Dagur - 25.11.1959, Page 8

Dagur - 25.11.1959, Page 8
8 Miðvikudaginn 25. nóv. 1959 Baguk Stefnuyfirlýsing forsætisráðherra Flutt að lokinni setningu Alþingis Þessi snotri Opel Caravan-bíll, er sjötti happdrættisbíllinn, sem Akureyringar vinna í happ- drætti DAS. — Hér ef Finnur Daníelsson, umboðsmaður happdrættisins á Akureyri, að afhenda hinum nýja og heppna eiganda, Sigurði Sölvasyni, happadráttinn. — (Ljósmynd: G. Ó.). — Samband norðlenzkra karlakóra 25 ára Samband karlakóra í Noi'ð- lendingafjórðungi, sem ber nafnið „Söngfélagið Hekla“, var stofnað 8. október 1934, og var því 25 ára ó þessu hausti. Stofn- fundur var haldinn á heimili Gísla R. Magnússonar á Akur- eyri. Frumkvæði að sambands- stofnuninni átti Karlakórinn Geysir og var söngstjóri hans, Ingimundur Árnason, fundar- stjóri og flutningsmaður tillögu um sambandsstofnunina. Ingimundur Árnason skýrði frá því, að Geysir hefði sent ýmsum karlakórum í Norðlend- ingafjórðungi bréf um stofnun þessa félagsskapar. Fyrsta stjórn: Form. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, meðstj.: Páll H. Jónsson, Hvítafelli, sr. Friðrik A. Friðriksson, Húsa- vík, Jónas Helgason, Grænavatni, Gísli R. Magnússon, Akureyri. Á fundinum voru mættir full- trúar frá Geysi á Akureyri, Karlakór Reykdæla, Karlakór Mývatnssveitar og Þryms á Húsavík. Strax á næsta ári gekk Karlakór Akureyrar í samband- ið. Á stofnfundinum var samþykkt uppkast að lögum fyrir sam- bandið; hlutu þau síðan fullnað- arsamþykkt á aðalfundi næsta ár. Tilgangur með sambandi þessu var einkum tvenns konar: að efla söngmennt og söngsamstarf í Norðlendingafjórðungi og að heiðra minningu Magnúsar Ein- arssonar organista, söngkennara og söngstjóra á Akureyri. Með tilliti til hins siðarnefnda hlaut sambandið nafnið Hekla, eftir söngfélagi Magnúsar Einarsson- ar, er hann stofnaði á • Akureyri og fór hina frægu Noregsför 1905, sem er fyrsta utanför ís- lenzks kórs. í utanförinni hafði kórnum verið gefinn forkunnar fagur og mikill silkifáni. Gáfu þeir félagar, sem þá voru á lífi úr hinum fræga kór, sambandinu fánann og skyldi hann vera merki þess. Þá var á fundinum samþykkt að stofna sjóð til minningar um Magnús Einarsson og skyldi sjóðurinn bera nafn hans. í hann rennur jafnan viss hundraðshluti af tekjum sambandsins og er hann nú rúmlega 20 þús. krónur. Tilgangur sjóðsins er að efla söngmenningu í Norðlendinga- fjórðungi, styrkja söngkennslu og raddþjálfun kóranna, styðja söngstjóra til náms og verðlauna bezt samin kórlög. Á þeim 25 árum, sem liðin eru frá stofnun sambandsins, hefur það haldið 8 söngmót. Hefur þátt taka jafnan Verið mikil, kórarnir, sem tekið hafa þátt í mótunum, verið 7 til 9 og söngmannafjöldi nálgast 300. Samsöngvar hafa verið haldnir á Akureyri, þar sem er heimili sambandsins, Varmahlíð í Skagafirði, Sauðár- króki, Laugum, Skjólbrekku og Húsavík. Fyrsta söngmót sam- bandsins var haldið 1935, en hið síðasta 1958. Fyrir skemmstu efndi sam- bandið til verðlaunasamkeppni um söngtexta og kórlag við text- ann. Fyrstu verðlaun fyrir texta hlaut Jónas Tryggvason skáld og fyrir lag Áskell Snorrason tón- skáld. Nú í vetur hefur fröken Ingi- björg Steingrímsdóttir frá Akur- eyri verið ráðin söngkennari sambandsins. Ferðast hún á milli kóranna og þjálfar raddir kórfé- laga. í söngfélaginu Heklu eru nú þessir kórar: Karlakórinn Geys- ir, Karlakór Akureyrar, Karla- kór Bólstaðarhlíðar, Karlakórinn Heimir, Karlakór Ólafsfjarðar, Karlakór Mývatnssveitar, Karla- kór Reykdæla og Karlakórinn Þrymur. Auk þess hafa verið í sambandinu nokkrir kórar, sem hætt hafa störfum af einhverjum ástæðum. Fyrsti formaður Söngfélagsins Heklu var Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup. Aðrir formenn þess hafa verið: Stefán Ágúst Krist- jánsson, forstjóri, Akureyri, Hermann Stefánsson, íþrótta- kennari, Akureyri, og núverandi formaður, Páll H. Jónsson, kenn- ari, Laugum. Aldrei hefur Söngfélagið Hekla notið neins styrks af op- inberu fé. Eru tekjur þess aðeins ágóðahluti af söngmótum. Starfsemi Heklu hefur um undanfarinn aldarfjórðung verið hin mesta lyftistöng fyrir starf- semi karlakóranna í Norðlend- Framhald á 2. siðu. Sá háttur hefur verið upp tek- inn, að Gagnfræðaskóli Akureyr- ar og Héraðsskólinn á Laugum skiptust á heimsóknum og að nemendur kepptu í íþróttagrein- um. Gaf Kaupfélag Eyfirðinga verðlaunabikara, sem keppt er um í sundi og knattspyrnu. Fór keppni um þá fyrst fram í fyrra og þá á Akureyri. Gaf Bókaforlag Odds Björnssonar bækur til verðlauna þeim, er fram úr sköruðu af einstk. keppendum. Laugardaginn 7. nóv. sl. komu nálega 40 nemendur Gagnfræða- skólans í heimsókn að Laugum og var keppni í áðurnefndum íþróttagreinum og bætt við keppni í frjálsum íþróttum innan húss: hástökki, langstökki og þrí- stökki. Sund og knattspyrnu unnu Akureyringar, en hitt ann- 1. desember n.k. mun hefjast í Akureyrarkirkju námskeið í helgisiðafræðum. Er hér um að ræða algera nýjung í íslenzku kirkjulífi. Helgisiðir kirkjunnar eru nú mjög á dagskrá innan prestastéttarinnar, en almenn- ingur hefui' haft litla möguleika til að fylgjast með þeim málum eða kynna sér þau. Helgisiðirnir eru táknmál kirkjunnar, og vegna ókunnugleika eru flestir leikmenn hættir skilja það mál. En þarna er um fjársjóð að ræða, sem ekki má glatast, og helzt þyrfti þekkingin á helgisiðunum að vera sameign alls safnaðarins. Er því brýn ástæða til opinberr- ar fræðslu um þetta efni. Búast má við, að áður en langt um líður verði gerðar talsverðar breyting- ar á helgisiðakerfi kirkjunnar, og Ólafur Thors, forsætisráðherra, mælti fyrir stjórn sirmi með þessum orðum: „Að undanförnu hafa sérfræð- ingar unnið að ýtarlegri rann- sókn á efnahagsmálum þjóðar- innar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkis- stjórnin leggja fyrir Alþingi til- lögur um lögfestingu þeirra úr- ræða, er hún telur þörf á. At- huganimar hafa þó þegar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni |ram, að hættulega mikill halli hefur ver- ið á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd, tekin hafa verið lán er- lendis til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heilbrigt verður talið. Munu tillögur rík- isstjórnarinnar miðast við að ráðast að þessum kjarna vanda- málanna, þar eð það er megin- stefna ríkisstjórnarinnarað vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinn- að Laugamenn. Hafði Bókaforlag Odds Björnssonar enn gefið af mikilli rausn margar dýrar og vandaðar bækur til verðlauna. — Mun andvirði þeirra hafa numið á þriðja þúsund krónum. Hefur þetta þjóðfræga fyjrirtæki sýnt skólunum framúrskarandi vin- semd með þessari rausnarlegu gjöf hvað eftir annað. Óll var heimsókn Akureyring- anna hin ánægjulegasta og þóttu Laugamönnum þeir góðir gestir. Fararstjórar voru Jón Sigur- geirsson yfirkennari og Haraldur Sigurðsson íþróttakennari. Að keppni lokinni var dansað um stutta stund og síðan settust gestirnir, ásamt keppendum og kennurum Laugaskóla að kaffi- borði í borðstofu skólans, sem þá Framhald á 7. siðu er því enn brýnni nauðsyn til að almenningur fái að kynnast því sem um er að ræða í þessu efni og geti betur áttað sig á hlutun- um. Eins og áður er sagt mun nám- skeiðið hefjast þriðjudaginn 1. desember. Námskeiðið verður haldið í kirkjukapellunni eða kirkjunni sjálfri eftir því sem þörf krefur. Námskeiðið mun svo enda með hátíðlegri guðsþjón- ustu í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 6. desember. Aðalfræðari og leiðtogi nám- skeiðsins verður séra Sigurður Pálsson að Selfossi, en hann er manna fróðastur um þessi efni og hefur kynnt sér þetta sérstaklega. Er mikið happ að hann skuli fást til að leiða þetta fyrsta helgi- fræðinámskeið. ar komizt á traustan og heil- brigðan grundvöll, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífs- kjör_ þjóðarinnar geti í framtíð- inni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkisstjórnin áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaupgjalds og að þannig sé haldið á efnahagsmálum þjóðar- innar, að ekki leiði til verðbólgu. Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlátastar gagn- vart öllum almenningi, hefur ríkisstjórnin ákveðið: 1. að hækka verulega bætur al- mannatrygginganna, einkum fjölskyldubætur, ellilífeyri og örorkulífeyri. 2. að afla aukins lánsfjár til íbúða bygginga almennings. 3. að koma lánasjóðum atvinnu- veganna á traustan grundvöll. 4. að endurskoða skattakerfið með það fyrir augum fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Varðandi verðlag landbúnað- arafurða mun reynt að fá aðila til að semja sín á milli um málið. Ella verður skipuð nefnd sér- fræðinga og óhlutdrægra manna, er ráði fram úr því. Rikisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsáætlana, er verði leiðarvísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar, beita sér fyrir áframhaldandi upp byggingu atvinnuveganna um allt land og undirbúa nýjar fram- kvæmdir til hagnýtingar á nátt- úruauðlindum landsins. Þá þykir ríkisstjói'ninni í'étt að taka fram, að stefna hennar í landhelgismálinu er óbreytt eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí 1959.“ Efnin, sem tekin vei'ða til um- tals og fi'æðslu á námskeiðinu eru þessi: 1. Messan. 2. Messusiðir og aðrir helgisiðii'. 3. Ski-úði pi-ests og kii'kju eftir kii'kjuái'stíðum og við ýmsar athafnii-. 4. Þjónusta leikmanna í messu. 5. Helztu kirkjuleg tákn. 6. Hið kirkjulega embætti og hinn almenni px-estsdómur. Fi-æðslan fer fram með erinda- flutningi, skuggamyndum og verklegum æfingum. Einnig verður kynntur og æfður sér- stakur tíðasöngur. Námskeiðið mun verða eingöngu á kvöldin til þess að sem flestir hafi aðstöðu til þáttttöku. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Séi'stak- lega væri ái'íðandi fyrir það fólk af Akureyri og næi'sveitum, sem vinnur að kii'kjulegum málefn- um, að nota sér þetta tækifæri. G. A. heimsækir Laugaskóla Námskeið í helgisiðafræðum í Akureyrarkirkju Alger nýjung hér á landi - Séra Sigurður Páls- son á Selfossi verður leiðtogi námskeiðsins

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.