Dagur - 23.03.1960, Síða 2

Dagur - 23.03.1960, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 23. marz 1860 Rælí við elzfa sfarfsmann Úfvarpsins Bygging togaradrátfðrbraufar Ðavíð Árnason stöðvarstjóra í Skjaldarvík Davíð Árnason stö'ðvarstjóri Endurvarpsstöðvarinnar í Skjald arvík er elzti starfsmaður Ríkis- útvarpsins og hefur næstlengstan starfsdag við þá stofnun. Undir- ritaður brá sér út í Endurvarps- stöðina á sunnudaginn til að for- vitnast um starf hins aldna stöðvarstjóra og eiga samtal við hann um stund. Davíð Árnason er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Faðir háns, Árni Da- víðsson, var fæddur í Sandvík í Bárðardal, en foreldrar hans fluttu austur að Heiði á Langa- nesi. Móðir Davíðs var Arnbjörg Jóhannesdóttir, fædd á Víðir- hóii á Hólsfjöllum og var hún næstelzt af 11 systkinum. For- eldrar Davíðs fluttu að Gunnars- stöðum í Þistilfirði 1888 og bjuggu þar til dauðadags. En á Gunnarsstöðum hafa síðan búið börn þeirra og nú barnabörn. Kona Davíðs Árnasonar er Þóra Steinadóttir frá Narfastöð- um í Melasveit. Börn þeirra eru þrjú, öll uppkomin. Hvernig stóð á því, að þú gerð- ist starfsmaður Ríkisútvarpsins? Þegar Utvarpið tók til starfa 1930 var eg rafvirki í Reykjavík og vann hjá Eiríki Hjartarsyni rafmagnsfræðingi. Auglýst var eftir mönnum til starfa hjá Utvarpinu og komu helzt til greina rafvirkjar og loft- skeytamenn, því að útvarpsvirkj- ar voru þá engir til hér á iandi. Eg sótti um starf og byrjaði svo að vinna hjá Útvarpinu um sumarið og hef unnið hjá því síðan og er nú elztur starfandi roaður þess og hef næstlengstan starfsdag. Um vorið hafði verið byrjað að setja upp stöðina á Vatnsenda- hæð og voru þar tveir menn fast- ráðnir. Annar þeirra, Dagfinnur Sveinbjörnsson, nú yfirmagnara- vörður, hefur alla tíð starfað hjá Útvarpinu og á nú lengstan starfsdag að baki. Hver voru fyrstu störf þín við Útvarpið? Fyrstu störf mín voru meðal annars uppsetning og lagnir að tækjum í magnarasal, lagnir fyr- jr mikrafónleiðslur í kirkjur og samkomuhús, einnig mikið verk lagt í að leita uppi og fjarlægja útvarpstruflanir. Flestir rafmót- orar trufluðu, en nú eru öll slík tæki betur frágengin að þessu leyti og ekki leyfilegt að selja eða nota tæki, sem trufla út- varpsmóttöku. Raftaugakerfi úti var þá allt á staurum í Reykjavík og samsetn- ing og festing oft ábótavant og orsakaði það truflanir þegar storrnur var og línurnar slógust til. Lenturðu í nokkru ævintýri þegar þið voruð að leita orsaka til truflananna? Það er nú sennilega flest gleymt. Þó minnist eg atviks. — Það var slæm truflun, sem við vissum að var einhvers staðar nálægt miðbænum, en okkur gekk illa að finna, vegna þess að truflanirnar hættu jafnan þegar farið var að miða þær og var margt talað um. Þarna í bakhúsi var verkstæði með margar vélar, en þær reyndust allar góðar, en höfðu þó mjög verið grunaðar. Skömmu síðar bar svo við, að lögreglan fann bruggtæki einmitt í kjallara undir verkstæðinu, og þá hættu truflanirnar jafnskjótt og þurfti ekki framar vitnanna við um orsakirnar. Hvenær tók svo Ríkisútvarpið til starfa? í október 1930 byrjuðu til- raunaútsendingar frá stöðinni á DAVÍÐ ÁRNASON stöðvarstjóri. Vatnsendahæð, en 20. desember um kvöldið, var stöðin hátíðlega opnuð og lýst yfir að Ríkisút- varpið væri tekið til starfa. Manstu fyrstu dagskrána? Já, hún er nú hérna, segir stöðvarstjórinn og réttir mér blað með fyrstu dagskránni. Hún var á þessa leið sunnudaginn 21. desember 1930. Kl. 11,00: Messa í Dómkirkj- unni (séra Friðrik Hallgríms- son). Kl. 14,00: Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). Kl. 16,10: Barnasögur (frú Martha Kalman). Kl. 19,25: Grammofónn. Kl. 19,30: Veðurfregnir. 19,40: Upplestur (Jón Páls- son). 20,00: Tímamerki. Orgelleikur (Páll ísólfsson). 20,30: Erindi: Útvarpið og bækurnar (Sig. Nordal). 20,50: Ýmislegt. 21,00: Fréttir. 21,10: Hljóðfærasláttur (Þór- arinn Guðmundsson fiðla, Emil Thoroddsen slagharpa). Leikin verða íslenzk þjóðlög eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. En nú í vetur var sunnudagur, 20. desember. Hófst útvarp kl. 9,10 og var samfellt til kl. 23,30. En þú varst á Eiðum. Hvenær fluttirðu þangað? Árið 1938. Þá voru miklar framkvæmdir hjá Útvarpinu. — Stöðin á. Vatnsendahæð, sem byggð var með 16 kw. orku í loftneti, var stækkuð í 100 kw. Og endurvarpsstöð var reist á Eiðum. Það réðst svo, að eg tæki að mér gæzlu stöðvarinnar þar og í maí um vorið fluttum við austur. Hvernig kunnir þú við þig þar? Við vorunvþar í 14 ár og okk- ur leið vel. En þar sem eg var nærri allan tímann einn við gæzluna með aðstoð konu og barna, var starfið mjög bindandi, svo að ekki voru mörg tækifæri til útsláttar. Þótt við eignuðumst góða kunningja, festum við ekki sérstakar rætur og höfðum einkis að sakna er við fluttum burtu. Og svo fluttuð þið hingað í Eyjafjörðinn. Hinn 12. júlí árið 1952 komum við að austan og héldum fyrsta missirið til á Akureyri. Verið var að byggja húsið hér, og fljót- lega var farið að vinna að upp- setningu tækja. Nokkru fyrir jólin byrjuðum við tilraunaút- sendingar héðan og stöðin var formlega opnuð og tók til starfa að kveldi þess 11. janúar 1953. Daginn eftir fluttum við hingað í þetta hús. Síðan hefur, með litlum und- antekningum, verið endurvarpað dagskrá Ríkisútvarpsins. Undan- tekningar eru: Umræður við undirbúning kosninga, bæði til Alþingis og bæjarstjórna á Ak- ureyri. Jarðarfarir eru ekki dag- skrá, heldur keyptar af aðstand- endum og er því á þeirra valdi, hvort þeim er endurvarpað á einni eða annarri endurvarps- stöð. Hafa aldrei orðið vcrulegar bilanir? Bilanir hafa ekki orðið svo að heitið geti, aðeins lampar. En oftast segja þeir til sín, svo að hægt er að skipta um þá milli útsendinga. Öðru máli er að gegna með rafmagnstruflanir, því að endurvarpsstöðin er al- gerlega háð rafmagni. Hvað er útvarpstíminn langur til jafnaðar? Vikuna, sem leið, var útsend- ingatíminn 90 klst. og 25 mínút- ur. En þeása viku verður hann nokkru lengri vegna bændavik- unnar. Ekki annarðu því einn? Nei, við erum tveir hér og höf- um alltaf verið það, frá því að stöðin tók til starfa. Stöðvar- vörður er Jónatan Clausen og býr hann einnig hér í húsinu með sína fjölskyldu. Hann var áður aðstoðarmaður á Eiðum, en flutti hingað vorið 1958. Hvernig kanntu við uinhverfið hérna? Eg kann mjög vel við um- hverfið, bæði náttúruna og ná- grannana. Þó eg ætti nú enn eft- ir að flytja í nýtt umhverfi, mundi eg ekki gera það í von um að skipta um til hins betra að þessu leyti. Hvernig finnst þér að eldast? Eg hef ekkert nema gott um það að segja. En eg er alveg hissa á því, hvað ýmsir jafnaldr- ar mínir eru orðnir gamlir. Framhald á 7. siðu. Framhald af 1. siðu. Mikil verkefni. Mikið verkefni mun áframhald- andi fyrir skipið og stóra kran- ann hér í höfninni við hreinsun og dýpkun við bryggjur. Þá hef- ur uppgröftur verið notaður til uppfyllingar víða um bæinn, einkum við hina svokölluðu Er- lingsdokk. Þar hefur skapazt stórt og mjög verðmætt land, þá hefur nokkur eftirspurn verið eftir skipinu annars staðar frá, hefur því verið sinnt eftir getu og komið í góðar þarfir þeirra, sem notið hafa. Þrátt fyrir það sem gert hefur verið, er það ekk- ert umtalsmál lengur, að óviðun- andi er með öllu að búa við þá aðstöðu til viðgerðar á skipum, sem hér er í dag, enn þurfa togarar okkar og önnur, sem hag- stæðara væri að senda til klös- unar og viðgerðar á Akureyri, að sækja uppsetningaraðstöðu til Reykjavíkur. Eyða til þess dýr- mætum tíma og sæta aðstöðu, sem ekki er háð samkeppni. Dráttarbraut fyrir togara. Verði ekki hið bráðasta framkvæmd áætlun bæjarstjórn- ar Akureyrar um uppsetningu á dráttarbraut fyrir nýtízku tog- ara, stendur öll togaraútgerð hér norðanlands mjög höllum fæti. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd. Hérlendis er að vísu ein dráttarbraut, sem getur tekið togara, hún annar alls ekki þörf flotans. Skipin þurfa stund- um að bíða svo vikum skiptir eftir að komast í slipp. í þessari grein er, svo sem áður er vikið að, engin samkeppni. Við teljum því að það mundi holt fyrir út- gerðina og alla aðstöðu togara, að upp komi að minnsta kosti ein braut til viðbótar hið allra fyrsta, enda líka að því stefnt hér á Akureyri. Úr því að togayaslippur er tal- inn svo nauðsynlegur og> héf er, kunna menn að spyrjá: Hvað hefur hafnarnefnd og bæjar- stjórn Akureyrar gert til að hrinda málinu í framkvæmd? Hvað gerir bæjarstjórn? Bæjarstjórn Akureyrar hófst fyrir mörgum árum handa um að láta gera aðstöðu fyrir báta7 slippi og tilheyrandi viðgerðar- verkstæði utan á Oddeyri, skammt frá Glerárósi. Hefur á liðnum árum með miklum kostn- aði verið sköpuð hin ágætasta aðstaða þar. Þarna er islaust ár- ið um kring og höfn góð, þótt utan sé Oddeyrartanga, að þar er unnt að athafna sig hvenær sem er að kalla má. Þarna hafa nú verið gerðar dráttarbrautir fyrir minni báta, hafa þær starf- að um margra ára skeið og gert mikið gagn. Þar fara nú fram að- gerðir á stórum og smáum vél- bátum viðs vegar að. Á Akur- eyri eru nú rekin mörg ágæt trésmíðaverkstæði og tvö íull- komin vélavrekstæði, auk smærri verkstæða. Aðstaða bæj- arins, sem togaraútgerðarstöðv- ar, hefur auðvitað mjög styrkzt af að eiga kost á viðgerðum hjá þessum verkstæðum. Þau haía tekið að sér ýmis stærri verk, t. d. skjólborðahækkun á togurun- um og tekizt vel á alla lund. En vegna þsss að togaradráttarbraut skortir, geta þau ekki sinnt verkefnum, sem þau annars hafa getu og kunnáttu til. Og togar- arnir verða af því að njóta að- stöðu í heimahöfn, fá þar skjóta afgreiðslu og losna við auka- kostnað. Búið er að vinna ýmis undirbúningsverk vegna fyrir- hugaðrar dráttarbrautar og hún fellur vel í þann ramma, sem áður var gerður. Fyrir hafa alllengi legið tilboð í di'áttar- braut fyrir 1200 lesta þunga, en vegna stækkunar togaranna er nú talið ráðlegra að hafa hana 1600 tonn. Þetta er mikið mann- virki, að erfitt hefur reynzt um útvegun fjármagns til að koma því á stofn og ekki líklegt hér, frekar en annars staðar, að það geti sjálft staðið undir öllum stofnkostnaði, en óbeini hagnað- urinn er óumdeilanlegur. Markvisst unnið. Bæjarstjórn hefur því ákveðið að leggja fyrir árlega fé til drátt- arbrautarinnar, sem hefur verið kr. 500.000.00 undanfarin ár. Einnig hefur Alþingi sýnt hug' sinn til fyrirtækisins með því að leggja því nokkurt fé árlega. Þess mun sennilega kostur að fá lán erlendis til efniskaupa, hafn- arsjóður mun á þessu ári, með ríkissjóðstillagi, hafa yfir að ráða 4—5 milljónum króna, en mikið fé vantar samt, sem taka þarf að láni innanlands. Vonandi tekst þetta, margir góðir menn, sem um þessi mál fjalla, vilja liðsinna okkur, sjá og viðurkenna þörfina, en við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja, en von okk- ar er að úr þeim greiðist fljct- legfa, enda unnið markvisst að málinu. Verður byrjað j sumar? Hafnarnefnd réði á sl. ári, í samráði við Aðalstein Júlíusson vitamálastjóra, hr. verkfræðing Þorbjörn Karlsson, til áð gera tillöguuppdrætti, kostnaðaráætl- un og útboðslýsingu, með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið höfðu að undanförnu. Því verki er nú langt komið og mun innan skamms verða lagt fyrir hafnar- málaráðherra árangur þess. Fáist leyfi ráðherra, sem ekki ætti að þurfa að efa, ætti vinna við hiná nýju dráttarbraut að geta hafizt nú í sumar, segir Guðmundur Guðlaugsson forseti bæjarstjóin- ar að lokum og þakkar blaðið honum þessar upplýsingar. Með dugnaði og framsýni er líklegt, að gera megi Akureyfi að mesta skipasmíðabæ landsins og þurfa allir að leggjast á eitt í því efni. Tíu skippund Hauganesi 21. marz. — Sæ- valdur er búinn að fara þrjá róðra með-net og aflað upp í 10 skippund. Hinir bátarnir eru líka að fara með net. Snjórinn er að fara og veðurblíða á degi hverj- um.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.