Dagur - 06.02.1960, Page 6

Dagur - 06.02.1960, Page 6
6 DAGUR Laugardaginn 6. febrúar 1960 - Heimsókn á ríkisbúið Bolsévik VIÐTAL VIÐ HÖFUNDINN Framhald af 5. siðu. orðið mjög slæm. Bústjórinn er kosinn af meðlimum búsins. Á ríkisbúi er bústjórinn settur af ríkinu, og fólkið hefur kaup- tryggingu. Hún er að vísu lág, en ef framleiðslan er mikil, verð- ur kaupið miklu hærra. Fólkið fær þá aflahlut, ef svo má að orði kveða. Glöggur maður hefur ‘ svo að orði komist, að hvað ytra útlit snertir sé samyrkjubú líkt þorpi en ríkisbú verksmiðju. Á hinu síðarnefnda er allt stærra í stykkjunum. Þróunin virðist vera sú, að búin stækka jafnt og þétt. Fram undir 1950 vildu vald- hafar hafa búin fremur smá. Um þær mundir voru allt að 250 þús- und samyrkjubú í landinu. Það er auðveldara að stjórna stærri búunum. Síðustu leifar einkaframtaksins. Sérhver fjölskylda, hvort held- ur á samyrkju- eða ríkisbúi fær að hafa sinn eigin garð eða akur- rein. Þar fær fólkið að rækta það, sem það sjálft kýs og einnig að hafa sinn eigin búfénað. Hefur fólkið þetta bæði til eigin fæðu og til sölu á frjálsum markaði. Munu þetta vera síðustu leifarn- ar af hrein-kapítalisku fyrir- komulagi í landinu. Bústjórinn á Bolsévik sagði, að fólkið á búi sínu vildi nú orðð miklu heldur kaupa á búinu en rækta sjálft, og færi þeim sífellt fækkandi, sem notuðu aér þennan rétt. Búþegn- inn fær vöruna allmiklu ódýrari en borgarbúinn, mjólkurlítrann á 90 kópeka meðan hann kostar 120 kópeka í borginni, svo að dæmi sé nefnt. Einnig sagði þessi góði maður, að fólkið sæktist eft- ir að komast til starfa á ríkisbú- um og kysi þau miklu fremur en samyrkjubúin, vegna þess ör- yggis, sem kaupti'yggingin veitir. Ekki er eg nú viss um, að þetta sé að öllu leyti sanníeikanum: samtvæmá. Oll matvælasala í Ráðstjórnar- ríkjunum fer fram með tvennu móti. í fyrsta lagi eru að sjálf- sögðu ríkisverzlanirnar, og í öðru lagi frjáls markaður, sem Rússar kalla samyrkjumarkað. Á þessum markaði selja bæði ein- staklingar og bú. Einstaklingar selja uppskeruna af sinni eigin akurrein, og ef samyrkjubúð á eitthvað eftir, eftir að ríkið hefur tekið sitt, fólkið fengið sín laun o. s. frv., hefur það heimild til að selja vöruna á hinum frjálsa markaði. Þar er verðið mjög mismunandi eftir framboði og eftirspurn, en að jafnaði heldur hærra en í ríkisverzlununum. — Verulegur hluti af heildarneyzlu Sovétþjóðannna er keyptur á þessum frjálsa markaði, og það er hreint ekki óverulegur hluti af lifandi fé ríkjanna, *m enn er í einkaeign. Óleystur vandi. Landbúnaðurinn er eitthvert mesta áhyggjuefni sovétvaldhaf- anna. Ráðstjórnarríkin eru enn fyrst og fremst landbúnaðarríki, þrátt fyrir geysilegar framfarir í iðnaði. Að minnsta kosti helm- ingur þjóðarnnar hefur framfæri sitt af moldinni. Stjórnin tekur ríkisbú langt fram yfir samyrkjubú, og get eg ekki séð aðra ástæðu til þess, hversu þessi skipulagsbreyting fer hægt fram ennþá, að alþýðan er ekki hrifin af henni. Sam- steyping í samýrkjubú og ríkisbú hefur alltaf mætt óvirkri (ef ekki virkri) andstöðu bændafólksins. Stalín lauk við að koma sam- yrkjuskipulaginu á á árunum milli 1930 og 1940 og beitti við það hinu mesta ofbeldi. Bænd- urnir vilja sinna sínum eigin garð á kostnað stórbúsins. Þeim finnst þeir fá lítið fyrir þá vöru, sem ríkið skyldar til að afhenda. Á sama tíma og iðnaðarfram- leiðsla Ráðstjói-narríkjanna hefur aukizt um 200 prósent hefur framleiðsla landbúnaðarvara að- eins aukizt um 10 prósent. Hið mikla vandamál stjórnarinnar í Kreml er því að fá bændurna til virks stuðnings við stefnu sína. Gigi í Nýja Bíó Svo heitir myndin, sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir og var hún síðast valin sem jólamynd í Gamla bíó í Reykjavík og hlaut góða dóma. Hún hlaut Oscarsverðlaun hjá Aka- demiu bandaríska kvikmyndiðnað- arins á s. 1. vori. Líklegt er, að margir vilji sjá þessa frægu frönsku kvikmynd með Maurice Chevalier í einu aðalhlut- verkinu. Vér tökum brekkuna með atrennu og erum komnir 10 metra eða svo upp götuna, er vér heyrum fótatak á eftir oss. „Hún kkkemur bráðum,“ er kallað. Vér snúumst á hæli og sjáum komá brunandi í átt til vor grindhoraðan og lítinn mann, er ekki blæs úr nös. „Hver þá?“ spyrjum vér. „Hún er bara rétt ókomin.“ „Hvaða hún?“ „Nú, bókin.“ „Hvaða bók?“ Orn blæs mæðulega og segir: „Auðvitað bókin eftir mig.“ „Einmitt það,“ segjum vér og höldum áfram upp brekkuna, en hann rennir sér óðara upp að dg hefur samflot. Honum virðist vera mikið niðri fyrir. „Þeir gera bara lítið annað í prentsmiðjunni þessa dagana en prenta hana.“ „Nú, já,“ segjum vér. „Um hvað er þessi bók?“ „Þetta eru vísur, maður," segir hann og gengur allur til, rétt eins og axlaböndin hafi slitnað. „Nei, eru það vísurnar!“ segj- um vér fagnandi og tökum tvö og hálft skref í einu. „Loksins! Það eru nú víst ein 20 ár síðan kór- inn fór austur, og. .. .“ Nei, nei, nei!“ grípur hann fram í. „Eruð þér alveg.... Þetta eru vísurnttr úr íslandssög- unni, vísur handa börnunum að læra,“ segir Orn Snorrason. „Nú,“ segjum vér. „Hafa börnin nú ekki nóg annað til að læra?“ „Jjjú, jú, en eg skal segja yður, að þetta eru vísur til þess að hjálpa þeim til þess að muna; eg er búinn að reyna þær við kennsl una, og það hefur gengið bara ágætlega.“ „Hafið þér krafizt þess, að börnin lærðu þessar vísur?“ spyrjum vér. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIM"* | HÖFUNDURINN | | TALAR VIÐ | | SJÁLFAN SIG 1 „Ja, eg hef skrifað margar þeirra upp á töflu, og svo hef eg sagt við krakkana: „Elsku börnin mín. Hérna er nú vísa, sem þið hefðuð gott af að læra“.“ „Hvað hafa börnin sagt við því?“ „Þþþau hafa nú ekki sagt mik- ið, en þetta hafa nú svo sem ver- ið nógu góðar vísur handa þeim. Þetta eru vísur um Flóka, Ingólf, Snorra, Hallgrím, Jónas....“ , Oss hefur ætíð verið meinlaust til Hallgríms Péturssonar, svo að vér grípum fram í og biðjum að fá að heyra vísu um hann. Orn er í ákafa sínum kominn nokkur skref á undan, en nú stanzar hann, lyftir hattinum og klórar sér í skallanum. „Já, hvernig er nú vísan um Hallgrím, þessi, sem er í bókinni? Jú, hún er svona: Prestur í Saurbæ var Péturs mögur, Passíusálmana þar til bjó. 1674 séra Hallgrímur þjáður dó.“ „Einmitt það, já,“ segjum vér. „Betur orti nú Matthías. Eru fleiri vísur um Hallgrím?" „Nnnei, ekki í bókinni, en eg bjó til aðra, sem er svona: Aldrei hróðri Hallgríms linni. í höndum \>er hann pálmana. Hann gekk í sæng með Guddu sinni cg gerði alla sálmana.“ „Þessi er alveg eins góð,“ segj- um vér. „Nei„“ segir hann, „ekki frá trúarlegu og uppeldislegu sjónar- miði.“ „Hver gefur bókina út?“ „Nnnorðri.“ „Þér fáið stórfé fyrir þetta.“ „Ja, dálítið, en mestur er nú gróðinn fyrir foreldrana og börn- in, já, fyrir kennslumálin í heild. Nú þurfa allir foreldrar að kaupa þessa bók handa börnum sínum.“ Vér athugum vorn gang. Það er tekið að styttast heim, og vér ættum að geta sloppið inn fyrir hliðið eftir mínútu eða svo. „Þér eigið. krakka, er það ekki?“ spyr hann, opnar tösku: sína og tekur upp skjal. „Eg gleymdi alveg að koma til yðar í vetur,“ heldur hann áfram. „Viljið þér .nú ekki gerast aaaáá.......“ Nú bíðum vér ekki eítir því að komast að hliðinu, heldur klof- umst beint yfir girðinguna og þjótum inn. Hjálparbeiðni Ungur Hafnfirðingur, Viðar Guðnason, 17 ára að aldri og hið mesta mannsefni, varð fyrir slysi síðastliðið sumar og lamaðist gjörsamlega fyrir neðan mitti. — Er þetta þungt áfall fyrir þennan efnismann og ekki síður fyrir for- eldra hans, Guðna Þórarinsson og Jóhönnu Kristjánsdóttur, Háukinn 8, Hafnarfirði. Jóhanna er Akureyringur, dóttir sæmdar- hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Rósu Tómasdóttur, sem látin eru fyrir fáum árum. Ákveðið hefur verið að senda hinn unga, lamaða mann til Am- eríku, ef ske kynni, að þar væri hægt að veita honum 1 æknis- hjálp, en sú för verður kostnað- arsöm, og aðstandendur eiga þess engan kost að kljúfa það af eigin rammleik. Með þessum fáu orðum vildi eg því beina þeirri beiðni til Akureyringa og Eyfirð- inga, að þeir rétti þessum unga manni hjálparhönd. Blaðið Dagur mun fúslega veita móttöku öllum fjárframlögum í þessu skyni. Guð blessi hverja góða gjöf. Kristján Róbertsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.