Dagur - 30.03.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1960, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 30. marz 19G0 Ónóg vöruvöndun er þjóðarvoði segir Þorleifur Ágústsson, yfirfiskimatsmaður í viðtali því, sem hér fer á efiir: Hvenær varst þú skipaður yíirfiskimatsmaður? Það var frá fyrsta janúar 1957, dálítið kvíðafullur verð eg að segja, sérstaklega vegna þess, að umdæmið var það stórt, hafði verið allmiklu við það bætt þá um áramótin. En árið 1958, þann 15. júlí, var umdæminu skipt, og þá enn við það aukið með tilliti til þess að þá var skipaður annar yfirfiski- matsmaður með búsetu á Siglu- firði. Má því segja að Norður- umdæmi nái yfir svæðið frá Langanesi að Djúpuvík á Strönd- um. Við þessa breytingu skapað- ist mun b'etri aðstaða til að sinna starfinu á hinum ýmsu sviðum. — Svo þegar hraðfrystihúsið á Akureyri tók til starfa skapaðist hér áður óþekkt og yfirgrips- mikil afvinnugrein, á eg þar við hraðfrystingu meginhluta þess afla sem á land barst hér af tog- urunum. — En við þetta voru óskir Akureyringa bundnar, og tel eg þær hafa orðið að veru- ieika á vissan hátt. En aftur á móti lagðist saltfiskverkun að mestu niður og ber að harma það og skreiðarverkun varð minni en áður. Hvernig kanntu við starfið, og' hvað viltu um vöruvöndunina scgja? Eins og eg sagði í upphafi, tók eg við starfinu dálítið hugsandi, en samt hef eg kunnað vel við það að mestu leyti, árekstrar hafa orðið tiltölulega fáir það sem af er. — Um vöruvöndunina vil eg segja þetta: Ónóg vöru- vöndun er sá voði, sem þjóðar- innar bíður, ef ekki verða nú þegar gerðar, af hálfu hins opin- bera, róttækar ráðstafanir til að koma þessu á heilbrigðan grund- völl. Sölumöguleikar á erlendum mörkuðum ei u sums staðar næst- um lokaðir og á öðrum stöðum er hæftan yfirvofandi ef ekkiverð ur úr bætt. Það er alltof áber- andi lítið um það hugsað af hálfu sjómanna, sem fiskinn veiða, hversu verðmikill fiskurinn get- úr orðið, ef rétt er með hann far- ið á allan hátt. Sama á við í landi hjá þeim, sem búa hann undir sölu á erlendum mörkuðum. Það má fullyrða, að þar er ástandið ekki betra. Svo má minnast á þriðja aðilann, sem oft eru eig- endur fiskjarins, þegar hér er komið. Um þá gildir hið sama: Ástandið er miður en skyldi og alltof fáar undantekningar. Eg er hér ekki að tala um neina sér- staka menn eða einstakar ver- stöðvar. Viltu segja eitthvað iun hrað- frystinguna sérstklega? Viðkomandi hiaðfrystingu get eg sagtsem dæmi: Það sjónarmið hefur skotið upp kollinum, að ekki mundi saka þótt hráefni til frystingar væri ekki sem bezt, hraðfrystingin bætti úr því og gerði það að fyrsta flokks vöru. Þetta er hinn háskalegi liugsun- arháttur, hraðfrystingin stöðvar aðeins starfsemi rotnunargerla, sem í fiskinn kunna að vera komnir, en drepur þá ekki. Þess vegna taka þeir til af fullum krafti, þegar fiskurinn er þýdd- ur upp til neyzlu. Þess vegna er það höfuðnauðsyn, að hráefnið sé heilnæmt og vel með farið, þegar úr því er unnið. Hvað viltu segja um fisk- skemmdirnar á Jamaica? Eg vil í því sambandi vitna til greinar, sem fiskmatsstjóri skrif- Þorleifur Ágústsson, yfirfiskimatsmaður. aði á sínum tíma og birtist í flest um dagblöðum og vikublöðum Reykjavíkur. Eg vil taka það skýrt frain, að enn er ekki vitað, hvað umræddur fiskur var gam- all orðinn þegar kvörtun barst um síðastl. áramót, þ. e. hve marga mánuði eða jafnvel ár þeir á Jamaica höfðu geymt hann, um það getur enginn fslendingur vitað. Hvað leggur þú til málanna um skemmda fiskinn fyrir sunnan? Eins og kunnugt er af blaða- skrifum í sambandi við fiskveið- ar og fiskvinnslu er það mál málanna, hvaða ráð séu tiltæk til úrbóta. Hvað viðkemur liinu mikla og oít óhæfa hráefni, sem á land berst til vinnslu, tel Fyrir þremur árum gekkst Æskulýðsheimili templara á Ak- ureyri fyrir starfsfræðsludegi á Akureyri. Nú hefur verið ákveðið að Æskulýðsheimilið gangist fyrir öðrum starfsfræðsludegi hér n.k. sunnudag. Mun Ólafur Gunnars- son sálfræðingur skipuleggja daginn og stjórna þeirri fræðslu, sem þar verður veitt. Er gert ráð fyrir að veita ungu fólki ýmsar upplýsingnr um atvinnugreinar, svo sem iðnað, sjómennsku, verzlun o. fl. Munu menn úr við- komandi starfsgrein gefa upplýs- eg fleira en eitt ráð geta til greina komið: 1. Að komið verði á opinberu mati á fiski upp úr skipi og hann greiddur eftir því, sem hann reynist að gæðum. 2. Ef þetta yrði gert þurfa verkunarstöðvar í landi að standa vel á verði í þessu efni og fleira kemur til. Þei(ta kynni tvímælalaust að verða til bóta. En eg álít að það sem mest og bezt bætti hér úr væri aukinn skilningur og ábirgðartilfinning þeirra, sem aö þessum málum standa. Þetta er það, sem vantar nú í dag. — Það opinbera ætti að setja á stofn verulega fræðslu hér að lútandi, fiskiðnaðarskóla, bæði fyrir fiskimenn og þá sem að fiskframleiðslunni starfa í landi. Þessari hugmynd hefur frekar lítill gaumur verið gefinn, en nú um nokkurt skeið hefur þessu verið veitt verðskulduð athygli, sem vera ber. Það munu flestir viðurkenna nauðsynina, og eg er það bjartsýnn á þessi mál, að sá tími mun ekki langt undan, að þeim sem við fiskiðnað vinna, hvort heldur um er að ræða hraðfrystingu, meðferð aflans, bæði á sjó og landi, þurfi að hafa lokið námi og tilskildum skóla. Svo að lokum vil eg þakka Degi fyrir að flytja þessi orð min. Það á ekki að geta verið því neitt til fyrirstöðu að blað utan Reykjavíkur minnist oftar en hefur verið á þessi mál, segir yfirfiskimatsmaður að lokum, og þakkar blaðið fyrir viðtalið. HLJÓMLEIKAR Á MORGUN Hin heimskunna, rússneska flúrsöngkona, Nadézda Kazant- séva, ásamt undirleikaranum Taisíja Merkúlova, koma hingað til Aukreyrar á morgun og halda hljómleika í Nýja-Bíó að kvöldi sama dag's. í för með lista- konunum er prófessor Gontsar- ov, forseti íslandsvinafélagsins í Moskvu, og rithöfundurinn Sjo- múskhin. Gestirnir fara aftur til Reykjavíkur á föstudag. ingar, og getur unga fólkið valið starfsgreinar eftir eigin vild til að spyrja um. Þá er í ráði að hafa einhverjar kvikmyndasýningar í sambandi við daginn. Enn er þó ekki full- ráðið hverjar þær verða. Starfsfræðsludag'urinn mun eins og áður fara fram í Barna- skóla Akureyrar, og er gert ráð fyrir að hann standi frá kl. 2—4. Unglingar utan Akureyrar, í nágrenni bæjarins, geta notfært sér fræðslu sem þarna fer fram, því að allir eru velkomnir á starfsfræðsludaginn. Annar sfarfsfræðsludagur á Ak. Æskulýðsheimili templara gengst fyrir hoiium r Ölafur Guimarsson sálfr. skipuleggur daginn Fermingarhörn í Akureyrarkirkju 3. apríl D r c n g r : Bnldur Þorstcinsson. Glcrárgötu 3. Einar Ilaraldsson, Víðimýri (>. F.mil Ragnarsson, Ilrafnagilsstncti 28. Frcyr Áskelsson, Þingvallastræti 34. Friðrik Viðar Þórðarson, Eyrarvcgi 10. Gtiðm. Krisljánsson, Brckkugötu 27 A. Guðm. ó. Guðimindsson, yEgisg. 13. Ciunnar Haraklsson, Reynivöllum 8. C’-unnl. Á. Ingólfson, Hrafnagilsstr. 22. Halldór V. Jóhannesson, Strandg. 2óB. Hí'irður Björnsson. Byggðavcgi 122. Jóscf K. Guðmundsson, Aðalstr. 13. Kristján Árnason, Hrafnagilsstra-ti 4. Kurt Sig. Niclsen. Halnarstra ti 105. óli Bcrg Kristdórsson, Hafnarstr. 2. Páll Andrcs l’álsson, Sniðgötu 1. Rafn Árnason, Bvckkugötu 21. Rcynir Guðbjörnsson, Gróðrarstöð. Sigurður E. Davíðsson, Rcynivöllum 2. Sigurður R. Jakobsson, Engimýri 4. Stcinar Marínósson, Ægisgötu 22. Svavar Iíaraldsson, Oddcyrargötu 19. Sverrir Viðar Pálmason, Bjarmastíg 6. Sa var Jónatansson. Norðurgötu 26. Valgarður Stcfánsson, Hamarstíg 8. S t ú 1 k u r : Auður Eyþórsdóttir, Hclgam.str. 12. Ásgcrður Ragnarsdóttir, Byggðavcg 89. Ásta E. Pálsdóttir, Hafnarstr. 29. Erla Elva Möllcr. Oddagötu 11. Cicrður l*álsdóttir, Hclgamagrastr. 40. Guðfinna I. Eydal. Þingvallastrati 32. (hiðmunda E. Ingólfsdóttir. Grfg. 53. BORGARBÍÓ sýnir ennþá: Danny Kay og hljómsveit. Þetta er aðeins fárra mánaða gömul mynd og er tekin í litum og Vista-vision. Er mynd- in byggð á ævisögu hins fræga, ameríska hljómsveitarstjóra Red Nichols og hljómsveitarinnar „The five pennies". Er fjöldinn allur af lögum leikinn og sunginn í myndinni, þeirra á meðal ,,The five pennies“, „Lullaby úr Rag- time“ og „Goodnight — Sleep Tight“, svo að eitthvað sé nefnt. Danny Kay leikur Red Nichols og er bráðskemmtilegur að vanda. Þá spillir það ekki, að Louis Armstrong og hljómsveit hans leikur í myndinni. — Mynd þessi hefur alls staðar hlotið mikla aðsókn. HÚS OG ÍBÚÐIR HEEI TIL SÖLU: 5 lierg. íbúö við AÖalstræti. 4rn herb. íbúðir við Odda- götu, Oddeyravgötu og Norðurgötu. 3jn herb. íbúðir við Fjólu- götn, Pjjarmastíg og Helga- magrastræti. ■2ja herb. ibúðir við Löngu- ■ mýri, Hafnarstræti og L.ækj- argötu. 5 herb. einbilishús við Eiðs- vallagötu og Byggðaveg. 3ja herb. einbýlishús við Munkaþserárstræti. 4ra—5 herb. fokhelda ibúð við Vanabyggð. Býli í Ixejarlandinu. Guðm. Skaftason, hdl., Hafnarstr. 101, 3. hæð, simi 1052. Inga Stcingiímsdóttir, Sniðgötu 1. Ingibjöi'g Friðjónsdóttir, Hafnarst. 71. Jóhanna M. Antonsdóttir, Ránarg. 25. Jónína E. Þorstcinsdóttir, Hamarst. 27. Margrct J. Valgcirsdóttir, Kaupvstr. 1. Margrct Tryggvadóttir, Brckkug. 25. María E. Ingvadóllir, Ránargötu 27. Nanna K. Jósefsdóttir, Stcinliolti 12. Oddný Friðriksdóttir, Norðurgötu 41. Ragnhildur Skjaldar, Gamugötu 10. Rcbckka Árnadóttir, Ránargötu 13. Sigríður D. Friðfinnsdóttir. Stórh. 11. . Sigurlína Þorstcinsdóttir. Byggðav. 92. Þóra J. Kjartansdóttir, Ausiurhyggð 2.. Skömmtunarseðlarnír falla úr gildi Búizt er við að skömmtunar- seðlar smjörs og smjörlíkis falli úr gildi 1. apríl, þ. e. á morgun. Þótt hér sé ekki um staðfesta fregn að ræða, þykir rétt að benda fóiki á að nota miða sína í tíma. Orðsending til bænda frá Bún.samb. Eyjafj. Áformað er að ráðunautar B. I., Agnar Guðnason og Óli Valur Hansson, ínæti á fiuidum í næstu viku á eftirtöldum stöð- uin: Dalvík, Sólgarði og Greni- vík. Nánar tilkynnt síðar. Ferðaáætlun Ferða- félags Akureyrar 1960 14. apríl: Gengið á Súlur. 26. maí: Gengið á Torfufells- hnjúk. 18. eða 19. júní: Grímsey. 25. júní til 26. júní: Þeistareyk- ir. Ekið suður í Mývatnssveit. 8. júlí til 10. júlí: Hólmatung- ur. Hljóðaklettar. 13. júlí til 17. júlí: Hveravellir — Kerlingarfjöll — Hvítárvatn — Gullfoss — Geysir — Þing- vellir — Kaldidalur — Surts- hellir. 21. júlí til 24. júlí: Hvanna- lindii’. 30. júlí til 1. ágúst: Herðubreið- arlindir. 6. ágúst til 7. ágúst: Vopna- fjörður — Þistilfjörður — Axar- fjörður. 13. ágúst til 14. ágúst: Lauga- fell. Formaður ferðanefndar er Álf- heiður Jónsdóttir. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að láta hana vita, ef þeir hyggjast taka þátt í ferðum félagsins, í Skó- verzlun M. H. Lyngdal, sími 2399. — Utanfélagsfólki er heim- il þátttaka. Stúlka óskast GUFUPRESSAN, Skipagötu 12. Simi 1421. 'ícrtnín^rsUtijlí UfUM&K aforcío^Lv Ccí*laAjolu.& ofin frS %í z~ f fyrír fcrtr/d, á fcmid.frd Ul /ofh, - ?$,d, tfSur" ónt&U ríS £»£ttdatn cftir p&nTutntm U&í 111 An rn<X

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.