Dagur - 02.09.1959, Side 4
4
D A G U K
Miðvikudaginn 2. september 1950
Daguk
Strifstofa i Haíiiarstrati !tll — Sími t ItiG
RITSTJÓKI:
F.RL! N G l! R 1) A V ! D S S () N
Yutdýsingavtjmi:
J «N S Y \| l' ELSSO N
Yrgan"nrinn koslai kr. 7.r».00
ISlaftiA ktnnir út á miiYvikuiliigum og
laugantiigum, [rrgar efni stanila til
Cjalililagi t‘T I. júli
PKtNTVEUK OOOS HJOKNSSONAR H.F.
„Stefoa óbyggðaima“
! í UMRÆÐUM um nýafstaðna stjórnarskrár-
! breytingu, kom ýmislegt fram, sem skýrir stefnur
stjórnarflokkanna. Þríflokkarnir allir( Alþýðufl.,
Alþýðubandal. og Sjálfstæðisfl.) hafa aðalfylgi
sitt í höfuðborginni og biðla fyrst og fremst til
liöfuðborgarbúanna. En jafnframt ætlast þeir til,
að fólkið úti um land, í sveit og við sjó, veiti sér
einnig fylgi. En í bónorði til þess fólks vilja þeir
ekki burfa að leggja eins mikla alúð og umhyggju.
Málefni þess fólks eiga að mestu að sitja á hak-
anum, en atkvæðin vilja þeir fá.
Kjördæmabreylingin er tilraun þríflokkanna til
að skapa sér skilyrði til þess að ná í umboð lands-
byggðarinnar á „ódýran hátt“. Þingmenn ein-
menningskjördæmanna og tvímenningskjördæm-
anna líka, þótt þeir síðarnefndu væru stunduin
hvor á móti öðrum, þóttu of kröfuharðir fyrir
liönd sinna héraða.
Þeir, sem sóttu fasíast að koma á kjördæmg-
breytingunni, töluðu stundum, í hita baráttunnar,
opinskár um þetta, heldur en til var ætlast. Það
sauð upp úr pottinum hjá þeim og sást hvað átti
að brugga. Þeir töluðu ýmist um, að „óarðgæf
fjárfesting11 eða „pólitísk fjárfesting“ ætti sér stað
úti um land, í kaupstöðum, þorpum og sveitum, og
: áttu þar við hafnargerðir, fiskyerkunarstöðvar,
bátakaup, brýr, vegi, byggingar yfir fólk og fé,
ræktun, vélakaup, rafyæðingu o. s. frv. — Þetta
töldu þeir því að kenna, að áhrif héraðanna væru
of sterk — aðstaða þeirra í þjóðfélaginu of góð,
samkvæml kjördæmaskipun þeirri er gilti.
! Við afgreiðslu fjárlaganna á síðastliðnum vetri
kom í ljós, hvað í hugunum býr, þó að minna yrði
úr skerðingum þá og hlutdrægni, en verða mun,
að afstöðnum næstu kosningum, ef þessum flokk-
1 um tekst að halda fylgi sínu og samstöðu sín á
! milli undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Morgur.blaðið birti um daginn ræðu, sem
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti á Alþingi
við umræður kjördæmamálsins í sumar. Þar segir
Gunnar hispurslaust, að Framsóknarmenn, sem
voru að berjast fyrir rétti og sjálfstæði byggð-
anna, ættu að kalla stefnu sína í málinu: „stefnu
í óbyggðanna“.
í þessum orðum borgarstjórans í Reykjavík
kemur svo glöggt fram, sem verða má, fyrirlitn-
ingin á Iandinu utan Reykjavíkur. Þessi maður,
sem hefur tamið sér sléttmæli og er jafnan blíð-
málgastur allra, þegar hann mætir á samkomum
úti um Iand til ræðuhalda fyrir flokk sinn, kemur
því upp um sig þama, að hann sér ekki byggð ut-
1 an horgar sinnar.
! Landið er í augum hans óbyggilegt annars
staðar. Þeir menn, sem vilja að byggð þrífist
j líka annars staðar og vinna að því, þjóna
stefnu „óbyggðanna", að hans dómi.Óvinsam
j iegri orð og kuldalegri hafa ekki verið sögð í
garð landsbyggðarinnar og fólksins þar af
stjórnmálaleiðtoga.
Þegar blaðamaður Sjálfstæðisflokksins talaði
forðuin um, að bændurnir kæmu til Reykjavíkur
i ineð mosann í skegginu, hlaut hann langvarandi
uppnefni (Mosaskeggur) hjá almenningi að laun-
um og flokkur hans fylgistap. Þau ummæli voru
þó meinlaus hjá því, að nefna öll héruð landsins
[ „ÓBYGGÐIK“.
Sú lítilsvirðing á landinu og
um leið á fólkinu, sem eyðir ævi
sinni í „óbyggðunum“, er fólsku-
leg og skammsýn. Og hún er afar
háskaleg, ef hún fær í hendur
vald til þess að gera sig gildandi
í framkvæmdum stjórnarstarfs-
ins. Gunnar Thoroddsen er einn
af þremur höfuðleiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins. Sumir telja, að
hann muni innan skamms taka
við forystu flokksins. „Stefna
óbyggðanna“ eru því orð, sem
mæjt voru fyrir munn Sjálfsíæð-
isflokksins.
Þau eru þess vegna liættu-
merki — þótt ekki hafi Gunn-
ar ætlast til þess — þýðingar-
rnikið hættumerki fyrir fólk
til leiðbeiningar fram hjá
tjaldbúðum Sjálfstæðisflokks-
ins og félaga hans við kosn-
ingarnar, sem fram eiga að
fara í haust.
Það verður gaman í haust.
f HAUST verður gaman að lifa.
Þá verða margir með fulla vasa
fjár og miklu af því fé verður
eytt á stuttum tíma, ef ráða má
af líkum og reynslu undangeng-
inna ára.
Síldarsjómennirnir okkar,.
margir hverjir, hafa unnið sér
inn stórar fjárfúlgur í sumar, 20
—50 þús., svo að ekki séu þó
nefndar þær lygilegustu tekjur
óbreytti-a sjómanna í tvo mánuði,
sem þó eru sannar.
Að sjálfsögðu hafa margir þurft
að láta sér nægja lægri hlut, en
heilt yfir hefur þessi síðasta síld-
arvertíð fyrir Norðurlandi verið
langtum bezt á 15 ára tímabili, og
því eðlilegt að margir hlytu
„stóra vinninginn“ í hinu ævin-
týralega happdrætti sildveiðanna.
Allir munu eflaust fagna góð-
um afla og góðum hlut sjómanna
og þeim nauðsynlegu gjaldeyris-
tekjum, sem síld og síldai-afurðir
skapa að þessu sinni.
En kunnugt er það einnig af
langri reynslu, að oft verður hið
skjótfengna fé laust í hendi. Sjó-
mennirnir okkar, sem nú eru að
koma heim, eru vissulega allvel
fjáðir, margir hverjir. Við sam-
gleðjumst þeim og fögnum heim-
komu þeirra. Og það er líka beð-
ið eftir peningunum þeirra. —
Hvers konar þjónusta er föl fyrir
kaupið þeirra og oft fylgja þau
ummæli í viðskiptunum, að engir
heilvita menn fari að leggja
peninga í sparisjóð. Og því mið-
ur hafa stjórnmálamennirnir
okkar og sjálft Alþingi ekki get-
að hamlað svo gegn vaxandi
verðbólgu, að þessi orð hinna
sölufúsu næðu ekki eyrum hinna
nýríku sjómanna. Samt er það
svo, að ekkert er eins heimsku-
íbúð óskast
3ja til 4ra herbergja íbúð
óskast sem fyrst.
Uppl. i síma 2457.
Strákahjól óskast,
stærsta gerð.
Uppl. í síma 1765.
IVýleg saumavél til sölu
Uppl. í síma 2088.
S JÓNAUKAR
7x50.
Ura og skartgripaverzlun
FRANC MICHELSEN
Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205
legt og óhófseyðsla fjármuna,
hvort sem þeirra hefur verið afl-
að með skjótum hætti eða ekki.
Eyðslusemi íslendinga er beinn
þjóðarlöstur, og að skjóta sér á
bak við landsfeðurna í því efni,
er fávísleg afsökun.
Ef einhverjir ætla, að hér eigi
síldarsjómenn einir hlut að máli,
þegar talað er um óhófseyðslu,
fer því víðs fjarri. En því eru þeir
gerðir að umtalsefni sérstaklega,
að fáii- hafa aflað sér meiri pen-
inga á stuttum tíma nú í sumar
en þeir, og svo vill til, að hrein-
skilið ungmenni, nýkomið af
sjónum, sagði blaðinu þær fréttir,
að hann, ásamt félaga sínum,
hefði komið 20 þúsundum í lóg á
5 dögum og hafði því nokkra eft-
jrþanka.
í síðustu heimsstyrjöld.bárust
okkur miklu meir’i fjármunir í
hendur en nokkru sinni áður í
sögunni, og þó án þess að til þess
væri unnið í aúkinni framleiðslu
þjóðarinnar. Sti-íðsárin ollu bylt-
ingu í efnaHagskerfinu, margt
var gert, sem til framfara horfði
og þjóðin tók upp aðra lífshætti
ekki ósvipaða þeim, sem atvikið
hér að framan greinir frá, að
öðru leyti en því, að þjóðin eyddi
ekki aðeins 20 þúsunaunum,
heldur öllu því, sem í veskinu
var, og fékk svo ekki einu sinni
eftirþanka.
Svíar sáu verðbólguhættuna á
stríðsárunum. Þar höfðu allir at-
vinnu, miklu meiri en áður.
Aukin peningavelta kallaði á
aukinn innflutning, verðbólgu-
hjólið fór að snúast. En þá tóku
stjórnarvöldin til sinna ráða og
stöðvuðu peningaflóðið. Sumt af
kaupi fólksins var ekki greitt í
peningum, heldur ávísunum, sem
ekki tóku gildi fyrr en síðar, eft-
ir ákveðnum reglum. Þetta var
eins konar skyldusparnaður.
Ef slíkur skyldusparnaður eða
annar, sem verkar í sömu átt,
hefði verið settur hér á landi,
væri sennilega töluvert jafnvægi
í efnahagskerfi okkar nú. Þá
væri það viðurkenndur glæpur
að eyða 20 þús. á 5 dögum.
Alltaf eitthvað nýtt!
Herraliattar
Nýjasta tízka.
Karlmannastakkar
þunnir og léttir.
----o------
Telpukápur (Poplin)
mjög ódýrar.
Allar stærðir.
STÁLBORÐBÚNAÐUR
i fjölbreyttu úruali.
Ullarfilt
í telpupils. — Fást einnig
sniðin, hringskorin.
Úra og skartgripaverzlun
FRANC MICHELSEN
Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205
KLÆÐAVERZLUN
SIGURÐAR
GUÐMUNDSSONAR H.F.
Áherzla lögð á mikilvægi / j
fréttafrelsis *
Á sumarþingi Efnahags og félagsmálaráðsins,
sem haldið var í Genf fyrir skömmu, var lögð rík
áherzla á mikilvægi fréttafrelsis. Ráðið samþykkti
ályktun, þar sem Dag Hammarskjöld, framkvæmda
stjóri Sameinuðu þjóðanna, var hvattur til að senda
meðlimum samtakanna uppkast að yfirlýsingu um
fréttafrelsi og biðja þá að skila umsögnum um
uppkastið fyrir næstu áramót.
í uppkastinu er lögð sérstök áherzla á fimm
atriði, sem varða ábyrgð ríkisstjórna á þvi „að
vernda og efla frjálsa fréttaþjónustu eftir öllum
þeim leiðum, sem fyrir hendi eru“ og skyldu
fréttastofnana til að sýna heiðarleik og ábyrgðar-
tilfinningu í fréttaflutningi, að svo mikiu leyti sem
.öryggi fósturjarðarinnar og réttindi einstaklinga og
þjóðarheildar leyfa og krefjast.
Ráðið gerði fjölmargar ályktanir, m. a. um eftirlit
með eiturlyfjasölu, tækinhjálp, mannréttindi og
félagslega þróu.n. Á síðastnefnda sviðinu var t. d.
mælt með ráðstöfunum til að auka byggingu á
ódýru húsnæði og aðgerðum til að draga úr vændi.
í nokkrum ályktunum var lögð áherzla á þörfina
fyrir raunhæfa hjálp Sameinuðu þjóðanna við
ríkisstjórnir til að auka og stuðla að félagslegri
þróun.
Að því er varðar tæknihjálp Sameinuðu þjóð-
anna var látin í ljós von um, að hægt verði að
koma fjárhagslegu jafnvægi á þennan mikilsverða
þátt í starfsemi Sameinuðu þjóðanna og færa út
kvíarnar. Ráðið lýsti yfir stuðningi sínum við þá
sérstöku mynd tæknihjálpar, sem komið var á fyr-
ir rúmu ári og gengur undir nafninu Opex. Þessi
hjálp er í því fólgin, að S. Þ. bjóða hinum Y»anþró-
uðu aðildarríkjum sérfræðinga í ríkisrekstri og op-
inberri þjónustu til langs ýíma í senn. Þessir sér-
fræðingar taka að sér mikilvæg störf í opinberri
þjónustu, umræddra-ríkja, en vinna jafnframt að
því að þjálfa opinbera starfsmenn í þessum ríkj-
um, þannig að þeir geti smám saman sjálfir tekið
að sér hin mikilvægu störf, sem sérfræðingarnir
inna af hendi.
Á vettvangi mannréttinda var mikilvægasta mál
ráðstefnunnar samþykkt á drögum að yfirlýsingu
um réttindi barna, og verður sú yfirlýsing nú lögð
fyrir Allsherjarþingið. Ennfremur var skorað á rík-
isstjórnir og hlutaðeigandi yfirvöld að staðfesta
samþykkt Alþjóðasamvinnuustofnunarinnar (ILO)
um bann við manngreinaráliti vegna hörundslitar,
trúarbragða eða annarra hluta, þegar ráða skal
menn í vinnu.
Krabbalækningar ræddar á fundi
í Vínarborg
20 sérfræðingar frá 12 löndum komu saman í
Vínarborg dagana 3.—5. ágúst til að ræða síðustu
framfarir á sviði geislalækninga. Frá Norðurlönd-
um tók þátt í fundinum prófessor S. Hultberg frá
Karolinska Insitutet í Stokkhólmi. Að fundinum
stóðu tvær sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna, Al-
þjóðakjarnorkustofnunin (IAFA) og Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO).
Umræðurnar á fundinum snerust einkum um
svokallaðar firðlækningar (teletei;api) og súper-
voltageislun. Firðlækningar eru í því fólgnar, að
sendir eru geislar gegnum bólgur eða æxli frá all-
miklu magni af geislavirku efni. Hin svonefnda
kóboltsprengja er mest notuð í þessu skyni.
Súpervolt táknar magn sem fær yfir milljón volt
af elektrónum. Súpervoltageislunin er mikið notuð
við krabbalækningar.
Eitt af vandamálunum í sambandi við þessar
lækningaaðferðir er að safna saman, samhæfa og
dreifa þeim upplýsingum, sem þegar liggja fyrir
um þær í mörgum ritum á sundurleitum tungum.
Sérfræðingunum hefur m. a. verið falið að koma
með tillögur um alþjóðlegt átak á þessum vettvangi.
NÝTT FRÍMERKI.
Hinn 23. október næstk. — daginn fyrir dag Sam-
einuðu þjóðanna — verður gefið út þriðja minning-
arfrímerki S. Þ. á þessu ári. Þetta nýja frímerki
verður helgað Gæzluverndarráðinu og er teiknað
af Mexíkómanninum Leon Helguera.