, að bruninn hafi ált upptök sín í herbergi þessa manns. Það er einnig upplýst, að farar- stjórinn var mjög ölvaður þetta kvöld og nóttina, sem bruninn varð. Fyrst drakk hann með þrem félögum sínum og síðar með ein- um. Hann yfirgaf herbergið klukk- an hálftvö um nóttina, en skömmu síðar hvarf fararstjórinn einnig úr herberginu. Eftir frásögn annarra gesta slangraði hann síðan um and- dyri og ganga og vad mjög mikið ölvaður. Fararstjórinn, sem verið hefur í stöðugum réttarhiildum hjá lögreglunni, neitar að hafa sýnt nokkra óvarkárni, sem hefði getað orsakað brunann. Hann viðurkenn- ir Jró að hafa drukkið áfengi. í þessum bruna létust alls 24 menn. Af þeim voru 20 konur. Þær voru flestar amerískir ríkisborgarar. Stalheimbruninn er einhver hin mesta harmsaga sinnar tegundar, scm gerzt hefur í Noregi um langt skeið, og enn [>á hörmulegri verður þessi bruni, þegar það kemur í ljós, að áfengið stendur þarna á bak við. Frá Afengisvarnanefnd Akureyrar - Fjórðungsmót hesta- manna á Sauðárkróki Framhald af 1. siðu. skjótt „laus höndin", ef ekki var tekið í taum og hæfileg fjarlægð látin afstýra blétðugum bardaga. Sýning hinna útvöldu. Stóðhestum, tömdum hryssum og géiðhestum var riðið nokkra hringi um svæðið að loknum verðlauna- veitingum. Munu J>á margir liafa litið knapana öfundarauga, og er )>að mjög að vonum. Áseta nokkurra knapanna mátti vera betri, og Jjví skal skotið inn til athugunar, hvort ekki væri rétt við slík tækifæri að knapar klæddust líkum fötum og snyrtilegum án undantekninga, til að auka ánægju viðstaddra og glæsibrag á sýningu mestu gæðinga landsins. Kappreiðarnar. Úrslit í 350 m stökki urðu Jiau, að fyrstur varð Gulur frá Torfum, annar varð Garpur frá Dalsgerði og þriðji Blesi frá Sauðárkróki. í folahlaupi, 250 m, varð Þota frá Akureyri fyrst. Næstur varð Kirkjubæjar-Blesi, og Sokk i frá Grófargili varð þriðji. f 300 m stökki varð Gammur frá Akureyri sigursælastur. Annar varð Skuggi frá Ytri-Völlum og þriðji Ljóska frá Akureyri. Tvcnnt er Jtað sérstaklega, sem þarf úr að bæta á kappreiðunum. Hið fyrra er, að sctja þarf upp „startbása", en hitt er J>að, að betur Jrarf að velja knapa eftir þyngd en nú er gert. Leiðinlegt er að sjá þau endurteknu vandræði við enda hlaupabrautarinnar, hvc illa geng- ur að „staðnema" hrossin á línunni. Rólegu hrossin, sem standa kyrr lengi vel, rnissa að lokum Jiolin- mæðina vegna taugaæsings hinna, sem snúast, prjóna og rífa taumana af knöpunum. Þessu verður ekki ráðin bót á nema með startbásum. Algild regla Jjarf svo að ríkja um þyngd J>á, sem kappreiðahestar eiga að bera á sprettinum. Omurlegt er að sjá hesta með fast að 200 punda menn á bakinu á meðan aðrir hest- • ar berj' fjtótiaí .byíði ái »6{irú/vega- •lengd. Úr Jiessu ætti að verða auðvelt að bæta. Áseta og lleira viðvíkjandi reiðmennskunni cr mjijg mjsjöfn, en vonandi stendur [jað ti) bóta hér eftir, eins og framför undanfarinna ára í Jjessu efni hcfur bent til. Um drykkjuskap hestamanna verður ekki. [jölyrt hér, en aðeins skal bent á [jað, að í sambandi við reiðmennsku ætti ekki allt að vera leyfilegt. Vel Jjolir fjéirðungsmót hesta- manna á Sauðárkróki dagana II. og 12. júlí að á Jretta sé minnzt, svo margt var ]>ar með ágætum. Þess má geta, að á móti J>essu kom ]>að glöggt í ljé>s, hve Akur- eyringar og Eyfirðingar eiga mörg úrvalshross og hestamenn í betri röð. Starfsmenn mótsins. Steingrímur Arason, Sauðárkróki var formaður úndirbúningsnefnd- ar, Egill Bjarnason sýningarstjé>ri og Haraldur Árnason vallarstjé>rí. Yfirtímavörður var Guðjém Ingi- mundarson. Dómarar kynbótahrossa voru Gunnar Bjarnason, Björn Jónsson, Akureyri og Sigfús Jónsson, Blöndu ósi. Góðhestana dæmdu Steinþór Gestsson, Hæli, Steingrímur Oskars- son, Sökku, og Jónas Haraldsson á Völlum. Nokkrar gjafir í Minningarsjóð Hauks Snorrasonar ritstjóra Blaðinu hafa borizt þessar gjafir í Minningarsjóð Hauks heitins Snorrasonar ritstjóra: Sigurður O. Björnsson Kr. 500.00 Haraldur Sigurðsson .. 150.00 Ólafur Benediktsson . . 150.00 Steingrímur Jóhanness. 500.00 Jón Samúelsson 500.00 Arnh. Skaptadóttir .... 150.00 A. Einarsson 300.00 Björn Þórðarson 150.00 Jóhann Kröyer 200.00 Frímann Guðmundss. .. 150.00 Kári Johansen 200.00 Gunnl. Jóhannsson .... 150.00 Geir S. Björnsson .... 200.00 Þórður V. Sveinsson . . 150.00 Gunnar Þórsson 150.00 Haraldur Helgason .... 150.00 Sigm. Björnsson 150.00 Jón Jónsson, Skjaldarst. 500.00 B. Eiríksson 300.00 Ásgr. Stefánsson ....... 500.09 Ragnar Ólason........... 300.00 Jóhann Frímann ......... 300.00 K. Þorsteinsson......... 200.00 A. Guðmundsson......... 200.00 Z. Árnason ............. 200.00 Hólmgeir Þorsteinsson 200.00 Jón Oddsson............. 100.00 Örn Snorrason.......... 1000.00 Eldjárnssysturnar .... *500.00 Árni Jóhannesson .... 100.00 Ó. Ó.................... 100.00 Eiríkur Sigurðsson .... 200.00 Ólafur Jónsson.......... 100.00 Halldóra Bjarnadóttir .. 100.00 Anna Arngrímsdóttir . . 100.00 Bernharð Stefánsson .. 1000.00 Halldór Sigfússon .... 100.00 Maríanna Halldórsdóttir 100.00 Magnús Gunnlaugsson 200.00 Erlingur Davíðsson .... 2000.00 Sæmundur Guðmundss. 300.00 Jóhann Pétursson .... 789.50 NOTKUN BÆJARBÍLANNA Fyrir nokkru bar svo við, að kona. brezks ráðherra skrapp í verzlun á bíl ráðuneytis þess er bóndi hennar bar ábyrgð á. Al- menningsálitið í Bretlandi for- dæmdi J>etta atvik. Fólk með ríkan siðferðisþroska mótmælti því, að biíreið þess opinbera væri notuð til einkaþarfa ráð- herra eða fjölskyldu hans. Ráð- herrann varð að segja af sér. I Danmörku kom nýlega fyrir atvik, sem varð til þess, að einn ráðherra dönsku stjórnarinnar, sá sinn kost vænstan að segja af sér ráðherradómi. Maður þessi hafði Guðmundur Sveinsson tekur við ritstjórn Samvinnunnar GÚÐMUNÍ)ÚR Syeinsson, skóía- stjóri Samvinnuskéilans að Bifröst hefur verið ráðinn ritstjóri Sani- vinnunnar. Honum til aðstoðar við blaðið verða þeir Dagur Þorleifsson og Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, báðir ungir Samvinnuskólamenn. Gísli Sigurðsson, blaðamaður við Samvinnuna, er tekinn við ritstjórn Vikunnar. notað aðstöðu sína til að komast yfir flösku af góðu víni. Ekki hefur maður um það frétt, að íslenzkir ráðherrar hafi komizt í slíkan vanda, hvort sem ríkri ábyrgðartilfinningu er að þakka eða minna aðhaldi al- menningsálitsins.' En lítum okkur nær. í bænum okkar fer mikrl, 'opinber Jrjónusta fram. Hefur það nokkurn tíma borið við, að bílar opihberra stofnana í bænum, væru notaðir í einkaþágu?. .HÉC éci’- :]>essaú spurningu varþað- fram- til- athug- unar af því tilefni, að mætir borgarar hafa hvað eftir annað fært J>að í tal og talið misnotkun. Vel væri það, ef ágizkanir þess ar væru rangar. Ástæða er þó til að minna á nauðsynlegt aðhald í þessu efni og fulls heiðarleiks í meðferð sameiginlegra tækja. Konur í Svarfaðardal, sem sóttu fræðslufund Jiann, er K. E. A. og fræðsluncfnd S. í. S. gcngust fyrir, og haldinn var á Dalvík 2. júlí sl., senda hlutað- eigendum beztu þakkir fyrir þá fræðslu og skcmmtun, sem þær nutu þar. Borgar Bíé opnað á ný og sýnir nú á Super Optica Radiant breiðtjaldi Hlé var á sýningum í hálfan mánuð, vegna uppsetningar á nýju sýningartjaldi oð ýmsra annarra lagfæringa og stækkun- ar á senuopi. Tjaldið er amerískt, af allra nýjustu gerð: Super Optica Radiant, það eina sinnar tegund- ar hér á landi. Cinemascope- myndir eru nú sýndar á rúmlega þriðjungi stærri myndfleti en áð- ur og með nýjum, þýzkum lins- um, sem gera þær skýrari og gefa þeim meiri dýpt. Vista- Vision-myndir einnig sýndar með þýzkum linsum og stærri en áður. Sýningar hófust aftur síðastl. sunnudagskvöld að viðstöddum fréttariturum og var næstum hvert sæti skipað, en salurinn tekur 300 manns í sæti,og allir sem í Borgarbíó koma, þekkja hve vel fer um mann í þeim. Munu endurbætur þessar verða vel metnar af bæjarbúum og einnig af þeim mörgu, sem sækja bíóið úr sveitunum í kring og af öðrum sem bæinn gista. Fyrsta myndin, sem sýnd var á nýja tjaldinu, var stórmyndin: Helena fagra frá Tróju og naut hún sín mjög vel á svona stóru tjaldi, enda er þar um stórkost- lger senur að ræða og íburður myndarinnar mikill, enda ein af allra dýrustu myndum, sem teknar hafa verið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.