Dagur - 10.12.1959, Síða 7

Dagur - 10.12.1959, Síða 7
Fimmtudaginn 10. desember 1959 D A G U R 7 Námsvtsur I' - Stigbreyting lýsingarorða. í margur, fleiri, flestur ei farið er hinn troðna veg. í góður, betri, beztur er breyting ekki regluleg. Afturbeygða fornafnið. Einu sinni yfir mig hið afturbeygða fornafn skall. Illt er að meiða sig á sig, og svo var þetta ekki nefnifall. Eignarfornöfnin eru fjögur. Eignarfornöfn allir rneta. Orðið kærsta heitir minn. Skyldi eigingimin geta gefið vorn og sinn og þinn? Abendingarfomöfnin. Auðveldlega æ ég finn ábendingarfornöfnin. Þau eru sá og þessi og hinn. Þetta eru gjörvöll ósköpin. Hjartkær eiginkona mín, SÍGRÍÐUR GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 6. þ. m., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju n.k. laugardag, 12. þ. m., kl. 1.30 e. h. — Blóm og kranzar vinsamlega afþakkað, en þeirn sem vilja minnast hinnar Iátnu er bent á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Stefán Sigurjónsson, Norðurgötu 12. NYTT! - NYTT! Pajama náttföf stuttar og síðar buxur, 3 stk., kr. 275.00. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. Ljósaperur Höfum fengið allar stærðir af hinum góðu og ódýru B. G. W. ljósaperum Enn fremur perur í fallegum litum á aðeins kr. 5.50 pr. stk. Kaupið jólaperurnar í raftækjaverzl. RAF Strandgötu 17. Sími 1518. TIL SOLU: kápa og nælonkjóll fyrir 10 — 12 ára telpu. — Upplýs. í Byggðavegi 136 A. Sími 2473. ,iii 1111111111111111 iii iii iii iiiiiiiiiiiiiiii Stúlka óskast til afgreiðslu fram að jól- um, yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Jón E. Sigurðsson. Iðjuklúbburinn Spilakvöld hjá Iðju næstk. sunnudagskvöld í Alþýðuhús- inu kl. 8.30. — Spiluð félags- vist, góð verðlaun. — Dans á eftir. Hljómsveit hússins leik- ur, Helena syngur. — Þetta er siðasta spilakvöldið í þessari keppni, þar sem keppt er um hin glæsilegu heildarverð- laun. Komið á þetta spila- kvöld, engan mun iðra þess. Ungafólkið skemmtir sér á Iðjuklúbbnum. — Allir með. STJÓRNIN. NÝJA - BÍÓ l Sími 1285. í I Aðgönguniiðasala opin frá 7—9 I É í kvöld kl. 9: 1 Vitni saksóknarans j j ("Witncss for thc Prosecution.) 1 j Heimsfræg, ný, amerísk stór- j É mynd, gerð eftir samnefndri | j sakamálasögu eftir Agatha 1 É Christie. Sagan hefur komið i É sem framhaldssaga í Vikunni é j nýlega. j ÉAðalhlutverk: é | TYRONE POWER, É MARLENE DIETRICH, í { CHARLES LAUGHTON f i og é É ELSA LANCHESTER. É I Bönnuð innan 12 ára. I Næsta mynd: JARÐGÖNGIN (De 63 dage.) Heimsfræg, ný, pólsck mynd, sem fékk gullverðlaunin í Cannes 1957. Mynd þessi gekk 5 vikur í Hafnarfirði. Aðalhlutverk: TERESA YZOWSKA og TADEISZ JANCZAR. BORGARBÍÓ j j Sími 1500 é I Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 é i Dauðinn við stýrið i j (Checkpoint.) É Mjög spennandi og atburðarík | j brezk mynd í litum frá é É J. Arthur Rand. j iAðalhlutverk: é Anthony Steel, | Odile Versois. j É Bönnuð yngri en 14 ára. I j Næsta mynd: é | Fæðingarlæknirinn i É ítölsk stórmynd í sérflokki. j iAðalhlutverk: j Marcello Marstrolanni, j (ítalska kvennagullið) og í i Giovanna Ralli j (ítölsk fegurðardrottning). j É Blaðaummæli: „Fögur mynd, é j gerð af meistara sem gjör- j É þekkir mennina og lífið.“ — é É Aftenbl. — „Vönduð ítölsk = j mynd, um fegurstu augnablik j É lífsins." B. T. — Ðanskur \ j texti. — Frestið ekki að sjá j É þessa fallegu mynd! é Jólatré og jólagreinar Landgræðslusjóðs verða til sölu milli Amaro og Bókabúðar Rikku. — Sala hefst væntanfega e. h. föstud. 11. þ. m. Skógræk tarf élag Eyfirðinga □ Rún 59591297 = Frl.: I. O. O. F. — 14012118V2 — I. O. O. F. — Rb. 2 — 10912981/2 — E. K. Kirkjan. Messað kl. 11 f. h. á sunnudaginn kemur, 13. des., í Akureyrarkirkju. Ath. að messan er fyrir hádegi. — Sálmar nr.: 15 — 201 — 117 — 416 — 585. — P. S. Jólafundur kl. 5 e. h. á sunnudaginn. — Hafið samband við sveitaforingja og hverfisstjóra og munið eftir jóla- gjöfinni. Zíon. Fimmtudaginn 10. dcs. verður almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Upplestur. Kvikmyndasýn- ing. Séra Kristján Róbertsson talar. Tekið á móti gjöfum til hússins. — Sunnudag 13. des. kl. 8.30 verður síðasta samkoman fyrir jól. Allir velkomnir. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Jólafundur Kvenfélags Akur- eyrarkirkju verður í kirkjukap- ellunni miðvikudaginn 16. des. kl. 9 e. h. Póstkassarnir. Póststofan óskar aess getið, að gefnu tilefni, að póstkassai^rir eru á eftirtöldum stöðum og hafa verið lengi: 1. Á fjórðungssjúkrahúsinu (fyrir Syðri brekkuna). — 2. Á Ferða- skrifstofunni (var á BSA). — 3. Á Kjörbú;ð KEA, Hafnarstræti 20 (fyrir Innbæinn). — 4. Á Úti- búi KEA, Alaska, (var á Herra- búðinni) (fyrir Oddeyri). — 5. Á verzl. Glerá (fyrir Glerárhverfi). 6. Á Útibúi KEA í Grænumýri (fyrir Norður brekkuna). Þessi kassi er ný settur upp. — Tæm- ing kassanna er kl. 10 og 16 alla virka daga. — Til jóla geta póst- notendur keypt frímerki, eftir lokun póststofunnar, í Blaðasöl- unni (Bókabúð Rikku). Bazar og kaffisala. Á sunnu- daginn, 13. des., hefur Sjálfsbjörg á Akureyri bazar í Alþýðuhúsinu og hefst hann kl. 3 e. h. Þar verða seldir ýrnsir handunnir munir,'er félagarnir hafa gert í vetur. — Samtímis bazarnum hafa Sjálfsbjargarfélagar kaffi- sölu á sama stað. — Hagnaður af bazarnum og kaffisölunni rennur til hússbyggingar þeirrar, er Sjálfsbjörg hefur i smíðum. Kvenfélagið Hlíf heldur jóla— fund föstudaginn 11. des. kl. 9 e. h. í Pálmholti. Farið verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.40, aðrir viðkomustaðir Hafnarstræti 20 og við Sundlaug. Konur taki með sér kaffi. — Stjórnin. Ólafsfirðingar. Munið spila- vistina í Alþýðuhúsinu á föstu- dagskvöldið kl. 8.30. Karlakór Akureyrar heldur samsöng í Nýja-Bíó laugardaginn 12. þ. m. kl. 5 og sunnudaginn 13. þ. m. kl. 2. — Kórinn syngur lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Einsöngvari með kórnum er hinn vinsæli söngvari Jóhann Konráðsson. — Undirleik annast Kristinn Gestsson. — Karlakór Akureyrar er 30 ára um þessar mundir og mun hann minnast þess síðar í vetur með samsöng og ef til vill fleiru. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Svava Gunnarsdóttir, Lækjargötu 22, og Bjarni Jónasson, iðnnemi, Víðivöllum 10, Akureyri. — Ungfr. Sigríður Guðmundsdóttir, verzlunarmær og Gunnar Lofts- son, verzlunarmaður. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Sigríður Höskulds- dóttir, Hesjuvöllum, og Stefán Björnsson, Kollugerði. Hjúskapur. Hinn 1. des. voru gefin saman í hjónaband af séra Kristjáni Róbertssyni ungfrú Heiðdís Norðfjörð, Akureyri, og Gunnar Jóhannsson, bifvélavirki frá Möðruvöllum. — Heimili þeirra er að Ásveg 23, Akureyri. Iljúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Auður Ketilsdóttir, Finnast., Hx-afna- gilshreppi, og Hermann Jónsson frá Molastöðum í Fljótum. Heim- ili þeirra verður að Finnastöðum. — Laugard. 5. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Erla Böðvarsdóttii', Ægisgötu 4, og Ari Gunnarsson, Hvannavöllum 4. Heimili þeiri’a verður að Ham- arstíg 29, Akureyri. Gjöf til sjúkraflugvélarinnar. Kr. 5000.00 frá Slysavarnadeild- inni „Keðjan“, Ongulsstaðahr. — 1000.00 krónur mótteknar frá Sveinbirni Jónssyni bygginga- meistara með beztu fyrirbænum fyrir sjúkraflugvélinni. Hjartans þakkir. Sesselja Eldjárn. Akureyringar! Hin gullfallegu jólakort Slysavarnafélags íslands eru seld á skrifstofu Jóns Guð- mundssonar, Túng'ötu 6, Markað- inum og hjá Sesselju Eldjárn. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur jólafund í Landsbanka salnum fimmtudaginn 10. des. kl. 8.30 Margrét Jónsdóttir, skáld- kona, les upp. Skemmtileg kvik- niynd o. fl. — Dans á eftir fundi. Félagar, fjöilmennið. — Æðsti- templar. Happdrætti Framsóknarflokks- ins. Dregið á Þorláksmessu, 23. des. Þeir Akureyringar, sem fengið hafa miða heimsenda, eru vinsamlega beðnir að tala við Ingvar Gíslason sem allra fyrst milli kl. 5 og 7 daglega í Hótel Goðaíossi. JEPPI Ford-jeppi, árgerð 1945, í góðu lagi, ti! sölu. Uppl. í Gránufélagsgötu 18. Sími 2397. -Frá bókamarkaðiimm Framhald aj 2. siðu. lendum málum. Bókin er um 300 blaðsíður. Mest af efni bókarinnar er endurprentun úr Morgunblaðinu og annars staðar. En margt og raunar flest, er vel skrifað og að öðru leyti fullrar athygli vert, enda er höfundurinn fjöllesinn í bókmenntum. Nýju fötin keisarans er í röð góðra bóka, þótt orkað geti tví- mælis að endurprenta og gefa út í bókarformi nýlegt efni úr blöð- um og tímaritum. — E. D. Kærkomin jólakort Æskulýðsstarísemi Akureyrar- kirkju sér um útgálu á tvenns kon- ar jólakortum í ár, seni ölluin al- menningi mun þykja kærkomið að fá. A forsíðu eru myndir af bfirnum og æskufólki á leið til kirkjunnar. Eru þær mjög vel gerðar og teikn- aðar at listakonunni frú Alice J. Sigurðsson, Ásabyggð 1, Akureyri. Jólakortin eru prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar og allur ágóði sem kann að verða al sölunni rennur til styrktar Sunnudagaskól- anum og Æskulýðsfélaginu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.