Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagxjm
DAGUR
kemur næst út fimmtu-
daginn 6. ágúst. ii,
XLII. árg
Akureyri, föstudaginn 31. júlí 1959.
40. tbl.
Frá fjórðungsmóti hestamanna á Sauðárkróki
-8
!
Snæfell, Akureyri, með 1834 mál síldar á leið til Krossaness. — fLjósmynd: E. D.).
SÍLDARAFLINN ER NÚ ORÐINN YFIR
MALOG
TUNNUR
Minni veiði í nótt — Flotinn hefur nú fært sig
nokkru austar — Snæfell hefur aflað 9700 mál
og tunnur — Sigurður Bjarnason hefur aflað
rúmlega 7000 mál og tunnur
Síldarleitin Siglufirði 30. júlí.
Minni veiði var í nótt undan-
farið. Aðalveiði var á Grímseyj-
arsundi og nokkur skip fengu
síld á Þistilfirði. Veiðievður var
gott.
Krossanesi 30. júlí.
Hingað eru komin 15500 mál í
bræðslu og sennilega kemur eitt-
hvað í dag. Síðustu skipin, sem
komu með síld, voru Snæfell
með rúm 1500 mál og Sigurður
Bjarnason með 524 mál.
Stöðva níu konur
Heklu og
u?
Þernurnar á Esju og Heklu
hafa boðað verkfall frá og með 5.
ágúst n.k. hafi samningar ekki
tekjzt fyrir þann tíma. Fara þær
fram á prósentur af seldu fæði
með sömu skilyrðum og þernur á
m.s. Gullfossi hafa, en þernurnar
á Heklu og Esju hafa til þessa
haft fast mánaðarkaup oggreidda
yfirvinnu. Er hér um að ræða 5
þernur á Heklu og 4 á Esju. Ná-
ist ekki samkomulag við þern-
urnar fyrir 5. ágúst stöðvast
Hekla og Esja.
Hjalteyri 30. júlí.
Um 23 þús. mál í bræðslu og
2200 tunnur í salt. Akraborg
landaði 673 málum í gær og hef-
ur alls landað hér 4800 málum
til verksmiðjunnar og Haförnin
um 6000 málum.
Hrísey 30. júlí.
Hér er búið að salta í 2 þús. tn.
síldar. Síðast í gær kom Garðar,
Rauðuvík, með 500 tunnur.
Ólafsfirði 29. júlí.
Nokkur síld barst hingað í gær
og í dag. Hún veiddist út af
Siglufírði og var því ný og fersk,
en blönduð, svo að mjög mikið
gekk úr henni. Kristján kom í
gær með 350 tn., Þorl. Rögn-
valdsson með 400 mál og lagði
Búið mun vera að salta nær
140 þús. tn. samtals. En búið
var að semja um sölu á 150
þús. tunnum. Er því brátt bú-
ið að salía upp í samningana.
Fulltrúi frá Sovétríkjunum er
staddur hér á landi og við-
ræður um meiri sölu síldar til
Rússlands fara nú fram, en
um niðurstöður af þeim við-
ræðum er blaðinu ókunnugt.
130 tn. af því í frystihúsið, en hitt
fór í bræðslu. í dag kom Kristján
aftur með 350 tn., Stjarnan með
600 tn., Stígandi með 330 tn. og
Farsæll með 400 tn.
Söltunarstöðvar eru tvær og
búið að salta um 6 þús. tunnur.
Þorskafli er að glæðast.
Dalvík 30. júlí.
Búið mun vera að salta fast að
14 þús. tn. síldar. Hér eru nú
skipin Fagriklettur með ca. 1100
tn., Bjarmi EA með 350, Bjarmi
VE með 200 og Baldvin Þor-
valdsson með 150 tn. Saltað er á
þrem söltunarstöðvum.
Mikiíl glæsiforagur og f jöldi gæðinga
reyndur þar á kappreiðimuni
HIN síðari árin hefur þróun hrossa
ræktar á íslandi beinzt inn á nýjar
brautir. Véltæknin leysti hestinn
af hólmi að mestu leyti sem þarf-
asta þjón búandmanna og eina far-
artækið um strjálbyggt og ógreið-
íært land.
En íslenzki hesturinn, sem hefur
samhætzt landinu í þúsund ár, er
allra hesta þolnastur og í'óthvatast-
ur, gerir minni kröfur til fóðurs en
aðrir hcstar og heíur undraverða
fjölbreytni í gangi, sem er algerlega
cinstök. Skeið og tölt þekkist ekki
hjá nokkru öðru hestakyni og cr
algerlcga íslenzkt fyrirbrigði og dá-
samlegir eiginleikar. Þessi ljöihæfni
í gangi virðist tæplega eiga sér
nokkur takmörk, þar sem gæðing-
ar og góðir hestamenn leggjast á
eitt.
Hrossarækt, svo og meðferð tam-
inna hrossa, beinist nú að því að
koma upp reiðhrossum, gæðingum,
körlum og konum til skemmtunar
fyrst og fremst. Reiðmennskan er
jafngömul íþrótt og landsins byggð
og auðvitað varð lnín lil a£ brýnni
nauðsyn, en er nú ánægjuauki og
heilsubrunnur þéttbýiistolks fyrst
og fremst, sem með því að fara á
hestbak og hleypa úr hlaði við-
heldur lílsnauðsynlcgum samskipt-
um við náttúru landsins.
Hestamenn um iand allt hafa
stofnað hestamannafciög og sam-
bönd hestamannatélaga. Þeir eiga
Ijölda stóðhesta, sem yndi er á að
horfa og eíalaust verða feður fjöl-
margra snjallra gæðinga íramtíðar-
innar, og þeir halda stór mót, þar
sem sýndir eru beztu hestar lauds-
ins, viðstöddum til ánægju og sam-
anburðarlróðleiks.
Fjórðangsmótið á SauÖárhróki.
Dagana II. og 12. júlí var haldið
fjórðungsmót hestamanna á Flugu-
skeiði við Sauðárkrók. Þar voru
saman komnir úrvalsgripir úr Norð
lendingaij<)rðungi, og Reykvíking-
ar Ijölmenntu eiimig að sunnan og
voru vel ríðandi. H\er gæðingurinn
kvar þarna öðrum fegurri og snjall-
ari, svo að unun var á að horfa.
Margt var þarna líka góðra hesta-
manna, þótt ekki væri án lýta.
Mótið hólst á laugardaginn 11.
júlí. Þá ióru frarh undanrásir í
kappreiðum, hrossamarkaður o. 11.
A sunnudaginn var mótinu lram
haldið með þeim hætti, að hesla-
menn riðu í íylkingu um Sauðár-
krók og til skeiðvallarins undir íán-
um. Var það hin legusta sj<m og
vakti verðskuldaða athygli. Þ;i var
hlýtt á blessunarorð sr. Gunnars
Gíslasonar, setuingu miksins og
ræðu Þorst. Sigurðssonar, formanns
Búnaðarlcl. íslands. Logn var, heið
skírt veð'ur og hiti mikill. Jörffin
nötraði aí hóiaspili gæðinganna og
30—40 stóðhestar lctu til sín heyra.
Tamdar hryssur.
Hraínhildur Péturs Þorvaldsson-
ar á Akureyri varð hlutskcirpust af
tömdum stóðhryssum. Önnur varð
Fluga frá Sauðárkróki, en þriðja
Drottning frá Víðimýrarseli..
Góðheslar.
Fyrstu verðlaun góðhesta hlaut
Haukur Guðm. Sigurðssonar á
Sauðárkróki, annar varð Draumur
írá Kristnesi en þriðji Blakkur frá
Fleiði eða Nautabúi. En þar voru
vissulega tlciri góðhestar og hreinir
snillingar saman koninir.
Stóðhestar.
Dómnefnd úrskurðaði Goða frá
Álftagerði bezta stóðhestinn. Eig-
andi hans cr Hrossaræktundarsam-
band Nolðurlands. Annar var And-
vari írá Varmahlíð, og þriðji í röð-
inni Hrafn frá Hólum.
Ekki var trútt um að stóðhestarn-
ir vildu láta meira að scr kveða en
til var ætlazt á þessum stað. Segja
má, að þeir væru tilbúnir í hvað
sem var. Þeir lctu til dæmis ckki
tíniann fara til spillis, ef eigcndur
þeirra tóku tal saman og taumur-
inn leyfði, en heilsuðust svo scm
slíkum er títt mcð grenjum miklum
og ögrunarlátbragði. Svo varð þchn
Framhald á 2. siðu.
Hópreið inn á Fluguskeið. — (Ljósmynd: E. D.).