Dagur - 13.01.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. janúar 1960
D A G U R
5
ÁGAMLAÁ
Forsætisráðherrann núverandi,
Ólafur Thors, flutti ræðu í út-
varpið á gamlaárskvöld. — „Þau
hin miklu mál,“ sagði ráðherr-
ann „,liggja mér svo þun?Jt á
hjarta, að eg get ekki náð flug-
takinu.“ Hann kvaðst ekki geta
„lyft sér yfir“ miklu málin og
yrði því að sleppa því að tala um
„hugþekkara umræðuefni á há-
tíðlegri stund.“
Þeir, sem heyrðu eða lásu
hina glamuryrtu æsingaræðu,
sem minnir á Landsfund Sjálf-
stæðismanna í fyrravetur, kunna
að hafa glott að samlíkingunni og
talið bættan skaðann, þótt loft-
ferðamaðurinn næði ekki „flug-
takinu“ á þessu gamlaárskvöldi,
heldur ekki örvænt um, að hann
nái því á ný við stjórnarskipti
eða fyrir næstu kosningar.
Engum finnst það óviðeigandi
þótt stjórnarformaður tali um al-
vörumál á áramótum. Sannleik-
urinn ■ er sá, að um leið og ráð-
herrann missti af flugtakinu,
lánaðist honum að flytja vel um-
talsverða ræðu og umhugsunar-
verða, sem gefur tilefni til at-
hugasemda og rökræðna um
mikilsverð mál.
Ráðherrann minntist þeirra
tíma „þegar verkamennirnir við
Reykjavíkurhöfn hömuðu sig á
bersvæði meðan þeir biðu þess,
að sú náð félli þeim í skaut, að
fá stritvinnu greidda með nokk-
urra aura tímakaupi." Vissulega
voru þetta „hættutímar" fyrir
marga, þótt ekki væri sérstaklega
að því vikið. Síðan kom hann að
núverandi „hættutímum“ og
reyndist hættan þar, sem vænta
mátti, annars eðlis. Hann talaði
um verðbólgu og háskalega þró-
un. Hann sagði að þjóðin hefði
lifað í „vellystingum praktug-
lega“ og á síðustu 5 árum „eytt“
1000 millj. kr. meira en hún hefði
aflað. „Eyðsluna“ hefði hún
greitt með erlendum lánum.
Hann sagði, að á sama tíma hefði
verið varið nálega jafn hárri
upphæð til kaupa á „lúxus“-
vörum til þess að fá af þeim tolla
í verðbólgusjóð. Þó þyrfti enn að
bæta við 250 milljónum króna í
byrjun þessa árs, að öðru
óbreyttu, til að jafna fyrirsjáan-
legan halla, en við það myndi
vísitalan (sem nú er 100) hækka
um 5—6 stig, sem almenningur
yrði að gefa eftir á næsta ári. —
Með tilliti til þessa benti allt til,
að íslendngar væru „tilneyddir
að breyta tafarlaust um stefnu í
efnahagsmálum.“ „Rþkisstjórnin
hikar ekki,“ sagði ráoherrann.
„Hún er einhuga um stefnubreyt
ingu. Menn eru aðeins að safna
gögnum og skoða og bera saman
þær leiðir, sem til greina geta
komið,“ Engin stjórn mætti
„blekkja þjóð sína“ eða „skirrast
við að horfast í augu við stað-
reyndir."
í áramótaræðunni var margt
vel mælt, annað miður. En í Ijósi
sögunnar falla á hana skuggar
frá ýmsum hliðum. Hollt hefði
það verið, ef formaður stjórnar-
andstöðunnar hefði flutt, þótt
ekki hefði verið nema eina slíka
ræðu í tíð vinstri stjórnarinnar, í
stað þess að standa á bak við
hvatningar til ótímabærra kaup-
hækkana og árásir á þá verlca-
lýðsleiotoga, sem samþykktu
stöðvun verðlags og launa haust-
ið 1956. Og hægari væri sess
stjórnarformannsins nú, ef þessi
stjórnarformaður hefði verið bú-
inn að uppgötva þann sannleika
t. d. 1942 og 1944, að ríkisstjórn
ber að horfast í augu við stað-
reyndir, m. a. í efnahagsmálum.
„Tóku þó ýmsir verðbólgunni
vel, þegar hún fyrst kvaddi
dyra,“ sagði ráðherrann á einum
stað í ræðu sinni. „Töldu þar gott
ráð til að dreifa auðnum og ekki
síður til að láta útlendinga greiða
meira fyrir vinnu í þágu hers-
ins.“
Kunnugt er um einn stjórn-
málamann, sem tók verðbólgunni
vel „þegar hún kvaddi dyra“ og
mælti með henni með þeim rök-
um, að hún væri hentug aðferð
til auðjöfnunar. Það var sjálfur
Olafur Thors, forsætisráðherr-
ann, sem ekki náði „flugtakinu“
sl. gamlaárskvöld. Nú er það
komið í ljós, að verðbólga er ekki
aðferð til auðjöfnunar, því að
hennar vegna hafa sumir orðið
auðugir og aðrir snauðir. Og ekki
verður gengisbreyting nú, ef
framkvæmd yrði, vel fallin til að
„láta útlendinga greiða meira
fyrir vinnu í þágu hersins",
heldur þvert á móti. Sú bú-
mannlega hugsjón að græða á
þeim, sem stóðu í stríðinu gegn
nazismanum, virðist nú hafa
glatað gildi sínu.
Það er rétt hjá forsætiráðh., að
óhyggilegt er að þurfa að afla
tekna í verðbólgusjóð með þeim
hætti að flytja inn miður nauð-
synlegar vörur til þess að geta
tekið af þeim hátolla. Það verða
menn þó að hafa í huga, að eins
og þjóðartekjurnar eru nú og
lífskjör margra góð, mun inn-
flutningur þessi eiga sér stað,
nema komið sé í veg fyrir hann
með innflutningshöftum. Þeir,
sem vilja spara þjóðinni þennan
innflutning, mega þá ekki halda
fast við kenninguna um „frjálsa
verzlun“.
En sú staðhæfing, að þjóðin
hafi „eytt 1000 millj. kr. sl. 5 ár
umfram aflað fé og tekið þetta
„eyðslufé“ að láni erlendis, er,
sem betur fer, ýkt og á misskiln-
ingi byggð og fær ekki staðist.
Ráðherrann gei'ði ekki. grein
fyrir því í ræðu sinni, hvernig
hin háa tala, 1000 millj. kr„ væri
reiknuð út. Um það verður þó
ekki rætt hér, hvort sú tala, t. d.
í samanburði við lántökur er-
lendis, sé rétt eða nærri lagi. En
þjóðin hefur á þessum tíma haft
með höndum aukningu atvinnu-
tækja og framkvæmdir, sem
óhugsandi var að hún gæti greitt
fyrir af árlegum þjóðartekjum
nema að nokkru leyti. Þeim
föstu, erlendu lánum, sem ríkið
hefur tekið, hefur verið varið til
þessara framkvæmda, til þess að
treysta grundvöll þjóðarfram-
leiðslunnar og auka hana, þar á
meðal útflutningsframleiðsluna,
eða framleiðslu vara, sem áður
voru fluttar inn. Það mun ekki
of í lagt, að 100 millj. kr. af hin-
uan erlendu lánum séu vegna
kaupa á fiskiskipum, umfram
það, sem kaupendur og innlend-
ar lánastofnanir hafa lagt fram.
Til kaupa á millilandaflugvél-
um og flutningaskipum hafa ver-
ið tekin mörg stór lán erlendis.
Virkjun Efra Sogs kostar fram
undir 200 millj. króna og þrír
fjórðu hlutar þess kostnaðar er
erlent lánsfé.
Sementsverksmiðjan hefur ver-
ið byggð fyi'ir nokkuð mikið á
annað hundrað millj. kr„ meiri
hlutinn erlent lánsfé.
Stórar aflstöðvar hafa verið
reistar á Austurlandi og Vest-
fjörðum, auk alls annars, sem
framkvæmt hefur verið í sam-
bandi við rafvæðingu landsins.
Auk skipalána erlendis var
tekið erlent lán handa Fiskveiða-
sjóði til starfsemi hans innan-
lands og einnig fékk Ræktunar-
sjóður talsvert af erlendu lánsfé,
sem varið var til sívaxandi fram-
kvæmda í sveitum. Hér er um að
ræða framkvæmdir, sem enn
væru óunnar, ef ekki hefði til
komið erlent fé. Mun þó talið, að
allt annað, sem íslendingar, hið
opinbera og einstaklingar hafa
byggt upp á ýmsum sviðum á
þessum tíma með innlendu fjár-
magni og vinnu, sé fyllilega um-
talsvert. Það nær auðvitað engri
átt, að kalla erlend lán af því
tagi, sem getið er hér að framan,
„eyðslulán". Slík lán styðja
þjóðarbúskapinn og aðstöðu
landsins í gjaldeyrismálum fram-
vegis, a. m. k. ef greiðsla þeirra
fer fram á hæfilegum tíma. Það
er of snemmt fyrir þessa þjóð að
minnka föst, erlend lán og flytja
þannig út fjármagn. Við þurfum
á nýjum lánum að halda, sem
svara núverandi afborgunum og
meira ef vel á að vera. Hingað til
hefur verið tekið tiltölulega lítið
af erlendum lánum til að byggja
hafnir, og verður nú varla hjá
því komizt að freista þsss að fá
slík lán, samanber frumvarp
Framsóknarmanna um þetta, sem
nú liggur fyrir Alþingi.
Ef drag.i á úr hinni raunveru-
legu „eyðslu“ hér innanlands hjá
einstaklingum og hinu opinbera,
er það sérstakt mál og þessu
óskylt, en um það ræddi forsæt-
isráðherrann ekki. Hann bar
eklci fram að þessu sinni nein
úrræði til að sporna við því, sem
með réttu má telja eyðslu. Ekki
ræddi hann heldur um sparnað á
fjái'lögum. Er það e. t. v. vork
unnarmál, en kemur þeim senni-
lega nokkuð á óvart, sem lagt
hafa nokkurn trúnað á skrif
Morgunblaðsins um „ríkisbákn-
ið“ og sparnað á ríkisfé, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki
með fjármál og einkum þegar
hann var utan ríkisstjórnar.
Yfirlýsingin í áramótaræðunni
um að nú vanti 250 millj. í verð-
bólgusjóð, ef ekki eigi að verða
halli á þessu ári, er staðfesting á
því, sem Morgunblaðið kvað Olaf
Thors hafa sagt á Varðarfundi
þrem vikum eftir haustkosning-
ar. Um sannleiksgildi þeirrar
tölu verður ekki dæmt hér frem-
ur en 1000 milljónirnar, þar sem
aðeins var birt niðurstaða dæm-
is en „uppsetninguna" vantaði.
En ef þessi tala hefur við rök að
styðjast, hefur því í tvennum
kosningum verið ranglega haldið
fram, að stjói'narflokkarnir hafi
„stöðvað" verðbólguna í ársbyrj-
un 1959. Hitt er rétt, að vísitölu-
frádráttur í fyrravetur varð til
þess að draga úr, en ekki til að
stöðva verðbólguna. En aðgerðir
og málsmeðferð stjórnarflokksins
að öðru leyti voru til þess ætlað-
ar að leyna verðbólgu til bráða-
birgða og láta hennar ekki verða
vart fyrr en að kosningum lokn-
um. Um þennan þátt í aðgerðum
stjórnarflokkanna má nota þá
líkingu, að þjóðinni hafi verið
boðið að skrifa upp á óútfylltan
víxil, og það hafi meiri hluti
hennar gert í þeirri trú, að ekki
væri um neina teljandi upphæð
að ræða og að samþykkjandi og
útgefandi sjái um afgreiðslu
plaggsins henni að kostnaðar-
lausu.
Nú er upplýst, að á víxlinum
standi 250 milljónir króna, sem
ábekingar verða að greiða á ár-
inu 1960. Eðlilega vilja menn,
áður en greiðsla fer fram, ganga
úr skugga um, hvort upphæðin
sé raunverulega svona há. Ekki
mun þýða að neita að greiða þá
upphæð, sem rétt sýnist. Og ekki
skal því haldið fram, að núver-
andi stjórnarflokkar hafi einir til
hennar stofnað. En ráðstafanir til
að leyna skuldinni fram undir
áramótin eru þeirra verk og ekki
í samræmi við það boðorð, að
ríkisstjórnin eigi að „horfast í
augu við staðreyndir".
Forsætisráðherrann talaði
djarflega, þegar hann sagði, að
stjórnin væri hiklaus og „ein-
huga um stefnubreytingu“ í
efnahagsmálum. Samkvæmt um-
mælum hans sjálfs er hikleysið
þó ekki meira en svo, að stjórnin
var enn, þegar ræðan var flutt,
að „bera saman þær leiðir, er til
greina geta komið.“ Menn spurðu
að vonum: Hvernig geta þessir 7
ráðherrar verið svona hiklausir
og einhuga ef þeir eru enn að
bera saman leiðir — ef enn er
ekki búið að ákveða leiðina?
Ef stjórnin situr áfram, kemst
hún sjálfsagt ekki hjá því að
velja einhverja leið. Þeim, sem
stuðla að því að litið sé raunsætt
á þjóðmál, kemur það auðvitað
ekki á óvart, að einhverra að-
gerða sé þörf. Framsóknarmenn
treysta núverandi ríkisstjórn
ekki vel til þess að hafa forgöngu
um val úrræða og framkvæmd
þeirra. Þegar þau koma fram,
munu þeir þó að sjálfsögðu taka
til þeirra málefnalega afstöðu.
Á Alþingi í fyrra gerðu Fram-
sóknarmenn andstæðingastjórn
kleift að koma fram dýrtíðarráð-
stöfunum. í vetur kusu þeir
fremur, að bændurnir tryggðu
sig gegn ranglæti með friðar-
samningum en áframhaldandi
stríði. Þeir munu þó hafa hlið-
sjón af þeirri staðreynd, að ef
breyta skal miklu mannvirki,
getur, ef breytingarnar eru mjög
miklar og vandasamar, verið
betra að fresta þeim um stund en
að fela þær byggingameistara,
sem reyndur er að mistökum í
starfi. Hitt munu þeir nú sem
fyrr telja óhæfu, að tefja þann
„meistara“, sem fyrir verki
stendur hverju sinni og að spilla
árangri af jákvæðu starfi, þótt
æskilegt þætti, að öðrum væri
verkið falið. — N.
Sögur af Óskari Wilde
Enski rithöfundurinn Óskar
Wilde (1856—1900) var eitt sinn
í matarveizlu heima hjá skáld-
konu nokkurri, sem talaði bæði
hátt og mikið en þoldi ekki, að
nokkur gerði að gamni sínu. Er
þau fylgdust að inn í matsalinn,
sagði hún:
— Óskaplegt veður er þetta!
— Ojá, svaraði Wilde, en
hvernig gætum við trúað á ódauð
leik sálarinnar, ef aldrei félli
snjór úr lofti?
— Mjög svo eftirtektarverð
orð, sagði skáldkonan, en hvað
eigið þér eiginlega við?
— Það hef eg ekki minnstu
hugmynd um, svaraði Wilde.
Þegar bækur Óskars Wilde
komu út hjá bókaforlaginu „Os-
good, Mellvanie & Co.“, auglýsti
forlagið, að allar bækur þess
kæmu út samtímis í London og
New York.
Dag nokkurn kom vinur einn
í heimsókn og sagði við Wilde:
— Hefurðu séð blöðin í dag?
Osgood er dáinn.
Óskar Wilde þagði andartak,
en svo sagði hann:
— Vesalings Osgood. Þetta er
mikill skaði fyrir okkur. — Svo
bætti hann við:
— En eg býst við, að hann
verði grafinn samtímis í London
og New York.
mestu snilld og oft af gamansemi,
svo að ákærandinn átti erfitt með
að stjórna skapi sínu. Dæmi:
Ákærandinn: Drekkið þér
kampavín?
Wilde: Já, ískalt kampavín er
einn af eftirlætisdrykkjum mín-
um, þó að læknir minn ráði mér
frá því.
Ákærandinn: Rétturinn hefur
engan áhuga á að vita, hvað
læknirinn yðar segir.
Wilde: Það hef eg heldur aldr-
Hinn óskammfeihii og greindi
rithöfundur Frank Harris var
mjög hrifinn af sjálfs sín ágæti.
Einn dag sat hann við borð í Café
Royal ásamt mörgum kunningj-
um cg hrósaði sér hástöfum af
því, hve vel hann væri séður hjá
öllu helzta fólki Lundúnaborgar.
Loks gat Wilde ekki setið á sér
og sagði:
— Já, kæri Harris, þetta er al-
veg rétt hjá þér. Þér hefur verið
boðið inn á öll helztu heimili
Lundúnaborgar — einu sinni.
í hinum nafntoguðu ipálaferl-
urn gegn Óskari Wilde reyndi
ákærandinn við yfirheyrslurnar
sífellt að láta líta svo út sem
Wilde væri mjög spilltur maður.
Hann kom með ótal spurningar,
sem Wilde svaraði óðara af hinni
Á ferðalagi sínu um Bandarík-
in var Óskari Wilde sýnd fræg
myndastytta af Washington.
— Þetta var sannarlega mikill
maður, sagði leiðsögumaðurinn.
Aldrei heyrðist af vörum hans
eitt einasta ósatt orð.
— Nú, hann hefur þá bara tal-
að í gegnum nefið eins og allir
aðrir Ameríkumenn, svaraði
Wilde.
íslenzkir skíðamenn
kepptu í Sviss
Tveir ísl. skíðamenn, þeir
Kristinn Benediktsson frá ísa-
firði og Eysteinn Þórðarson frá
Reykjavík, kepptu í Adelboden
í Sviss sl. laugardag og sunnu-
dag.
Eysteinn var úr leik í seinni
umferð í svigi, en Ki'istinn varð
27. í röðinni.
í stórsvigi varð Eysteinn 35. cg
Kiistinn 36.
Keppendur voru um 100 frá 15
löndum, þar á meðal allir beztu
svigmenn heims.
Báðar þessar gi-einar vann
Þjóðvei'jinn Leidner, en hann
var 3. og 5. í þessum sömu grein-
um í fyrra.
Það kom mönnum mjög á
óvart, og þá sérstaklega Austur-
ríkismönnum, að hann skyldi
vinna.
Kristinn og Eysteinn keppa um
næstu helgi í Wengen, en síðasta
stórmótið, sem þeir takar þátt í,
fer fram í Kitzbúhl í Austurríki
15.—17. janúar.
Þeir munu koma heim upp úr
20. þ. m.