Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 6

Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 6
6 D A G U R Fimmtudaginn 7. janúar 19S0 Minningarorð um Ingimar Eydal Framhald af 5. síðu. starfi sínu átt ríkan þátt í að móta þá Akureyri, sem við nú þekkjum. Margir þeir, sem að undanförnu hafa borið hitann og þungann af að skapa sögu bæjar- ins, hafa verið nemendur Ingi- mars. Og enginn veit hver hlutur góðs kennara er í þeirri sköpun. Eg þakka honum einnig fyrir mína eigin hönd og samkennara hans við skólann fyrir elskulega samvinnu, ljúfmennsku og góð- vild. Ingimar var góður og merkur drengur. — Guð blessi hann! Hannes J. Magnússon. Ingimar Eydal, fyrrverandi ritstjóri Dags og um langt skeið kennari við Barnaskóla Akur- eyrar, andaðist aðfaranótt 28. desember sl. Ekki verður sagt að andlát hans kæmi mjög á óvart, því að bæði var hann orðinn há- aldraður, á 87. aldursári, enda voru líkamskraftar hans þrotnir að kalla, þó að hann liði ekki þjáningar, en minni og fullri rænu hélt hann þar til fáum dög- um áður en hann dó. Hér verður ekki nein ævisaga Ingimars sál. sögð, enda tel eg víst, að helztu æviatriða hans verði getið af öðrum. En hann var einn af allra beztu vínum mínum um marga áratugi og þess vegna langar mig til að kveðja hann með fáeinum orð- um. Eg sá Ingimar Eydal fyrst, svo að eg muni, seint á árinu 1902 og þekkti hann í sjón eftir það. Hann var þá heimiiiskennari á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Mun hann jafnan hafa stundað kennslu á vetrum, eftir að hann útskrifaðist úr Möðruvallaskóla árið 1895, nema þegar hann um tíma stundaði framhaldsnám í Danmörku. Þessir fyrstu sam- fundir okkar leiddu auðvitað ekki til neinna nánari kynna, enda var eg þá aðeins tæpra 14 ára gamall, en minnisstæður var hann mér þó eftir það. Málkunn- ugir urðum við þegar á æskuár- um mínum, þegar eg var um tvítugt og eftir það. Það var þó fyrst eftir að eg var kosinn í stjórn KEA vorið 1921, að náin kynni okkar og samstarf hófst. Hélzt það samstarf í full 30 ár, eða þar til hann gekk úr kaupfé- lagsstjórninni árið 1951, þá 78 ára gamall, en sú vinátta sem þróaðist okkar á milli við sam- starfið, bæði að málum kaupfé- lagsins og í stjórnmálum, hélzt þó óslitið til æviloka hans. Ingimar Eydal vann mikið og merkilegt starf á langri ævi. í fyrsta lagi var hann kennari ali- an þroskaaldur sinn, fyrst far- kennari og heimiliskennari, svo við lýðskóla þann, sem Magnús á Grund stofnaði á heimili sínu og rak um nokkur ár. Árið 1908 varð hann svo kennari við Barnaskóla Akureyrar og gegndi því starfi þar til hann fékk lausn ’ frá því sökum aldurs. Því miður var eg aldrei nemandi Ingimars, þó mig langaði einu sinni mikið tl þess. Get eg því ekki dæmt um kennslustörf hans af eigin raun, en talað hef eg við gamla nem- endur hans, sem minnast hans með þakklæti. Kemur mér það ekki á óvart, því að hann gekk heill að hverju starfi og hann var góður maður og hlýtur því að hafa haft góð áhrif á nemendur sína. Ingimar átti í full 34 ár sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, eða frá 1917—51, enda var sam- vinnustefnan jafnan eitt mesta hugðarefni hans. Sem blaðamað- ur hélt hann jafnan uppi ske- leggri vörn og sókn fyrir hana í blaði sínu, og sem stjórnarnefnd- armaður í KEA vann hann mikið verk í þágu félagsins, einkum þegar formaður þess, Einar sál. Árnason, sat á Alþingi, því að Ingimar var varaformaður og hvíldu því formannsstörfin á honum í fjarveru formannsins. Eftir 30 ára samstarf við hann í stjórn kaupfélagsins, get eg ekki hugsað mér betri og einlægari samvinnumann, heldur en hann var og það í orðsins beztu merk- ingu. , Þátttaka í stjórnmálum var lengi eitt aðal viðfangsefni Ingi- mars Eydals og raunar náskylt starfi hans að samvinnumálum og af sömu rót runnið. Hann varð Framsóknarmaður þegar við stofnun flokksins og vann honum allt það gagn, er hann mátti. Hann varð fyrsti ritstjóri Dags, þegar blaðið hóf göngu sína 1918, en lét fljótlega af því starfi í bráð af ástæðum, sem ekki verða hér raktar, en lýsa bæði drengskap og viðkvæmri lund hans. Hann tók aftur við ritstjórn blaðsins 1928 og gegndi því starfi á meðan kraftar hans entust. Undir ritstjórn hans varð blaðið öflugur málsvari Fram- sóknarflokksins og samvinnu- stefnunnar. Ingimar gat verið harðskeyttur í stjórnmáladeilum, en þó jafnan drengilegur. Að sjálfsögðu átti hann ýmsa and- stæðinga í stjórnmálum, eins og allir, sem við þau mál fást, en persónulegan óvin hygg eg aið hann hafi engan átt. Vegna stöðu minnar átti eg náið samstarf við hann, einnig á sviði stjórnmál- anna og var það iríeð ágætum frá hans hendi. Tel eg mér það mikið lán á lífsleiðinni að hafa verið náinn samstarfsmaður manna eins og Einars á Eyrarlandi og Ingimars Eydals. En nú eru gömlu samstarfsmennirnir og vin irnir sem óðast að flytjast yfir landamærin miklu. Það er lífsins saga og ekki um annað að gera en reyna að sætta sig við það. Mér virðist Ingimar Eydal hafa verið lánsmaður, þó að nokkrar raunir hafi hann orðið að þola, eins og flestir aðrir, sem háum aldri ná. Það er mikil gifta að fá tækifæri til að vinna um langan aldur að framgangi hugsjóna sinna, eins og honum auðnaðist. Heimilisláni átti hann einng að fagna lengst af. Hann var kvænt- ur ágætri konu, Guðfinnu Jóns- dóttur, ættaðri af Austurlandi, er hún dáin fyrir fáum árum. Þau áttu 5 börn, 3 syni og 2 dætur. Það var ekki minnsta lán Ingi- mars, að síðari ár ævinnar gat hann dvalist á heimili beggja dætra sinna og veittu þær hon- um alla þá hjúkrun og aðhlynn- ingu í ellinni, sem mögulegt var. Það sá eg sjálfur mörgum sinn- um. Erum við, vinir Ingimars, í mikilli þakkarskuld við þær systur, Hlíf og Þyri, fyrir það, hvað vel þær reyndust föður sín- um í elli hans. Kæri vinur, Ingimar Eydal. Eg kveð þig nú hinztu kveðju og þakka þér öll okkar kynni og samfylgd frá því fyrsta til hins síðasta, þakka baráttu þína fyrir þeim málstað, sem við báðir töldum réttan, og mikið starf í hans þágu, en fyrst og fremst þakka eg þér órofa vináttu þína til hinztu stundar. Bernharð Stefánsson. HVÍTL.TÖFLUR HUNANG, HVÍTLAUKUR ÞARATÖFLUR, ÞURRGER JURTAKRAFTUR JURTATE HRÖKKBRAUÐ úr nýmöluðu. VÖRUHÚSIÐ H.F. TELPUBUXUR verð frá kr. 8.50 KVENBUXUR verð frá kr. 17.50 DRG. NÆRBUXUR stuttar kr. 10.00. DRG. NÆRBUXUR síðar kr. 22.50 KARLM. NÆRBUXUR síðar kr. 31.50 og 33.50. VÖRUHÚSIÐ H.F, VINNUFATNAÐUR VINNU VETTLIN GAR SJÓKLÆÐI SJ Ó VETTLIN G AR „VICTORY“ PEYSUR VÖRUHÚSIÐ H.F. Afgreiðslusfúlka vön búðarstörfum, óskast hálfán eða allan daginn. Upplýsingar í síma 1220. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR. VERZLUNIN ÁSBYRGI er flutt í Geislagötu 5 EN Rýmingarsala verður í Skipagötu 2, sem byrjaði miðvikudaginn 6. janúar. Þar er til sölu mjög ódýrt: FYRIR DÖMUR: Nœrfatnaður Ndttföt Náttkjólar Sokkabuxur Nylon-sokkar Ullar-sokkar ísgarns-sokkar og margt fleira. FYRIR BÖRN: Nœrfatnaður Náltföt Kjólar Föt Peysur Sokkar Leistar VERZLUNIN ASBYRGI TILKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu um skyldusparnað Samkvæmt ákvæðutn gildandi laga og reglugerðar um skyldusparnað skal skyldusparifé, sem nemur 6% af at- vinnutekjum einstaklinga á aldrinum 16 til 25 ára, lagt fyrir á þann hátt, að kaupgreiðandi afhendi launþega sparimerki livert skipti, sem útborgun vinnulauna fer fram. Sparifé vegna sambærilegra atvinnutekna við laun skal hlutaðeiga7idi sjálfur leggja til hliðar með því að kaupa sparimerki mánaðarlega, þó eigi siðar en síðasta dag februar n. k., vegna slíkra tékna á árinu 1959. Sama gildir ef kaup er greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum þó skattfrjáls séu. Verðgildi slíkra hlunn- inda skal miðað við mat skattánéfndar til tekna við Síð- ustu ákvörðun tekjuskatts. Ef í ljós kemur að sparimerkjakaup hafa verið van- rækt, skal skattayfirvald úrskurða gjald á hendur þeim, sem vanrækir sparimerkjakaup, er nema má allt að þre- faldri þeirri upphæð, sem vanrækt liefur verið að kaupa sparimerki fyrir. Athygli er vakin á því, að samkv. 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um skyldusparnað nr. 116/1959, skal jafnan tæma sparimerkjabækur um hver áramót, og þó eigi síðar en 10. janúar ár hvert. 12. desember 1959. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ. ATVINNA! Ungur reglusamur maður, með verzlunarmenntun, ósk- ar eftir atvinnu. — Tilboð merkt „Verzlunarmenntun“ leggist inn á afgr. Dags fyrir 20. janúar n. k. TILKYNNING frá Skattstofu Akureyrar Veitt verður framtalsaðstoð á skattstofunni í Strand- götu 1, alla virka daga til loka janúarmánaðar. Verður Skattstofan opin frá kl. 9—12 og 1—7, nema laugardaga til kl. 5 e. h. Síðustu viku mánaðarins verður opið til kl. 9 á kvöldin. Þeir, sem njóta vilja framtalsaðstoðar á Skattstofunni eru beðnir að taka með sér öll þau gögn, sem með þarf, til þess að framtöli^ ,megi -;xerða rétt-og nákvæmlega gerð, s. s. fasteigiiagjaldakvittanir, reifehingá'rý£ir við- haldskostnað húseigna, vaxtanótur o. s. frv. Enn fremur ættu þeir sem hafa hús í smíðum, eða einhvern rekstur með höndum að taka með sér alla reikninga því við- komandi. Skattskýrslurnar verða bornar út í næstu viku,. en þeir sem eru á förum úr bænum, eða af öðrum ástæðum vilja ljúka framtölum þegar, geta fengið eyðublöð og aðstoð á Skattstofunni. Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á ár- inu 1959, eru áminntir um að skila launaskýrslum í því formi, sem eyðublöðin segja til .um, og eigi síðar en 10. þ. m. Framtalsfresti lýkur 31. janúar. Þeim, sem ekki skila framtölum fyrir þann tíma verður áætlaður skattur. Akureyri, 6. janúar 1960. SKATTSTJÓRINN Á AKUREYRI, Hallur Sigurbjörnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.