Dagur - 09.04.1960, Blaðsíða 8
8
Baguk
Laugardagmn 9. apríl 1960
Á Glerá eru 3 brýr í bæjarlandinu. Hér er mynd af þeirri efstu. Eins og sjá má, er hún hættuleg
yfirferðar, þar sem handriðin eru mjög ófullnægjandi, svo að ekki sé meira sagt. — Bláðið hefur áður
bent á brýna þörf lagfæringar, en engar undirtektir fengið ennþá. Vonandi fer viðgerð fram áður en
slys verður. — (Ljósmynd: E. D.).
Fjárfrekasla verkefni Barnahjálpar S. Þ.
Það verkefni Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna, sem mun
kosta mest fjárútlát í náinni
framtíð, er baráttan gegn mýrar-
köldu. — Framkvæmdastjóri
Barnahjálparinnar, Maurice
Pate, hefur farið þess á leit við
stjórnina, að hún veiti 3,1 millj.
dollara til þessarar baráttu, og
nemur það nálega 40 af hundr-
aði af þeim 8,3 millj. dollara sem
alls verður varið til starfsemi
Barnahjálparinnar á þessu ári.
Baráttan við mýrarkölduna er
einkum háð í löndum Suður- og
Mið-Ameríku og í löndlunum
við austanvert Miðjarðarhaf og í
Suður-Asíu. Á árinu 1959 voru
70 milljónir manna verndaðað
gegn mírarköldu með skordýra-
eitri sem Barnahjálp S. Þ. útveg-
aði. Um helmingur þessara 70
milljóna voru mæður og börn.
Af einstökum löndum fær Ind-
land mesta fjárhagsaðstoð, enda
er það fjölmennast landanna þar
sem Barnahjálpin starfar (sum-
arið 1959 voru íbúar Indlands
402.750.000 talsins). Maurice
Pate hefur farið þess á leit við
stjórn Barnahjálparinnar að hún
veiti 1.576.000 dollara til átta
mismunandi verkefna á Ind-
landi. Á sama tíma mun Ind-
verska stjórnin leggja fram um
9,5 milljónir dollara. Ef stjórn
Barnahjálparinnar, sem er skip-
uð fulltrúum 30 landa, samþykk-
ir tillögur framkvæmdastjórans,
Geysisslysið á Vatna-
jökli kvikmyndað
Samkvæmt fréttum frá Kaup-
mannahöfn hefur Nordisk Film
Kompagni mjög mikinn áhuga á
því að gera kvikmynd af Geysis-
slysinu á Vatnajökli.
Félagið hefur tryggt sér einka-
rétt á kvikmynduninni. En nú
eru bæði þýzk og brezk kvik-
kvikmyndafélög einnig búin að
fá áhuga fyrir því að kvikmynda
hinn fræga atburð á jöklinum.
hefur Indland alls fengið hjálp
sem nemur 28,5 millj. dollurum
frá Barnahjálpinni síðan hún hóf
starfsemi sína árið 1948.
Meginhluti hinnar nýju fjár-
FRÉTTIR AÐ AUSTAN
Á Héraði hafa verið óslitið
góðviði'i síðasta hálfan mánuð, og
síðustu daga hlý suðlæg átt. —
Snjó hefur tekið upp í byggð, þó
mun enn vera nokkur snjór . yzt
við Héraðsflóa. Vegir eru auðir
og frost að fára úr þeim. Eru þeir
því víða blautir og erfiðir yfir-
ferðar. Umferð þyngri bíla er nú
bönnuð um flesta vegi, nema
Fagradalsbraut.
Heyfengur var mikill og góð-
ur. Eru menn því vel byrgir með
veitingar — 1,1 millj. dollara — hey. Fóðurbætisgjöf er nú minni
verður notaður til að koma á fót
mjólkurduftsverksmiðjum í Kal-
kútta og sambandsfylkinu Andh-
ra Pradesh.
en verið hefur um langt árabil.
Kemur þar bæði til meiri töðu-
fengur en áður og hátt verð á
fóðurbæti. Engjaheyskapur er
Stefán Benediktsson við vefstólinn sinn. — (Ljósmynd: E. D.).
að vefa meifð en 18 kílómefrð
Ullarjafi ór íslenzku kambgarni frá Gefjun,
er mjög eftirsóttur til hannyrða
Einn er sá maður á Akureyri,
sem slær vefinn á vetrum í mjög
fornlegum vefstól og framleiðir
hinn eftirsótta ullarjafa úr ís- j
lensdcu efni. Hann heitir Stefán
Benediktsson, Hafnarstræti 71.
Stefán lærði að vefa þegar
hann var vinnumaður í Reykja-
hlíð hjá þeim Einari og Guðrúnu
og síðan eru liðnir margir ára-
tugir. Því að þegar þetta var, var
Stefán aðeins á 18. ári, en er nú
orðinn roskinn maðui'. Hann var
síðar bóndi í Bárðardal, en flutt-
ist til Akureyrar árið 1945 og
hefur búið þar síðan. En þegar
hann flutti í bæinn var skömmt-
unin í algleymingi og ýmsar
vörui- vandfengnar, þeirra á
meðal ullarjafi til hannyrða.
Stefán tók þá til við vefnaðinn,
enda hafði hann ofið í ígripum
allt frá Reykjahlíðarvist sinni.
Fyrstu 6 árin hér stundaði hann
vefnaðinn eingöngu og hafði ekki
undan. Skólar og einstaklingar
notuðu jafan hans jafnóðum í
refla og veggteppi og hannyrða-
verzlanir sóttust um að hafa hann
á boðstólum. Um áramótin í vet-
ur vai' Stefán búinn að vefa 18
km. En nú er vefnaðurinn ekki
lengur atvinna hans, heldur
ígripavinna eins og fyrrum.
Stefán hefur alltaf notað ís-
lenzkt efni, kambgarn frá Gefj
uni á Akureyri, og mun vera eini
karlmaðurinn hér um slóðir, sem
stundar vefnað nokkuð að ráði í
heimahúsum.
hoi'finn í flestum sveitum með
vaxandi ræktun og aukinni véla-
notkun.
Iðnskóli.
Á Egilsstöðum hefur í vetur
verið starfræktur iðnskóli, nem-
endur eru um 20, skólastjóri
Þórður Benediktssön, en kénnslu,
aulc hans, hafa annazt ýmsir fag-
og sérmenntaðir menn búsettir í
Egilsstaðaþorpi. Skólinn er til
húsa í barnaskóla þorpsins.
Verzlunarfélag.
Undirbúningur er hofinn að
stofnun verzlunarfélags á Héraði.
Bráðabirgðastjórn hefur verið
sett á laggirnar og mun formað-
ur hennar vera Helgi Gíslason
oddviti á Helgafelli. Ráðgert er,
að félagið hafi heimili norðan
Lagarfljóts og mun áformað að
reisa sláturhús við Lagarfljóts-
brú á komandi sumri. Fram-
kvæmdastjóri í höfuðstöðvum
samtakanna mun verða Sigbjörn
Brynjólfsson kaupmaður á Hlöð-
um. Ennfremur hyggst félagið
setja upp útibú í Egilsstaðaþorpi
og verði Ari Björnsson kaup-
maður til forsjár þar.
Ekki hefur enn verið kunngert
hvort hér sé um að ræða lokað
verzlunarfélag eða opið almenn-
ingi til þátttöku.
Tamningastöð.
Hestamannafélagið Freyfaxi
hefur í vetur rekið tamningastöð
í Egilsstaðaþorpi. Hafa þar verið
til tamninga nálægt 20 hross víða
að af Héraði. K. H. B. hefur lán-
að félaginu húsnæði og auk þess
mun það njóta einhvers stuðnings
frá Búnaðarfélagi Austurlands.
Starfsemi þessi er ný af nálinni
hér í fjórðungnum og er mjög
athyglisverð tilraun til að bæta
úr því ófremdarástandi sem nú
hefur ríkt um skeið, eða síðan
jeppinn og dráttarvélin tóku við
hlutverki hestsins. — Formaður
hestamannafélagsins er Pétur
Jónsson á Egilsstöðum, en Ár-
mann Guðmundsson temur hross-
in. — (Austri.)
Nýir þingmenn
Fyrr í vetur tók Jón Kjartans-
son sæti á Alþingi í stað Bjöms
Pálssonar, er ekki gat sinnt þing-
störfum um skeið.
Nú í vikunni tók Ingvar Gísla-
son sæti á þingi í stað Garðars
Halldórssonar, vegna veikinda-
forfalla þingmannsins.
Spónplöfuverksmiðja á Akureyri?
Undanfarin ár hefur það verið
í athugun, hvort hagkvæmt væri
að setja upp litla verksmiðju til
að vinna spónplötur úr skógviði,
frá tunnuverksmiðju og
öðrum trésmíðaverkstæðum. Á
fundi fulltrúa skógræktarfélaga
var samþykkt nýlega eftirfar-
andi:
„Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir þeim upplýsingum, sem fram
komu hjá skógræktarstjóra varð-
andi verksmiðju til spónplötu-
gerðar.
Telur fundurinn þetta svo þýð-
ingarmikið mál, að leita beri
allra ráða til þess að fram-
kvæmdir geti hafizt þegar er
rannsókn hefur leitt í ljós, að
öruggur grundvöllur sé fyrir
rekstri slíkrar verksmiðju."
f þessu sambandi hefur Akur-
eyri verið talin heppilegastur
staður til þessa reksturs.