Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 31.07.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Föstudaginn 31. júlí 1959 VIGSLUBISKUP HEFUR VERIÐ KJÖRINN í HÓLASTIFTI Sigurður Stefánsson prófastur á Möðruvöllum verður vígður að Hólum í næsta mánuði Ymis fíðindi úr nágrannabyggðum EINS og kunnugt er af fréttum, hefur nýlega farið frani kjör vígslu- biskups í Hiilastifti forna í stað sr'. Friðriks J. Rafnars, sem lézt 21. marz sxðastliðinn. Kosinn var sr. Sigurður Stefáns- son, sóknarprestur á Möðruvöllum, og hlaut liann 15 atkvæði, en 28 prestar kusu. Sr. Friðrik A. Frið- xiksson, sóknarprestur ;i Hxisavík, fékk 11 atkvæði, og scra Benja- mín Kristjánsson, sóknarprestur í Grundarþingum, 2 atkvæði. Séra Sigurður Stefánsson er 55 ára að aldri, fæddur 10. nóv. 1903 á Bjargi við Reykjavík, og voru for- eldrar hans hjónin Stefán Hannes- son frá Litla-Botni og Guðrún Matthíasdóttir frá Fossá í Kjós, sx'ðar veitingakona í Reykjavík. Sigurður lauk sttxdentsprófi 1924 og embættispráfi í guðfræði við Háskóla íslands í febrúar 1928, og hafði þá áður um skeið stundað nám við Hafnarháskóla. Hann tók prestsvígslu vorið 1928 til Möðru- vallaklausturs, og var þá aðeins 24 ára. Hefur hann þjónað því brauði síðan og Bægisárprestakalli forna að auki frá 1941, er það var saln- einað Möðruvöllum. Sr. Sigurður hóf búskap á Möðru- völlum þegar við komu sína þáng- að og bjó þar lengi stóru búi, en hefur nú minnkað við sig og leigt hluta prestsetursjarðarinnar undan farin þrjú ár. Hús öll liefur hann byggt upp, íbúðarhúsið eftir brun- ann 1937 og sléttað hið víðlenda, gamla tún og fært út að miklum mun. Skólamál og mörg fleiri menn- ingarmál í héraði hefur séra Sigurð- ur látið til sfn taka og ritað nokkuð i' blöð og tímarit. Utvarpserindi hans, einkum um ævi séra Jóns Þor- lákssonar á Bægisá, hafa vakið at- hygli, en séra Sigurður er nú að skrifa bók um þennan fræga fyrir- rennara sinn. í sýslunefnd hefur séra Sigurður átt sæti síðan 1951, og í fleiri trún- aðarstöður hefur liann verið kjijr- inn af sveitungum sínum og hér- aösbúum. Prófastur í Eyjaf jarðarprófasts- dæmi varð hann 1954, og sumarið 1956 var hann fulltrúi vígslubisk- ups Hólastiftis á Skálholtshátíðinni og oftar kjöri séra Friðrik J. Rafnar hann að staðgengli sínum síðustu árin. Við formennsku hans í Presta- félagi hins forna Hóiastiftis tók sr. Sigurður árið 1955. Sr. Sigurður Stefánsson á Möðru- völlum er mikils virtur kennimaður og mjög vinsæll. Hann er snjall ræðumaður og hinn virðulegasti maður, hvar sem lxann fer. Vel nxun hann valda þeirri særnd, sem hann hlaut við hið norðlenzka biskupskjör. Sr. Sigurður er kvæntur Maríu Agústsdóttur, cand. phil. úr Reykja vík, og eiga þau fjögur böm. Ráðgert er, að biskupsvígsla fari fram seint í næsta mánuði að Hól- Frá Hagstofu íslands KAUPLAGSNEFND hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. júlí 1959, og revndist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunntölu vísitölunnar 1. marz sl. um, og verður sr. Sigurður hinn fjórði vígslubiskup i Hólastifti. Eru hinir: Séra Geir Sæmundsson, Akureyri, 1910-1927. Séra Hálfdan Guðjónsson, Sauð- árkróki, 1928-1937. Séra Friðrik J. Rafnar, Akureyri, 1937-1959. Séra Sigurður Stefánsson. Tóku þeir allir vígslu í Hóla- dómkirkju, en fyrsta biskupsvígsla fór þar fram 30. jx'ilí 1797, er síðasti Hólabiskup, Sigurður Stefánsson, vígði Geir Vídalín Skálholtsbiskup og siðar biskup yfir öllu landínu. Geta má þess til gamans, að Sig- urður Stefánsson Hólabiskup var einmitt vígður prestsvígslu til Möðruvalla í Hiirgárdal eins og al- nafni hans, hinn nýkjörni vígslu- biskup, og gegndi þar prestsemb- ætti um nokkur ár. Undanfarna daga hefur ferða- mannastraumuninn verið mjög mikill .á Norðurlandi. Margt er um útlendinga. Ferðaskrifstofur upplýsa, að aldrei fyrr hafi eins margir útlendingar gist landið, sem ferðamenn. En ferðaskrifstofur og gistihús veita hins vegar ekki upplýsingar um fjölda ferðamanna í heild og geta það ekki, vegna þess hve margt ferðafólk sneiðir nú hin síðari ár fram hjá gististöðum. Þetta fólk ekur á sínum eigin bifreiðum, hefur með sér tjald og nesti og hvers konar viðleguút- búnað og leitar friðsælrarinnar á fögrum stöðum, helzt langt frá glaumi þéttbýlisins, og þarf minni eyðslueyri en ella mundi. Hið dásamlega veðurfar und- anfarnar vikur dregur fólkið ’hingað norður, og víst er það velkomið. Það slær upp tjöldum á fögrum stöðum, svo sem hvar- vetna má sjá nálægt þjóðvegum. Börn og fullorðnir njóta sólar, útivistar og friðsældar hina fögru sumardaga. Og fararskjótinn stendur tilbúinn til heimferðar ef veðurguíimir skipta skapi. En hin milda veðrátta undanfarið hefur síður en svo raskað þeim unaðssemdum ferðalanganna, að eiga nokkurra daga samneyti við Fréttaritarar blaðsins í næstu sýslum segja grassprettu óvenju góða en þurrka daufa þar til nú um helgina. Hólum í Hjaltadal 29. júíí. Þurrkleysur hafa verið fram að siðustu helgi, en þá kom góður þurrkur. Hey voru töluvert hrakin ,en grassprettan er betri en undanfarin sumur. Sumir bændur eru að enda við að slá fyrri sláttinn og er grasið orðið úr sér sprottið. Súgþurrkun er óvíða á bæjum, en þar sem hún er, gengur heyskapurinn mun betur.. — í Húnavatnssýslum munu þurrkar hafa verið betri. Ófeigsstöðum 29. júlí. Hér er sólskin og blíða, góðir þurrkar um helgina, en stopulir þangað til. Ástandið hefði ekki verið gott, ef súgþurrkunar, sem nú er hér á flestum bæjum, hefði ekki notið við. Flestir bændur munu vera búnir að hirða fyrri slátt. Nú ná saman fyrri og síðari sláttur eftir að tún urðu svo stór, sem nú er. Sprettan er ágæt á túnum, en útengjaheyskapur er víðast hvar alveg úr sogunni. * „Eg hef haft,“ sagði fréttamað- urinn ennfremur, „ágætt hey- skaparfólk úr Reykjavík — framkvæmdastjórn SÍS, og þá gekk nú, — hirtum hey í hlöður um 5 þús. kr. virði á tveim dögum.“ Skógrækt ríkisins er að ljúka við að girða Fellsskóg í landi 6 jarða. náttúru landsins þegar hún skartar sínu fegursta. Hins vegar takmarkar gisti- húsaskorturinn erlendan ferða- mannastraum og virðist allfjarri skapgerð íslendinga að laða hingað erlenda gesti í því skyni að afla með því gjaldeyristekna. Sá háttur var á hafður í þetta sinn, að fé var ekki rúið fyrr en um 20. júlí. Lítið hefur veiðzt af laxi í Fljótinu ennþá. Vatnið er flesta daga kolmórautt vegna hitanna. Sauðárkróki 29. júlí. Héraðsmót ungmennafélaganna fór fram um helgina, en var lítið sótt, því að allir voru önnum kafnir við heyskapinn. — Mikið hefur verið hirt af heyjum síð- ustu daga. Atvinna er hér góð og afli tog- báta góður, afli handfærabátavar einnig góður, þar til nú, að hann er misjafnari. HVARVETNA þar, sem er- lendur her dvelst, gengur hið svokallaða siðferði úr skorð- um, því að ekki tíðkast það ennþá, þrátt fyrir fjölbreytt- an og fullkominn útbúnað hermannanna, að þeir hafi með ser konur. Sannast þá hið fornkveðna, að „þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir“. Verndarar okkar hinir banda- rísku leita íast eítir félagsskap ís- lenzkra kvenna undir yíirskyni vin- áttunnar, ekki sízt vegna þess meðal annars, að hér er kvennahold ekki opinber verzlunarvara, svo sem víða tíðkast annars staðar. . Þingvellir, liinn fornhelgi staður íslendinga, hefur oít verið leik- vangur drykkjuóðra manna og kvenna, sem félagasamtök hafa hó- að þar saman til fjöldafunda. En þegar hinir erlendu verndar- ar tóku að stunda ólifnað með ís- lenzkum konum á þessum stað i stórum stíl, rumskuðu menn og fundu til nokkurs sársauka. Jafnvel hinurn frjálslyndustu þótti ekki hæfa að þjóðgarðurinn á Þingvöll- um væri gerður að lyrsta opinber- um saurlífisstað landsins. Bliiðin víttu framferðið og kröfð- Nú er Sauðárki'ókur síldarbær. Búið að salta hér urn 2 þúsund tunnur, en undanfai'in sumur hefur varla sézt hér síldar- branda. Fosshóli 29. júlí. Ljómandi veður, hitinn var fast að 30 gráður í Bárðardal um helgina. Sprettan er feikna mikil og algert einsdæmi. Eg var að skoða nýræktarsléttu hérna um daginn og gekk þá fram á 4 kindur, sem eg sá ekki fyrr en eg kom fast að þeim, svona var grasið hátt. En þurrkleysur, jafnhliða góðri sprettutíð, valda því að víða vex grasið of mikið Framhald á 7. siðu. ust synjunar fararleyfa hermanna á Þingvöll, og bar það viðunandí árangur. Hneykslið á Þingvöllum sýnir það glöggt, að íslenzk stjórnarvöld þurfa sterkt aðhald alménnings- álitsins og skelegga baráttu þjóð- hollra tnanna fyrir helgum, söguleg- um verðmætum. NORÐUR á Siglufirði urðu þau tíðindi á laugardaginn var, að hundruð ölóðra manna brutu meg- inhlifta af húsbúnaði á Hótel Höfn, flestar rúður hússins og skrámuðu innveggi þess svo mjög, að talið er að þurfi nokkrar vikur til að gera það samkomuhæft á ný. Á laugardaginn var landlegudag- ur og fjöldi manns í landi. Lög- reglan beitti táragasi, flutti fjölda manns í steininn og um borð í skipin, ýmist dauðadrukkna eða öl- óða. Hér var ekki útlendingum um að kenna þau æðislegu skrílslæti og spellvirki, sem framin voru. Stór- kostleg slagsmál urðu, misþyrming- ar og þjófnaður framinn. Blöð og útvarp hafa skýrt ræki- lega frá atburði þessum og birt myndir af verksunnnerkjum. Þcssi atburður er smánarblettur á íslenzkri sjómannastétt og þjóðar- skömm. Berserksgangur og ölæði ís- lenzkra sjómanna á Siglufirði og ástríða sunnlenzkra kvenna til þerriblaðsþjónustu við erlenda her- menn eru hliðstæður og eiga rætur í svefndrukkinni siðferðisvitund þjóðarinnar. Nótinoi kastað af bátaþilfarinu Skýrt hefur verið frá merki- legri nýjung, sem vélbáturinn Guðmundur Þórðarson frá Rvík hefur notað á síldveiðunum fyrir norðan. Hefur báturinn enga nótabáta, heldur hringnót, sem kastað er af bátaþilfarinu. í ann- ai'l’i bátasiglunni stjórnborðs- megin, sem áður var notuð fyrir nótabát, er komið fyrir blökk og nótin dregin eingöngu inn með henni. Lætur skipstjórinn, Haraldur ðgústsson, vel af þessari veiðiað- ferð, og telur að nú sé gengið úr skugga um, hvernig bezt sé að beita henni með góðum árangri. 1 30 ár hefur mikið magn smasíldar verið á Pollinum og Eyjaiirði innanverðum, en Iítið verið hagnýtt. Hér er verið að seíja síldina í beitukassa og krían lætur slíkt hnossgæti ekki fram hjá sér íara. (Ljósmynd: E. D.). Mikill ferðaman nastraumur um Norðurland undanfarna daga BERSERKIR Á SIGLUFIRÐI OG ÓLIFNAÐUR Á ÞINGVÖLLUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.