Dagur - 13.01.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1960, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 13. janúar 1960 Baguk Til vinstri snjótittlingshjón, en að ofan er silkitoppa, fallegur og sjaldgæfur fugl. Nokkrar silki- toppur eru hér í bænum þessa dagana. — (Ljósmynd: E. D.). Vetrargestir í skrúðgörðum bæjarins Trjá- og runnagróður laðar að sér fjölda fugla hér í bænum ásamt mildri veðráttu staðarins ÞEGAR snjór hj'lur jörð og kuldinn herðir tökin heimsækja smávaxnir gestir okkur. — Engum troða þeir um tær, engott þykir þeim að heimsækja örláta menn og konur, sem hafa veit- ingar við hæfi. Þessir gestir eru snjótittling- arnir, sem koma hundruðum, já þúsundum saman til byggða þegar harðnar um á fjöllum uppi. Það er gaman að gefa þessum litlu, fögru og harðgerðu fuglum og það er líka kurteisisskylda að gera það, ef við eigum að halda áfram að heita gestrisið fólk. Moð og salli felst til á sveita- bæjum og er fátt eða ekkertbetra góðgæti. 1 bæjunum verður að grípa til annarra góðgerða, og er þá gott að hafa ráð Kristjáns Geirmundssonar, sem hér hafa áður birzt. Þegar vetri léttir og vorið kemur, hverfa snjótittling- arnir. En þeir sem eiga leiðir um fjöll og firnindi, finna þá á varp- stöðvum sínum. Þar er gaman að koma. Þá eru snjótittlingshjónin komin í sumarskartið, hafa að nokkru skipt um lit og syngja fögrum rómi, svo að undir tekur í klettum og hæðum. Þau búa sér hreiður í urðum, sem eru óvinnandi ránfuglum og refum, því að svo er þröngt inn að fara, að stærri dýr komast hvergi. — Stundum á valur eða hrafn hreiður sitt í næsta kletti. Það sýnist illt nágrenni. En þetta kemur ekki að sök og hugsar hver um sitt. Snjótittlingarnir, sem sumir nefna sólskríkjur á sumrin, eru hraðfleygir og skjótir í snúningum og svo eru þeir ekki matarmiklir fyrir átvöglin fálka og krumma. Geltir og talar Blöð og útvarp hafa skýrt frá því að i Englandi sé hundur einn, sém lært hafi mannamál, og maður nokkur, sem gelt hafi ákaflega á 10 mínútna fresti. — Mun hundinum hafa verið boðið að koma fram í sjónvarpi í Pnrís Þeir leika og róa Húsavík 12. janúar. Síðustu viku alla var róið, en afli er fremur rýr. í gær sýndi leikfélagið „Dele- rium búbonis" undir stjórn Ragnh. Steingrímsdóttur, og var húsfyllir. Önnur sýning verður í kvöld. Snjólaust og tíðin einstök. En skyldi nokkur hugsa um það, þegar hann er að gefa gest- unum ofurlitla hressingu út á snjóinn, að það væri gaman og ómaksins vert að endurgjalda heimsóknina næsta sumar, leggja leið sína til fjalla og rifja upp gömul kynni. Ef heppnin er með, veður stillt, sól á heiðum himni og sólskríkja á hreiður á vegi manns, hefur ævintýrið komið á móti manni. Það nægir að horfa og hlusta á hina skrautlegu, hraðfleygu og fagnandi vini okkar. Sumarbún- ingur þeirra er undrafagur, söngurinn fullur af gleði. — Sólskríkjurnar eru ekkert hræddar og fljúga stundum örskammt frá. Þær hafa mikið að gera og það er fögnuður í hverri hreyfingu. Einhvers staðar nærri er gjóta milli steina, þangað hverfa fuglarnir öðru hvoru. Sé tíminn heppilegur og fundvísin ekki fjarri, er hægt að ganga á hreiðrið, leggja eyrað við jörð, hlusta og heyra foreldrum fagn- að. Og næsta vetur kemur öll fjölskyldan í heimsókn. — Nú á þessum árstíma eru fleiri gestir en snjótittlingarnir. Skógarþrest- irnir fóru ekki allir í haust og hafa hér vetursetu. Svo hefur það verið síðustu árin. Þeir lifa á reyniberjunum á meðan þau endast, eftir að jörð fer undir snjó. Um fjölda þeirra er ekki gott að fullyrða. , Þá eru auðnutittlingarnir hér öðru hvoru í heimsókn, litlir en kátir, og hanga stundum neðan í trjágreinum þegar þeir leita sér að fæðu. Víðirunnar eru þeirra kjörstaðir. Þetta eru gæfir fuglar og verpa snemma vors við annað hvort hús hér í bænum, þar sem tré eða runnar eru fyrir hendi. Og við þessa gesti alla, sem að nokkru eða öllu hafa vetursetu í bænum, bætast svo gráþrestir. Hundruð þeirra voru hér fyrir jólin og eiu enn. Þeir eru grá- leitir, stéllengri og fjörugri en skógarþrestirnir, en ekki eins gæfir. Rödd þeirra er hvell og lítið eitt hlakkandi. Starar og silkitoppur eru hér öðru hvoru í vetur og svo hefur einhverjum sjaldgæfum flæking- um brugðið fyrir, sem blaðið kann ekki frá að greina. Að öllu samanlögðu er Akur- eyri mikill fuglabær, einnig á vetrum, og er það eflaust trjá- gróðrinum mest að þakka. Auk hinna frjálsbornu gesta, sem hér hafa verið nefndir, puntar Andapollurinn upp á fuglalífið. Þar eru allmargir sundfuglar — flestir að vísu al- gengra tegunda og flestir einnig hálfvilltir, koma og fara þegar þeim býður svo við að horfa, en njóta mikillar gestrisni og eru settir til borðs með heimafuglun- um vængstýfðu — öndum, gæs- um og álftum. Dúfunum var fækkað verulega í sumar og eru þær nú aðeins til yndisauka eftir að fjöldi þeirra varð hóflegur. Krummi á oft ferðir yfir bæinn og er þó algengari í nágrenni hans, þótt hann líti einnig vel eftir í fjölmenninu. Fæstum er hann aufúsugestur, en þó á hann sér góðvini f bænum, sem gefa honum daglega yfir vetrarmán- uðina, en þar er þó aðeins um undantekningar að ræða. — Krummi svífur hátt yfir húsum bæjarins og hefur ýmislegt að segja, kannski eru það spekiórð, sem fáir skilja og eflaust fer hann líka með „spott og dár“, ef marka má blæbrigðin í rödd hans. Veiðibjállan verpir í stórum stíl í landi bæjarins og hefur lagt undir sig hólma við ósa Eyja- fjarðarár. Þar er grátt og kvikt af veiðibjölluungum á vorin, en endurnar víkja. Oft er silungs- mergð við ósana, hið mesta hnoss gæti, og svo er hægt að fá ódýra máltíð á öskuhaugunum til við- bótar. j Uglur hafa stundum verið langdvölum í Gróðrarstöðinni, og einstöku sinnum sést smyrill á ferð. Allir litlir fuglar óttast hann, eins og fálkann, þá sjaldan hann lætur sjá sig hér. Síðar verður fuglalífið aftur gert að umtalsefni, og þá birtur árangur af talningu fugla 27. des. síðastliðinn o. fl. Nýr skólameistari á Laugarvatni Skólameistaraskipti hafa orðið við Menntaskólann á Laugar- vatni. Dr. Sveinn Þórðarson hef- ur látið, af því starfi, svo sem kunnugt er af fyrri fréttum. Hinn nýi skólameistari er Jó- hann Hannesson frá Siglufirði. Hann hefur undanfarin ár starf- að sem bókavörður við Fiskesafn ið í íþöku í Bandaríkjunum og jafnframt verið enskukennari við Carnellháskóla. Jóhann er kvæntur amerískri konu, og eiga þau son og dóttur. Hann tók við hinu nýja starfi nú um.áramótin. Viðgerðarstofa viðtækja starfar áfram hér á Akureyri • Ríkisútvarpið hefur starfrækt tvær viðgerðarstofur til að ann- ast viðgerðir á viðtækjum lands- manna. Onnur var stofnsett í Reykjavík fyrir nær 30 árum, en hin á Akureyri 1935. Forstöðu- maður hennar hér í -bæ fyrstu 3 árin eða svo, var Þórhallur Páls- son, en vorið 1938 tók Grímur Sigurðsson útvarpsvirki við því starfi og hefur haft það æ síðan. Rétt fyrir jólin auglýsti Ríkis- útvarpið, að viðgerðarstofum aess yrði lokað um áramótin. Blaðið leitaði fregna af þessum málum hjá Grími Sigurðssyni í gær. Hann skýrði þá frá því, að hann, ásamt öðrum starfsmönn- um stofunnar, þeim Stefáni Sig- urðssyni útvarpsvirkja og Gunn- laugi Jóhannssyni rafvélavirkja, myndu halda rekstri viðgerðar- stofunnar áfram á eigin ábyrgð og á sama stað og áður, í Skipa- götu 13. En í það húsnæði flutti viðgerðarstofan fyrir rúmu ári. Eins og áður annast stofan við- gerðir á nýjum viðtækjum, sem ábyrgð fylgir. Gunnlaugur hefur sérþekkingu í viðgerðum rönt- gentækja og mun annast allar viðgerðir á Philips-röntgentækj- um hér norðanlands. Hinir nýju eigendur vænta þess, að njóta vinsamlegra og góðra viðskipta. Almenningur mun fagna því, að eiga aðgang að viðgerðarstofu viðtækja, hér eftir sem hingað til, og ekki sízt vegna þess, að stofan hefur hinum fær- ustu mönnum á að skipa, er áður hafa aflað sér vinsælda. Marianne Koeh sem leikur aðalhlutverk í mynd- inni „Sumar í Salzburg“, sem sýnd verður í Borgarbíói síðari hluta þessarar viku, hafði ekki í hyggju að verða leikkona, og það var einskær tilviljun, sem réði því, að hún kom fram í kvik- myndinni „Der mann der zwei- mal leben wolte“, en það varð þó upphaf margra leiksigra. Fimm árum síðar fékk hún verðlaun fyrir bezta leik í aukahlutverki í myndinni „Des Teufels General". Marianne Koch fæddist í Miinchen 19. ágúst árið 1931. — Móðir hennar var píanóleikari, og á heimilinu ríkti áhugi fyrir fögrum listum. Kðupfél. verkamanna opnar úfibú Síðastliðinn laugardag opnaði Kaupfélag verkamanna Akur- eyrar nýtt útibú í Byggðaveg 145. Eru þar til sölu matvörur, eins og í venjulegum nýlenduvöru- búðum, en auk þess mjólk á flöskum, rjómi og skyr. Einnig gosdrykkir, tóbaksvörur, ávextir og fleira. Búðin er hin smekklegasta og er til hagræðis nærliggjandi íbúðarhverfum. Fé lieimtist af fjalli Lómatjörn 10. janúar. — f vet- ur hafa menn vitað um mókoll- ótta á með tveimur lömbum, sem hefur haldið sig í Hvalvatnsfirði austanverðum, eign Höskuldar Guðlaugssonar, Réttarholti. Kom Móra heim í fyrstu göngum og var þá rúin, því að ekki hafði hún náðst til rúnings í vor. Eftir þetta hvarf Móra úr heimahögum með bæði lömbin, sást í báðum seinni göngum á fyrrnefndum slóðum, en tókst að sleppa í bæði skiptin. í desember tókst leitarmönn- um, sem voru fjórir saman, hinir vöskustu menn, að komast það nærri henni, að þeir héldu að þeir hefðu loksins yfir- höndina. V.ar hún þá stutt frá Kaðalstöðum þegar þeir komu á vettvang, en komst í fjallið fyrir ofan, sem er allbratt. Komust leitarmenn fyrir hana og náðist hún niður á flatlendið, og voru nú hinir vonbeztu yfir, að nú væri Móra sigruð. Hugðust þeir handsama hana úti í fjörunni norðan við Kaðalstaði, í aðhaldi nokkru eða bás austur við fjallið, en þegar minnst varði tókst Móru að skjótast fram hjá leitar- mönnunum öllum, náði fjallinu, sem er þarna snarbratt, og á þessum tíma svellað og flughált, og skildu með það leiðir hennar og lambanna annars vegar og leitarmannanna hins vegar. —. Héldu leitarmenn heim við svo búið og héldu sín jól. Að morgni 7. jan. boðar fjall- skilastjórinn að gerð skuli ein herferð enn að Móru. Veðurstof- an spáir rakinni suðvestanátt, sjólag muni vera gott í Fjörðum til lendingar. Að þessu sinni fara 6 menn. Beztu fjárhundar sveit- arinnar eru fengnir með í förina, og nú skal það duga. í birtingu rennir bátui’inn með leitarmenn upp í fjöruna við Bjarnarfjall, þar sem Móra hafði sloppið síðast. Er Móra viðstödd lendinguna með bæði lömbin, en er nógu fljót að komast í fjallið, en nú er þíðviðri og fjallið ekki eins hættulegt og áður fyrir leit- armenn. Ráðast 4 til atlögu við Móru, en 2 gæta bátsins. Tekst þeim að komast upp fyrir hana, en þá sér Móra að leita verður að nýju vígi, tekur á rás úr fjall- inu með undra hraða vestur yfir fjarðarbotninn, yfir Ósinn úr Hvalvatni og út og upp í Þor- geirshöfðann. Eru þar klettar illfærir og það virðist Móra hafa vitað. Tekst þar mikil viðureign, sem endaði þannig, að Móra er yfirunnin þar í klettaskoru og annað lambið. Hitt telja leitar- menn að hafi annað hvort hrapað í sjó eða þá, sem þeir telja lík- legra, að það hafi komizt undan og sé enn á lífi. Fjórar kindur aðrar fundu leit- armenn svo á Þönglabakka, 2 héðan úr hreppi og 2 úr Kinn. Er það fé talið mjög vel útlítandi, þótt liðið sé að miðjum vetri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.