Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 07.01.1960, Blaðsíða 8
8 Bagxjk Fimnitudaginn 7. janúar 1960 Balnandi sambúS þjóða. - Viðburðaríkt á innlendum vellvangi Við áramót er margs að minn- ast og tími reikningsskila. Hollt er öllum, vegna framtíðarinnar, að horfa um öxl á þessum tíma- mótum. Liðið ár var ár stórra viðburða og mun verða talið merkisár í sögunni. Tækniþró- uninni hefur enn fleygt fram og vísindum á sviði kjarnorkunnar alveg sérstakl., geimrannsóknir og gervitungl eru einkenni mannlegrar hugkvæmni og tækni á þessu ári, kjarnorkan gefur fyrirheit um óþrjótandi orkulind mannkynsins, en vekur um leið ógnir um algera tortímingu ef hatrið verður hið ráðandi afl í samskiptum þjóða. Vetnissprengjurnar þagnaðar. Á liðnu ári hafa alþjóðleg við- skipti færst í friðarhorf. Styrjöld milli austurs og vesturs virðist fjarlægari nú en um nokkur undanfarandi áramót. Þjóðhöfð- ingjar voldugustu þjóða veraldar hafa skipzt á heimsóknum, ráð- stefnur um afvopnun hafa borið sýnilegan árangur, samninga- borðið er í hávegum haft nú um sinn og tortryggni hefur vissu- lega verið eytt að mun með fjöl- þættum samskiptum þjóðanna, bæði efnahagslegum og menn- ingarlegum. Allt eru þetta gleði- leg tímanna tákn í viðsjálum og öryggislitlum heimi. I samræmi við þetta hefur verið nokkurt hlé á vetnissprengjutilraunum stór- veldanna, sem öllum heiminum hefur staðið mikil ógn af á síðustu tímum. Nokkrar þjóðir hafa öðlast sjálfstæði, en tækni- leg og efnahagsleg aðstoð veitt öðrum þjóðum af alþjóðasamtök- um til að vinna bug á hungri og sjúkdómum og til að hagnýta auðlindir lands og sjávar. Um okkar land leikur gustur heimsmálanna síðan það komst í þjóðbraut. Sá gustur ber vissu- lega með sér vísindi, listir og verktækni fjarlægra þjóða, hann sópar burtu einhverju of heim- óttarhætti aldagamallar einangr- unar. En hann skekur hart hið græna tré sjálfrar þjóðmenning- arinnar, svo að tunga okkar og dýrmætar erfðavenjur og sjálfur kynstofninn, sem byggt hefur þetta land í meira en þúsund ár og samhæfst því, er í hættu. Deilan mikla og óleysta. Tuttugu og fimm þjóðir hafa fært út landhelgi sína í 12 og jafnvel upp í 200 sjómílur til verndar hagsmunum sínum með einhliða ákvörðun æðsta valds í hverju viðkomandi landi. Fyrir 16 mánuðum kom til fram- kvæmda sú útfærsla á fiskveiði- takmörkum hér við land, sem á að vernda hluta landgrunnsins g"gn rányrkju. Allar þjóðir hafa í verki virt þessa breytingu hér við land, að Bretum einum und- anskildum. Bretar hreyfðu hvorki hönd né fót þegar aðrar og voldugri þjóðir færðu út sína landhelgi. En þegar minnsta og vopnlausasta þjóð veraldar, sem auk þess er bandalagsþjóð þeirra í þýðingarmiklum friðár- og varnarsamtökum, friðar hin lífs- nauðsynlegu fiskimið sín gegn yfirvofandi eyðileggingu, draga þeir sverðið úr slíðrum, beita ofbeldi og fyrirskipa togaraflota sínum að fremja landhelgisbrot á íslandsmiðum vrndir „vernd“ margra bryndreka. Eftir 16 mán- uði er þessi deila enn óleyst og „verndari smælingjanna“ og „öndvegisþjóð lýðræðisins11 hef- ur neytt hnefaréttarins á hinn fordæmanlegasta hátt fyrir opn- um tjöldum, en við þverrandi virðingu umheimsins. En þrátt fyrir hina óleystu deilu, sem vonandi verður til lykta leidd á hafréttarráð- stefnunni í vor, eykst fiskgegndin að landinu, og það er vegna þess, að í raun og veru nær friðunin sjálf megintilgangi sínum, þrátt fyrir veiðiþjófnaðinn. Og gleði- efni er það einnig, að í þessu máli eru allir íslendingar ein- huga. Hin hraða sókn. Eftir margra alda myrkur ófrelsis og verzlunarkúgunar tók að rofa til á ofanverðri síðustu öld. Ártöl eins og 1874, 1904, 1918 o. fl., lýsa eins og kyndlar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar með stofnun lýðveldisins 1944 sem lokatakmark. Á hinu langa tímabili andlegrar ag efnalegrar niðurlægingar þjóðarinnar og allt fram á okkar öld var tungan og bókmenntimar eini arfurinn,sem gekk frá kynslóð til kynslóðar. En sá arfur, ásamt landnámi for- feðra okkar og búseta gaf okkur rétt til sjálfstæðis með- al lýðræðisþjóða. Hinu er ekki að leyna, að í veraldlegum efnum höfðum við dregist aftur úr ná- grannaþjóðunum á flestum svið- um og hin megnasta vantrú á gæði landsins og framtíð þjóðar- innar rak jafnvel þúsundir Is- lendinga úr eigin landi til land- náms í öðrum heimsálfum. En með hverjum nýjum áfanga í sjálfstæðisbaráttunni leystust öfl úr læðingi svo að segja í hvers manns brjósti. Þróttur kynstofnsins, sem var hertur í raunum elds og ísa,- þurfti ekki lengur viðfangsefni í fjarlægum löndum. Þá hófst hin hraða sókn á mörgum sviðum atvinnulífs og uppbyggingar og lífskjörin urðu betri en áður hafði þekkzt, og eru betri en í flestum öðrum löndum. ílöfum við farið of hratt? Á allra síðustu áratugum hafa íslendingar byggt nokkuð varan- leg hús yfir 170 þús. íbúa og bú- fénað allan, ræktað um 3—4 þús. hektara á ári, vélvætt landbún- aðinn, eignast mikinn og fríðan skipastól, hafnir, vegi, brýr, síma, skóla, fiskiðjuver og verk- smiðjur, flugflota, raforkuver og fjölbreyttan iðnað. Vegna hinnar öru uppbyggingar á allra síðustu tímum hafa erlend lán verið tekin í nokkuð stórum stíl. Vexti og afborganir þarf að sjálfsögðu að greiða af árlegum gj aldeyristekjum, og þykir það fréttnæmt um þessar mundir. ís- lendingar hafa auðvitað aldrei tekið lán, sem þeir hafa ekki ætlað að borga að fullu og hafa staðið fullkomlega í skilum. — Þjóðartekjurnar eru mjög mikl- ar, miðað við íbúafjölda og vax- andi, og eru þó auðlindir og orkugjafar lítt nýtt enn sem komið er, og jafnvel aðalútflutn- ingsvörur okkar fluttar út sem hráefni að mjög miklu leyti. Samt hlýtur sú spurning að vakna í hvert sinn er ábyrgir menn lýsa fyrir okkur hyldýpi efnahagsmálanna með fjálglegum orðum, hvort við höfum farið of hratt í alhliða uppbyggingu á síðustu árum. Ef við sláum því föstu að svo hafi verið og allt sé á leið niður fyrir bakkann, er skylt að gera sér þess grein, hvað það er þá, sem gjarnan mætti ógert vera af því sem gert hefur verið. Væri til dæmis æskilegt, að landið væri ekki rafvætt? Vildum við eiga eftir að byggja yfir þjóðina? Hvar vær- um við stödd nú, ef bændur hefðu ekki, með gífurlegu átaki, hafið stórfellda ræktun lands og aukningu bústofnsins? Væri se- mentsverksmiðjan og Áburðar- verksmiðjan betur óbyggðar? Stæðum við glaðir yfir rústum fiskiðjuveranna á hafnlausum ströndum? Eða fyndist mönnum þá byggilegra á íslandi ef veru- legur hluti fiski- og kaupskipa- flotans væri enn óunnið hráefni úti í löndum eða að það hefði verið notað til skipasmíða fyrir aðrar þjóðir? Auðvitað svarar hver fyrir sig. En það þýðir ekk- ert að yppta öxlum, bai-ma sér yfir því að skulda viðskipta- og vinaþjóðum nokkurt fjármagn og vegsama þó framfarirnar í land- inu með miklu yfirlæti. Mikið af erlendu lánunum er til skamms tíma og léttist því skuldabyrðin eftir fá ár. Löng og að öðru leyti hagkvæm, erlend lán til eflingar framleiðslunnar eru nauðsyn enn um stund. Það er sannarlega ekki ástæða til svartsýni, jafnvel þótt örlítið yrði dregið úr hraða uppbygg- ingarinnar og takmarkaður inn- flutningur óhófsvara. Það er svo annað mál, að innflutningur há- tollaðra og ónauðsynlegra vara er eins konar grunnur, sem at- vinnulífið byggist á, með núver- andi efnahags- og uppbótarkerfi. Það samrýmist ekki gjaldeyris- erfiðleikum, þótt það sé þægileg skattheimtuaðferð. Veðrasamt í hcrbúðum stjórnmálanna. Hið nýliðna ár var töluvert veðrasamt í herbúðum hinna pólitísku flokka í landinu, tvennar alþingiskosningar og hat ramar deilur og stjórnmálaleg átök innanlands. En ekki er hægt að átta sig á hinum ýmsu viðbrögðum stjórn- málaflokkanna í landinu, nema minnast þess, sem gerðist sumar- ið 1958. Þá höfðu lög öðlast gildi, hin svonefndu „bjargráð“ vinstri stjórnarinnar. Með þeim var stigið stórt skref til réttlætingar og öryggis í efnahagsmálunum, sem allir flokkar viðurkenndu að nokkru eða öllu. Þessi lög hefðu enn þjónað hagsmunum almenn- ings meira en nokkur önnur í efnahagsmálum á síðari árum, ef þau hefðu ekki af ráðnum hug verið eyðilögð af stjórnarand- stöðunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Hann, ásamt hinum órólegu deildum í Al- þýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum, gerðu hatramar kaup- kröfur til þess að koma vinstri stjórninni á kné. Meðal annars lét Sjálfstæðisflokkurinn fylgis- menn sína í hópi atvinnurekenda hækka laun starfsmanna sinna óbeðið, svona til að leggja enn ríkari óherzlu á, að vissulega þyldu íslenzkir atvinnuvegir svolítið hærri kaupgreiðslur. Og kaupið hækkaði almennt um 6—9%. En ekki liðu nema fáar vikur þar til vinstri stjórnin sagði af sér og forseti landsins fól form. Sjálfstæðisflokksins að mynda ríkisstjórn. Flokkurinn var til neyddur að láta uppi einhverja stefnu í efnahagsmálum. Jú, stefna flokksins var birt öllum almenningi og fólst fyrst og fremst í því, að lækka þyrfti allt kaupgjald í landinu um jafnan hundraðshluta og sá ágæti stjórnmálaflokkur hafði barizt fyrir til hækkunar nokkrum vik- um áður. Það þarf sterk bein og sterkan flokk til að geta rekið slíka póli- tík án nokkurra eftirkasta, nema því aðeins að flokksböndin séu orðin óhugnanlega og hættulega sterk í okkar gamla lýðræðis- landi. En svipmyndir af þessu tagi eru því miður fleiri frá ár- inu. Stjórnin, sem fæddist í myrkri. Liðið var að jólum á því herr- ans ári 1958, þegar form. Sjálf- stæðisflokksins gafst upp við stjórnarmyndunina og svartast myrkur á norðurhveli jarðar og lengst nótt þegar ný Alþýðu- flokksstjórn var mynduð og tók við því leiða hlutverki í stjórn- málunum að mæla fyrir munn Sjálfstæðisfl. — En því atriði stjórnskipunarinnar var fullnægt að til væri ríkisstjórn. Smæð sína bætti Alþýðuflokkurinn sér upp með einstæðu gorti, svo sem oft hendir þá er smávaxnir eru, gorti, sem lýsti sér t. d. á þessa leið: Flokkur okkar er sá eini sem þorir. Hann stöðvar verð- bólguna í andstöðu við alla hina verðbólguflokkana. Stóru flokk- unum er sannarlega skömm að stærðinni, að hafa ekki ráðið við verðbólgudrauginn o. s. frv. En brátt varð þó meira að gera. — Gömlu kjördæmin voru lögð niður, með það fyrir augum, að ganga af Framsóknarflokknum dauðum eða dauðvona. Um kjör- dæmin var kosið 28. júní. Fram- sóknarflokkurinn einn kom sterk ari úr þeirri orrahríð. Sumarþing var haldið og kosið að nýju 25. október, samkv. hinni nýju skip- an og Alþingi kvatt til fundar 20. nóv. Kaupið var lækkað með lögum, nokkrar vísitöluvörur einnig snemma á árinu, en tekna ekki aflað til niðurgreiðslanna. En hvernig tókst glíman við dýrtíðardr auginn ? Eftir sumarþingið og endanlega afgreiðslu k j ördæmabrey tingar- innar voru aðrar kosningar á þessu ári undirbúnar, því að nú skildi kjósa eftir hinni nýju skipan og „Alþingi skipað sam- kvæmt þjóðarviljanum“. Alþýðu flokkurinn lét sig ekki muna um það fyrir þessar kosningar, að láta 3 ráðherra sína gefa þá yfir- lýsingu, að ríkisstjórnin hefði sigrast á verðbólguvandanum, hagur Utflutningssjóðs og ríkis- sjóðs stæði með hinum mesta blóma og vandinn fyrir háttvirta kjósendur væri ekki annar en sá, að setja krossinn við nöfn þeirra manna, sem bæði þyrðu og gætu stýrt gegnum brim og boða efnahagsmálanna. Þegar kosningar hÖfðu farið fram, Alþingi kvatt saman og enn mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, hinn 20. nóv., kom annað hljóð í strokk- ■inn. Forsætisráðherrann lýsti því þá strax yfir, utan Alþingis, og síðan hvað eftir annað (sam- kvæmt skyldum sínum við sann- leikann!) að efnahagsmálum okkar væri nú því miður svo komið (eftir eins árs stjórn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks) að framundan væri efnahagslegt hrun út á við og upplausn og öng þveiti inn á við, 250 millj. króna halli væri fyrirsjáanlegur á Út- flutningssjóði strax á næsta ári, taka yrði upp nýtt efnahagskerfi, því að verðbólgan væri að skella á. — Ríkisstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins, sem fæddist í desemberdimmunni árið 1958, og gaf sjálfri sér þessa óvenju- legu eftirmæli að tæpu ári liðnu, tók samtímis við stjórnartaum- unum úr eigin hendi. Síðan hafa flokksblöð Alþýðuflokksins lítið talað um efnahagsmál, þegar frá eru skilin þau orð Emils Jóns- sonar í áramótagrein síðasta dag ársins, að sérfræðingar ríkis- stjórnai'innar séu nú að vinna að því að „finna leið út úr ógöngum þessum". Þetta segir fyrrverandi forsætisráðherra landsins eftir að hafa stjórnað í tæpt ár, svona sem uppbót á vitnisburð núver- andi forsætisráðherra. Tæplega verður þess ki'afizt með nokkrum rétti af þjóðinni, að hún treysti ríkisstjórn sinni eftir slíkar blekkingar annars vegar og úrræðaleysi hins vegar. Sá, sem nærist á lýðræðislegum afglöpum. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um óæskileg vinnubrögð tveggja stjói'nmálaflokka. Til þess að fullnægja öllu réttlæti vegna stærðarmunar þessara flokka er rétt að nefna þriðja dæmið. Fyrir haustkosningarnar bauð Fratnhald á 2. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.