Dagur - 02.09.1959, Page 2
D AGUR
Miðvikudaginn 2. september 1959
2
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
GENGIÐ ÚT AÐ LÁTRUM
í fjörunni framan við Látra á Látraströnd.
Fram á síðustu áratugi var ekki
laust við að einhver ævintýra-
ijómi hvíldi yfir nafninu „Látrar“
við Eyjafjörð.
Látrar var bær mikillar sjó-
sóknar og þar bjuggu fyrrum
„hinir almáttugu“ Látrabræður.
Menn sóttu þangað til sjóróðra
víða úr Eyjafirðinum og drógu
ærna björg í bú. Var þar oftast
fjölmennt og athafnasamt, einnig
gengið af kappi til glímu og fleiri
röskra leikja. Er lífinu á Látrum
og Látraströnd skemmtilega lýst
í „Virkum dögum" Hagalíns og
þaðan einnig margs getið „í ver-
um“ Theódórs og fleiri ritum.
Þarna gekk Látra-Björg lengi
um garða og orti meðal annars
þessa vísu:
Látra aldrei brenni bær
blessun guðs því veldur.
Þangað til að Kristur kær
kemur og dóminn heldur.
En nii er hljótt að Látrum og
Látraströnd. Látrar eru komnir í
eyði fyrir alllöngu og síðan einn-
ig bæirnir milli Látra og Greni-
víkur: Grímsnes, Sker, Hrings-
dalur, Svínárnes o. fl. allt inn
að Hjalla og Finnastöðum. Þarna
voru þó fyrrum stór heimili, sjór
sóttur af harðfengi og rekinn
góður sauðfjárbúskapur. Látra-
strönd hefur löngum alið frábæra
sjómenn og atorkumenn. Strönd-
in er harðbýl og ekki vel fallin til
ræktunar. Þar varð annað hvort
að duga eða drepast.
Oft stóð eg á hlaðinu á Stóru-
Hámundarstöðum og horfði aust-
ur yfir Eyjafjörð. Látraströndin
blasti þar við. Undirlendi sýndist
nær ekkert og fjöllin ganga niður
í sjó og sums staðar glitti í fossa,
sem féllu fram af sjávarhömrum.
Hn'sey skyggir á Látra og fleiri
yztu bæina. Vermenn sögðu oft
hlýrrá og fyrr gróið á Látra-
strönd en Árskógsströnd. Brekk-
ur og hlíðar Látrastrandar horfa
við vestursólinni, en Áskógs-
strönd liggur opin fyrir norðan-
næðingnum. En snjóþungt er á
báðum þessum stöðum.
Eg hafði aldrei komið í Látra
og fýsti að líta þar á landið og
athuga gróðurfarið. Fékk eg til
fylgdar tvo kennara, Árna M.
Rögnvaldsson og Gest Olafsson í
gönguför frá Svínárnesi út að
Látrum 20. júlí.
Við gengum hægt með hafur-
task okkar og stönzuðum oft til
að athuga umhverfið, enda tók
ferðin um 6 klukkustundir. Ak-
vegur er enginn, en aðeins grýtt-
ar og krókóttar götur, sjaldfarnar
í seinni tíð.
Fjöldi Iækja og nokkrar smáár
falla niður hlíðarnar og verður
að stikla yfir þær flestar á stein-
um. Heyrt hef eg, að sjómenn, er
fóru þarna á trillubát, frá Greni-
vík út af Látrum, hafi talið milli
80 og 90 læki og ár á þeirri leið,
a. m. k. í vorleysingum. Sumir
lækirnir reyndust þurrir nú, en
fjöldamargir eru þeir samt, enda
eðlilegt, því að hér er mikið úr-
komusvæði og snjór liggur í
fjöllum langt fram á sumar, t. d.
í Kaldbak.
Við komum fyrst að Svínárnesi.
Þaðan flutti bóndinn síðastliðið
vor. Nýlega er orðið bílfært
þangað frá Grenivík og brú kom-
in á Svínána. Svínárnes er talin
góð jörð og byggist sennilega aft-
ur, undirlendi nokkurt þar og
meira miklu en álengdar sýnist
og sæmileg ræktunarskilyrði þar
og einnig á Grímsnesi og Látr-
um. Kafgras var á túnum eyði-
býlanna. Stóðu nokkrar geitur,
ásamt hafri sínum og kiðlingum,
í túninu á Grímsnesi.
Ofan við Svínárnes fer talsvert
að bera á kjarri, sem nær alla
leið út yfir Látra. Munu nokkrar
kjarrleifar einnig vera innar í
hlíðunum og vera nær samhang-
andi við skógana í mynni
Fnjóskadals. — Kom mér á
óvart að finna svo víðlent skóg-
arkjarr á Látraströnd. Er kjarrið
greinilega í vexti og hafði til
dæmis lokað gömlum götum og
troðningum. Vetrarbeit hefur
líka alveg létt síðan bæirnir fóru
í eyði. Víða er kjarrið aðeins
hnóhátt en all þroskamikið hér
og hvar í gilbörmum og brekk-
um. Einna þroskalegast er kjarr-
ið í Látrakleifum, eru þar til 3—4
m.háar birkihríslur ogreyniviður
innan um. í kjarrinu er aðalblá-
berjaland mikið og leit vel út
með sprettuna,
Seint um kvöldið náðum við
félagar út að Látrum í þoku og
úðaregni. En þarna er fremur
þokusælt, einkum uppi í fjöllun-
um.
Á Látraströnd er skipbrots-
mannaskýli og gistum við þar í
góðu yfirlæti. Reyndist skýlið vel
um gengið og allt í góðu lagi,
rúmbeddar, hitunartæki o. s. frv.
Eiga menn þakkir skilið fyrir
góða umgengni. Sums staðar hafa
fylliraftar valdið spjöllum og
spillt umbúnaði á slíkum stöðum
og er það óhæfuverk og óþokkum
einum samboðið, að stofna lífi
nauðstaddra í voða, þegar helzt
er hjálpar þörf.
Heldur er eyðilegt á Látrum
nú. Hinn mikli bær, sem Hagalín
lýsir, rifinn til grunna og rústir
einar eftir. Rafstöð var þar kom-
in, enda vatnsafl nóg, en nú er
allt þögult og yfirgefið.
Sjávargata Sæmundar skip-
stjóra og annarra Látramanna
grær sem óðast grænu grasi og
steinar berast í lendinguna.
Nokkrir bátar sáust á handfæri
skammt utan við Hrólfssker. í
vestri blasir við Svarfaðardalur,
Ólafsfjarðarmúli og fjöllin allt til
Sigluness. Þoka lá á sjónum ann-
að veifið, en sól skein á hlíðarnar
fyrir ofan.
Hægviðri eru oft á Látrum,
þótt hvöss hafgola blási um
Eyjafjörð þegar innar dregur. —
Fjallið er grýtt, en undan urðinni
koma hvarvetna upp lækir og
tærar lindir. Þarna vaxa skjald-
burkni, skollakambur og þús-
undblaðarós í stórum, fögrum
brúskum. Minnir þessi burkna-
gróður á Héðinsfjörð og Vest-
firði. Bláklukkulyng og hin hvítu
blóm skollabersins skreyta kjarr-
ið og lyngbrekkurnar á stórum
svæðum og sóldöggin seyðir til
sín smáflugur í mýrinni ofan við
Látra. Túnið var kafloðið og
margt fé á beit.
Ríkjandi grös: Vallarsveifgras,
skriðlíngresi, snarrótarpuntur,
túnvingull og hvítsmári. Af
fremur fágætum jurtum í Látra-
landi má nefna kollstör, villilin,
gullstör, jöklasóley, dvergsóley
o. fl.
í Fossdal, utan við Látra, eru
grózkumiklar lyhg- og kjarr-
brekkur. Stirnir þar hvarvetna í
hin hvítu blóm skollabersins. En
ýmsar fjalljurtir vaxa alveg nið-
ur að sjó.
Upp af Fossdal gengur Trölla-
dalur til hægri, en til vinstri er
brött brekka í Uxaskarð, en um
IÍÓK ÁRSINS 1959:
Á STJÓRNPALLINUM
Efitr Ingólf Kristjánsson.
Einstætj í sögu íslands er hið
svonefnda tólf mílna stríð, sem
hófst fyrir réttu ári, þegar brezka
heimsveldið sagði íslendingum
stríð á hendur, með þeim hætti,
að láta herskip sín hindra ís-
lenzku varðskipin í störfum, og
efna til átaka, sem oftast hafa
boðið heim bráðum voða fyrir
varðmannasveit landhelgisgæzl-
unnar. Þetta ruddalega tiltæki
Breta gagnvart friðsamri ná-
grannaþjóð hefur vakið athygli
um allan heim, og mun eiga rík-
an þátt í að tálga af hinni brezku
þjóð síðustu leifarnar af því áliti,
að hún vilji vera vörður réttlæt-
isins og verndari smáþjóðanna.
Ekki hefur verið hlustað bet-
ur á aðrar fregnir sl. ár, hér á
landi, en fréttirnar frá landhelg-
isgæzlunni. Þjóðin er einhuga í
þessu vafalausa réttindamáli, og
fjöldi erlendra manna hefur tek-
ið í strenginn með íslendingum.
Það má því teljast fyllilega við-
eigandi, og raunar sjálfsögð hátt-
vísi gagnvart þeim mönnum, sem
staðið hafa „í eldinum“ fyrir
hönd íslenzku þjóðarinnar, að
gefa landsmönnum kost á að
eignast bók um landhelgisgæzl-
una ,byggða á öruggum heimild-
um.
Kvöldvökuútgáfan h.f. á Ak-
ureyri hefur nú séð vel fyrir
þessu, og gefið út ævisögu Eiríks
Kristóferssonar, skipherra á for-
ustuskipi landhelgisgæzlunnar,
Þór, en Eiríkur hefur starfað
samfleytt á varðskipunum frá því
að íslendingar tóku þau mál í
sínar hendur fyrir rúmum aldar-
þriðjungi. Eru viðbrögð hans og
öll stjórn í hinni vandasömu bar-
áttu sl. ár fræg orðin, svo að út-
koma þessarar bókar mun áreið-
anlega verða vel þegin. Ingólfur
það skarð lá gamla leiðin til
Keflavíkur og var það löng bæj-
arleið.
Grýtt er á Trölladal og há-
fjallalegt og hrikalegt. Jöklasól-
ey, laukasteinbrjótur, fjallhæra,
smjörlauf, rjúpnastör, skollafing-
ur, grámulla, fjallsmári o. fl.
Oræfajurtir gægjast þar upp úr
urðinni. Refir gögguðu þar uppi í
hlíðinni. Heim í skýli komum við
félagar þreyttir af göngunni og
hituðum strax te úr 6 íslenzkum
Kristjánsson, rithöfundur, hefur
fært bókina í letur, en skipherr-
ann sefir frá. Sætir furðu, að
þeim skuli hafa tekizt svona
fljótt, að koma ritun bókarinnar
í framkvæmd á slíku annríkisári
skipherrans, en þó er bókin ekk-
ert flaustursverk. Frásögnin er
lipur, vafningalaus og skorinorð.
Sægur skemmtilegra, mark-
verðra og alvarlegra atburða,
gerir ritið fjölbreytt að efni og
læsilegt. 52ja ára sjómennska á
skútum, togurum og varðskipum
hefur orðið eftirminnileg um
margt, og verða lesandanum
sumar frásagnirnir ógleymanleg-
ar, — ekki sízt björgunarafrekin.
Bókin skiptist í niu aðal-kafla,
er heita svo:
I. í heimahögum (40 bls.),
II. Á skútum (43 bls.),
III. Farménnskuárin (38 bls.),
IV. Til sjós og lands (16 bls.),
V. Upphaf strandgæzlunnar
f23 bls.),
VI. Varðskip ríkisins (36 bls.),
VII. Nokkrar bjarganir (37bls.),
VIII. Löggæzla á sjó (21 bls.),
IX. Tólf mílna stríð (58 bls.).
Ennfremur er efninu skipt í 97
smákafla, sem hver hefur sína
sérstöku fyrirsögn. Gerir þetta
form bókarinnar hana miklu að-
gengilegri og smekklegri í útliti,
heldur en ef kaflarnir hefðu ver-
ið nafnlausir, kannski aðeins
tölusettir, eins og tíðkanlegt er.
Eg get ekki stillt mig um að
nefna nöfn fáeinna smærri kafl-
anna. Þau gefa býsna glögga inn-
sýn í efnið, og eru mjög heppi-
lega valin:
(14.) Á roðskóm til Patreks-
fjarðar, ,
(19.) Sálarheill keypt fyrir
kringlur.
(36.)-Horft á nautaat,
(42.) Halaveðrið fí fcbr. 1925),
(44.) Fluttur til Englands.
(45.) Tilraun til að sigla Enok
niður,
(55.) Skammbyssuskipstjórinn,
jurtum, þ. e. brúðbergi, aðalblá-
berjalyngi, vallhumli, ljónslappa,
silfurmuru og gulmöðru. Þóttist
enginn hafa fengið betra te.
Næsta morgun var þrammað af
stað til Grenivíkur í góðu veðri,
þegar morgunþokunni létti. En
þegar við vorum rétt komnir jnn
fyrir Eilífsdal og Látrakleifar
gerði skyndilega hellirigningu.
Það var eins og náttúran vildi
sýna okkur, að ekki væri alltaf
sól og blíðuveður á LátrastrÖnd.
(59.) 550 skipum hjálpað,
(60.) Gripnir úr greipum dauð-
ans,
(63.) Björgun á jólakvöld,
(64.) Hver kallaði?
(73.) Gentlemen og ruddar,
(87.) Tilraun til ásiglingar,
(96.) Bretar á undanhaldi.
Þrjátíu ljósmyndir prýða ritið,
og eru margar þeirra heilsíðu-
myndir. Þetta. er 326 blaðsíðna
bók, í sama broti og fyrri bækur
útgáfunnar, og vönduð að frá-,
gangi, eins og. .þær. Virðast út-
gefendur stefna að þv.í, að komá
á framfæri sögum afreksmanna,
erlendra og innlendra, og væri
þess óskandi, að sú viðleitni yrði
metin að verðleikum, og bæri
þann árangur,. sem. tij mun ætl.-.
azt, en hann er að hæna lesendur
bóka að sönnum ævintýrum,
raunhæfum frásögnum af eftir-
breytniverðum mönnum, hetjum
hversdagslífsins. Bók skipherr-
hans er vel til þess fallin, að
minna á þvílíkt lesefni. Hún und-
irstrikar, hve þess konar bækur
geta haft upp á margt að bjóða,
fjölbreytt og skemmtilegt. Svona
bók er ekki hægt að lesa, án þess
að verða hrifinn af hrcinskiln-
inni, æðruleysinu, og dugnaðin-
um við hin áhættusömu störf.
Þe: si saga er glæsilegur vitnis-
burðúr um aldagamla þrautseigju
íslendingsins í baráttu hans fyrir
lífi sínu og réttindum þjóðarinn-
ar. — Betri gjafabók handa góð-
uin vini hygg eg sé vandfundin.
Og alveg sérstaklega er gaman að
rétta íslenzkum sjómönnum því-
líka bók.
Hinn ungi rithöfundur, Ingólf-
ur Kristjánsson, hefur leyst starf
sitt vel af hendi. Eg óska honum
þess, að hann finni sér fleiri verk
efni af þessu tagi. Nógu margir
unga því út, sem ætti heima í
ruslakörfunni.
Á stjórnpallinum ætti skilið að
verða metsölubók ársins 1959.
Jóhannes OIi Sæmundsson.