Dagur - 10.12.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1959, Blaðsíða 1
I 1 Fylgizt með því sem geríst hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Simi 1166. DAGUR kemur næst út laugar- daginn 12. desember. XLII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 10. desemker 1959 68. tbl. Frestun Alþingis er móðgun við þingið og þjóðina Er brot á lögum og þingvenjum, er mjög í ein- æðisátt og sýnir vel ráðleysi ríkisstjórnarinnar Akureyrarkirkja. — (Ljósmynd: E. D.). Merkilegt sfarf Akureyrarkirkju Fyrsta helgisiðanámskeiðið hér á landi í íyrstu viku desembermánaðar var haldið helgisiðanámskeið við Akureyrarkirkju. Helgisiðir eru táknmál kirkjunnar, sem söfnuður- inn þarf að vita íull skil á. Forráðamenn Akureyrarkirkju héldu þess vegna þetta námskeið og er það hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og þótti takast mjög vel. Séra Sigurður Pálsson á Selfossi vcitti námskeiðinu forstöðu. Hann ilutti-erindi um helgisiðina og sýndi skuggamyndir til skýringar. Tekin voru til meðferðar margvísleg efni, svo sem: Messan og messusiðir, skrúði presta, þjónusta leikmanna, hclztu kirkjuleg tákn, kirkjuleg em- bætti og almennur prestdómur.. Loks var æfður æfaforn tíðasöngur. Námskeiðinu lauk með hátíðlegri guðsþjónustu í Akureyrarkirkju sl. sunnudag og var hún harla óvenju- leg og þjónuðu fjórir prestar og var messan mjög fjölsótt. Mikil gróska. Mikil gróska er í kirkju- og safn- aðarlífi á Akureyri. Má þar til nefna til viðbótar, að í sunnudaga- skóla kirkjunnar eru 5-600 böm. Dagana 28. og 29. nóvember hélt Æskulýðsfelag kirkjunnar loringja- námskeið. Sóttu það 30 unglingar írá Akureyri, Húsavík og Siglu- firði ásaint þremur prestum. I>ar var leiðtogum og verðandi lciðtog- um æskulýðslélaganna úr leik- mannahópi veitt tilsögn í starfi og þar fluttu prestarnir séra Kristján Róbcrtsson, scra Kristján Buason SÖLUBÚÐIR verða opnar til kl. 22 laugardag- inn 19. des., en til kl. 24 á Þorláksdag. og séra Pétur Sigurgeirsson erindi um trúarleg efni en prófasturinn á Húsavík, séra Friðrik A. Friðriks- son prcdikaði. Eftir útvarpsumræðurnar um þingfrestunina er margt ljósara en áður og voru þær hinar gagn- legustu. 1. Stórfelldustu kosningasvik Sjálfstæðisflokksins við bænd- ur landsins eru fram komin. Þingfrestunin líka við það miðuð. Hin illræmdu bráða- birgðalög tekin fyrir á síðasta degi þingsins — og afgr. til annarrar umræðu, væntanlega í febrúar. — Lögin falía- úr gildi 15. desember. Stjórnin svíkst um að gera þingheimi grein fyrir efna- hagsmálum þjóðarinnar, sem þó er skylt. Efnahagssérfræð- ingar Sjálfstæðisflokksins eru í heilt ár búnir að rannsaka allar sérfræðilegar skýrslur frá tíð vinstri stjórnarinnar. Þær Iiggja fyrir ásamt nýrri efnahagsathugunum og eru í höndum ríkisstjórnarinnar. Af- sökun fyrir því að halda þess- um sérfræðilegu skýrslum leyndum fyrir þingi og þjóð, fyrirfinnst engin.Annað er það þótt tillögur stjórnarinnar séu ekki tilbúnar. Þingfrestunin er brot á þing- ræði af þeirri ástæðu, að ekki hefur verið fullnægt reglum um málsmeðferð, sem að fram- an getur. Stjórnarandstæðingar voru sviptir málfrelsi. Kökræð- ur nefnda, málþóf til afsök- unar. . „Nú verður kosið um stöðvun- arstefnu Alþýðuflokksins," og „Alþýðuflokkurinn stöðvaði verðbólguna." „Hann einn þor- ir að taka á málum gegn verð- bólguflokkunum öllum." Hag- ur útflutnings- og ríkissjóðs stendur með blóma. Þessi orð Alþýðuflokksráðherranna og blaða þeirra fyrir kosningar, eru afhjúpuð sem stórfelld- ustu kosningablekkingar síðari ára. Enda æpir nú stjórnin: „Óðaverðbólga — óðaverð- bólga" er skollin á, 250—300 milljónir vantar í útflutnings- og ríkissjóð á næsta ári að öðru óbreyttu! Ekki getur nokkur stjórn gefið sjálfri sér stærri snoppung en í þessu efni var gert í útvarpsumræðunum. Of margir kjósendur Iétu ginnast af fagurgalanum fyrir kosning- ar. Hvað segja þeir nú? 5. Þingmenn eru leystir frá störf- um þar til um mánaðamót jan- líar—febrúar. Þeir voru sviptir starfsfriði og þjóðin hluta af þingræði. Stjórnin segist þurfa „starfsfrið" — slagorð nazista, og hið stutta þinghald mjög í einræðisstíl. 6. Yfir 90% bænda á svæðinu frá V.-Skaft. til Dalasýslu, að báð- um meðtöldum, þ. e. Suður- og Suðvesturlandi, greiddi atkv. með sölustöðvun á mjólk til að mótmæla gerræði því, sem bráðabirgðalögin um búvöru- verðið er. 7. Stjórn Alþýðusambands ís- lands hvetur verkalýðsfélögin til að hafa lausa samninga og vera viðbúin átökum. Og ver- tíðin hefst 1. jan. n.k. og efna- hagsmálin í meiri óvissu en nokkru shvni fyrr, m. a. vegna þess að staðreyndum er haldið leyndum. — ÖII þessi atriði eru vítaverð og nauðsynlegt að menn geri sér þau Ijós. Nýjar efnahagsaðgerðir hafa verið boðaðar og er það vou manna að þær aukizt. Úfibú Tóbakseinkasölunnar á Ák. Bæjarstjórnin lætur mál þetta til sín taka Áður var hér í blaðinu rætt um þá einkennilegu og óvinsælu lýjar sumarbúðir viS Hólavatn í Eyjaf. Ungt fólk opnar jólamarkað til f járöflunar þessari myndarlegu framkvæmd Við Hólavatn í Eyjafirði eru að rísa upp myndarlegar sumarbúð- ir á vegum KFUM og K á Akur- eyri. Sumarbúðirnar standa í fögru umhverfi við Hólavatnið. Fyrirhugað er að i framtíðinni rísi þarna sams konar sumarbúð- ir og eru í Vatnaskógi. 1 þessum sumarbúðum dvelst ungt fólk i viku eða lengur í senn og er öll- um heimil þátttaka. Sumarbúðir sem þessar eru mjög vinsælar hvarvetna sem þeim hefur verið komið á fót, en hingað til hafa Akureyringar ekki átt þess kost að senda unglinga til slíkrar dval ar þeim til skemmtunar og upp- byggingar. Ætlunin er að byggja að Hólavatni rúmgóðar og full- komnar sumarbúðir, þar sem geta dvalizt um 30—40 manna í senn. Áherzla verður lögð á að skreyta umhverfið með gróður- setningu, að fá báta á vatnið, knattspyrnuvöll o. m. fl. En allar þessar framkvæmdir eru mjög umfangsmiklar og dýrar, og að þessum framkvæmdum stendur aðeins ungt fólk, sem hefur gefið alla sína vinnu. Eins og kunnugt er hafa KFUM og K undanfarin vor haft sölu á fermingarskeytum og hafa baejarbúar ekki legið á liði sínu með því að kaupa skeytin. En þessar tekjur hrökkva skammt og hefur því KFUM ákveðið að opna jólamarkað að Hafnarstræti 96 (happdrætti SÍBS og DAS). Gefst nú Akureyringum kostur á að styrkja gott málefni um leið og keyptar eru jólagjafirnar og stuðla að kristilegu unglinga- starfi. Að þessum jólamarkaði stend- ur einnig Bókaverzlun Jóhanns Valdemarssonar, en KFUM mun njóta góðs af sölu bókanna. (Sjá nánar auglýsingu í blaðinu.) . ráðstöfun, að leggja niður umboð Tóbakseinkasölunnar á Akureyri. En það skapar verzlunum mikið óhagræði. Nú hefur bæjarstjórn látið málið til sín taka og hefur sam- þykkt eftirfarandi: „Bæjarstjórn Akureyrar beinir þeim eindregnu tilmælum til þingmanna Norðurlandskjör- dæmis eystra, að þeir beri fram á núverandi Alþingi frv. til laga um breytingu á lögum nr. 58 frá 8. sept. 1931 um Tóbakseinkasölu ríkisins, sem feli í sér, að Tóbaks einkasölunni verði skylt að setja upp útibú á Akureyri fyrir Norð- urland. Enda verði það fyrirtæki útsvarsskylt á Akureyri." Við Hólavatn cr nátlúrufegurð mikil og veðursæld. Þar viiinur ungt fólk í sjálfboðavinnu við framkv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.