Dagur - 25.11.1959, Side 1
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 25. nóvember 1959
65. tbl.
Félagsheimilin eru góður ávöxfur
félagsmenningar í sveifum landsins
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi flutti ágætt
erindi um félagsheimili og rekstur þeirra á
fjölmennum Bændaklúbbsfundi á Akureyri
Jón Ingimarsson, Jón Kristinsson og Björg Baldvinsdóttir í sjónlciknum Á elleftu stundu. — Sjá
grein á blaSsíðu 4. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.)
Sfjórnarflokkarnir jáfa á sig fáheyrð ósannindi
Viðurkenna 250 milljón króna vöntun í ríkissjóð
r
og Utflutningssjóð, þvert ofan í endurteknar
yfirlýsingar fyrir kosningar
. Á mánudagskvöldið hélt
Bændaklúbburinn eyfirzki fund
að Hótel KEA og sóttu hann 70
manns, flestir úr sveitunum við
Eyjafjörð. Ármann Dalmannsson
var fundarstjóri, en Þorsteinn
Einarsson flutti mjög fróðlega
ræðu um félagsheimilin. Hann
rakti í upphafi lögin um félags-
heimilasjóð frá 1947, tekjuöflun
sjóðsins og aðstoð þá, er sjóður-
inn veitir við stofnun félagsheim
ilanna. En félagsheimilin munu
vera á annað hundrað í landinu.
En bygging þeirra hefur verið
svo aðkallandi og ör, að félags-
heimilasjóður er orðinn langt á
eftir með greiðslur sínar til
þeirra.
Um sukk og svall.
íþróttafulltrúinn hrakti þær
staðhæfingár, að félagsheimilin
væru of fín og of dýr. Taldi hann
engum íburði til að dreifa fram
yfir nauðsyn og engin ástæða til
þess að sveitafólkið gerði sér
lakari húsakynni að góðu en
þéttbýlisfólkið.
Hann gerði líka þær ófögru
sögusagnir af skemmtanalífi fé-
lagsheimilanna að umtalsefni og
taldi freklega ýkt. Reynslan væri
sú, að þar sem lögreglueftirlit
væri mikið og traust, þrifist
ósóminn ekki. En hverskyns
undanlátssemi í sjálfsögðum um-
gengnis- og hegðunaratriðum
væri hin háskalegasta. Þá gat
hann þess, að ekki á einni ein-
ustu innanfélagssamkomu, sem
hann hefði komið á, væri um
ósóma að ræða af nokkru tagi.
Félagsheimilin væru líka fyrst og
fremst byggð til að þjóna hvers
konar félags- og skemmtanaþörf
sveitanna, þótt þau, af fjárhags-
ástæðum, héldu oft danssamkom-
ur. — Þeir, sem mest löstuðu
skemmtanahald félagsheimilanna,
gleymdu því sukki og svalli, sem
iþví miður hefði verið til áður en
nokkurt félagsheimili var til og
hvarvetna stingi enn upp kollin-
um.
Góð reynsla.
Þá sagði íþróttafulltrúinn frá
reynslu félagsheimila á ýmsum
st.öðum á landinu, sem fróðlegt
var á að hlýða. Staðhættir yrðu
að ráða því á hverjum stað, hvort
'fólkið sætti sig við, eða vildi,
héraðsheimili fyrir fleiri hreppa
eða félagsheimili í hverri sveit.
Aðeins eitt félagsheimili hefði
ekki staðið í skilum, en víðast
væi’i fjárreiður sæmilegar og
skýrslu- og reikningshald, t. d.
hér í firðinum, með ágætum. Þá
varaði Þorsteinn Einarsson við
því að treysta um of á viðbygg-1
ingar gamalla og úreltra sam-
komuhúsa taldi þær dýrari en
almennt væri reiknað með og
fullnægja þó sjaldan kröfum tím-
ans. Hann taldi þá stefnu Eyfirð-
inga rétta, að byggja þrjú félags-
heimili framan Akureyrar.
Listafólk á flakki.
Þá gerði ræðumaður umferða-
skemmtikrafta og hljómsveitir
að umræðuefni. Taldi umferða-
skemmtikraftana stundum valda
vandræðum í sveitum og að
hljómlistin þyrfti í framtíðinni
að vera í höndum sveitafólksins
sjálfs. Að síðustu talaði ræðu-
maður um félagslíf almennt og þá
breytingu í uppeldismálum
þjóðarinnar, sem nú er orðin.
Margir ræðumenn.
Til máls tóku: Ingólfur Guð-
mundsson, Sverrir Guðmunds-
son, Hjörtur Eldjárn, Jónas Hall-
dórsson, Angantýr Hjálmarsson,
Guðmundur Benediktsson, Jósep
Jóhannesson, Valtýr Kristjáns-
son, Jón Bjarnason, Ólafur Jóns-
son og Jónas Kristjánsson, og
frummælandi svaraði mörgum
fyrirspurnum.
Fundi í Sameinuðu þingi var
fram haldið á mánudaginn og
fóru fram kosningar. — Forseti
Sameinaðs þings var kjörinn
Friðjón Skarphéðinsson með 33
atkv., Karl Kristjánsson fékk 17
og Hannibal Valdimarsson 10.
Fyrri varaforseti var kjörinn
Sigurður Ágústsson með 33 atkv.
Gísli Guðmundsson fékk 17 og
Gunnar Jóhannsson 10. Annar
varaforseti var kjörinn Birgir
Finnsson með 33 atkv., Skúli
Guðmundsson fékk 17, en auðir
seðlar voru 10.
Ritarar í Sameinuðu þingi voru
kjörnir Skúli Guðmundsson og
Matthías Á. Matthiesen. í kjör
bréfanefnd voru kjörnir Einar
Ingimundarson, Alfreð Gíslason,
bæjarfógeti, Eggert Þorsteins-
son, Ólafur Jóhannesson, Alfreð
Gíslason, læknir.
Þá var kjörið til Efri deildar og
eiga þar sæti eftirtaldir 20 þing-
menn: Hermann Jónasson, Karl
Kristjánsson, Sigurvin Einarsson,
Hólamenn heiðra minn-
ingu Jósefs Björnssonar
Á morgun, hinn 26. nóvember,
eru 100 ár liðin frá fæðingu Jós-
efs J. Björnssonar, fyrsta skóla-
stjóra og kennara við Bænda-
skólann á Hólum. í tilefni af ald-
ai'afmælinu hafa Hólasveinar
ákveðið að heiðra minningu hans
með því að reisa honum minnis-
merki að Hólum.
Gísli Kristjánsson ritstjóri og
Gunnar Árnason skrifstofustjóri
Búnaðarfélagsins taka á móti
framlögum til minnismerkisins.
Ásgeir Bjarnason, Ólafur Jó-
hannesson, Páll Þorsteinsson, Al-
freð Gíslason, læknir, Björn
Jónsson, Finnbogi R. Valdimars-
son, Friðjón Skarphéðinsson,
Eggert Þorsteinsson, Jón Þor-
steinsson, Auður Auðuns, Gunn-
ar Thoroddsen, Bjartmar Guð-
mundsson, Kjartan J. Jóhanns-
son, Magnús Jónsson, Gunnar
Gíslason og Guðlaugur Gíslason.
Framhald á 2. siðu.
íslendingar eiga nú mörg skip
í smíðum ei'lendis, eða 72 að
tölu, með 17.652 brúttórúmlestir.
Meðal þeirra er nýja varðskipið
Óðinn, skip Eimskipafélagsins,
Vestmannaeyjaskipið Herjólfur
og flutningaskipið Laxá, sem
Hafskip h.f. á í smíðum í Þýzka-
landi.
Þá eru 5 togarar í smíðum:
Fyrir Guðmund Jörundsson,
Þegar Ólafur Thors, hinn nýi
atkvæðislausi forsætisráðherra
ílutti þingheimi og þjóðinni allri
„stefnúyfirl.“ ríkisstjórnar sinnar,
sátu ílokksm. hans um land allt
við viðtæki sín og hlustuðu eftir
hverju orði. En þeir fundu ekki
foringja sinn og þekktu hann
ekki, kokhreystin var horfin. En
þeir fundu, eins og aílir aðrir, að
„stefnuyfirlýsingin“ lýsti engri
stefnu, heldur algeru lirræða-
leysi. Þeir minntust þess ekki, að
nokkur ný ríkisstjórn hefði látið
svo lélega yfirlýsingu frá sér
fara. Síðan er ekki hægt að nefna
Ólaf Thors í áheyrn þeirra, án
þess að þeir líti undan.
En þegar hinn nýi forsætisráð-
herra hafði stunið upp stefnuleysi
stjórnar sinnar á Alþingi, gekk
hann á Varðarfund og var þá
„eins og örlítið meira heima hjá
sér“. Þar tók hann að barma sér
yfir ástandinu í cfnahagsmálun-
um.
Morgunblaðið scgir þetta m. a.
úr ræðu Ólafs: ,
annar fyrir Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar, ísbjörninn h.f., ísfell h.f.
og Síldar- 'og fiskimjölsverksmiðj
una Akranes. Ennfremur er ver-
ið gera við gamlan, nýkeyptan
togara úti, sem Hafnfirðingar
eiga.
Alls eru í smíðum 62 fiskiskip
250 smál. og minni. Á þessi skip
þarf um 900 sjómenn. Fiskiskipin
stækka og stálskipum fjölgar.
„Næst rakti Ólafur Thors
stefnuyfirlýsingu (!) stjórnarinn-
ar og skýrði hana í einstökum
atriðum. Kvaðst hann tclja lík-
legt, áð þjóðin yrði að fórna ein-
hverju í bili til að tryggja framtíð
sína (þar hefur hann auðvitað átt
við „Iciðina til bættra lífskjara“).
Sagðist hann hj’ggja, að engin
þau úrræði, sem til greina gætu
komið, yrðu almenningi þung-
bærari, en 250 millj. kr. nýjar
álögur, sem þó væru óhjákvæmi-
legar, ef ekki yrði Ieitað annarra
úrræða.“
Margir minnast ummæla Emils
Jónssonar, fyrrv. forsætisráð-
herra, í útvarpinu rétt fyrir kosn
ingarnar, eða Friðjóns Skarphéð-
inssonar og fleiri, þar sem þeir
fullyrtu, og Morgunblaðið sam-
þykkti, að hagur Útflutningssjóðs
hefði aldrci verið betri og hagur
ríkissjóðs góður. Þeir, er trúðu
þessu staðlausa skrumi, verða
fyrir miklum vonbrigðum við of-
anskráða yfirlýsingu frá formanni
þcss stjórnmálaflokks, sem bjó
Alþýðuflokksstjórnina til, sagði
hcnni fyrir verkum og bar á
Framhald á 2. siðu.
Dýr skemmtun
Fréttir herma, að dýrasta
skemmtun, sem um getur, fari
bráðlega fram í Lídó í Reykjavík.
Hver aðgöngumiði kostar 1000
krónur, en er um leið happdrætt-
ismiði. Vinningurinn er Volks-
wagenbifreið. Ljónaklúbburinn
heldur skemmtun þessa og ver
ágóðanum til líknarstarfa.
Kosningar í Sameinuðu þingi
Mörg skip í smíðum erlendis