Dagur - 30.03.1960, Blaðsíða 5
4
Skrifslolii i I infií.íi >! i .* :i !><> — Sitni lltili
Kn S l J<')Rl;
E R L I N c; V R n A V í í> S S () X
Aut'lysini'iist jt>ii:
JÓN S A M r F. I..SSON
ÁiT'ant'uriiiii ko.snit kr. 7.ri.<M>
Hl.uSíi’l kcniiir til ;i iiii<Sviku(l«i>um <HJ
l;utj';irtl(it!uni, |)cs-:ir cfni stamUi til
(ijalililaiji <i 1. jiilí
1‘WENTVF.RK OI)I)S HJÓRNSSONAR Il.F.
HLUTUR UNGA FÓLKSINS
Á MEDAN vinstri stjórnin liét og var og
barðist gegn verðhækkunum á breiðum
grundvelli og með víðtæku samstarfi við fjöl-
mennustu stéttir og starfshópa og með mikl-
um árangri, var það slíkt fagnaðarefni íhalds-
ins þegar einhver vara hækkaði í verði, að
því var líkast, að þá hefði það liimin höndum
tekið. Jafnvel liinar óverulegustu hækkanir
á smávörum urðu að risafréttum á fremstu
síðu Morgunblaðsins, sem Islendingur síðan
endurprentaði með þjónustusamlegri undir-
gefni — og fögnuði. — Hver verðhækkun,
jafnvel verðhækkun á korktöppum, hafði
svipuð áhrif á íhaldsblöðin og gróðrarskúr á
sárþyrstan eyðimerkurgróður. Þá var íhaldið
að eyðileggja verk vinstri stjórnarinnar. Því
miður urðu verðhækkanir og kauphækkanir
í tíð vinstri stjórnarinnar, það skal viður-
kennt og jafnfranrt harmað.
En hvernig horfa mál þessi nú í dag undir
íhaldsstjórn?
Ásgeir Bjamason bóndi og alþingismaður
liefur meðal annars sagt þetta í umræðum
um efnahagsmálin og hvernig ríkisstjórnin
býr að ungu fólki, senr vill mynda heimili í
sveit:
„Hvemig lítur það t. d. út hjá ungum
hjónum sem eru með 5 börn og ætla að
stofna heimili í sveit. — Þau þurfa 10 naut-
gripi á 50 þúsund kr. Með þeim góðu kjör-
um, sem liæst virtur ríkissjóður býður þeim
upp á, þarf í ársvexti miðað við 12%, 6 þús-
und krónur — eða eitt kýrverð og einu þús-
undi betur — aðeins í vexti, án afborgana á
einu ári. Á rúmum átta árum fer andvirði
kúnna aðeins í vexti. — Verð þeirra tvöfald-
ast á þessum 8 árum, þegar farin er „leiðin til
bættra lífskjara“ eftir stjórnarstefnunni. —
Sé lán tekið fyrir dráttarvél þá þarf að borga
10.800 kr. í vexti á ári — eða samtals tæplega
17 þúsund kr. á ári miðað við 12% — ef
keyptar em 10 kýr og ein dráttarvél. — Þaö
má svei mér vera hátt afurðaverð, ef það á að
borga þetta — ásamt öllu því, sem til búskap-
ar þarf.
Það örlar nú nokkuð á því, að mjólkur-
framleiðslan sé ekki nægileg, miðað við
neyzluþörf þjóðarinnar á landbúnaðarvör-
um. Það þyrfti því að gera róttækar ráðstaf-
anir til þess að stórauka landbúnaðarfram-
leiðsluna — í stað þess að stefna í gagnstæða
átt eins og hér er boðað.
Vera má að þau lífskjör, sem hæstv. ríkis-
stjórn býður almenningi upp á, verði það
aum, eins og allt bendir til, að fólk verði að
neita sér urn að drekka mjólk og borða kjöt
og grænmeti, svo að það saki ekki, þótt fram-
leiðslan dragist saman.
Og hvers á unga fólkið að gjalda hjá hæst-
virtri ríkisstjórn? Það getur ekki hafið bú-
skap í sveit. Það getur ekki keypt liúsnæði í
kaupstað og það getur ekki kostað sig til
náms erlendis — þar sem það þarf nú kr.
17.900 á móti hverjum 10 þús. sem áður
þurfti. ...“
Miðvikudaginn 30. marz 1960 Miðvikudaginn 30. marz 1960
D A G UR
í næsta mánuði eru liðin 100 ár frá fæðingu
Kristjáns Níelsar Jónssonar, en hann fæddist
hér á Akureyri 7. apríl 1860. Er hann öllum ís-
lendingum kær og kunnur sem K. N. eða Káinn,
og mun hann verða nefndur því gælunafni það
sem eftir er þessarar greinar.
Reyndar segir Páll Eggert Olason í íslenzkum
æviskrám, að Káinn hafi fæðzt 7. apríl 1859.
Eftir því að dæma átti hann aldarafmæli í fyrra.
Ekki minnist ég þess, að hans hafi verið getið
þá, svo að þeir eru fleiri en ég, sem trúa betur
því, sem ritað hefur verið um hann vestanhafs.
Vestur-íslendingar héldu skáldi sínu veizlur
stórar í apríl 1935, á 75 ára afmælinu, en ekki
er getið um neitt sérstakt „húllumhæ“ í apríl
1934. Káinn hefur sjálfur haldið, að hann væri
fæddur 1860, og ég vil láta skáldið fá að ráða
sínum fæðingardegi, hvað sem æviskrám og
kirkjubókum líður. Káinn orti eitt sinn:
Af langri reynslu lært ég þetta hef:
að láta drottin ráða meðan ég sef.
En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða,
og þykist geta ráðið fyrir báða.
Skáldið er ráðríkt, og verður því 100 ára
næsta 7. apríl, hvað sem hver segir.
„HIÐ EINA SKALD.... “
Ef til vill þykir einhverjum kynlegt að kalla
Káinn „Hið eina skáld frá Akureyri.“ Munu
þeir hinir sömu segja, að hér hafi verið Matthí-
as, og hér sé nú Davíð og ýmsir ennþá yngri
menn, sem skáld geti talizt.
En hverjir þeirra eru fæddir og uppaldir hér
á Akureyri? Enginn.
Jón Sveinsson, Nonni, var ekki heldur fædd-
ur hér. Hann dvaldi hér aðeins fá ár í æsku
sinni, en hann tók tryggðir við þennan stað eins
og svo margir aðrir, og við viljum gjarnan
kenna hann við Akureyri og minnast hans.
En ekki ber okkur minni skylda til að minn-
ast Káins á aldarafmæli hans í vetur, því að
hann er fæddur hér og uppalinn til 14 ára ald-
urs. Næstu fjögur árin dvaldi hann á sveitabæ
skammt héðan, en svo flutti hann vestur.
Er auðséð á vísum hans og kvæðum, að hann
hefur aldrei fullkomlega fest rætur á sléttum
Norður-Ameríku fremur en margir aðrir íslend-
ingar, og hann dáði alltaf og tregaði sínar
æskuslóðir.
Það hefur oft komið fyrir víða um lönd, að
ýmsir staðir hafa rifizt um fræga menn, og al-
veg eins þeir, sem ekkert hirtu um þá lífs, því
að hinir nafntoguðu bregða ætíð sínum Ijóma á
einhverja staði hér á jörð, þótt látnir séu.
í þessum síngjarna bardaga um gagnið og
sómann af frægra manna minningu, hafa fæð-
ingarstaður og æskuslóðir farið með sigur af
hólmi víðast hvar.
H. C. Andersen og Shakespeare fóru báðir frá
sínum æskustöðvum innan við tvítugt, en vei
þeim borgum, sem reyna að ræna Odense eða
Stratford on Avon heiðri og sóma af minningu
þessara fræga sona.
Enginn staður á Islandi getur heldur eignað
sér Káinn nema Akureyri.
ÆTTIN.
Okkur er tamt að spyrja um ætternið, íslend-
ingum, enda er hægt að þekkja ýmsa af ætt
sinni. Mér er þetta mjög Ijóst, því að ég er
barnakennari. Menn skera sig rækilega í ættir,
allflestir, þótt ýmislegt annað hafi áhrif á.
„Fjórðungi bregður til fósturs,“ segir gamalt
spakmæli, en það mun þýða, að hver maður sé
að fjórðungi það, sem uppeldið veitir, en að hin-
um þrem fjórðungunum sé hann sonur ættar
sinnar, gjaldi hennar og njóti. Þetta álít ég, að
sé rétt, þegar upp eru gerðir reikningar að lok-
um, en fóstrið mun þó gera meira en fjórðung á
fyrri hluta hverrar ævi.
Um ætt Káins skal aðeins sagt þetta: Níels
skáldi var afabróðir hans, og eftir honum var
hann heitinn, en í móðurætt var hann kominn
út af Davíð Tómassyni frá Hvassafelli, afabróð-
ur Jónasar Hallgrímssonar. Káinn var því eng-
in dúfa úr hrafnseggi.
FÆÐINGARSTAÐURINN.
Káinn fæddist í Aðalstræti 76, og á þeirri lóð
byggði faðir hans, Jón Jónsson járnsmiður,
fyrsta húsið laust fyrir 1860. (Fékk byggingar-
leyfi í maí 1857.) Þarna á Káinn heima fyrstu
14 ár ævinnar, en svo deyr Þórunn Kristjáns-
dóttir, móðir hans, 1874, og þá flutti drengurinn
til Davíðs bónda á Jósdísarstöðum, móðurbróður
síns, og dvaldi þar, unz hann fór vestur 18 ára
gamall.
En húsið? Stendur það enn á sínum stað?
Nei, því miður.
„En 1875 kaupir Kr. Sigurðsson, Vært, húsið,
flytur það út á Oddeyri og reisir það aftur á
Strandgötu 25, og var það nefnt Værtshúsið eða
„Baujan“. (Skrifaðar heimildir Jóns heitins
Sveinssonar fyrrv. bæjarstjóra.) Friðrik Þor-
grímsson úrsmiður, sem nú mun meðal elztu og
fróðustu Akureyringa, sagði mér, að húsið
hefði verið flutt í heilu lagi á ísi að vetrarlagi,
og ber honum þar saman við heimildir Jóns
Sveinssonar.
En 1914 var Sigvalda Þorsteinssyni leyft að
reisa steinhús á lóðinni Strandg. 25, og þá var
gamla húsið rifið. Árið 1931 fær svo Sigvaldi
leyfi til að byggja eina hæð ofan á húsið. Þetta
hús er nú venjulega nefnt Alaska.
En húsið, þar sem Káinn fæddist, er ekki
lengur til.
KÁINN A AKUREYRI.
Ein öld er talsverður tími, og enginn man nú
svo langt. Ekki ganga miklar sögur um æsku-
brek Káins, en þó sagði Friðrik Þorgrímsson
mér, að Káinn hefði snemma tekið að búa til
vísur. Kunni hann eina, sem hann hafði lært
ungur.
Tilefni vísunnar var það, að Káinn var í
vinnu hjá Höpfner við að flytja brenni úr bát
upp í hús. Með honum vann ungur piltur, Hann-
es Sveinbjörnsson. (Fór menntaveginn, dó ung-
ur.) Fór Hannes sér víst hægt, því að Káinn
kvað:
Eftir vonum einkarsnar
er í brennivinnu
Hannes sonur Sveinbjamar
og sómakonu Margrétar.
Var Káinn 12 eða 13 ára, er þetta gerðist, og
heldur Friðrik, að þessi vísa hafi ekki verið
prentuð áður.
ÆVISTARFIÐ.
Káinn flutti af landi burt 18 ára gamall, eins
og áður segir, og hann kom aldrei aftur. Hann
átti heima á sléttum Norður-Ameríku í meira
en hálfa öld og stundaði erfiðisvinnu bæði í
borg og sveit. Sitt daglega brauð fékk hann því
fyrir styrk og snilld handa sinna en ekki anda,
og eru það undarleg örlög fyrir slíkan mann.
Ef einhver sér mig ekki vera áð moka, —
þetta orða þannig hlýt:
þá er orðið hart um skít.
Þannig lýsir hann sjálfur lífsstarfinu.
Káinn tilheyrði því „hinum vinnandi stéttum"
á máli þeirra atkvæðaveiðara, sem enga telja
vinnandi nema þá, sem afla sér viðurværis með
líkamlegu erfiði.
En Káinn er frægur fyrir sínar hugarsmíðar,
og að þeim vann hann kauplaust. Hann var
skáld, sem notaði uppskeruvinnu, kýr, brenni-
vín og alls konar daglegt amstur sem yrkisefni.
Getur nokkurt skáld valið slík yrkisefni sér til
langlífis og öðrum til gleði? Já, það gat Káinn,
og hann var einstakur í sinni röð. Hann átti
gullið, sem glóði, húmorinn af hinni beztu teg-
und. Hann gerði sjálfum sér og öðrum glatt í
geði með meinlausri kýmni og gamni.
ÍSLENZKUR IIÚMOR.
Við íslendingar eigum því miður húmor af
skornum skammti. Við höfum eignázt ýmsa
húmorista, en tiltölulega fáa. Okkur er alvara
og hátíðleiki eiginlegri en gamanið. Hvort
hörmungar fyrri alda hafa gert okkur þannig —
eða þetta liggur djúpt í þjóðareðlinu, veit ég
ekki. ,
Kímni og húmor má kenna á ýmsu, en þó
mun það sannast mála, að sá er mestur húmor-
istinn, sem getur gert gys að sjálfum sér.
Hverjir íslenzkir húmoristar hafa gert það?
Einungis tveir, Þórbergur Þórðarson og Káinn.
Húmor Benedikts Gröndals komst aldrei á
það stig. Honum tókst allra manna bezt að gera
gys að öðrum, en sjálfum sér — nei; sjálfan sig
tók hann alvarlega.
Það er talið aðalsmerki Skota, áð þeir semja
sjálfir um sig gamansögurnar, Skotasögurnar
alþekktu. Við íslendingar erum svo viðkvæmir
fyrir eigin persónu, að við myndum aldrei gera
slíkar sögur um sjálfa okkur, og ef aðrir gerðu
það, myndum við stórmóðgast. Við erum ennþá
landar Sneglu-Halla, sem galt hverjum sitt,
greiddi kesknihögg en þoldi engin sjálfur.
BAKKUS GAMLI.
Þeir, sem Káinn þekktu bezt og um hann hafa
ritað, reyna ekki að fela þá staðreynd, að hon-
um hafi þótt sopinn góður. En þeir taka um leið
fram, að hann hafi einskis manns virðingu né
ást misst af þeim sökum. En Káinn gerir sig
ekki betri en hann er, og mikið hefur hann ort
um sjálfan sig og vínið.
Oftast þegar enginn sér
og enginn niaður heyrir,
en brennivínið búið er,
bið ég guð að hjálpa mér.
Þessa bæn flytur Káinn á torginu, en í hljóði
mun hann hafa beðið margra annarra bæna, því
að hann var maður trúaður að eðlisfari og var
grafari í sókn sinni í mörg ár.
En það, sem hann sagði í gamni um vínið, var
þó stundum alvöru blandið, því að Káinn sótti
gleði til Bakkusar og þóttist ekkert betri en
hann var.
Eitt sinn kvað hann, er hann leit andlit sitt í
spegli:
Æru þrotinn, þrútiiui, blár,
þögull greipar spennir;
hæruskotinn, grettur, grár,
glóðaraugum rennir.
Þessi vísa mun líklega hafa orðið til að morg-
unlagi.
Öðru sinni leit Káinn í spegil og kvað:
Hans er Iundin Ijúf og trygg,
í lófunum þó hann hafi sigg;
maðurinn líkist hclzt ég hygg
hunda-dogg og svína-pigg.
Káinn segir sjálfur svo frá: „Hr. Sveinn
Oddsson ritstjóri lét flösku á afvikinn stað í
„offisi“ sínu og sagði mér, að við Stephán G.
ættum að heimsækja hana, þegar við gengjum
fram hjá, meðan við værum í bænum, og þegar
hún væri dauð, þá tæki systir hennar plássið .
hennar.“
í þessu tilefni orti Káinn m. a. þessar vísur:
Þú fríðasta flaska í heimi,
ég fann þig á ókunnri strönd;
ég veit þú átt systur á sveimi,
cn sjálfri þér aldrei ég gleymi,
og tek mér þinn tappa í hönd.
Ég brúka þig eins og ég ætti
og uni mér glaður hjá þér.
Ég fer ekki fyrr en ég hætti,
og færi ekki, þó að ég mætti,
og hætti’ ekki fyrr en ég fer.
Otal margt annað orti Káinn um flöskur og
drykki, og er einna þekktastur bragurinn „Æv-
intýri á gönguför“, sem flestir hafa einhvern
tíma sungið: „Úr fimmtíu „centa“ glasinu ég
fengið gat ei nóg.“ — Sá bragur mun lifa lengi.
Við eina vísu sína gerir Káinn þessa athuga-
semd:
„Ég tók eftir því hér í haust, að það var eyða
í handritinu að ævisögu minni, frá þeim tíma,
er ég hætti að drekka í tvö ár eða meira, fyrir
liðugum fjörutíu árum síðan, svo ég fyllti upp
eyðuna með þessu erindi, og vona það geti orðið
öðrum til viðvörunar:
Ég hét að reyna að hætta að drekka bjór,
en hörmung er að vita hvernig fór.
Ég umgekkst bara gott og guðhrætt fólk,
sem gaf mér sýrublöndu, vatn og mjólk.
Með góðtemplurum gekk ég til og frá
og góðtemplara dömum kvaldist hjá,
og þetta hreif — en þá fór líka ver:
það þornaði upp í lakanum á mér.“
Auðvitað segir Káinn frá þessu í sínum
venjulega tón, en kannski hefur honum verið
einhver alvara í huga. „Einmitt þá fann ég oft
það mál, sem endurhljómar í fólksins sál,“ læt-
ur Einar Ben. hinn synduga prest á Mosfelli
segja.
EINN Á BATI.
Káinn var alla ævi ókvæntur, og veit ég ekki
hvað valdið hefur. En ein vísan hans er svöna:
Heyri ég þilsa geystan gust,
grípur hjartað ótti.
Sú mér reyndist svikulust,
sem mér vænst um þótti.
Það er ekki ætíð auðvelt að vita, hvenær
húmorista er alvara og hvenær ekki, en ef til
vill hefur stúlka brugðizt skáldinu, en það gerir
úr öllu gaman:
Að láta skáldin Iúra ein, —
ljótur er það siður!
Þetta’ er gamalt þjóðarmein,
því er ver og miður.
Og Káinn orti vísu, sem hann nefndi: Slys.
Hún er svona:
D A G U R
Um það gátu innlend blöð,
að einhver landi
hengdi sig í hjónabandi.
Engum getum skal að því leitt, hvort kvæntur
Káinn hefði orðið nokkuð öðruvísi. Ég er a. m.
k. ánægður með Káinn svona ‘eins og mér finnst
ég þekkja hanri og læt þar við sitja.
SKÁLD?
En var maðurinn nokkurt skáld? Var hann
ekki bara vísnasmiður?
Það getur verið meiri skáldskapur í einni vísu
en löngu kvæði. Þar er spurt um gæði en ekki
magn.
Og hvað lifir lengst? Hvað gleymist og týnist?
Kveðskapur Káins, það bezta af honum, mun
lifa miklu lengur með þjóðinni en hinar ótelj-
andi tregasinfóníur íslenzkra ljóðskálda. Húm-
orinn er eilífur og fer aldrei úr tízku.
Sigurður skólameistari sagði eitt sinn svo ég
heyrði, að Halldór Gunnlaugsson mætti heita
gott skáld fyrir hið eina kvæði: „Um aldamótin
ekki neitt ég segi.“
Þau dæmi, er ég hef til þessa tilfært úr kveð-
skap Káins, hafa ekki verið þau, sem lengst
munu lifa. Hér kem ég með þrjú, sem ég skil
ekki, að gleymist nokkurn tíma.
Einu sinni sem oftar, er Kálnn var fjósamað-
ur, orti hann þetta:
— Hala á kú ég liata að sjá
honum trúi ekki.
Heilabú mitt hann vill slá.
Halelúja segi ég þá.
Á meðan fengizt er við mjaltir á íslandi
verður þessi vísa metin að verðleikum.
Og svo er það vögguvísan:
— Farðu að sofa, blessað barnið smáa.
Brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.
Haltu kjafti, lilýddu og vertu góður.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.
Þessi vísa hafði m. a. þau áhrif, að þeir, sem
sömdu biblíusögur þær, sem nú eru kenndar
börnum, breyttu orðalaginu á 4. boðorðinu! Og
hvað er að segja um vögguvísu Kiljans í svipuð-
um anda? Er hún ekki hálfgerð stæling á vísu
Káins?
Að lokum er hér kvæðið: „Við útförina,“ sem
er aðeins tvær vísur:
— Ég held þú mundir hlæja dátt með mér
að horfa á það, sem fyrir augun ber.
Þú hafðir ekki vanizt við það liér,
að vinir bæru þig á höndum sér.
En dauðinn hefur högum þínum breytt
og hugi margra vina til þín leitt;
í trú og auðmýkt allir hneigja sig,
og enginn talar nema vel um þig.
Þetta kvæði er til í ágætri enskri þýðingu og
heíur birzt í Icelandic Lyrics, The IcelandiC
Canadian og vafalaust á fleiri stöðum, þótt mér
sé ekki kunnugt.
ÆVILOK.
Káinn varð maður gamall, einu ári betur en
hálfáttræður. Sagt var, að hann hefði enga óvini
átt, aðeins vini. Hann hafði þó ort skammavísur,
Hið eina SKála frá Akureyri
K.N. eha Káinn verhur 100 ára jjann 7. april n.k.
5
en hann meinti bara ekkert með þeim. Hann dó
svo með bros á vör 25. okt. 1936. Útfarardaginn
var öllum skólum lokað í íslendingabyggðum í
Norður-Dakota. Bæði Lögberg og Heimskringla
minntust Káins í ritstjórnargreinum. í öðru
blaðinu er hann m.a. kallaður mannvinur og
skáld. Fyrirsögn hinnar greinarinnar var:
„Hver gerir oss nú glatt í lund?‘‘ l
MINNINGIN.
Káinn hefur sjálfur séð fyrir því, að hann
gleymist ekki.
Vestmenn af íslenzkum ættum muna ennþá
kímnisskáldið sitt, því að þeir eru tryggir og
ræktarsamir.
Áreiðanlega munu þeir minnast Káins 7. apríl
næstkomandi, á verðugan hátt, og rifja upp
gamlan kveðskap og glaðar stundir.
Káins mun minnzt á prenti víðar en í Degi nú
á næstunni, og Ríkisútvarpið hlýtur að helga
honum eina kvöldstund. Hjá þeirri staðreynd
verður því ekki komizt, að hann er nafnkunn-
astur allra „innfæddra“ Akureyringa lífs og lið-
inna.
HLUTUR AKUREYRAR.
Á Akureyri nokkuð að gera skáldinu til heið-
urs á aldaraímælinu? Og hvað þá helzt?
Gamla húsið er ekki lengur til, en staðurinn
er sá sami, þótt annað hús standi þar. Hvernig
væri að koma fallegum, íslenzkum steini fyrir
í brekkunni, þar sem strákur lék sér forðum,
og letra þar nafn hans? Gæti þá rætzt þessi
vísa Káins:
— Þegar ég er fallinn frá,
og fúna í jörðu beinin,
verðúr fögur sjón að sjá
sólina skína á steininn.
En hann orti vísu, sem bendir í aðra átt:
Kæra foldin, kennd við snjó,
hvað ég fcginn yrði,
mætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
Á vísu þessari er rímgalli, en þetta er ort af
heilum huga, og hér er Káinn ekki að gera að
gamni sínu. Hann langaði til að bera hér beinin.
Væri engin leið að flytja þau hingað og koma
þeim fyrir í garðinum rétt fyrir ofan brekku-
brúnina?
Þá væri Káinn kominn heim aftur.
ÖRN SNORRASON.