Dagur - 10.12.1959, Qupperneq 4

Dagur - 10.12.1959, Qupperneq 4
4 D AGU R Fimmtudaginn 10. desember 1959 Mu il'stof;i i ll;tln;mn ;<-li ‘II! — Sími Illifi UJTSTJÓUI: erliní; u u D a v í i)sso\ XtlgKstltg.lvl ji.i i: j Ó N S A \1 V r. I. S S O N Árgaitgttiinn koslar kr. 7.r>.(M) . Hlaísið krtmii út á iniðvtkudiigum og laug'.mlOgitm, }>c"ar <■(ni staiula til Cijaltlilagi ri I jttli I»«ENT\ EUK OOOs HJÓKNS.SON AK H.F. r Nýir stjórnarhættir á Islandi „ALÞINGI þarf að vera skipað í samræmi við þjóðar\iljann,“ sögðu formælendur kjör dæmabyltingarinnar. En á fyrsta reglulega Alþingi eftir kjördæmabyltinguna neitar rík isstjórnin að lilusta á þingheim og sendir hina nýkjörnu þingmenn heim. Ekki er það í samræmi við þjóðarviljann. Hin nýja ríkisstjórn og stuðningsflokkar hennar fara inn á nýjar brautir, sem ekki hafa stoð í hefð eða lögum. Þeir svifta and- stæðinga sína málfrelsi, og láta ráðherra sína fela sig til skiptis þegar mikilvæg mál eru á dagskrá. — Þessir stjórnarflokkar gáfu út bráðabirgðalög um búvöruverð, SEM ENG INN ÞINGMEIRIHLUTI VAR FYRIR og er það einsdæmi og er mjög í einræðisátt. - Síðan neitaði stjórnin í upphafi þingsins að leggja bráðabirgðalögin fyrir Alþingi, en varð að lokum að láta undan síga og beygja sig fyrir stjórnarandstöðumii. Og þá sveik Sjálfstæðisflokkurinn bændastéttina. Nýja stjórnin lágði fram fjárlög fyrir næsta ár í byrjun þings. En liún neitar að láta fyrstu umræðu fjárlaga fara fram, eins og skylt er þó samkv. lögum og fjárlagaræðan er ekki flutt eða neinar upplýsingar gefnar þingheimi um efnaliagsástandið. Þetta er al- gert einsdæmi og á enga afsökun. Sú játning hefur verið kreist úr nýju ríkisstjóminni, að íjárlögin séu „ekki að marka“, stjórnin ætli að gefa út ný fjárlög eftir áramót! Þá heíur nýja stjórnin þann hátt á, að slengja saman mörgum lagafrumvörpum í eitt og skera svo niður umræður andstæð- inganna. Hin nýja ríkisstjórn virðist líta á þingið með augum einræðisdýrkandans. Al- þýðuflokkurinn lætur sér vel líka, en fvlgj- endur hans úti tun land allt haia misst hina verið gert síðustu daga. Lýðræðinu er hinn mesti háski búinn af einræðishneigð hinnar nýju ríkisstjórnar. — Dæmin sanna, að ófyrirleitnir stjórnmála- flokkar hafa lagt þingræði að velli og ætíð byrjað á þann hátt að GANGA FRAM HJÁ ÞINGINU í einu og öðm, eins og nú hefur verið gert hér á landi. Hinir nýju stjómarhættir vekja þess vegna óta meðal Iandsmanna. — Hins vegar verður þess ekki vart að stjómarvöldin hafi nein úrræði á reiðum höndum í vandamál- um þjóðarinnar. Þau njóta ekki trausts verkalýðssamtakanna í landinu og þverrandi lrausts sinna helztu fylgismanna í öllum sétt- um. Hið gífurlega lýðskrum stjórnarflokkanna og blekkingar í efnahagsmálunum fyrir kosningar og ráðleysi hennar nú og uppljóstr- anir um sýnilegan 250 millj. kr. halla hjá Út- flutningssjóði, svo að dæmi sé nefnt, er einn af svörtustu blettum stjórnmálabaráttunnar á síðari árum. Það er í sannleika bágt fyrir stjórnarflokkana, er sögðu fyrir kosningar, að verðbólgan væri stöðvuð, að koma nú fram fyrir þjóðiira og segja, að „óðaverð- bólga“ sé skollin á, setja verði nýtt efnahags- jkerfi, þjóðin hafi lifað um efni fram. Kirkjuhvoll. — v. vill hér með þakka það, sem vel er gert! Jafn sjálfsagt sem það er að finna að því, sem vanrækt hefur verið eða miður gert, er hitt að þakka hvert vel gert verk, þótt dregist hafi úr hömlu ótrúlega lengi. Eftir 12—15 ára „nöldur“ í Fokdreifum Dags var „fegrun“ Kirkjubrekkunnar lokið sl. sumar. Og þá var einnig — að lokum — umhverfi kirkjunnar og brekkuhrúninni sýndur lang- þráður sómi, svo að hrósvert er og þakkarskylt! Og með boga- dreginni hellulagningu hvols- brúnarinnar í sveig umhverfis kirkjuna-framanverða var mjög hætt úr vanrækslunni á nyrðri enda bogþrepanna í brekkunni En hvað um það! — Nú er all- ur Kirkjuhvollinn grænn, og umhverfi kirkjunnar prýðilegt, svo að unun er yfir að líta! Og á hvítasunnu, 17. júní og við önnur hátíðleg tækifæri, með fána- skreytingu meðfram kirkjutröpp unum báðum megin, mun „bros Akureyrar“ verða fegurra og hlýrra en nokkru sinni áður! — Þessi gleði er mikillar þakkar verð. — Kæra þökk! — Gangstéttamenning. ÞEGAR æskulýður lands og bæjar streymir til skólanna á haustin, og bæjargöturnar fyllast í hvelli af hlátri og fjöri og smá- skemmtilegu blaðri, dettur manni ósjálfrátt margt í hug. Og gamall kennari talar við sjálfan sig í hljóði: — „Á haustin er nemendur mínir — heima og er- lendis — komu í skóla, sumir í fyrsta sinn, notaði eg alltaf fyrstu dagana, að mestu leyti, og síðan eftir þörfum, til að spjalla við þá og brýna fyrir þeim al- gengustu og nauðsynlegustu mannasiði, utanhúss og innan: umferðareglur, umgengnisvenjur, borðsiðu og háttvísi í allri um- gengni, orðbrajgði, látbragði og öllu fasi.“ — Þetta taldi hann nauðsynlegasta fararnestið út í lífið, af skólans hálfu. Annan fróðleiksforða flestallan gætu nemendur aukið og endurbætt ævina á enda, — eða týnt því litla, sem skólinn hefði miðlað þeim. — En hitt væri nauðsynleg undirstaða sæmilegra samvista og hamingjusamra ævina á enda. Þetta virðist flestum kennur- um gleymast um of, og m. a. í flestum íslenzkum skólum. Af þessu mun því m. a. stafa sá háskalegi ósiður, og algengi, að þyrpast saman á gangstéttum og gangstígum í þétta hópa og óhagganlega, og loka þannig fyrir alla umferð, þar sem vera á al- frjáls og hindrunarlaus. Og þótt einstöku djarfur náungi geti ruðst fram hjá á stéttinni, eða smogið í gegnum skvaldrandi þvöguna, dettur engum hópverja í hug að víkja sér til hliðar fyrir vegfarendum. — Þeir þykjast sýnilega eiga gangstéttirnar sjálfir! Annars er þetta furðu almenn- ur ljóður á okkur íslendingum yfirleitt.. Og margur verður að kafa djúpt utanslóðar i vetrar- snjóum til að komast áfram, þeg- ar 2—3 náungar eða fleiri — stundum í pilsum — fylla gang- stigu og troðninga, taka í nefið og spjalla látlaust og sinna engu öðru. — Áðan þvergirtu nær alla gangstéttina í fjölfarnasta hluta miðbæjarins tvær ungar frúr með fyrsta barnavagninn, sinn hvor, skáhallt yfir a. m. k. 3/5 gangstéttarinnar. Og hefði önnur hvor þeirra verið svo snjöll að eignast tvíbura — svo að maður nefni nú ekki þríbura —• þá hefðu þessar blessaðar hrað- mælsku frúr og háværu alger- lega lokað allri gangstéttinni og vakið almenna og verðskuldaða eftirtekt vegfarenda á kunnáttu sinni í barneignum, og fullkom- inni vankunnáttu í nauðsynlegri gangstéttamenningu og háttvísi! Þetta er ljótur umferða-ósiður og háskalegur, og hvergi leyfður né liðinn nema hér hjá oss! — v. Snjór en ekki strákar. NOKKRIR bæjarbúar hafa orð á því, hve strákaótugtir hafi farið illa með tré í görðum og gróðrar- reitum að undanförnu. Við at- hugun hefur komið í ljós, að nær alls staðar, þar sem skemmdir hafa orðið á trjágróðri, er snjó um að kenna en ekki pörupiltum. f stórhríðinni á dögunum var frostlaust að kalla og hlóðst svo ,mikill snjór á trén, að nokkur þeirra brotnuðu. Jafnvel 8—10 metra há birkitré þverbrotnuðr af þessum orsökum. Eru þess víða merki í görðum einstaklinga og einnig í Lystigarðinum. Sem betur fer vex skilningur yngri sem eldri á því að trjá- gróðurinn þarf vernd. Hins vegar geta óvitar unnið smávöxnum trjám hin mestu óþurftarverk, án þess að gera sér það ljóst. Þar þurfa hinir eldri að vera á verði. Allir þurfa að vera samtaka um að vernda fagran og nytsaman gróður, en ekki skulum við kenna einum eða neinum prakk- ara um snjókomuna og .nefndar skemmdir. Höfðingleg gjöf Það vekur sérstaka athygli, þegar e-inn þegn úr fjölda ann- arra jafngildra borgara sker sig úr.og innir af hendi álitlega fjár- upphæð til hjálpar eða menning- ar héraði sínu. Nýlega gerðist sá atburður, að oddviti sveitarstjórnar Hrafna- gilshrepps, Halldór Guðlaugsson, átti 70 ára afmæli, sem sveitung- ar hans minntust með hófi að Laugarborg. Við það tækifæri gáfu þau hjónin, Halldór Guð- laugsson og kona hárís, frú Guð- ný Pálsdóttir, sveit sinni fimmtíu þúsund krónur til menningar- og skólamála. Fyrir hönd skólanefndar þakka ég innilega þessa höfðinglegu gjöf og óska gefendum allrar blessunar í framtíðinni. Grund, 6. nóvember 1959. Snæbjöm Sigurðsson. Svíakonungur á fimmtíu ára bindindisafmæli Á þessu ári á Gústaf Adolf VI. Svíakonungur merkilegt afmæli. Hann ákvað það sem sé árið 1909 að verða algjör bindindismaður. Og við þá ákvörðun hefur hann staðið og aldrei neytt áfengra drykkja í hálfa öld. Slík staðfesta að vera þarna öðrum til fyrir- myndar er aðdáunarverð, og það er óhætt að fullyrða, að fordæmi konungs hefur verið mikill styrkur fyrir sænsku bindindis- samtökin, enda eru þau hin sterkustu í heimi. Mætti fordæmi Gústafs Adolfs verða öðrum á hærri stöðum til fyrirmyndar. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Miklir andans menn eru stundum annars hugar og undarlegir, en líklega hefur heimspekingurinn Immanúel Kant metið. Er hann loks ákvað að kvænast — eftir mikið hugarstríð — og fór heim til stúlkunnar til að biðja hennar, þá kom upp úr kafinu, honum til mikils angurs, að stúlkan hafði flutt burt úr borginni fyrir 20 árum. ---,—o----- : '' ÖRUGGARA! Hvergi eru aðrar eins æsingar í áhorfendum á knattspyrnuleikj um og í Suður-Ameríku. Láta menn oft hendur skipta, ef þeim líkar ekki, og dómarinn er í stöðugri lífshættu. Fréttir herma, að knattspyrríudómari nokkur í Brazilíu hafi fyrir skömmu keypt sér gamlan skrið- dreka. í hvert sinn sem hann dæmir leik, hefur hann skriðdrekann rétt fyrir utan svæðið, og þang- að flýr hann, þegar áhorfendum mislíkar dómur. -----o----- VILHJÁLMUR KEISARI II. Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari (1859—1941) var eitt sinn með kvef og lét sækja lækni sinn, sem gjarnan vildi róa keisarann og sagði, að hann hefði bara ofurlítið kvef. Keisarinn hvessti gramur á hann augun og hrópaði: — Eg hef mikið kvef — hjá mér er allt mikið! Árið 1912 gat Vilhjálmur keisari komið því í kring, að sér væri boðið opinberlega til Sviss. Við móttökurnar í Zúrich var honum m. a. sýnt frægt, svissneskt skyttuherfylki. Hann ræddi við ofurst- ann, og þá áttu þessi orðaskipti sér stað: Keisarinn: Nú, þið hafið þá 100 þúsund af þessum ágætu skyttum. Ofurstinn: Já, yðar hátign. Keisarinn: Hvað mynduð þér nú gera, ef eg kæmi með 200 þús. prússneska hermenn? Oíurstimi: Við myndum hleypa af tvisvar! Vilhjálmur keisari II. hélt sig kunna og geta alla hluti. Eitt sinn gerði hann af sjálfsdáðum teikningu af nýrri tegund herskips og afhenti þær flotaráð- herra sínum. Nú leið nokkur tími, og einn dag kom keisarinn. að máli við ráðherrann og sagði: — Þér hafið ekki sagt mér neitt frá teikningun- um mínum að herskipinu. Er ekki allt í lagi með þær? — Ja, yðar hátign — é. . . . — Voru vélarnar ekki sterkari en í öllum öðrum skipum, sem nú eru til? — Jú, yðar hátign. — Eru ekki stálplöturnar þykkri og sterkari en í nokkru öðru skipi í heiminum? — Jú, yðar hátign. — Og hefur það ekki fleiri fallbyssur en öll önn- ur skip, sem byggð hafa verið? — Jú, yðar hátign. — Nú, hvers vegna heyri eg þá ekkert nánar frá yður? Hvað er að skipinu mínu? — I. . . . það — e. . . . það getur ekki flotið, yð- ar hátign. ------o------ Sir Wilísam Wordsworth Fisher aðmíráll var yf- irmaður brezka Miðjarðarhafsflotans á 4. tug þessarar aldar. Hann var allra manna vörpulegast- ur og hafði fullan skilning á virðuleik og mikil- vægi stöðu sinnar. Eitt sinn las hann upp guðspjallið við guðsþjón- ustu í kirkju á Möltu. Er hann hafði lokið lestrin- um, hvessti hann augun á söfnuðinn og skálmaði svo til sætis síns. Um leið og hann gekk fram hjá sætaröðinni, heyrðist lítil telpa hvísla: — Mamma, er þetta guð? Er aðmírálnum var sögð þessi saga seinna, þá varð honum að orði: — Það var ésköp eðlilegur misskilningur hjá barninu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.