Dagur - 30.03.1960, Side 8
8
1111111111111
Baguk
Miðvikudaginn 30. marz 1960
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiii
Litið í
bæjarblöðin
BLESSUÐ BÖRNIN.
Ritstjóri Alþýðumannsins telur
líklegt að foreldrar séu Degi lítt
þakklátir fyrir það að minnast á,
að nú skal greiða bætur með
fyrsta barni. Telur ritstjórinn
langt seilzt til lokunar að
blanda blessuðum sakleysingjun-
um inn í stjórnmálaþrasið.
Hafi ritstjórinn ást á börnum,
sem ætla má af skrifum hans,
hefði hann betur verið á móti
þeim opinberu aðgerðum, sem
leiða til slíkrar skerðingar
á lífskjörum almennings, að rík-
isstjórnin telur hjón ekki geta
bjargast hjálparlaust með frum-
burð sinn. Þær aðgerðir eru
vissulega ekki börnum óviðkom-
andi.
LANDSFRÆG ÞÖGN.
Bæjarblöð stjórnmálaflokk-
anna hafa oftar en einu sinni lýst
undrun sinni yfir því að Dagur
skuli ekki taka þátt í blaðaskrif-
um um Esso-málið svokallaða og
segja þögnina landsfræga.
Stjórnarblöðin hér í bæ og
fleiri blöð bera þess glöggt vitni,
alveg sérstaklega í sambandi við
Esso-málið, á hvaða siðferðisstigi
þau eru og hvaða réttarfarshug-
myndir höfundar þeirra hafa.
Þessir höfundar hafa réttilega
fordæmt aftökur án dóms og
laga — raunverulegar aftökur. —
En þeir hafa gert tilraun til að
fremja pólitískar og siðferðilegar
aftökur, þeir hafa fyrir sína
hönd og flokka sinna unnið að
því eftir getu að láta almennings-
álitið dæma Vilhjálm Þór og
fleiri til dauða á vettvangi opin-
berra mála. Og það gera þeir á
meðan rannsók.n Essomálsins
stendur enn yfir og áður en
nokkur dómstóll hefur fengið
málið til meðferðar, hvað þá fellt
dófn.
Það er leiðinlegt fyrir menn
eins og Jakob O. Pétursson og
Braga Sigurjónsson að fylla
flokk þeirra, sem standa að sví-
virðilegðustu ofsóknum á hendur
andstæðingum sínum, sem um
getur á síðari tímum.
Ef ekki er hægt að heimfæra
þessar ofsóknir undir hreinan
óvitahátt, eru þær náskyldari
þeim óhæfuverkum sögunnar,
sem venjulegir borgarar með
óbrenglaðar réttarfarshugmyndir
hljóta að bera kinnroða fyrir.
NÁÐI TIL HJARTANS.
Rætt var um það í síðasta Degi
hver nauðsyn væri á, að almenn-
ingur ynni að því með verðlags-
eftix-litinu, að vörur væru seldar
á réttu verði í verzlunum.
„fslendingur" finnur sárt til
undan þessum orðum, svo að
svíður til hjartans. Hann tekur
afstöðu á móti ábendingu Dags
um meira aðhald í vei'ðlagningu
vara og segir að verðlagsákvæði
þi'engja um of að vex'zluninni.
Líklega hugsar ritstjóri Islend-
ings ekki út í það, þegar hann
felur gx-ein Dags „ómaklega árás
Framhald á 7. slðu.
Eyjan undir Keimskautsbaug
Grímsey er blágrýtisklettur
rúma 40 km. frá landi, norður
af Gjögri. Hún er sæbrött og
hömrum girt og um 100 m. yfir
sjó, þar sem hún rís hæst.
Röskur klukkustundar gangur
er hún á lengd, eða um 6 km.,
en tveggja km. breið, þar sem
hún er breiðust.
Frægust vai'ð eyjan í sög-
unni þegar Þóx'arinn Nefjólfs-
son flutti Alþingi þau boð Ólafs
Haraldssonar Noregskonungs
1024, að hann „beiddist vinar-
gjaíar af Norðlendingum, at
þeir gæfu lionum útsker, er
liggxu' frá Eyjafirði, er menn
kalla Grímsey“. Guðmundur
í'íki var hvetjandi, en Einar
Þveræingur latti og sagði, að
þar mætti vel fæða her manns
„og slíkt nökkut get ek konung
liugsa her; nú ef þar er útlend-
ur lxer, ok fari þeir þaðan með
langskipum, þá ætla ek mörg-
um ærít þykt fur durunum, þar
sem þeir róa at húsi“ og snei'-
ist fylgi manna gegn konungs-
óskinni við þessi oi’ð og var
Grímsey aldi'ei neinum gefin.
En alltaf síðan hefur útskexlð,
sem ligg.ur út af Eyjafii'ði og
menn kalla Gn'msey, verið
byggt dugandi fólki og svo er
enn. Þar er gnótt matfanga,
svo mikil fiskgengd oft, að
fuiðu sætir, fugl í björgum og
búpeningur fóðurléttux-.
Þótt Grímsey liggi xrndir
heimskautsbaugi í miðju íshafi,
er þar veðursælla en flestir
ætla. Snjólítið er þar löngum
og alveg snjólaust nú og tún-
ávinnsla byrjuð fyrir nokkru.
Þúsund ára byggðasaga
Grímseyjar er óslitin, oftast
með hvei'sdagsblæ á síðustu
tímum. Fjórtán býli eru á
eynni. Tólf bátar bera afla á
land og skila furðu miklum
tekjum í þjóðarbúið. í Grímsey
eru engin tímavinnusjónarmið
og ekki heldur hið þrotlausa
kapphlaup við tímann, sem er
einkenni þéttbýlisins. Að mæta
á ákveðnum stað klukkan
þetta eða hitt er nær óþekkt
liugtak. Um lífið í Grímsey
sagði ungur maður á þessa leið,
er hann hafði um tíma dvalið
þar ytra og þótt harla gott. —
Maður borðar þegar maður er
svangui', sefur þegar mann
syfjar og fer á sjó þegar gefur.
Blaðið hafði nýlega tal af frú
Steinunni Sigurbjarnardóttur,
útibússstjóra í Gi'ímsey, er hún
var hér á ferð. Og þar sem
fréttir þaðan hafa venjulega
verið af skornum skammti var
tækifærið gripið og almennra
fi'étta spui't. Fer það samtal hér
á eftir:
Hvað eru margir íbúar í
Grímsey nú?
Þeir eru á milli 60 og 70, sem
þar eru búsettir og nú er búið
á 14 býlum, sem öll hafa lands-
nytjar. Flestir liafa þeir verið
um 130, held eg, en þeim fór
fækkandi á sti'íðsárunum. Nú
er þeim flótta lokið, enda eru
nú beti'i afkomuskilyrði þar en
nokkru sinni áður. Nú er kom-
inn þar góður flugvöllur og
miklar hafnarbætur hafa verið
gei'ðar og nú er líka fiskurinn
að aukast við eyna.
Hve margir bátar eru gerð-
ir út?
Tólf trillubátar stunda sjó-
inn, en livoi'ki stærri þilfai's-
bátar eða önnur fiskiskip. Oft
rær einn á báti, eins og þar
stendur.
Og hvernig er fjárhagsleg af-
koma manna?
Það má óhætt fullyrða, að
hún er góð, sérstaklega síðasta
Steinunn Sigurbjarnardóttir,
útibússtjóri í Grúnsey.
ár. Það þykir til dæmis ekki
mikið, þótt t|i'illueigandi, sem
rær einn, fiski fyrir 100 þús.
ki'ónur eða vel það, auk hlunn-
inda af búskap, hrognkelsa-
veiði o. fl. — Fiskurinn er að
aukast og gengur oft mjög
nærri landi.
Hrognkelsaveiðin hófst
snemma í ár?
Já, aldrei fyrr en núna.
Fyx'sti rauðmaginn veiddist 22.
janúai'. Það aflaðist líka mikið
af mjög vænum þoi'ski í rauð-
maganetih. Rauðmaginn er
saltaður í tunnur og seldur til
reykingar, og er mikil eftir-
spurn eftir honum. Farið er að
nota möskvastærri net en áður
og verður veiðin þá jöfn og
mjög góð vara og líkar vel.
Grásleppan er líka mikið veidd
vegna hrognanna, sem einnig
eru í góðu verði. Fyrir hrognin
er oftast góður mai'kaður og
öruggur síðan SÍS tók að sér
fyrirgreiðslu um sölu þeirra.
En það eru aftur á móti Akur-
eyringar, sem box-ða reykta
rauðmagann frá Grímsey og fá
aldrei nóg. Hrognkelsaveiðin
hefur gefið góðar tekjur síðan
farið var að nýta aflann svo sem
nú er gert.
Landbúnaður er líka stund-
aður?
Flestir framleiða nægilegt
kindakjöt fyrir sig og nokkrir
meii-a. Féð er fóðui'létt. í vetur
var snjólaus jörð framan af
vetri og allt fram í febrúar, svo
að ekki þurfti mikið að gefa, og
nú er þar algerlega snjólaust.
Það mun vera algengast að
fjölskyldur hafi 20—30 ær á
fóðrum. Svo hafa margir sauði.
Þeim er ekki gefið nema lambs-
vetui'inn og eru felldir þriggja
vetra. Þeir eru fallegii', en
vei'ða eiginlega alveg villtir og
mjög styggir. Svo hefur hvei't
heimili eina kú og er því nægi-
leg.mjólk. Menn lána hver öðr-
um mjólk eftir því sem á stend-
ui'. Landbúnaðurinn í Grímsey
er nú eiginlega aðeins ígripa-
vinna eða hjáverk. En það
mundi þó fljótt koma í ljós hve
lxann er í raun og veru mikils
virði, ef kaupa þyrfti kjöt og
mjólk.
Eru önnur liúsdýr á eynni?
Hesta höfum við enga, ekki
heldur hunda. Tveir kettir eru
þó til, en annar er mjög kom-
inn að fótum fram af elli. Kett-
ir eru ekki nauðsynlegir hjá
okkur, þar sem hvorki eru rott-
ur eða mýs. Hins vegar er okk-
ur annt um fuglana, en þar eru
kettir á allt öðru máli.
Tvær dráttarvélar og einn
jeppi ei'u einu flutningatækin á
landi og annast bæði flutninga,
slátt og jarðræktai'störf.
Og enn er sigið í björgin eft-
ir eggjuxn og fuglum?
Eggjatekjan er nú lítið stund-
uð, því að á þeim tíma er oft
uppgi-ipaafli og gefa menn sér
þá ekki tíma til að siga í björg.
Alltaf er þó eitthvað gei't að
því, en það er þó í rauninni eins
konar sport. Hætt er að stunda
fuglatekju í björgunum, en
Grímseyingar hafa fengið leyfi
til að veiða á fleka og hafa gert
það lítils háttar, og svo er skot-
ið dálítið af svartfugli á sjó. En
síðustu árin hefur fugli mjög
fjölgað í björgunum. Áður var
eggja- og fuglatekja stunduð af
kappi sem atvinnugi'ein.
Það er sagt, að möi'g matar-
holan sé í Grímsey, og það er
vissulega rétt, enda mun sult-
ur sjaldan eða ekki hafa soi'fið
að þar, þótt bjargarlaust hafi
orðið annars staðar fyrr á tím-
um.
Hvað viltu segja mér mn
fræðslu- og féiagsinál?
Við höfum barnaskóla, svo
sem lög gera ráð fyrir, en aðrir
skólar eru þar ekki, en flest
ungt fólk leitar sér menntunar
annars staðar að bai-naskóla-
námi loknu. Kirkjan, okkar er
mjög sómasamleg orðin. Við
vorum svo heppin, að til okkar
í Grímsey fluttist Einar Einars-
son, hagleiksmaður, sem hefur
látið sér mjög ant um kii'kjuna
og staðið fyi'ir endurbótum á
lienni. En sóknarpresturinn er
séra Pétur Sigurgeirsson á Ak-
ureyri, sem oft kemur til eyjar-
innar, bæði hinar reglulegu
fjórar ferðir og oftar þegar með
þarf.
Kvenfélag, sem heitir Baug-
ur, starfar af miklu fjöri, bæði
að líknaimálum og almennum
framfaramálum, og nýlega var
stofnað slysavarnai'félag.
Þið ætlið að reisa félagsheim-
ili?
Já, það er ákveðið að reisa fé-
lagsheimili, skóla og bókasafn
og sameina þetta þrennt í einni
byggingu. Félagsheimilið vei'ð-
ur að Eiðum, á eynni miðri og
verður væntanlega hafizt handa
um framkvæmdir nú í sumar.
Hið dýumæta bókasafn þarf aS
komast í viðunandi húsnæði og
skólahúsið er orðið ónýtt. Mikil
þörf er því á hinni nýju bygg-
ingu.
Læknir og Ijósmóðir?
Lækni höfum við engan, en
ljósmóðir er búsett í eynni.
Sjúkx-aflugvélin nýja veitir okk-
ur mikið öryggi að þessu leyti
og hefur hún nokkuð oft komið
til okkai'. Flestar konur fæða
þó á Fjórðungssjúkrahúsinu
og sem betur fer er oft minna
um kvilla í Grímsey en víða
annars staðai'. Nú í vetur höf-
um við vei'ið laus við allar um-
gangspestir og heilsufar yfirleitt
verið mjög gott.
En frystihús rekið þið ekki?
Nei, það hefur ekki stax'faS
um skeið. Sjómennirnir nota
ekki síld til beitu, heldur að-
eins nælonfæx'i við veiðai'nax'.
Svo er fiskurinn saltaður og er
afbragðsgóð vara. En það er
mikið áhugamál að koma upp
aðstöðu til að fullvei'ka saltfisk-
inn og er verið að athuga
möguleika á því. Lifi'aibræðsla
tekur til starfa í vox*. Það var
búið að setja hana upp, en raf-
magn vantaði þar til nú. En
eins og þú hefur áður sagt frá
í blaðinu, var í vetur sett upp
35 kw. dieseli'afstöð fyi'ir Sand-
víkui'þorpið og höfnina, svo að
nú er rafmagn komið alls stað-
ar.
Góð aðstaða er til síldarsölt-
unar og síldin, sem söltuð var
þar í sumai', um 1500 tunnur,
í-eyndist mjög góð vara. ÞaS
getur vei'ið mjög hagkvæmt
fyrir síldarskipin, þegar þau
veiða þar nærii, að skjóta
þangað upp afla sínum í staS
þess að fara lengri leiðir til
lands. Þá má ennfremur geta
þess, að hin bættu hafnarskil-
yrði koma sér vel fyrir fleiri
en okkur Grímseyinga. Utilegu-
bátar frá Eyjafjarðarhöfnum
hafa oft viðlegu við eyna og
þykir það mikils virði.
Stærstu framtíðarmálin?
Þeirra á meðal er félags-
heimilið, fiskþurrkunin og svo
þui'fum við að fá meii'a vatn,
sem þai'f að boi'a eftir. Svo er
sjósóknin alltaf framtíðarmálið
og það lang stærsta. Fiski-
gegndin vii'ðist fara mjög vax-
andi, afkoma manna er góð og
eg held að Grimseyingar þurfi
ekki að vera mjög uggandi um
framtíð sína. Flestir verkfæi'ir
karlmenn eru fyi'st og fremst
sjómenn, og miðað við íbúa-
fjölda þurfa eyjarbúar ekkei't
að skammast sín hvað snertir
útflutningsmagn afurða. Senni-
lega er það óvíða meii-a, miðað
við íbúafjölda.
Er það satt, að enginn þiu*fi
að nota klukku?
Það rná kannski segja sem
svo, því að það eru aðeins þx'jár
manneskjur, símastúlkan, kenn-
Framhald á 7. siðu.