Dagur - 06.02.1960, Page 4
/
D A G U R
Laugardaginn 6. febrúar 1960
Laugardaginn 6. febrúar 1960
D A G U R
Skrifsúifii í Ilafiiiirslrali 1*0 — situi 1166
KITSIJÓIÍ
ERLi N G l! R I) A V I 1) S S O N
.Vuglýsiingast jóri:
J Ó N S A M Ú ELSSON
Árgangtiriitn líoslar kr. 75.00
ltlaOiA ki'iinir út á miAvikmliignm <>g
laugiirtlOgnm, |>rgar cfui stanila til
GjaWdagi cr I. jiilí
I’IÍENTVERK ODDS IIJÖUNS.SONAR H.F.
ÍNÝJA STEFNAN
að verða Ijós
ALMENN HAGSÆLD byggist fyrst og
fremst á því, að þjóðartekjurnar séu miklar,
og í öðru lagi á því að þeim sé réttilega skipt.
Þjóðartekjurnar hafa vaxið ört síðustu árin
og lífskjörin hafa batnað. Uppbyggingin hef-
ur verið mjög ör, en erlendar skuldir hafa
vaxið. Hin öflugu atvinnutæki landsmanna
skila mikilli framleiðslu, sem fer enn ört vax-
andi. Allt er þetta kunnara en frá þurfi að
| segja og það sætir furðu, að á sama tíma og
þjóðartekjurnar aukast, sé tekin upp sú sam-
dráttar- og kjaraskerðingarstefna, sem núver-
andi ríkisstjórn íhaldsins boðar.
Hlutskipti Alþýðuflokksins í núverandi
efnahagsaðgerðum er heldur bágborið. Geng-
islækkunin á að hækka verð á erlendum
gjaldeyri um 132,5%, þannig að dollarinn
kostar 38 krónur eftir breytinguna og pund-
ið 106 krónur. Er þetta stórkostlegasta geng-
I isfelling, sem gerð hefur verið og hækkar
stórlega allt verð innfluttra vara og rýrir
kaupmátt launanna. Á móti þessu hefur Al-
þýðuflokkurinn barizt hetjulega í orði allt
fram að þeim tíma, að flokkurinn hætti að
vera flokkur alþýðunnar í landinu og sogað-
ist viðánmslítið inn í íhaldið. Hinir óbreyttu
i fylgjendur þessa flokks mæta nú aðeins
íhaldsbrosum á andlituin foringja sinna og
una því hlutskipti illa. Hins vegar munu
flestir vera búnh- að átta sig á því til fulls, að
I þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar þriggja ráð-
i herra Alþýðuflokksins fyrir kosningainar í
haust, um það hve vel hefði tekizt að stöðva
verðbólguna og þar með að tryggja rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna, telja sömu menn
nú, að stórfelld gengislækkun, samdráttur at-
vinnuveganna, nýjar 350—400 milljón króna
álögur fyrir utan gengislækkun, vaxtahækk-
un og 120 milljón króna útflutnignsskatt, sé
hin rétta stefna — og óbreyttir liðsmenn hafa
ekki við að trúa. —
En svo hraklegur, sem hlutur Alþýðu-
flokksins er í þessum efnahagsmálatillögum,
er þó hlutur Sjálfstæðisflokksins langtum
veni. Hann lofaði því statt og stöðugt fyrir
kosningarnar, að lífskjör almennings skyldu
batna til mikilla muna, ef fólkið sýndi sér
það traust að leggja stjórnartaumana í hans
hendur. Kjörorð flokksins um þessar mundir
var: „Leiðin til bættra lífskjara almennings í
landinu er tryggð með öruggri og þjóðhollri
forystu Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta voru fall-
eg fyrirheit, og þau stóðu fram yfir kosning-
ar. Þá varð heróp Sjálfstæðisflokksins skyndi-
lega allt annað og hljóðaði svo og hljóðar
enn: „Við höfum lifað um efni fram, allir
verða að fórna.“ Efnahagsaðgerðir þær, sem
nú er verið að gera, eiga að fullnægja liinni
nýju fórnarstefnu, þar sem núverandi lífskjör
almennings eru lögð á blótstallinn.
DAVIÐ ERLÍNGSSON:
SOKN A Rli
RÍKÍSBÚ TAKA VIÐ AF SAMYRKJUBÚUNUM
Skipulagið í landbúnaði Ráð-
stjórnarríkjanna er eitt af því
umræddasta og umdeildasta, sem
stjórnskipulag þessara ríkja hef-
ur af sér leitt. Það þykir því eitt
af því sjálfsagðasta fyrir gest frá
framandi landi að fara að skoða
samyrkjubú, kolkhos, eins og það
heitir á rússnesku, en stofnun
samyrkjubúanna var á sínum
tíma þungamiðja þeirrar breyt-
ingar, sem gekk yfir landbúnað-
inn í Ráðstjórnarríkjunum, ekki
þrauta- og átakalaust.
Allir hafa einhverjar hug-
myndir um samyrkjubú, enda
var umbreytingiri við -• komp
þeirra svo mikil, að hún hlaut
að vekja athygli um heim allan.
Hér var þó ekki á ferðinni lausn
á vanda landbúnaðarins, og ekki
er víst, að öllum sé kunnugt, að á
síðari árum hefur mjög rýrnað
hrifning ráðstjórnarherra á sam-
yrkjubúum sínum. f stað þeirra
koma nú smám saman stórbú
með nokkuð öðru sniði, er kall-
ast ríkisbú (sovhos). Að vísu
verður ekki sagt, að um grund-
vallarstefnubreytingu sé að ræða.
Ríkisbúin eru enn stærri en
samyrkjubúin, stjórn þeirra knú-
in í fastari skorður af valdhöfun-
um og þjóðnýtingin komin
lengra á braut sinni.
Þegar gestgjafar okkar í
Moskvu báðu okkur að nefna
óskir okkar um hvað við vildum
skoða, nefndum við auðvitað sam
yrkjubú á nafn. Þessa ósk átti að
veita okkur af hinni mestu rausn
og myndarskap eins og allar aðr-
ar. Þó var þess getið, að við vær-
um á ferð á heldur óheppilegum
tíma. Fyrra hluta vetrar væri
fátt hrífandi að sjá í ríki land-
búnaðarins, uppskeran væri
komin í hús og allt komið í bún-
ing vetrarins. — Áttum við að
skoða búskapinn á einhverjum
suðlægari breiddárgráðum en
við sjálfa Moskvu. Eftir þetta lá
leiðin til þriggja stórborga:
Minsk, Kiev og Stalingrad, en
alls staðar urðu einhver atvik til
að hindra þessi áform. Síðan var
komið til Moskvu á ný, en þá
varð misskilningur til þess, að
við misstum af farartæki, sem
átti að bera okkur, ásamt fleiri
útlendingum út á landsbyggðina.
Ekki féllust gestgjöfum hendur
við þetta, og við skoðuðum ríkis-
bú í grennd við Leningrad, er við
vorum á leið út úr landinu.
Aðkoman.
Á leiðinni út úr Leningrad
sagði hjálparhella okkar á staðn-
um, skrafhreyfin, rösk og hlátur-
mild kona, ýmislegt um borgina
og sögu hennar, einkum í sam-
bandi við byltinguna og heims-
styrjöldina síðari. Varð henni
tíðrætt um skelfingar þær er
dundu á hinni fögru og frægu
borg á æskuráum hennar sjálfr-
ar, er fólkið hrundi niður af
svelti og sjúkdómum og lagði sér
jafnvel rotturnar til munns með-
an óvinirnir umkringdu staðinn.
Hún skýrði frá þessum árum
hlutlaust og látlaust, þótt ósköp-
in hefðu dunið á henni sjálfri í
æsku.
Það var nálega hálfrar stundar
akstur til búsins, sem bar hið
virðulega heiti Bolsévik. Fljót-
lega tóku pyttóttir malarvegir
við af malbikinu. Á leiðarenda
var að sjá lágreistar raðir stein-
húsa á báða vegu við götuna, en
lengra til voru stærri byggingar,
greinilega gripa hús, hlöður og
þess háttar. Forstjórinn hafði að-
setur í einu smáhúsanna við göt-
una, Það virtist vera óauðkennt,
svo að leiðsögukonan varð að
spyrjast til vegar. Forstjórinn
var stór maður * og þrekinn,
garpslegur og veðurtekinn í and-
liti. Hann tók alúðlega á móti
okkur og fylgdi okkur inn í
kuldalega skrifstofu sína. Þar var
helzta skartið uppstoppaðir
hænsnfuglar, en miklu minna
bar á leiðtogamyndum en á flest-
um öðrum skrifstofum, sem við
sáum.
Forstjórinn var frásagnarglað-
ur eins og flestir Rússar og vildi
þegar í stað fræða okkur um
hvað eina í búskap sínum, er við
kynnum að vilja spyrja um. —
Bolsévik er lítið ríkisbú, eitt af
hinum minnstu sinnar tegundar,
en þó vinna þar 420 verkamenn.
Helztu framleiðsluvörurnar eru
hænsnakjöt, egg, grænmeti og
mjólk.
Vörurnar fara allar á markað í
Leningrad, og öll er framleiðslan
að sjálfsögðu skipulögð og áætl-
uð í samræmi við neyzluþörfina.
Hin stóru bú, samyrkjubú og rík-
isbú, hafa sín á meðal mikla
verkaskiptingu, þannig að á einu
búi er lögð megin áherzla á fram
leiðslu einnar neyzluvöruteg-
undar.
Sjö milljón egg.
Við fórum í hæsnahúsin. Meg-
ináherzlan er lögð á kjúklinga til
slátrunar, en einnig nokkuð á
egg. Ekki man eg nú þá geysiháu
tölu, sem bústjóri nefndi, er hann
tilgreindi hænsnafjöldann, en sjö
milljón egg kvaðst hann fram-
leiða á ári hverju. Áður en stigið
var inn fyrir dyr í hæsnahúsun-
um, voru okkur fengnir hreinir,
hvítir sloppar að fara í, og aur
var vandlega þurrkaður af fótum.
Húsið var löng sambygging, ein
af mörgum, og byrjuðum við
auðvitað á þeim salarkynnum,
þar sem útungunarvélarnar voru.
Þarna var greinilega afar mikil
nákvæmni við höfð, enda skriðu
þarna úr eggjum margir ungar á
mínútu hverri, og höfðu stúlkurn
ar, sem skálann önnuðust, greini-
lega ærinn starfa. Ekki var okk-
ur hleypt inn í sjálfa útungarklef-
ana, þangað fóru aðeins hinar
útvöldu hænsnastúlkur og for-
stjórinn sjálfur. Gengum við nú
þessu næst í gegnum langa sali
og marga, þar sem hátt var til
lofts. Varð aö ganga um með
gætni og tala lágum hlj_ó'ðum,
annars urðu æsingar og hræðsla
í hænsnaskaranum. Húsbóndinn
notaði tækifærið um leið og hann
fylgdi okkur, til þess að huga að
starfinu og hvort nokkuð færi af-
laga.
Hænsnahirðarnir.
Starfsfólkið, sem virtist vera
nær eingöngu kvenfólk, var öðru
hvoru að leita til hans með
vandamál sín. Þessar konúr, sem
flestar sýndust á aldrinum 20—
40 ára ,voru þögular og hóglátar.
Þær stóðu einhvers staðar
álengdar með svip, sem sagði
ekki neitt, þegar fylking okkar
gekk um. Ungarnir stækkuðu
eftir því, sem lengra kom, og alls
stáðar var áþekkur kliður af tísti
þeirra. Þeir eru hafðir í nethólf-
um eða kössum, og var þar einn
hópurinn upp af öðrum upp í
mannhæð eða svo. Fóðrun og
brynning er að mestu vélræn. Á
einum stað fór fram aðgreining
kjúklinganna í hana og hænur,
og á öðrum innspýting sóttvarn-
arefna. Eg spurði búhöldinn,..
hvernig væri um kynbætur á
þessum búfénaði hans, og lét
hann vel yfir. Tekizt hefði að
framkalla og hreinrækta tegund-
ir, sem bæði væru stærri og kjöt-
meiri og yrpu fleiri eggjum en
hinar eldri. Var hann æði stoltur
yfir þessum framförum, enda
sérmenntaður maður í öllum
þeim fræðum, er að þessu fugla-
kyni lúta. Á búi hans er aðallega
höfð aðeins ein tegund hænsna,
en fleiri eru þó meðfram. Kalk-
únar voru einnig til, svo og end-
ur og gæsir á öðrum stað á bú-
inu. Hverjum hænsnahirði eru að
jafnaði ætlaðir 5000 kjúklingar
til umsjár, og getur afrakstur
hans farið nokkuð eftir því,
hversu til tekst um afurðirnar.
Afurðir manna og dýra.
Fjósin voru nokkra vegalengd
í burtu, og ókum við þangað. —
Þar virtist mér allt með minni
fyrirmyndarbrag en hjá fuglun-
um. Fjósið, sem við komum í, var
langur geimur með tröð í miðju
og griparaðir beggja vegna. —
Hirða sá eg ekki, aðra en konur,
eins og í hænsnahúsinu. Gripirn-
ir sýndust ekki nema rétt í með-
allagi vel hirtir, og markaði eg af
því, sem mörgu öðru, að því fór
fjarri, að þetta bú væri sérstak-
lega haft til þess að sýna útlend-
ingum. Kýrnar voru greinilega
af tveimur nokkuð ólíkum kynj-
um, er voru hvort innan um ann-
að. Bústjórinn benti með nokkru
stolti á sjálfbrynningarskálarnar
og spurði með töluverðri efasemi,
hvort slíkt fyrirfyndist á íslandi.
Þarna í fjósinu mátti sjá það
einkenni, þótt í smáu væri, sem
hvarvetna fylgir sovétskipulag-
inu, að því er virðist, það er að
segja áætlanir um framleiðsluna.
Það héngu uppi töflur með upp-
lýsingum um afurðir kúnna og
hversu búast mætti við að þær
skiluðu hárri nyt í náinni fram-
tíð. Alveg á sama hátt voru töfl-
ur yfir verksvið hverrar fjósa-
konu og afurðif þær, er undir
hennar umsjá hefðu skapazt. —
Konari og kýrin hlið við hlið, og
mátti vart á milli sjá, hvor ætti
meiri verðleikann. Annars skildi
eg auðvitað lítið í þessum upp-
hengingum, en þetta var það sem
eg komst næst. Heljarstórt skilti
hékk á stoð yfir. kú, sém virtist
vera komin nokkuð til ára sinna.
Var það í rauðum lit, og var okk-
ur tjáð, að þetta væru verðlaun
fyrir ágæti kýrinnar. Er við
gengum þarna um traðirnar og
túlkurinn okkar frá Moskvu og
hressileg blaðakona frá Lenin-
grad virtu fyrir sér lífið í fjósinu
með forvitni, en þó um leið sí-
hugsandi um að óhreinka sig
ekki, komu húskarlar akandi á
dráttarvél inn um aðra hlið fjóss-
ins með æki af fóðurkáli og róf-
um beint utan af akri. Hófu þeir
að moka þessu fyrir skepnurnar,
°g fylgdi mikil mold af ákrinum.
Heimili verkamannsins.
Eitt hið síðasta, sem vio skoð-
uðum þarna, var heimili eins
verkmannsins, sem hafði þann
starfa að aka dráttarvélum. Kall-
aði forstjórinn hann hinn ham-
ingjusama mann, því að hvort
tveggja var, að hann var nýflutt-
ur inn í nýbyggt íbúðarhús, sem
stóð í röðinni við strætið, og
kona hans hafði alið tvíbura fyrir
skömmu. íbúðarhús þessi voru
öll. lítil og lágreist, með, að mig
minnir, þremur herbergjum og
eldhúsi. Flag allt í kring, og fór-
um við á trjám og plönkum yfir
brautarskurðinn til að komast
heim að húsinu. Dráttarvélar-
maðurinn var nýkominn heim frá
vinnu sinni og var að reykja
pípu sína úti á hlaði, er okkur
bar að garði. Ekkert hafði hann
á móti að sýna okkur híbýli sín,
en gerði það kurteislega, en
þannig, að hvorki var hægt að
sjá, að honum líkaði betur né
verr koma útlendinganna. Bú-
stjóri lék á als oddi og gældi við
börn haris. Konan var greinilega
nýkomin heim frá vinnu sinni
eins ög maðurinn, og var að
hefja matseld og hlynna að börn-
um sínum, sem hún hefur að lík-
ndum verið nýbúin að sækja á
vöggustofu búsins. Þarna var allt
mjög fábrotið, húsnæði hvorki
stórt né búið miklu af húsgögn-
um. Hið eina, sem hægt var að
kalla munaðarvarning var nokk-
urra ára gamalt sjónvarpstæki.
Þegar minnst vonum varði kom
inn um útidyragættina ofurlítill
grís, sem fór að snudda við fæt-
ur húsfreyju. Var dýrinu tekið
með mestu vinsemd, en þó rekið
út aftur. Síðar um kvöldið, þegar
við vorum á leiðinni aftur til
Leningrad, fór túlkurinn okkar
að tala um íbúðina, sem við skoð-
uðum ,og fólkið, sem þar bjó. —
Var hún greinilega hrædd um, að
við kynnum að gera okkur helzt
til lágar hugmyndir um almenn-
ir.g í Ráðstjórnarríkjunum, ef við
dæmdum út frá þessu einu. Sagði
hún, að við mættum ekki láta það
valda okkur vonbrigðum, þótt
við hefðum ekki séð smekklega
húsmuni né yfirbragðsfagurt og
menningarlegt heimili í þessu
húsi, þess væri að gæta, að
skammt væri síðan allur almenn-
ingur í Ráðstjórnarríkjunum
hefði verið ómenntaður með öllu
og ekki haft nein tækifæri til að
eiga falleg heimlii. Þetta stæði nú
allt til bóta undir ráðstjórn.
Þetta hefði hún raunar ekki
þurft að segja okkur. Heimilið
var að vísu ekki fagurbúið, en
þetta var fólk, sem verður að
virina fyrir brauði sínu hörðum
höndum og er áreiðanlega ekki
vel efnum búið. En það hafði þó
hús út af fyrir sig, og fneirihluti
fólks í Ráðstjórnarríkjunum get-
ur. ekki státað af slíku.
Eins og áður er getið, er Bolsé-
vikbúið utan við Leningrad eitt
af minni ríkisbúunum. Þó er þar
framfleytt hundruðum fjöl-
skyldna verkamanna. Auðvitað
eru öll þau störf unnin með vél-
um, sem hægt er að beita þeim
við. Bústjóri skýrði svo frá, að
dráttarvélar væru um 20 talsins
en bílar 24, langflesctir til vöru-
flutninga. Búið sér sjálft um að
koma vörunum frá sér. Dráttar-
vélar tilheyra sérstökum dráttar-
vélastöðvum víðast hvar, og fara
þaðan til starfa á samyrkjubúum.
En við tilkomu ríkisbúa vilja nú
valdhafar heldur láta vélakost-
inn tilheyra þeim. Dráttarvéla-
stöðvarnar tilheyra samyrkjubú-
skaparkerfinu og eru ein sú höf-
uðleið, sem fjármagnið rennur
eftir frá landbúnaðinum í ríkis-
kassann, því að auðvitað eru þær
hrein ríkiseign og þjónustuna
borga búin með afurðum sínum.
Félagsheimilin.
Eitt stórbú í Ráðstjórnarríkj-
unum, hvort heldur sem það er
ríkisbú eða samyrkjubú, verður í
reyndinni nokkuð sjálfstæð fé-
lagsneild með mikilli innbyrðis
verkaskiptingu. Vinnutíminnverð
ur mjög mislangur eftir árstíðum.
Verkafólkinu er skipt niður í
hópa, og ber einn slíkur vinnu-
flokkur sama heiti og viss stærð
af herflokki. Á búinu, sem við
heimsóttum, unnu til dæmis 80
verkamenn í byggingaflokknum.
Viss hópur sér um kálræktina,
grasræktina o. s. frv. Hvert bú
hefur sérstakan barnaskóla,
sjúkrahús, barnaheimili, vöggu-
stofu, jafnvel sitt eigið félags-
heimili, ef það er stórt, og vel á
legg komið. Þessi félagsheimili
eða menningarhallir, eins og þess-
ar stofnanir' eru kallaðar austur
þar, eru mjög einkennandi fyrir
allt andlegt líf manna í Ráð-
stjórnarríkjunum. Allt kapp er
lagt á, að hver félagsheild eða
eining geti eignast sitt eigið hús,
þar sem fólkið getur stundað alls
konar hugðarefni sín í tómstund-
um. í þessum húsum eru yfirleitt
alltaf bókasöfn og samkomusalur
með leiksviði og þar að auki oft
fjöldi herbergja fyrir sérstök
hugðarefni, svo sem ljósmynda-
gerð, frístundamálun, myndhögg
og þannig mætti auðvitað lengi
telja. Og auðvitað er á hverjum
stáð starfandi deild kommúnista-
flokksins.
Hver er munurinn?
Munurinn er að mörgu leyti
mikill á ríkisbúi og samyrkjubúi.
Meðalstærð samyrkjujarðar er
eitthvað um 14000 ekrur, en rík-
isjarðar um 37.000. Land ríkisbús
er hrein ríkiseign. Auðvitað á
ríkið einnig land samyrkjubús
samkvæmt þeirri kenningu, að
allt skuli vera eign fólksins eða
ríkisins, á hvorn háttinn sem
menn vilja kjósa að orða það, en
fólkinu á samyrkjubúi er þó eft-
irlátinn viss réttur til ráðstöfun-
ar á landinu, sem fólkið á sam-
yrkjubúinu hefur ekki. Má ef til
vill að nokkru líkja þessu við
erfðafesturétt á landareign. Talið
er, að ríkisbú séu 6—7 þúsund,
en samyrkjubú um 80 þúsund í
Ráðstjórnarríkjunum, en stærð-
armunurinn er slíkur, að ríkisbú-
in munu ná yfir fjórða hluta
ræktanlegs lands eða þar um bil,
og af ríkisbúunum kemur um
það bil fimmtungur af allri ak-
uryrkjuframleiðslu.
Sérhvert samyrkjubú er skylt
að afhenaa ríkinu hluta af fram-
leiðslu sirini á verði, sem það
sjálft ákveður. Framleiðsluna sel-
ur ríkið síðan neytendum aftur,
og er verðið þá oft ótrúlega
miklu hærra. Laun hvers bónda
eða verkamanns á samj'rkjubúi
geta verið mjög mismunandi, og
hafa þeir enga sérstaka launa-
tryggingu. Búið greiðir þeim
hluta af því, sem eftir er, þegar
ríkið hefur tekið sitt, og greiðsl-
an er oft bæði í lausafé og nevzlu
vörum þeim, sem búið framleiðir.
Ef vel árar, getur fólkið komist
vel af; einnig geta kjör þeirra
Framhald d 6. síðu.
5
mm OG ÞÝÐINGAR
SÖGUKORN UM SHAW
Bernand Shaw (1856—1950), skáldið heimsfræga,
var horaður og renglulegur. Eitt sinn í veizlu var
G. K. Chesterton, sem var mjög feitur, að stríða Shaw.
— Er maður lítur á yður, sagði Chesterton hlæjandi,
þá er engu líkara en hungursneyð sé hér í Bretlandi.
— I.íti maður á yður, anzaði Shaw, þá liggur næst
að lialda, að þér eigið s<5k á lienni.
Hin fagra dansmær, Isadora Duncan, hélt því fraro
við Shaw, að það hlyti að vera heppilegt fyrir matm-
kynið, að þau eignuðust barn saman.
— Hugsið yður bara, sagði hún, livífíkt afkvæmi
þetta yrði — með mitt útlit og yðar gáfur.
— En gerið yður í hugarlund, anzaði Shaw, hvernig
fara mundi, ef barnið fengi mitt útlit og yðar gáfur.
Eftir frumsýninguna á Pygmalion var Shaw kallaður
upp á leiksvið og hylltur ákaft. Er lófatakinu linnti,
lieyrðist dimm rödd kalla af svölunum:
— Þetta var aumt leikrit!
Shaw leit upp á gagnrýnandann og svaraði:
— Eg er yður alveg sammála, kæri vinur, en hvers
megum við tveir okkar gegn svona mörgum?
Bernard Shaw fékk boðskort frá aðalslrú nokkurri.
Þar stóð:
— Lady X mun vera heima næsta fimmtudag milli
fjöglir og sex.
Shaw sendi kortið til baka og bætti á það:
— Það mun hr. Bernard Sttaw einnig verða.
Bernard Shaw var eitt sinn spurður að því, á livaða
stað hann óskaði helzt að dvelja alla eilífð. Hann
svaraði:
— Ég kysi mér himna vegna veðurfarsins, en félags-
skap fengi ég skemmtilegri í helviti.
Blaðamaður reyndi eitt sinn að veiða upp úr Shaw,
hvert efnið væri í næsta leikriti hans. Skáldið gaf
þessar upplýsingar:
— í 1. þætti spyr karlmaðurinn: Elskar þú mig? og
konan svarar: Ég tilbið þig. í 2. þætti spyr karlmaður-
inn líka: Elskar þú mig? og konan svarar: Ég tilbið
þig. í 3. þætti spyr karlmaðurinn: Elskar þú mig? og
konan svarar: Ég tilbið þig.
— Afbragð, sagði blaðamaðurinn liálf liikandi, en
eru engar afburðaflækur í leikritinu?
— Jú. Það er sami karlmaðurinn í öllum þrem þátt-
unum, en konan er aldrei sú sama.
Frá Filmíu á Akureyri
Næstu myndir, sem Filmía mun sýna eru Nótt í
Casablanca með hinum heimsfrægu Marxbræðrum,
þeim Groucho, Harpo og Chio. Fyrir tíu árum eða
svo hefði það þótt hin mesta goðgá að sýna kvik-
mynd með Marxbræðrum í kvikmyndaklúbbi, þess-
um æringjum með skrípalætin, og væri engum
mönnum með „betri smekk“ ávinningur í að skoða
þvílíkt og annað eins. En á síðustu árum hefur orð-
ið sú breyting á, að gagnrýnendur hafa lyft Marx-
bræðrum upp í hásæti fagurra lista. Það er því
ekki að ófyrirsynju að Filmía sýni einhverja Marx-
mynd í vetur. Þessi mynd er talin ein bezta mynd
Marxbræðranna. Einnig er á döfinni að sýna hina
frægu mynd „Hjólið snýst“ undir leikstjórn Helmut
Kautner. Helztu leikendur Bettina Moissi og Curt
Raddaty. Þessi mynd Kautners er einna frægust
þeirra mynda, sem gerðar voru í Þýzkalandi á
fyrstu árunum eftir stríð, og er í hópi þeirra mynda
sem nefndar hafa verið „rjúkandi rústmyndir".
Nánar verður getið þessara frægu mynda. Ekki
er alveg fullráðið, hvenær náísta sýning verður, en.
það mun verða rækilega auglýst í blöðum og út-
varpi. Vegna fjölda áskorana verður tekið á móti
nýjum félagsmönnum, en það eru síðustu forvöð.
Síðan ofanskráð er ritað hefur verið ákveðið að
sýna myndina „Hjólið snýst“ í dag, laugardag, kl.
3 e. h. í Borgarbíó, en „Nótt í Casablanca“ næsta
laugardag. , i