Dagur - 10.12.1959, Qupperneq 2

Dagur - 10.12.1959, Qupperneq 2
2 D A G U R Ný ljóðabók BRAGI SGURJÓNSSON A veðramótum, ljóð Akureyri 1959 Skáld yrkja að jafnaði ekki án þess að eiga hugræn yrkisefni, sem ef til vill hafa lengi með þeim búið og krnfizt úrlausnar. Eða þá í augnabliks hrifningu svo sterkri, að ljóðið sprettur upp í leiftrandi fögnuði eins og „bunu- lækur blár og tær“. Þannig er það með mörg lýrisk skáld. Og alvarlega hugsandi skáld eiga oft brýnt erindi við þjóð sína. Enda eru slík skáld tíðum spámenn þjóðar sinnar. Skyggnir menn og forspáir. — Bragi Sigurjónsson er skáld og af skáldakyni langt aftan úr öld- um og ættum. Og fjölbreyttar alda-erfðir segja til sín hjá hon- um á margvíslegan hátt. Meðal annars í því, hve sögu-arfurinn, dulheimur sagna og ljóða er rótgróinn og samrunninn honum. Dýpstu erfðaskynjanir hugsandi manns vekja hjá honum hinar innstu eilífðarhræringar mann- legs hjarta, svo að enn rennur oss blóðið til skyldunnar. Þessa gætir glöggt og áleitið í forn- söguþáttunum tveim í þessari nýju ljóðabók Braga. Þá gætir erfða-auðsins eigi síður hjá þeim skáldum, sem átt hafa því láni að fagna að alast upp í all fjölbreyttu sveitalífi fagurs héraðs við andblæ sögu og sagna og laufvinda ljóðs, þar sem lífið sjálft leggur þeim ljóð á tungu frá bernskuárum. Þau skáld eiga síðar erindi við ætt- land sitt og þjóð. — Þau skortir aldrei yrkisefni. —- Ur þessum áttum öllum streyma hjalandi lindir og nið- andi lækir inn í skáldelfi Braga Sigurjónssonar, efla rásmagn hennar og straumþunga og gæða hana ríkum blæbrigðum, svo að veðramót verða bæði í lofti og legi. Er það þvi réttnefni ljóða hans. Fornsöguþættirnir tveir, Þrjár niðurstöður, úr ívars þætti Ingi- mundarsonar, og Svarthöfðamál Dufgussonar vekja enn í hjörtum vorum þergmál hins eilífa lífs á Öllum öldum, þótt ýtri aðstæður og viðhorf breytist með hverri kynslóð. Enn erum við söguþjóð og sagna að eðli og innræti. — Þegar tekizt hefir að útmá þær eigindir, er lokið íslendingasög- um, að fornu og nýju. — Síðasta ljóð Veðramóta, Hug- Iciðing í apríl, er hugljúft ljóð og glæsilegt, innilegt að efni til, þar sem saman fer myndauðugt hugarflug og söngræn, leikandi hrynjandi. Hér rennur saman eðli lands og lífs í órofa heild. Lífið sjálft semur sig ei að né sinnir neinu atóm-formi né ab- strakt-reglum. Það er frjálst og óháð og lýtur aðeins sínum eigin lögum. — Þannig er einnig um ljóð Braga Sigurjónssonar. í ljóðum þessum er mikill auð- ur náttúruunaðar og ljúfra end- urminninga, og víða frábær myndvísi. Nefni aðeins sem dæmi: Ég á mér sóldal —,, í hljóðri þökk, Maíregn, Kveðja, Hin eilífa hringrás o. m. fl. — Gamansöm ljóð m. a.: Árdags- stund, Svo er guði fyrir að þakka, Vor, Við ágústlok 1955, — gam- ansöm alvara, prýðilega sögð; — Villa, þar eru þessar ljóðlínur m. a.: Og þrösturinn söng, og lindin lék á litlu hörpuna sína. Ég vildi ég gæti enn villzt á ný og villtist jafnskemmtilega! Víða er hér alvarlegur undir- leikur við hversdagsleg orð í léttri hrynjandi, sem veitir ljóð- inu annarlegan blæ og athyglis- verðan. Og annars er hér fjöldi athyglisverðra Ijóða, sem vekja bæði unað og alvöru öllum þeim ljóðvinum, sem enn mega að því vera að hugsa, og njóta heilbrigðs lífs og gleði í vorum sprettharða heimi, sem senn hleypur fram úr sjálfum sér út í geiminn og skilur eftir sál sína á vanræktu, aflóga hnattkríli — Helgi Valtýsson. ARMANN KR. EINARSSON: Flogið yfir flæðarmáli Saga handa börnum og ungling- um. — Akureyri 1959. Bókaforlag Odds Björnssonar. Enn sendir Ármann Kr. Ein- arsson frá sér eina Árna-bókina. Er það sú sjöunda í röðinni. — Ármann á sér fastan' og fjöl- mennan lesendahóp. Fáar bækur eru vinsælli og meira eftirsóttar meðal barna og unglinga en Árna-bækurnar. Þeirra er beðið með óþreyju og mikið eftir þeim spurt á haustin: „Fer ekki ný Árna-bók að koma?“ Börn og unglingar búast fastlega við nýrri bók á hverju hausti og sú von þeirra hefur ekki brugðizt þeim nú á seinustu árum. Og nú er enn ný bók komin. — í þessari nýju bók segir frá sömu persón- um og að undanförnu að mestu leyti. Þar koma fram auk Árna, söguhetjunnar, Hraunkotssyst- urnar, foreldrar þeirra, Gussi og Svarti Pétur að ógleymdum Olla ofvita. Auk þessara gamalkunnu vina vorra koma svo nýir menn fram á sjónarsviðið, s. s. sýslu- maðurinn á Sólvöllum, Sveinn bílstjóri, Jón járnsmiður og Júlli, félagi Svarta Péturs. Ekki skortir heldur ævintýrin. Árni tekur þátt í dauðaleit að enskum manni og uppgötvar þá smyglstarfsemi þeirra Júlla og Svarta Péturs, svo að eitthvað sé nefnt. Olli ofviti er ekki heldur af baki dottinn. Hann gjörir bát, sem unglingarn- ir notuðu til að ferja sig yfir Hraunsá, úr þvottastampi. Rösk- leikinn og léttleiki frásagnarinn- ar er hinn sami og í fyrri bókun- um og það á svo vel við unga les- endur. Það er alltaf eitthvað að gerast. Það er svo „spennandi." — Ármann hefir lag á að skrifa þannig fyrir börn og unglinga, að þau fylgjast með af lifandi áhuga. Það er stór kostur bóka hans. Ég tel þessa bók hans hafa þá sörnu góðu kosti sem hinar fyrri bækur höfundarins, og ég hika ekki við, að mæla með henni við foreldra, sem gefa vilja börn- um sínum góða og skemmtilega bók til lestrar um jólin. Börnin meta slíka jólagjöf áreiðanlega mikils. Hún er hollt og hressandi lestrarefni. JÓNAS JÓNSSON: Dýrafræði Kennslubók handa börnum. 5. útgáfa, aukin og endurbætt — Akureyri 1959. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Hér er góðum og gömlum kunningja að fagna, sem nú kem- ur í nýrri og vandaðri útgáfu frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Veri hann velkominn! Ég man þá tíð, er ég byrjaði að kenna börnum dýrafræði í skólum fyrir meira en hálfri öld, að þá fann ég oft til með vesa- lings börnunum. Kennslubókin, sem ég varð að nota, var bæði fá- orð og þurr. Veggmyndir til af- nota við kennsluna, voru ekki til, og naumur tími leyfði ekki mikl- ar munnlegar frásagnir til að lífga kennsluna. Sem sagt: Kennslan varð bragðdauf og lítt þroskandi í höndum mínum. Þetta varð ég að játa með sjálf- um mér, en erfitt var úr að bæta. Árið 1922 kom, ef ég man rétt, út ný kennslubók í dýrafræði eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Ég tók hann strax upp sem kennslu- bók í skóla þeim, -sem ég veitti þá forstöðu, og ég notaði hana sjálfur og lét nota liana, meðan ég var skólastjóri. Að bókinni urðu mikil og góð not. Hún reyndist mér vel að flestu leyti og ágætlega að sumú leyti. Þetta er mér ljúft að votta alveg ótil- kvaddur. Mér virtist bókin lyfta undir kennslu mína og gjöra greinina börnunum hugþekkari. Hitt skal ég játa, að ég álít að bókin sé belri sem lestrarbók en kennslubók, sem byggja verður próf á. Til sjálfsnáms þori eg að fullyrða að hún er fyrirtak, sér- staklega ef ekki er stefnt að prófi í greininni, heldur að fróð- leik um dýrin, lífsstríð þeirra og lifnaðarhætti. Ég hvet fyrst og fremst for- eldra til að kaupa þessa bók handa börnum sínum og fá þau til að lesa hana með kennslubók þeirri, sem notuð er í skólunum. Þá hvet ég einnig skólastjóra barnaskólanna til að berjast fyrir því, að skólar þeirra eigi sæmi- legan forða af Dýrafræði Jónasar og noti þeir hana sem lestrarbók til að lyfta undir kennsluna og gjöra hana börnunum hugþekka. Reynzla mín bendir í þá átt, að svo megi verða. Ég mæli með bókinni. Mættu orð mín verða til hvatningar, þá væri það vel. Vald. V. Snævarr. Nýjar barna- og unglingabækur Bókaútgáfa Æskunnar er þckkt fyrir að gefa út góðar barna og unglingabækur. Að jjessu sinni seiidir hún aðeins frá sér tvær eft- irtaldar bækur á markaðinn. Geira glókollur í Reýkjavik eftir Margrétíi Jónsdóttur, skáldkonu, er franthald af Geiru glókoll, sem út kom í fyrra. í þessari bók flytur Geira með móður sinni til Reykja- víkur. í bókinni er lýst veru þeirra í Reykjavík, vist Geiru og skóla- dvöl. Lesandinn kynnist þarna góðri og gáfaðri unglingsstúlku, sem brýzt áfram til mennta af litl- um efnum. En hún sýnir ))ó oftar en einu sinni, að hún lxtur ekki bjóða sér allt. Það sýnir meðal ann- ars, þegar hún gekk úr vistinnUfrá Melgerði. í béikinni kynnumst við mtirgu fólki, stimu góðu, iiðru mis- jöfnu eins og í lífinu sjálfu. Þessi bók hefur sömu einkenni og aðrar siigur Margrétar Jónsdótt- ur. Yfir henni er heiður og göfugur blær og sagan er rituð á tögru máli. Ytri frágangur er einnig mjög snot- ur. Þetta er þoll bók lianda stálp- uðum böruum og unglingum. Uidda dýralœhnir eftir Gunnvor Fossum í þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar, skólastjóra, er liin Æsku- bókin í ár. — Höfundurinn cr þekktur lyrir góðar unglingabæk- ur. Didda er dóttir dýralæknis og mikill dýravinur. Hún gengst lyrir stofnun Dýraverndunarfélags, cn mætir mörgum erfiðleikum. Margt athyglisvert kemur fyrir í bókinni og er atburðarásin hröð. Efni bók- arinnar er ekki aðeins göfugt held- ur einnig mjiig skemmtílegt. Þýð- ingin er vel af hendi leyst. Béikaútgáfan Fróði liefur scnt frá sér snotra unglingabók, Skólinn við ána, eftir A. Ghr. Westergaard, í þýðingu Andrésar lvristjánssonar. Það er mildur og Iéttur blær yfir þessari bók, og dálítið frábrugðin ’ ýmsuin öðrum bókum liöfundarins. En frásagnarlist hans nýtur sín hér ágætlega. Hún segir frá úngu fólki á heimavistarskóla og ýmsum flækj- um og æskuástum, sem þar cr lýst. Það leiðist engum við lestur þess- arar bókar. Þýðingin cr góð. E. S. Hrakhólar og höfuðból Höf. Magnús Bjiirnsson á Syðra-Hóli. Ulg. Bókafor- lag Odds Björnssonar, Ak- ureyri. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur nú út aðra bók eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, og er hún komin í bókabéiðir. Hin fyrri bók liöfundar, „Mannaferðir og fornar slóðir“, hlaut vinsældir og mjög að voiium. Nýja bókin, Hrakhólar og höfuð- ból, vitnar um, að höfundurinn er ritfær í bezta lagi og fræðimaður. Efnið er honum nærtækt og skijit- ist í 11 kafla. Sá fyrsti og cinn sá merkasti er um Asverja í Vatnsdal, Guðmund Halldéirsson í Asi, ætt- menn lians og marga samtíðarmenn og afkomendur, skemmtilcstur og hinn fróðlegasti. Mannlýsingar ó- venjulega góðar svo að söguhetj- urnar verða minnisstæðar, og standa þær ljóslifandi l'yrir hug- skotssjónum lesenda. Annar kaflinn fjallar um Jónas í Brattahlíð, stór- gáfaðan mann, og fjölda samtíðar- tnanna lians. Þá er þáttur um Holta- staða-Jóhann, liinn slægvitra og stórhrekkjótta kvennamann og bónda á hötuðbólinu Holtastöð- um. Þessir og aðrir kaflar bókarinnar eru ættarsögur fjölda fólks, ástar- sögur, sumar all-stórbrotnar, og hetjusögur. í frásögn Magnúsar á Syðra-Hóli verða margar söguhetjurnar minn- isstæðari en flestar aðrar í þeim bókum innlendum, sem cg hef les- ið síðustu bókaflóðsvikurnar. ED. Anna-Lísa og litla Jörp Höf.: Sverre By. Útg. Prcnt- smiðjan Leiftur, Rvik. Höfundurinn, Sverre By, er skólastjóri í Þrándheimi og þekkt- ur barnabókahöfundur. Anna-Lisa og litla Jörp fékk dýrstu verðlaun lijá norska menntamálaráðuneyt- inu 1948 og liefur verið þýdd á aðr- ar tungur. Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri hcfur þýtt bókina af smekk- vísi. Bókin fjallar um samskipti barna og dýra og er það efni sígilt. Litla Jörp er villt skepna og hún er bald- in — en lnin er fögur og fótviss. Hafrabragðið freistar hennar — cn skógurinn og frelsið þó cnn mcira. Tamningin er erlið, en loks mynd- ast gagnkvæmt traust milli manns og hests. Þessi béik hefur bókmenntagildi um lcið og hún er hin skemmtileg- asta barna- og unglingabók um sí- gilt, hugstætt efni. ED. Nýju fötin keisarans SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Bókaforlag Odds Björnssonar Akurcyri 1959 Meðal hinna mörgu bóka, sem Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur út í ár, er greina- og ritgerðasafn Sigurðar A. Magnússonar, með ofanskráðu nafni. Bókinni er skipt í þrennt. Fyrsti kaflinn, er nefnist Snilld- armcnn, fjallar um innlend og erlend skáld. í öðrum kaflanum eru greinar um margvísleg efni og í þeim þriðja eru greinar um íslenzka ljóðlist og greinar á er- Framhald á 7. siðu. Fimmtudaginn 10. descmber 1959 Maf arstel I Kaffisfell í úrvali. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Mamma! Hvenær á að búa til Lauíabrauðið? Á sunnudaginn góði minn, en skrepptu nú og kauptu fyrir mig TÓLG til að steikja það í. Hún er langbezt í KJÓTBÚÐ I Imvötn í miklu úrvali. Silfurfeskeiðar Og. Keramik og margt fleira til jólagjafa. VERZL. SKEMMAN Simi 150J. Til jólagjafa: FYRIR DÖMUR: Kjólatau Undirkjólar Skjört Baby Doll náttföt Náttkjólar Sokkar Umvötn Slankbelti, stór númer N ylonbr jóstahaldarar, stór númer. FYRIR HERRA: Skvrtur Nærföt Bindi Hanzkar Sokkar Hálsklútar VERZLUNIN LONDON

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.