Dagur - 06.02.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
AGU
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 10. febrúar.
XLIII. árg.
Akureyri, laugardaginn 6. febrúar 1960
5.
tbl.
I kili skal kjörviður. — (Ljósmynd: E. D.).
GENGISFELLING, ERLEND
LÁN, SKERDING LÍFSKJARA
Hin nýja stefna stjórnarvaldanna mið-
ar að alliliða samdrætti, Útflutmngs-
oppbætur falla niðor en niðnrgreiðsl-
ur auknar. - Vextir munu Iiækka
Engir Færeyingar
Slitnað er upp úr samninga-
viðræðum íslenzkra útgerðar-
manna og sendinefndar fær-
eyskra sjómanna. — Færeyingar
kröfðust hærri launa en íslenzk-
ir sjómenn hafa og að því var
ekki gengið. — Mikill hörgull cr
á sjómönnum á yfirstandandi
vertíð.
Bátar í smíðum á Akureyri
Innlendar skipasmíðar þarf að auka og hér eru
margir færir menn í skipasmíðaiðnaðinum
Á síðustu árum hefur báía- og
skipaflotinn stórlega aukizt. Nú
cru yfir 60 bátar og skip í smíð-
um erlendis fyrir íslenzka aðila.
En innlendar skipasmíðar hafa
ekki aukizt að sama skapi og
þróunin er sú, að stálið er hæst-
ráðandi í skipasmíðum.
Skipasmíðastöð KEA er nú að
Ijúka byrðingu á nýju 70 tonna
skipi af sömu eða svipaðri gerð
og Jón Jónsson í Ólafsvík, er
Skipasmíðastöðin byggði fyrir
Halldór Jónsson útgerðarmann í
fyrra og mjög þótti til fyrir-
myndar. — Eigandi þessa nýja
skips er hinn sami.
Þá hefur stöðin undirbúið
byggingu ca. 100 tonna skips, sem
þegar er lofað.
Slippstöðin h.f. er að byggja
20—25 tonna bát fyrir Pál A.
Pálsson hrefnuskyttu og er byrð-
ingu að ljúka.
Kristján Nói Kristjánsson er
að hefja smíði 12—13 tonna báts
fyrir Konráð Sigurðsson, Ár-
skógsströnd.
Skipasmíðar á Akureyri hafa
þótt hinar vönduðustu og skipin
reynst hin beztu.
MjóEkurframleiðslan varð 68.9
miilj. kg. á síðastliðnu ári
Aukninging varð mjög lítil, eða aðeins 0.62%
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um tóku mjólkursamlögin í
landinu á móti 68.911.262 kg.
mjólkur á sl. ári, og er það aðeins
0.62% aukning frá fyrra ári.
í fyrsta og annan flokk fóru
96.65%. Fjórar nýjar mjólkur-
Hvar verður byggt í sumar?
Síðasti fundur bæjarstjórnar
Akureyrar samþykkti tillögur
bygginganefndar um lóðaúthlut-
un á þessu ári fyrir íbúðarhús.
Samkvæmt því hafa lóðir verið
auglýstar í bæjarblöðunum til út-
hlutunar, sem hér segir:
a) Við Austurbyggð 8 Ióðir, þar
sem gert er ráð fyrir 2 íbúð-
um í hverj uhúsi.
b) Við Þórunnarstræti sunnan
Ilrafnagilsstrætis 6 lóðir, með
2 íbúðum í húsi.
c) Við Þverholt 1 lóð með
íbúð.
d) Við Langholt 19 lóðir með 19
íbúðum.
e) Við Einholt 4 lóðir með 4
íbúðum, og auk þess 3 keðju-
húsalóðir mcð alls 15 íbúðum.
61 lóð til úthlutunar.
Auk þessara lóða, sem ekki
hafa áður verið til úthlutunar,
verða auglýstar 11 einbýlshúsa-
lóðir og 8 tvíbýlishúsalóðir, sem
lausar voru um sl. áramót, ýmist
vegna þess, að engir hafa sótt um
þær, eða þeir, sem áður höfðu
fengið lóðirnar, hafa hætt við að
byggja á þeim.
Samkvæmt framangreindu
verða þvi alls lausar til umsókn-
ar 61 íbúð, ætlaðar fyrir 109
íbúðir.
vinnslustöðvar hafa tekið til
starfa á árinu: Hvamstanga,
Ólafsfirði, Egilsstöðum og Nes-
kaupstað. En alls eru þær 14
talsins.
Aukning norðanlands.
Mjólkursamlag KEA á Akur-
eyri tók á móti rúml. 13 millj kg.
og er það 2.13% aukning. Mjólk-
ursamlag Þingeyinga tók á móti
3.2 millj. kg. og er það 9.3%
aukning. Mjólkursamlag Skag-
firðinga tók á móti 3.4 millj. kg.
og er það 10% aukning. Útlit er
fyrir, að smjörbirgðir gangi alveg
til þurrðar á næstunni, og fram-
leiðslan svari ekki eftirspurn.
Hið nýja efnahagsmálafrumvarp
ríkisstjórnarinnar og fjárlögin,
virðast m. a. fela í sér eftirfar-
andi:
1. Gengislækkunin á að hækka
verð á erlendum gjaldeyri um
132.5% frá skráðu gengi.
2. Nýr skattur á útflutning, sem
ncmur 5% af fobverði útflutn-
ings cða 120 milljónum.
3. Álögur vegna útflutnings-
uppbótanna áður eiga að
haldast að langmestu leyti.
4. Það er staðfest að nýju álög-
urnar umfram gengislækkun-
ina og vaxtahækkunina, verða
350—400 milljónir króna —
fyrir utan 120 milljón króna
útflutningsskattinn.
5. Boðuð er vaxtahækkun.
6. Ríkisstjórnin vill fá heimild
til að ákveða vexti og Iáns-
tíma án íhlutunar Alþingis
hjá öllum stofnlánasjóðum
landsins.
7. Seðlabankinn fái lieimild til
þess að ákveða, að mnláns-
deildir kaupfélaga eigi inn-
stæður í Seðlabankanum og
hve miklar.
8. Ríkisstjórnin segir sjálf í
greinargerðinni, að vísitala
framfærslukostnaðar muni
vegna gengislækkunarinnar
hækka stórlega.
9. Banna á með lögum að hækka
kaupgjald í hlutfalli við vísi-
tölu og einnig afurðaverð.
10. Vcrja á 152 milljónum króna
til aukinna fjölskyldubóta og
annarra tryggingabóta — á
móti álögunum, gengislækk-
uninni, vaxtahækkuninni og
öðrum ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar.
11. Skiptaverð til fiskimanna
verði óbreytt lögfest eins og
það er nú, þar til nýir sainn-
ingar hafa verið gerðir, og
sömulciðis aflaverðlaun tog-
arasjómanna.
12. Vísitöluuppbætur á smáfisk
til fiskimanna til að halda
uppi veiði á honum verða af-
numdar.
13. Innflutningshöftum verður
haldið áfram og verða a. m. k.
40% innflutningsins háðar
Ieyfisveitingum.
14. Boðaðar „strangar aðgerðir til
takmörkunar útlána“ eins og
það er orðað.
15. Ríkisstjórnin vill fá hcimild-
ina til þess að taka lán hjá
Evrópusjóðnum hækkaða úr 6
milljónum í 17 milljónir doll-
ara og að kvóti íslands hjá
Alþjóðagjaldeyrissj. verði
hækkaður um 9.75 milljónir
dollara „til þess að auka mögu
leika á stuttum greiðslulán-
nm“, eins og það er orðað í
greinargerðinni með frmn-
varpinu!
iirShilinn í Lauoar
Samkvíemt umsögn Jarðhitadeildar er rann-
sóknarborun réttlætanleg á þessum stað
í sumar framkvæmdi jarðhita-
deild Rraforkumálastjórnarinnar
rannsóknir í grennd við Húsavík
með það fyrir augum að ná heitu
vatni til afnota fyrir kaupstað-
inn.
Rannsóknirnar leiddu í Ijós, að
í norðurenda Laugardals varð
vart við mestan hita, svo mikinn
að rannsóknarborun er talin rétt-
lætanleg, að því er segr í skýrslu
um þetta. ,
Bæjarstjórnin hefur nú sent
þingmönnum greinargerð um mál
þetta og leggur á það höfuð-
áherzlu, að djúpbor fyrir Norður-
land sé mjög nauðsynlegur og að
hann sé frumskilyrði fyrir því, að
nýta jarðhitann.
Bæjarstjórnin á Húsavík telur,
að Alþingi þurfi að fallast á, að
rífleg fjárveiting fáist til kaupa á
nýjum jarðbor fyrir Norðurland,
sem starfræktur yrði af jarðhita-
deild Raforkumálastjórnar. Enn-
fremur að ríkið kosti tilrauna-
borun við Húsavík og í þriðja
lagi að setja nýja löggjöf um
jarðhitarannsóknir, þar sem
skipulagðar yrðu ákveðnar rann-
sóknir á jarðhitasvæðunum.
Nýju fjárlögin gera nú ráð fyr-
ir fjárupphæð, sem verja skal til
reksturs jarðbors á Norðurlandi.
En þetta mál flutti Karl Krist-
jánsson alþingism. á síðastl. þingi.
Jónas Þorbergsson 75 ára
í tilefni af 75 ára afmæli Jónas-
ar Þorbergssonar, fyrrv. ritstjóra
Dags, og síðar fyrsta forstöðu-
manns ríkisútvarpsins, birtir
blaðið grein eftir Jónas Jónsson
frá Hriflu á 4. síðu (áður birt í
Mánudagsbl.). Dagur sendir af-
mælisbarninu beztuárnaðaróskir.
ÁTIA HUNDR.
Á SKAUTUM
Á æfingarvelli íþróttasvæðisins
hefur bærinn gert skautasvell
að forgöngu ÍBA. Þar er vel lýst,
hljómlist og Skautafélagið leið-
beinir byrjendum.
Aðsókn að þessu svelli er gíf-
urleg. Til dæmis um það hefur
fjöldi skautamanna komizt upp í
800 á dag. Þrengsli eru mikil, en
allir virðast þó una sér hið bezta.
Sýnir þetta vinsældir skauta-
íþróttarinnar og hve æskilegt það
væri, að bæta nú enn um.
Erlendis tíðkast það mjög að
knattspyrnuvellir, jafnvel gras-
vellir eins og hér, séu lagðir und-
ir skautasvell og hlaupabrautir á
vetrum.
Það væri skautaíþróttinni mik-
ill ávinningur, ef svo yrði gert.
Almennngssvell yrði þá á aðal-
knattspyrnuvellinum, en hlaupa-
brautir utan með.
Það er staðreynd, að nú eiga
Akureyringar marga mjög góða
skautamenn, og mörg hundruð
unglingar vilja stunda íþrótt
þessa. Vill nú ekki bærinn taka
þá tillögu til athugunar, að leggja
íþróttavöllinn undir skautasvell
og halda svellinu svo við eftir
föngum?
Unga fólkið bíður eftir svari.